Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐ'I iÐ Aöalsteinsson Valt Disney? DISNEY var að tilkynna að fyrir- tækið myndi brátt ráðast ígerð kvikmyndar um Hróa Hött. Þessi saga verður ólík öðrum þeim sögum sem sagðarhafa verið um Hróa, að því leiti að hún fjallarum ungtingsár Hróa. Reyndar fjallar myndin um ungl- ingsárjómfrúr Marian, því Disn- ey ætlar að láta hana vera aðal- persónu myndarinnar. Það sem meira er, það verðurjómfrúin sem eiga mun hugmyndina að stigamennsku Hróa pottloks. Kvenlegt innsæi ræður. Kverúlantar þessa heims eru sennilega þegar byrjaðir aö draga fram blekbytturnar og undir- búa sig undir mótmælaherferö gegn afskræmingu á sögunni um hinn helga stigamann. Sumu má nefnilega ekki hrófla viö. Var þaö ekki griska stjórnin sem mótmælti þegar Disney af- skræmdi Herkúles, m.a. meö því að láta Pegasus vera hestinn hans? Allir sem þekkja sína goðafræði vita aó Herkúles og Pegasus komu aldrei nálægt hvor öörum. Og svo var Hera lát- in vera móðir Herkúlesar (hann varóskilgetinn sonurSeifs). Grikkjum fannst sem sagt Disney-útgáfan á Herkúlesi vera út í Hróa. Þaö var búió að kokka ein- hverskon- ar léttmeti úrhinum háalvar- legu dæmi- Steypir Mikkí sögum Mikka næst? þeirra. Þessir sömu Grikkir hafa sennilega ver- ið búnir að gleyma að þeir bís- uðu næstum öllum guðunum sínum úregypskri goðafræði. Auser (Osiris) alguð og drottn- ari undirheima breyttist í Seif, fluttist uppífjall ogtók að halda framhjá konu sinni. Kona hans Auset (Isis) unni honum svo heitt að hún fór um víðan völl til að safna saman bútum niður- brytjaðs manns síns. Að því búnu setti hún bútana saman og blés í hann lífi á ný. Á Grikklandi breyttist Auset í Heru sem eyddi mestum sínum tíma í að argast útí fjöllyndan bónda sinn og níö- ast á alsaklausum bastöröum hans. OgThoth, faðir ritlistar, tungu ogtónlistarvarö Hermes sem vann sér það helsttil frægðar að smíða hörpu úr skjaldbökuskel. Einhvermyndi nú kalla þetta auma afskræm- ingu áfrummyndinni. Svona breytast tímarnir og sögurnarsem við segjum gera það líka. Ef ekki, þá hverfa þær. Jólasveinamir okkar eru senni- lega besta dæmi um persónur sem þurftu að breytast til að halda lífi. Hver nennir að heyra enda- laust um Hurðaskelli og Þvöru- sleikí? Grýla, sem ekkert breytt- ist, lognaðist útaf og dó. Þetta veit fólkið hjá Disney. Það hefur verið að stúdera bíó- sókn og séð að táningsstelpur eru æ duglegri við að fara í kvik- myndahús. Ergo: Hrói veröur að aukahlutverki í eigin sögu og Marian fær allargóðu setning- amar. Valt Hrói, eða var honum hrint? Cruise og Kidman á sviði í London Sagt er að Hollywood-parið Tom Cruise og Nicole Kidman, sem síðast léku saman í mynd Stanley Kubricks, Eyes Wide Shut, muni leika saman á sviði í London í nýrri uppfærslu á leikriti Tennessee Williams, Ketti á heitu blikkþaki. Viðræður standa yfir á milli þeirra og leikhúsmanna í London en sögunni fylgir að Sam Mendes eigi að leikstýra parinu. Mendes þessi skaust upp á stjömu- himininn þegar hann stýrði Amer- ískri fegurð á síðasta ári. Kidman hef- ur áður leikið á sviði í London svo sem kunnugt er þegar hún fór með eitt aðalhlutverkið í Biáa herberginu. Síðan þá hafa leikarar eins og Kath- ieen Turner og Jason Priestley farið með hlutverk i leikhúsunum í London og á undan þeim t.d. Dustin Hoffman. Caine i Shiner Óskarsverðlaunahafinn nýbakaði, Michael Caine, er væntanlegur í nýrri mynd sem heitir Shiner en í henni leikur hann á móti öðrum öðl- ingi, Martin Landau. Um er að ræða breskan trylli sem gerist í heimi hnefaleikanna. Caine leikur smá- krimmann Billy „Shiner“ Thomp- son, sem reynir að koma syni sínum áfram í hnefaleik- unum en þegar sonurinn er myrtur tekur „Shiner“ sjálfur að leita morð- ingjans og í ljós kemur að gruggug fortíðin hefur sitthvað að gera með morðið. Leikstjóri myndarinnar er Bretinn John Irvin en breskir leikarar fara með öll höfuðhlutverkin. Breski tryllirinn hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því Bob Hoskins lék brjálaða krimmann í The Long Good Friday en kannski Shiner eigi eftir að blása nýju lífi í formið. Tökur á Hringa- dróttinssögu Nýsjálenski leikstjórinn Peter Jackson stýrir nú góðum hópi leikara við gerð fyrsta hluta Hringadróttins- sögu Tolkiens. Sögunni verða gerð skil í þremur bíómyndum og hann ætlar að taka þær allar upp í einu og er áætlað að tökumar vari í meira en ár. Með helstu hlutverk fara lan McKellen, lan Holm, SeanAstin, Elij- ah Wood, Cate Blanchett og Liv Tyl- er. Framleiðandi er New Line Cin- ema. Sagt er að yfirmönnum fyrir- tækisins hafi verið sýndar nokkrar tökur úr fyrstu myndinni og að þeir séu hæstánægðir með árangurinn. Alltaf er að bætast í leikhópinn en síðast gengu Hugo Weaving úr The Matrix og Miranda Otto úr The Thin Red Line til liðs við Jackson Myndin er tekin í heimaiandi ieikstjórans, Nýja Sjálandi. Stórstjörnur í kjarabaráttu Stórstjörnurnar Ben Affieck og Matt Damon, sem leika á móti hvorum öðrum í mynd Kevin Smiths, Dogma, hafa tekið þátt í kjarabaráttu starfsfólk sem vinnur við Harvard-háskóla. Þeir vilja að lægstu laun verði hækkuð og mættu á baráttufund um helgina til stuðnings starfsfólkinu. Foreldrar Afflecks störfuðu við Harvard-há- skóla. Faðir hans var húsvörður og stjúpmóðir hans var hreinsitæknir. Damon var hins vegar nemandi við Harvard en hætti námi til þess að koma sér áfram í Hollywood. Þeim hefur tekist það báðum með góðum árangri eftir að þeir gerðu saman Good Will Hunting. „Gerið þennan skóla þannig úr garði að maður þurfi ekki að líta skömmustulegur undan þegar maður mætir húsverði á göngunum," sagði Ben Affleck á fundinum. Ekki fylgir sögunni hvað kom út úr kjaraviðræðunum. Þess má geta í framhjáhlaupi að rætt er um Matt Damon í aðalhlutverkið í nýju Apaplánetunni sem Tim Burt- on er að undirbúa. vinnunni hjá " r Eftir Amald Indríðason - Hæ, hvað ertu með þarna? spyr fram- ieiðandi hjá WarnerBros. - Æi, þetta er eitthvað frá Islandi, segir annar framleiðandi. Eitthvað sem þeirkalla íslendingasögur. Þeir sitja við stórt borð á sóiríkri skrifstofu. - Islandi. Bíddu, Bláa lónið ogstelpurnar? - Einmitt. Sendu mérþetta afefri hæðinni. Báðu migað finna eitt- hvað út úr þessu. Veit ekkert hvað þetta er. Virðist alltgerast á miðöld- um og fjalla um hefnd og ástir. Það ergóður hasar í þessu. Ég er búinn að kíkja á sumt og það er eitthvað hérna sem heitir Brennu-Njáls saga sem gæti virkað. - Meinarðu sem bíómynd? - Góð lokasena en ég áttamig ekki alveg á hvað er að gerast í sög- unni. Kannski skiptir þaö ekki máli. Hasarinn ergóður. Verstefvið þurf- um að fara til íslands að kvikmynda. Þeir eru ennþá að tala um það þeg- ar þeir stoppuðu í nokkrar vikur þar að gera Enemy Mine. Ég held að kaffibollinn hafi verið á sex dollara. - Er þetta svona eins og 13di stríðsmaðurinn, eða... ? - Já, einmitt. Það væri hægt að gera eitthvaö svoleiðis. - Égman að Michael Chapman, þarna tökumaðurinn, fórtil íslands að gera svona víkingamynd. Kjartans-saga. Hún var frábær. Virkilega sýndi manni inn í þennan heim, þarna, miðaldirnar. - Einmitt. En ég sá þetta kannski meira sem svona Braveheart. Þessi Ijóshærði og myndarlegi í sögunni vill ekki fara af ættjörðinni og bíður óvina sinna. Kellingin svíkur hann. Ég skil ekki aiveg hvers vegna. Eða hvernig. Það er eins og hún vilji ekki í hárgreiöslu. Var hægt að fara í hár- greiðslu á þessum tíma? Mér finnst erfitt að iáta hann deyja svo við þurf- um að skoða það dæmi betur. - Égveit að Mel Gibson erað leita að öðru svona Braveheart-dæmi. Kannski er þetta eitthvaö fyrir hann. - Nei, þetta erekkert Óskarsmál, held ég. Meira svona B-myndahas- ar. Eitthvað fyrir Renny Harlin. OgGibson erá 25 milljónir. Égvar kannski að hugsa um Matthew Perry. Þarna úr Vinum. Við erum að reyna að fá hann til okkar á samning og þetta gæti verið fyrir hann en hann mundi örugglega ekki vilja deyja, skilurðu. - Það vill enginn deyja. En gellan ? -Já.Ég sá kannski Cameron Diaz íþessu. Eða þarna Angela Bass- ett. - Bíddu, hún ersvört. - Það ereitthvað afþrælum íþessum sögum. - Akkúrat. - Og nafnið ersvolítið skrítið. Við þyrftum að breyta því. Verulega. Það þarfað vera eitthvað grípandi. Ég var að hugsa um eitthvað eins og Hefnandinn eða Spjótkastarinn. Þú veist, kannski ekki alveg Skylminga- kappinn en eitthvað slíkt. - Já, það þarfað vera grípandi. Eins og Conan: Villimaðurinn. - Það er eitt svolítið skrítið þegar maður les þetta svona yfir í fljótheit- um. - Hvað? - Mér finnst þetta ekkert ósvipað vestra. - Vestrinn ergersamlega búinn að vera. - Ekkief Clint Eastwood gerírhann. Unforgiven. - Unforgiven. Það var frábær mynd. - Hefurðu heyrt eitthvað íClint... ? Viö úthlutun úr Kvikmyndasjóði árið 1998 fékk myndin Sólon Islandus hæsta vilyrði fyrirframleiðslustyrktil þessa, eða 47,5 milljónir króna. Páll Kristinn Pálsson sló á þráðinn úttil Þýskalands og ræddi við handritshöfundinn og leikstjórann, Margréti Rún Guðmundsdóttur. Sólon Islendingur „Ha, hver segir þetta?“ segir Mar- grét Rún og getur ekki stillt sig um að hlæja þegar bornar eru undir hana fregnir um að illa gangi að ljúka fjármögnun myndarinnar. „Þetta er alveg fáránlegt. Við ætlum að hefja tökur á næsta ári og ástæða þess að það hefur dregist er sú að þýskum meðframleiðendum okkar þótti handritið vera of langt. Og þar sem maður fær bara einn séns héma úti fór ég í að stytta og umskrifa hand- ritið. Þeirri vinnu lauk ekki fyrr en í byrjun þessa árs og þess vegna þurfti ég að fá vilyrðið frá Kvik- myndasjóði framlengt. Einnig þótti okkur ekki ráðlegt að hefja erlenda fjármögnun fyrr en handritið væri tilbúið og erum á fullu í henni einmitt núna og gengur alveg prýðilega. Við erum búin að fá vilyrði fyrir rúmum 14 milljónum króna hér í Bæjara- landi, það er fyrsta erlenda viðbótarfjármagnið, þannig að þessi sögusögn er alveg út í hött. Aætlaður heildarkostn- aður er 196 milljónir króna.“ Sólon íslandus byggist á vel- þekktri samnefndri skáldsögu Davíðs Stefánssonar, en vinnu- titill myndarinnar á ensku og þýsku er íslendingurinn. „Éghef alltaf verið mjög hrifin af þessari skáldsögu og fígúrunni Sölva Helga- syni,“ segir Margrét Rún, sem hafði unnið við handritið í fimm ár áður en hún fékk vilyrði Kvikmyndasjóðs. „En að sjálfsögðu þurfti að umskrifa hana talsvert sem kvikmyndahand- rit. Ég hef reynt að gera Sölva við- kunnanlegri, þannig að fólk geti skil- ið hann betur, en þó þannig að hann er alveg jafn fyndinn og í skáldsög- unni. Meðhöfundur að handriti er Margrét Rún Guðmundsdóttír fór til Þýskalands fyrir 12 árum og býr þar enn ásamt þýskum eiginmanni og þremur börnum. Hún nam við kvikmyndaskól- ann „Hochschule fur Fern- sehen und Rlm“ í Munchen og útskrifaðist þaðan 1996 með hæstu einkunn (sem ekki gerist oft í þéim skóla). Hún hefurm.a. gert leiknar stuttmynd- ir og þekktastar þeirra eru Alban- íu-Lára og Hættu þessuvoli, Her- mann minn. Margrét Rún hefur síðustu miss- erin alfariö helgaö sigvinnunni við Sólon Islandus, sem fram- leidd er af fyrirtæki hennar, ís- lensku draumaverksmiðjunni ehf. og þýska fyrirtækinu Edgar Reitz Rlmproduktionsgesell- schaftmbh. Klaus Richter, sem er afar reyndur og virtur í Þýskalandi, hann hefur skrifað handrit að myndum sem gengið hafa mjög vel, laðað milljónir manna í bíó og það hefur verið mjög gaman að vinna með honum. Myndin gerist á síðustu öld, og ég vil reyna að hafa allt eins upprunalegt og hægt er, vera trú aðstæðum í sögunni, hafa búningana eins og fötin voru þá og tónlistin verður byggð á þeirri sem þá var þekkt og sungin á íslandi." Margrét Rún segist búin að ráða tvo þýska leikara í aðalhlutverkið, aðrir verða íslenskir og danskir. „Ég tók þá ákvörðun að ráða Otto Sander (t.d. Bíódagar) til að leika Sölva á síð- asta æviskeiðinu en stjúpson hans, Ben Becker, til að leika hann á bestu fullorðinsárunum. Báðir eru mjög þekktir leikarar og alveg skuggalega líkir Sölva í útliti. Myndin verður tekin á íslensku og þótt þeir feðgar treysti sér illa til að tala hana er hljóðvinnsla í dag orðin svo tækni- lega fullkomin að það á að vera hægt að leysa þetta vandamál. En þetta eru leikarar sem mig hefur alltaf langað að vinna með, og ég hlakka mikið til þess. Ég ætla ekkert að flýta mér, enda haldin mikilli full- komnunaráráttu. Það verður tölu- vert af brellum í myndinni og ég ætla að vera búin að leysa öll tæknileg vandamál fyrirfram, svo ég þurfi ekki að glíma við þau á tökustað. Ég stefni fyrst og fremst að því að gera góða kvikmynd."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.