Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Nokkrar kindur voru skotnar með öflugu skotvopni á Miðnesheiði um helgina. Vegfarendur skutu kindur á færi á Miðnesheiði Dýraverndunarsam- tök fordæma drápin Hærri laun á almennum vinnumarkaði FORMAÐUR Sambands dýra- vemdunarfélaga íslands fordæmir harðlega drápin á kindunum á Mið- nesheiði nálægt Sandgerði á laugar- daginn, en þá voru fimm ær og eitt lamb skotin af færi með öflugu skot- vopni. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík voru dýrin ýmist skotin í höfuð, búk eða háls og er talið líklegt að ódæðismaðurinn hafi notast við skammbyssu eða riffil við verkið, en málið er í rannsókn. „Við fordæmum þetta,“ sagði Sig- ríður Asgeirsdóttir, formaður Sam- bands dýraverndunarfélaga íslands. „Það að fara á á veiðar með skamm- byssu og skjóta dýr á þennan hátt er hræðilegt." Sigríður sagði að samkvæmt dýra- verndunarlögum mætti ekki skjóta kindur af færi, heldur kvæðu lögin á um það að ef aflífa ætti þær, þyrfti að gera það á mannúðlegan máta. Að sögn Sigríðar er yfirleitt tekið alltof létt á svona málum en hún sagði að viðurlögin við broti á dýra- verndunarlögunum gætu verið sekt og allt upp í 2 ára fangelsi. Lögreglan sagði að um helgina hefði hún stöðvað bifreið 17 ára gam- als manns og að inni í henni hefði verið skammbyssa sem hann hefði ekki haft leyfi fyrir. Að sögn lögreglu lék grunur á að málin tengdust, en eftir að kindurnar höfðu verið krufn- ar kom í ljós að skotin voru ekki úr skammbyssunni og því er málið enn óupplýst. Lögreglan biður alla þá sem hafa einhverjar upplýsingai- um málið að hafa samband við lögregluna í Kefla- vík. SEXTÁN ára unglingum standa til boða mun betri laun á almennum vinnumarkaði en hjá vinnuskólum sveitarfélaganna, auk þess sem þar hafa þeir einnig möguleika á að vinna lengri vinnutíma á degi hverj- um og fleiri vikur yfir sumarið. Sumarlaun vegna vinnu á al- mennum vinnumarkaði geta þannig orðið verulega hærri í heildina heldur en í vinnuskólunum, en kom- ið hefur fram að skráningum í vinnuskóla hefur fækkað verulega víðast hvar á landinu í ár, ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu, og á það fyrst og fremst við um elsta al- dursflokkinn sem þar á kost á vinnu, þá sem eru eða verða 16 ára á þessu ári. Að mati forráðamanna vinnuskólana er þetta fyrst og fremst rakið til góðs atvinnu- ástands í landinu. Unglingar sækist frekar eftir vinnu á almennum vinnumarkaði vegna meiri tekna. Auk þess má gera ráð fyrir að meiri fjölbreytni á almennum vinnumarkaði hafi áhrif, þar sem unglingarnir margir hverjir hafa unnið í vinnuskólunum þegar þeir voru yngri. í vinnuskólanum í Reykjavík er tímakaup 16 ára unglinga 339 kr. á tímann auk orlofs. Unnið er sjö tíma á dag í sjö vikur, en til stend- ur að lengja tímabilið í sumar þar sem fjárveiting er til fyrir því vegna færri skráninga. Mánaðar- laun 16 ára unglings í vinnuskólan- um geta þannig numið um 50 þús- und kr. þegar orlofið er undanskilið. Lágmarkslaun 16 ára unglinga í fiskvinnslu eru tæpar 375 kr. á tím- ann fyrir utan orlof, samkvæmt upplýsingum Eflingar stéttarfélags og bónus kemur þar til viðbótar þegar um hann er að ræða. I bygg- ingamnnu er ekki óalgengt að dug- legir unglingar geti verið með 450- 500 kr. á tímann í dagvinnu, sam- kvæmt upplýsingum félagsins. Lágmarkslaun 16 ára unglinga sem vinna í stórmörkuðum eða verslunum eru 66.648 kr. á mánuði fyrir fulla vinnu. Það jafngildir 392 kr. á tímann í dagvinnu og 692 kr. í yfirvinnu ef um hana er að ræða, samkvæmt upplýsingum Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Nýtt upplag prentað Kynningarbæklingurinn „Ice- land 2000“ sem ríkisstjórn Is- lands lét á sínum tíma prenta, er uppurinn. Á fundi sínum í gær ákvað ríkisstjórnin að láta prenta nýtt upplag. I bæklingnum er m.a. fjall- að um menningarmál, Alþingi, þúsund ára afmæli kristni- töku, landafundi íslendinga í Norður-Ameríku, umhverfis- mál auk upplýsinga um fé- lags- og efnahagsmál. Fyrsta upplag bæklingsins var 7.500 eintök en nú stendur til að prenta 10.000 eintök. Kostnaður er samtals 377.000 krónur. Morgunblaðið/Kristinn Sýning á búnaði Samvarðar 2000 SÝNING á búnaði björgunar- sveita og herja frá fjölda þjóða var haldin á Miðbakkanum í Reykjavík en sýningin var í tengslum við fjölþjóðlegu björgunaræfinguna Samvörð 2000 en í gær hófst 1' Reykjavík ráðstefna um björgun til sjós með þátttöku fulltrúa frá sautján þjóðum. Um helgina fer siðan fram viðarnikil vettvangsæfing á Faxaflóa undir rnerkjum Sam- starfs r' þágu friðar (Partner- ship for Peace) sem snýst um björgun í hafsnauð. Almenningi gafst tækifæri til að skoða fjölbreyttan og fram- andi búnað á sýningunni r' gær, meðal annars fullkomin sjúkra- tjöld, slökkvibfla, köfunarbún- að og fleira. fslenskt varðskip og sjúkraskip frá pólska hern- um voru jafnframt opin al- menningi til sýnis en bæði verða notuð við vettvangsæf- inguna um helgina. Loks voru æfingar á íslenskri, rússneskri og danskri þyrlu úti yfir höfn- inni r' tengslum við sýninguna og voru þyrlurnar einnig til sýnis t' flugskýli Landhelgis- gæslunnar á Reykjavíkur- flugvelli (við Nauthólsvík). Má einnig geta þess að stór- ar þyrlur Bandaríkjahers af gerðinni CH-47 Chinook, sem þátt taka í Samverði 2000, verða nýttar til þjóðþrifaverk- efna víða um land. Áætlað er m.a. að flytja efni í göngustíga og brýr t' Þórsmörk, Land- mannalaugum, Skaftafelli, Lónsöræfum og að Dynjanda í Arnarfirði á morgun og á föstudag. Tvær þyrlur Bandartkjahers munu auk þess flytja jarðvegs- efni t' göngustíga fyrir Vestur- Eyjafjallahrepp, Landgræðsl- una, Skógræktina og Náttúru- vernd rtkisins t' dag. Morgunblaðið/Golli Fulltrúar á norrænu þingi rannsakenda flugslysa á Hótel Loftleiðum. Norrænt þing rann- sakenda flugslysa RANNSAKENDUR flugslysa á Norðurlöndunum halda árlegt þing sitt á Hótel Loftleiðum, dagana 6. til 8. júní. Kanadísku rannsóknamefnd- inni hefur verið sérstaklega boðið að senda fúlltrúa sinn á þessi þing, allt frá árinu 1989 að norræna þingið var haldið hér á landi, en kanadísk flugvél fórst á Reykjavíkurflugvelli árið áð- ur, í ágúst 1998 og situr yfirmaður flugslysarannsókna Kanada þingið. Á öllum Norðurlöndunum og Kan- ada eru rannsóknarnefndir flugslysa sjálfstæðar stofnanir. Löggjafir Norðurlanda eru mjög h'kar hvað varðar rannsóknir flugslysa, en þar er skýrt kveðið á um að flugslysa- rannsóknir miði að því einu að koma í veg fyrir að flugslys endurtaki sig og að öryggi í flugi megi aukast og að í rannsóknarskýrslum séu gerðar til- lögur um fyrirbyggjandi aðgerðir. Rannsóknir flugslysa í þessum löndum voru áður á hendi rannsókn- ardeilda flugmálastjómanna, en óháðu nefndimar vom alls staðar stofnaðar með sérstakri löggjöf, síð- ast á íslandi og í Finnlandi árið 1996. Rannsóknamefndimar starfa sjálf- stætt og óháð öðrum rannsóknaraðil- um, ákæruvaldi og dómstólum en heyra stjómsýslulega undir dóms- málaráðherra. I Finnlandi, Svíþjóð og Kanada em viðfangsefni rannsóknamefndanna viðameiri en í hinum löndunum, en þar taka þau einnig til rannsókna öll slys og alvarleg atvik sem verða í öðr- um greinum flutninga í þágu almenn- ings á landi, þ.e. á vegum, jámbraut- um, á sjó, ám og vötnum og öll slys sem verða í flugi. í þessum löndum rannsaka þessar nefndir auk þess slys og alvarleg atvik sem verða á leiðsluflutningum á olíu, gasi og vatni. Á dagskrá þessa þings em málefni sem varða rannsóknartækni í flug- slysum, nýleg rannsóknarmál í lönd- unum sex og málefni sem snerta sam- vinnu og samstarf á alþjóðlegum gmndvelli og milli landanna sem þingið stitja. Rannsóknamefndirnar hafa haldið þessi samnorrænu þing frá því 1974 og er þetta í fjórða skipti sem það er haldið hér á landi. Síðast var það haldið á Hornafirði sumarið 1994 og þar áður á Stykkishólmi árið 1989. Yfirmaður rannsóknamefndar hér á landi er Skúli Jón Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.