Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Séra Seán McTiernan, prestur Fransiskussystra í Stykkishólmi, flutti fróðlegt erindi á Oddastefnu sem haldin var nýlega á Hellu. Þór Jakobs- son, formaður Oddafélagsins, er til vinstri. Oddastefna á Hellu Kristni og* kirkja í Rangárþingi Hellu - Árleg Oddastefna Oddafé- lagsins var haldin fyrir skömmu á veitingastaðnum Kristjáni X á Hellu. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur í Odda flutti erindi um veru sr. Matt- híasar Jochumssonar í Odda og sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, fyi-rum prófastur á Breiðabólstað, flutti er- indi um aðalviðfangsefni fundarins, kirkju og kristni í Rangárþingi. Hlé var gert á fundinum til að skoða svokallaðan Fjóshelli í landi Ægissíðu skammt frá Hellu, en hann mun vera með stærstu manngerðu hellum hér á landi og talinn vera frá því fyrir landnám. Oddastefnu lauk með erindi sr. Seán McTiernan um gehsk áhrif á kristindóm að fornu á íslandi. Sr. McTiernan er írskur að ætt og upp- runa og heyrir til reglu Patreks helga á Irlandi, en starfar hér á landi meðal Fransiskussystra í Stykkis- hólmi. Rangárvallaprófastsdæmi Hátíð í tilefni kristnitöku AÐALHÁTÍÐ Rangárvallaprófasts- dæmis í tilefni 1000 ára kristnitöku verður haldin á Odda og Hellu á hvítasunnudag, ll.júní. Hátíðin hefst kl. 13.30 með hátíð- armessu á Odda á Rangárvöllum, þar sem sóknarprestur þjónar fyrir altari, vígslubiskup, sr. Sigurður Sigurðarson, prédikar og sameinað- ir kirkjukórar Oddaprestakalls syngja. Þá verður hátíðardagskrá og kaffísamsæti í hinu nýja og glæsi- lega íþróttahúsi á Hellu. Þar mun forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, halda hátíðarávarp. Þá verður á dagskránni einsöngur og kórsöngur, erindi og barnaleikrit. Þessi hátíð er sú síðasta í röð þriggja hátíða sem Rangárvalla- prófastsdæmi hefur staðið fyrir í til- efni 1000 ára kristnitöku, en áður voru hátíðir haldnar á Breiðabóls- stað í Fljótshlíð og á Hvolsvelli 6. júní á síðasta ári og í Þykkvabæ og á Laugalandi á siðbótardaginn, 31. okt. sl. Fleiri atburðir eru í prófasts- dæminu í tilefni þessara miklu tíma- móta kristni í landinu og verða þeir auglýstir nánar þegar nær dregur. Vestmannaeyjuin - Það var á árun- um upp úr 1980, þegar Valur And- ersen var umsvifamikill bygginga- meistari í Vestmannaeyjum, að Bjarni Jónasson hætti flugrekstri og Valur, sem átti litla flugvél, var beð- inn um að skjóta einum og einum far- þega upp á Bakka í Landeyjum. Á skömmum tíma vatt þessi þjónusta uppá sig, Valur lagði hamarinn á hill- una og sótti um flugrekstrarleyfí, sem hann fékk árið 1984. Hann stofnaði Leiguflug Vals Andersen og fyrsta vél félagsins var frönsk Tobaco TB-10, lágþekja, sem tók fjóra farþega. Árið 1994 að nafni félagsins var breytt í Flugfélag Vestmannaeyja. Alla tíð hefur það haft aðalstöðvar sínar í flugstöðvarbyggingunni við Vestmannaeyjaflugvöll. Flugskýli eru við fiugvöllinn og í dag er öll aðstaða félagsins til fyrirmyndar. Frá upphafl hefur Bakki verið að- al viðkomustaður Flugfélags Vest- mannaeyja en auk þess er reglulega flogið til Selfoss og Reykjavíkur. Þá er rekið almennt leiguflug og Flug- félagið hefur séð um sjúkraflug frá Eyjum frá 1986, en þá voru fest kaup á tveggja hreyfla Piper Navajo flug- vél og Valur réð aukaflugmann. Inga Bernódusdóttir, kona Vals, hefur alla tíð séð um afgreiðslu fyrir- tækisins í flugstöðinni í Eyjum auk þess sem þar er rekin veitingasala á þeirra vegum. Þriðji valkosturinn í sam- göngumálum Eyjanna Alls starfa nú sex flugmenn hjá fé- laginu yfir sumartímann og tveir til þrír starfsmenn við afgreiðslu. Flug- floti félagsins samanstendur af þremur Partinavia, tveggja hreyfla og sex sæta flugvélum, auk Piper Chieftain PA-31, 10 sæta, tveggja hreyfla vél, sem notuð er í sjúkraflug og almennt leiguflug. Farþegafjöldi Flugfélagsins er nú orðinn um 18 þúsund farþegar á ári. Valur segir að nú standi til fram- kvæmdir við flugvöllinn á Bakka og er stefnt að því að malbika hann á Unnið við framkvæmdir á Bakkaflugvelli. næstunni auk þess sem vegurinn frá Gunnarshólma niður á Bakka verður bundinn slitlagi. Þá er kominn grundvöllur fyrir því sem alltaf hef- ur verið draumurinn, að gera Bakka að þriðja valkostinum í samgöngum Eyja, þar sem boðið verður uppá flug og rútuferð til Reykjavíkur sem kostar um helming af flugfari til Reykjavíkur í dag. Valur sagði aur- bleytu á vellinum á Bakka hafa kom- ið í veg fyrir að þetta væri hægt, en aurbleyta er eitt helsta vandamál á Bakkaflugvelli á veturna og vorin. Valur og Inga segja alla aðstöðu í Eyjum til fyrirmyndar og að allt samstarf hafi gengið vel og að þau hafi fundið fyrir því að fólk kunni vel að meta þá þjónustu sem þau bjóða uppá. Morgunblaðið/Sigurgeir Inga Bernödusdóttir og Valur Andersen. Valur Andersen hyggst auka þjónustu við Eyjamenn Bundið slitlag á Bakkaflugvöll Útskrift Garðyrkjuskdla ríkisins á Reykjum 38 nemendur útskrifast af 5 námsbrautum Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Útskriftarhópurinn úr Garðyrkjuskólanum ásamt kennurum og skólameistara. Hveragerði - Útskrift nemenda við Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum, Ölfusi, fór fram við hátíðlega athöfn 27. maí síðastliðinn. 38 nemendur út- skrifuðust af 5 námsbrautum, 10 nemendur af blómaskreytingabraut, 8 af garð- og skógarplöntubraut, 13 af skrúðgarðyrkjubraut, 4 af um- hverfis- og náttúrverndarbraut og 3 af ylræktarbraut. Margir nemendur náðu mjög góðum námsárangri en Súsanna S. Flygenring, nemandi á garðplöntubraut var með hæstu meðaleinkunn útskriftarnemenda. Fram kom í máli Sveins Aðal- steinssonar, skólameistara Garð- yrkjuskólans að bryddað hefði verið upp á ýmsum nýjungum í skólastarf- inu. Verklegar æfingar við skólann hafa verið auknar eins og kostur var, einkum á skrúðgarðyrkjubraut en einnig á öðrum brautum. Boðið var upp á stutt sumarnámskeið fyrir um- hverfisbraut þar sem starfsemi land- græðslunnar og skógræktarinnar var kynnt á vettvangi. Ný aðstaða Súsanna S. Flygenring, nemandi á garðplöntubraut, var með hæstu meðaleinkunn útskriftar- nemenda. fyrir blómaskreytingabraut var tek- in í notkun og starf brautarinnar tengt betur öðru starfi skólans. Enn- fremur var samstarf við Garðyrkju- skóla á Norðurlöndunum aukið til mikilla muna. Skólinn hefur fengið fé til að hefja byggingu Garðyrkjumiðstöðvar Is- lands sem nú er að rísa sem viðbygg- ing við skólann. Gert er ráð fyrir að landsráðunautar Bændasamtakanna flytji starfsemi sína til skólans fljót- lega ásamt skrifstofu Sambands garðyrkjubænda auk hugsanlega fleiri fagfélaga. Nýtt bókasafn skólans er í bygg- ingunni sem alls verður um 550 fm að stærð. Gert er ráð fyrir að taka fyrsta áfanga í notkun innan skamms. Nýtt og fullkomið tilrauna- hús verður væntanlega tekið í notk- un í ágúst næstkomandi og mun það gjörbreyta allri aðstöðu til plöntu- rannsókna hérlendis. Háskólanám í bígerð Gert er ráð fyrir að bjóða upp á háskólanám á a.m.k. tveim stuttum námsbrautum, annars vegar í garð- yrkjuframleiðslu og hins vegar skrúðgarðyrkjutækni haustið 2001. Þessar brautir krefjast hins vegar aukins fjármagns sem ekki er tryggt ennþá. Ef af verður mun skólinn verða einn af fáum skólum landsins sem bjóða upp á nám bæði á fram- halds- og háskólastigi. Gert er ráð fyrir að námi á garð- og skógarplöntubraut geti lokið með sveinsprófi. Ný námsskrá fyrir starfsmenntabrautir skólans verður tekin upp í haust. Gert er ráð fyrir að nám á blómaskreytingabraut verði lengt í alls 3 ár innan fárra ára og vonandi verður hægt að hefja fram- kvæmdir við nýtt verknámshús skrúðgarðyrkjunnar innan tíðar. Hólmfríður Sigurðardóttir lætur af störfum Hólmfríður A. Sigurðardóttir, kennari og sérfræðingur við skólann, lætur nú af störfum við Garðyrkju- skólann. Hólmfríður útskrifaðist frá danska landbúnaðarháskólanum ár- ið 1961 sem garðyrkjukanditat og hóf störf við Garðyrkjuskólann árið 1985. Hólmfríður hefur áunnið sér óblandna virðingu allrar garðyrkju- stéttarinnar og meðal almennings fyrir skrif sín, kennslu og fræðistörf. Við skólaslitin voru henni sérstak- lega þökkuð störf í þágu garðyrkj- unnar og skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.