Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 41 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞORSKSTOFNINN IFRETT á forsíðu Morgunblaðsins í gær sagði: „Porsk- stofninn í Barentshafi er í sögulegri lægð og fiskifræð- ingar sjá þess ekki nein merki að niðursveiflunni sé að ljúka. Rannsóknir sýna, að þorskstofninn er kominn útyf- ir örugg líffræðileg hættumörk og ljóst er að hrygningar- stofninn minnkaði á síðasta ári og er enn að minnka. Þetta er í raun það sama og fram kom fyrir ári er lagt var til að sameiginlegur kvóti Norðmanna og Rússa yrði aðeins 110 þúsund tonn. Stjórnvöld í ríkjunum ákváðu hins vegar, að hann skyldi vera 300.000 tonn. Kom þetta fram hjá Dank- ert W. Skagen hjá hafrannsóknastofnuninni í Björgvin í fyrrakvöld og hann neitaði því hvorki né játaði, að yrði þessari sókn haldið áfram, væri hætta á, að þorskstofninn hryndi með sama hætti og gerðist við Nýfundnaland.“ Fyrir nokkrum vikum var aðstoðarsjávarútvegsráð- herra Nýfundnalands í heimsókn hér á Islandi. I máli hans kom fram, að þrátt fyrir margra ára veiðibann væru nákvæmlegar engar vísbendingar um að þorskstofninn við Nýfundnaland væri að ná sér á strik. Ef við íslendingar stæðum frammi fyrir þeim veru- leika, sem íbúar Nýfundnalands hafa horfzt í augu við undanfarin ár eða ættum yfir höfði okkar hrun þorsk- stofnsins eins og nú er haldið fram að gæti gerzt í Bar- entshafi, gæti skapazt hér sams konar ástand og seint á síðustu öld, þegar um fimmtungur þjóðarinnar fluttist af landi brott. í því góðæri, sem við búum nú við og hér hefur ríkt und- anfarin ár, dettur engum í hug að þetta geti gerzt. En ef við misstígum okkur varðandi þorskstofninn og uppbygg- ingu hans er mikil hætta á ferðum. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur fylgt þeirri stefnu stjórnvalda að taka mark á ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar og láta vísindamenn okkar ráða ferðinni í þessum efnum. Öll fiskverndarstefna okkar hefur byggzt á þessu grundvallarsjónarmiði. Raunar hafa margir haldið því fram, að kvótakerfið annars vegar og fiskveiðiráðgjöf Hafró hins vegar eigi mestan þátt í því, að þorskstofninn hefur smátt og smátt eflzt. Pað er að vísu rétt, að gagnrýnendur Hafrannsókna- stofnunar - og þar hefur Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og fiskverkandi á Bakkafirði verið fremst- ur í flokki - hafa haldið því fram undanfarin misseri, að það mundi gerast, sem nú sýnist vera að gerast, að bak- slag kæmi í þorskstofninn. Pað er ekki hægt að horfa fram hjá því, að þeir spádómar virðast vera að rætast. Prátt fyrir það mundi þjóðin taka mikla áhættu með því að snúa baki við ráðleggingum vísindamanna Hafró, of mikla áhættu. Árum saman veiddum við íslendingar meiri þorsk en fiskifræðingar töldu ráðlegt. Sú stefna leiddi til þess, að talið var að þorskstofninn væri að nálgast þau hættu- mörk, sem nú er talað um í Barentshafi og stofninn fór niður fyrir.við Nýfundnaland. Sú stefna leiddi ekki til þess að stofninn næði sér á strik eins og ætla mætti ef hlustað væri á gagnrýnendur Hafró, sem hvetja til veru- lega aukinnar veiði frá því, sem nú er. Pað eru þess vegna engin rök, sem hafa komið fram, sem mæla með því, að nú verði skyndilega snúið baki við ráðleggingum vísindamanna okkar. Pvert á móti má halda því fram með sterkum rökum, að við séum betur í stakk búin til þess að fylgja ráðum þeirra en fyrr á þessum ára- tug, þegar efnahagur þjóðarinnar var í mikilli lægð. Nú leikur allt í lyndi og við erum í betri aðstöðu til að takast á við bakslag í þorskveiðum en við vorum fyrir nokkrum ár- um. Hvers vegna þá að taka þá áhættu að ganga gegn ráð- um þeirra, sem þrátt fyrir alla fyrirvara hafa meiri þekk- ingu á þessum málum en nokkur annar? Niðurstöður Hafrannsóknastofnunar virðast hafa kom- ið illa við marga þeirra, sem staðið hafa hvað sterkast við bakið á vísindamönnunum á undanförnum árum og á það ekki sízt við um forystumenn LÍÚ. Þeir hafa átt mikinn þátt í því að efla stuðning landsmanna almennt við þá stefnu, sem fylgt hefur verið. Þótt vonbrigði forystu- manna LIÚ og forystumanna sjómanna séu skiljanleg eiga þeir ekki að láta undan síga heldur halda fast við þá stefnu, sem stjórnvöld hafa fylgt á þessum áratug og þeir hafa stutt svo dyggilega. Nú er ekki tíminn til að gefa eft- ir. Nú er þvert á móti tíminn til að standa fast á stefnu, sem hefur gefizt vel og öll rök standa til að eigi eftir að verða okkur til farsældar, þegar til lengri tíma er litið, þótt við þurfum að taka eitt skref aftur á bak að þessu sinni. Alþingi samþykkti skömmu fyrir þinglok breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti Morgunblaðið/Kristinn Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu samkvæmt ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga koma í veg fyrir hagsmunaárekstra með skýrum aðskilnaði einstakra starfssviða fyrirtækjanna. Aukið við skyldurn- ar og eftirlitsþáttinn Stuttu fyrir þinglok í maí voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um verðbréfavið- skipti. Með þeim voru auknar skyldur lagðar á fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og starfs- menn þeirra, en umfang Fjármálaeftirlitsins var ekki síður aukið. Jón Sigurðsson fjallar um lagabreytingarnar. Tilraun gerð til að fiýta námi fram- úrskarandi nemenda í Garðabæ Ljósmynd/Kristinn Þorsteinsson Hressir krakkar úr Garðaskóla á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn, f.v.; Helena Snorradóttir, Bryndís Stefánsdóttir, Berglind Eik Guðmundsdótt- ir, Inam Rakel Yasin, Ægir Amin Hasan og Agnes Gísladóttir. A Arangur nem- enda framar björtustu vonum Ný þjónusta Fjölbrautarskólans í Garðabæ sem flýtir námi nemenda með háar einkunnir hefur gefíð mjög góða raun. ALÞINGI samþykkti 9. maí sl. lög um breytingar á lög- um um verðbréfaviðskipti ogverðbréfasjóði. Gildandi lög um verðbréfaviðskipti eru frá 1996 og hafði ekki verið við þeim haggað neitt að ráði frá þeim tíma. Breytingarnar í vor voru „taldar hæfa betur þeim aðstæðum á verðbréfa- markaði sem nú ríkja“, að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpi að lögunum. Segir ennfremur að frumvarpið (lögin) sé ekki tilraun til heildarendurskoðunar á verðbréfa- viðskiptalögum og ef tekið sé mið af þeirri öru þróun sem verið hafi á markaðinum megi leiða líkur að því að lög um verðbréfaviðskipti þarfnist reglulegra breytinga við til að taka mið af nýjum aðstæðum. Þessi afstaða viðskiptaráðuneytis- ins er jákvæð, enda hafa háværar raddir verið uppi á síðustu mánuðum um margt sem betur megi fara í lög- unum. Á mörgum þeirra atriða var aftur á móti ekki tekið nú í maímán- uði. Meðal slíkra efnisflokka eru ákvæði um innherjaviðskipti og útboð verðbréfa. Miklar umræður urðu um það í efnahags- og viðskiptanefnd í vor hvort unnt væri að setja í verð- bréfaviðskiptalög heimild til handa viðskiptaráðherra til að setja reglu- gerð um viðskipti svonefndra frum- innherja, sem í stuttu máli eru þeir sem beinan aðgang hafa að trúnaðar- upplýsingum. Var meirihluti nefndar- innar hins vegar á þeirri skoðun að þau ákvæði þyrftu að eiga sér skýra lagastoð, ásamt ákvæðum um almenn útboð og lokuð. Óeðlilegt væri að ráð- herra setti slíkar reglur. Var því þeim tilmælum beint til við- skiptaráðherra að hann hlutaðist til um að semja frumvarp sem tæki á báðum þessum atriðum. Frumvarpið skyldi lagt fram strax í upphafi næsta löggjafarþings, nú á haustmánuðum. Ekki kom fram hjá meirihlutanum hvort vilji hans stæði til þess að breytingarnar yrðu settar inn í verð- bréfaviðskiptalögin eða sérstök lög yrðu hönnuð. Greinargerðin frá 1996 afar innihaldsrýr Þeir sem unnið hafa með lögin um verðbréfaviðskipti hafa eflaust tekið eftir því að greinargerðin með frum- varpinu frá 1996 er afar innihaldsrýr. Sá sem leitar eftir skýringum á ein- stökum ákvæðum laganna í greinar- gerð kemur oftar en ekki að tómum kofunum. Séu einhverjar skýringar á annað borð að finna er algengt að þær séu lítið annað en þurr endurtekning á sjálfum lagatextanum, eða þá að vís- að er til fyrrgildandi laga og greinar- gerða með þeim. Sé þeim texta síðan flett upp er ekki óalgengt að vísað sé til greinargerða með lögunum sem giltu þar áður. Hversu svo sem leitað er finnst hins vegar enginn haldbær skýringartexti. Litlar sem engar um- ræður hafa farið fram um frumvörpin á Alþingi, enda virðast lög sem snúa að verðbréfamarkaðinum ekki njóta mikils áhuga meðal þingmanna. Það hlýtur því að vera eðlileg krafa, í samræmi við þróun verðbréfamark- aðsins og auknar kröfur um vönduð vinnubrögð, að ítarlegur og góður skýringartexti fylgi lögunum um verðbréfaviðskipti. Með því móti má koma í veg fyrir misræmi í túlkunum á ákvæðum laganna. Hlýtur þetta að koma til skoðunar þegar lögin verða endurskoðuð í heild sinni. Þegar hið nýsamþykkta frumvarp til breytinga á verðbréfaviðskiptalög- um er lesið er eftirtektarvert hversu mikið umfang Fjármálaeftirlitsins er aukið með hinum nýju ákvæðum. Eft- irlitsþátturinn eykst ekki síður en skyldur fyrirtækjanna í verðbréfa- þjónustu og því hlýtur ein af forsend- unum fyrir því að lagasmíðin heppnist að vera sú, að Fjármálaeftirlitið eflist. Skilgreining á almennu útboði gerð skýrari Skilgreiningu 2. gr. verðbréfavið- skiptalaga nr. 13/1996 á almennu út- boði var með breytingarlögunum breytt á þann hátt að nú er skýrt kveðið á um að ef bréf í sama flokki, sem hafa verið skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, eru auglýst eða kynnt með almennum og opinberum hætti, er um almennt útboð að ræða. Áður hafði með orðalagi 2. gr. verið ýtt undir misskilning í þessum efnum og unnt var að skýra greinina t.d. á þann hátt að ef hlutafjáraukning færi fram hjá félagi á hlutabréfamarkaði með sölu bréfa til almennings væri ekki um almennt útboð að ræða. Eða jafnvel að auglýsa mætti þegar skráð hlutabréf. Ekki hefur hins vegar þótt ástæða til að skilgreina lokað útboð nánar í lögunum, þ.e. að setja skýr laga- ákvæði um í hvaða tilfellum útboð teldist lokað, en ekki almennt, sbr. áð- urnefnda skilgreiningu. Verður von- andi tekið á þessu með væntanlegu frumvarpi í haust. Menntunarkröfur fram- kvæmdastjóra afnumdar Ein helsta breytingin sem gerð var nú í vor á verðbréfaviðskiptalögunum snýr að auknum menntunarki-öfum yfirmanna í fyrirtækjum í verðbréfa- þjónustu. í áðurgildandi 3. gr. laganna var framkvæmdastjórum fyrirtækja í verðbréfaþjónustu gert skylt að hafa sótt nám í verðbréfamiðlun og ljúka þar prófi. I frumvarpi að breytingarlögunum var lagt til að þessi skylda yrði af- numin. Forsendur hæfniskröfunnar hefðu upphaflega verið þær að ráð- gjöf um viðskiptin væri vandasöm og þarfnaðist umtalsverðrar þekkingar. Viðskiptamönnum yrði ekki veitt nægileg vernd fyrir hættu á mistök- um öðruvísi en að reynt yrði að tryggja að milligöngumaður um við- skiptin fullnægði ákveðnum almenn- um kröfum, m.a. varðandi menntun. Þegar fyrstu lögin um verðbréfavið- skipti voru sett hefðu fyrirtæki í verð- bréfaþjónustu verið lítil og fram- kvæmdastjórar þeirra hefðu haft með höndum flesta ef ekki alla þætti rekstrarins. Nú fælist hins vegar í hlutverki framkvæmdastjóra fyrst og fremst almenn stjórnun fremur en ástundun og milligang um viðskipti á markaði. Að þessu gefnu þótti höfundum frumvarpsins ekki lengur nauðsyn- legt að gera það að skilyrði fyrir starfsleyfi fyrirtækis í verðbréfaþjón- ustu að framkvæmdastjóri þess hefði lokið prófi í verðbréfaviðskiptum (heiti prófsins var breytt í meðförum frumvarpsins úr verðbréfamiðlun í verðbréfaviðskipti). Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu geta hvort heldur verið verðbréfamiðlanir eða verðbréfafyrirtæki. Verðbréfa- miðlanir geta verið afar smá félög, með fáa starfsmenn. Þar getur því verið svo háttað að framkvæmda- stjóri annist sjálfur kaup og sölu verð- bréfa. Er með þessum breytingum unnt fyrir hann að komast undan prófkröfum? í athugasemdum með 3. gr. frumvarpsins segir að ekki sé ver- ið að leggja til að framkvæmdastjórar fyrirtækjanna verði alfarið undan- þegnir kröfum um próf í verðbréfa- viðskiptum. I flestum tilfellum verði að ætla að skipulag fyrirtækjanna sé þannig að eðlilegt sé að framkvæmda- stjórinn hafi lokið prófi. Það er sem sagt oft eðlilegt að þeir hafi lokið prófi. Hér má spyrja sig hvort ekki hefði verið eðlilegt að halda ákvæðinu um prófkröfur fram- kvæmdastjóra óbreyttu, í samræmi við þær kröfur sem almennt eru gerð- ar til stjórnenda fyrirtækjanna og þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Yfirmenn starfseininga standist próf Menntunarkröfurnar voru í staðinn lagðar á þá starfsmenn fyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með verðbréf. Skulu þeir hafa staðist próf í verðbréfaviðskipt- um, samanber núgildandi ákvæði 11. gr. laga um verðbréfaviðskipti. í reglugerð skal síðan kveðið á um prófkröfur og heimildir til að veita undanþágur frá einstökum hlutum slíks prófs eða prófi í heild ef aðili hef- ur lokið jafngildu námi. Vissulega er það rétt sem fram kemur í greinargerð að þetta stuðli að öryggi í verðbréfaviðskiptum. Menn skyldu þó ekki gleyma því að mennt- unarkröfurnar veita enga tryggingu fyrir réttum skilningi og beitingu reglna á fjármálamarkaði. Til þess þarf meira að koma til. í athugasemdum með 11. gr. segir að ákvæðið taki til yfirmanna sviða, deilda eða samsvarandi eininga innan fyrirtækjanna. Sem dæmi um yfir- menn starfseininga sem telja megi eðlilegt að Fjármálaeftirlitið krefjist að lokið hafi prófi í verðbréfaviðskipt- um eru yfirmenn markaðsviðskipta, einstaklingsviðskipta, verðbréfamiðl- unar, eignarstýringar og áhættustýr- ingar og annarra sambærilegra ein- inga. Þessi setning tekur af allan vafa um að Fjármálaeftirlitið skuli hafa eftirlit með því að fyrirtækin og starfsmenn þeirra uppfylli ákvæðið. Einnig kemur fram í 2. mgr. 11. gr. að fyrirtækjunum beri að tilkynna Fjár- málaeftirlitinu um starfsmenn skv. 1. mgi\ Fjármálaeftirlitinu er og heimil- að að setja nánari reglur um fram- kvæmd þessa ákvæðis. Þeim sem fyrrgreint ákvæði tekur til er gefinn frestur til 1. janúar 2002 til að uppfylla ákvæði 11. gr. Það er því hætt við að bekkurinn á námskeið; inu hjá Endurmenntunarstofnun HÍ verði þéttsetinn á vetri komanda. Aðskilnaður starfssviða kominn til framkvæmda? Aðskilnaður einstakra starfssviða er mai’kmiðið með nýmæli í 15. gr. verðbréfaviðskiptalaga. Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu sýna fram á að fyllstu óhlutdrægni sé gætt gagn- vart viðskiptamönnum sínum og að þeir njóti fyllsta jafnræðis. Komið skal í veg fyrir hagsmunaárekstra með skýrum aðskilnaði einstakra starfssviða fyrirtækjanna. Samkvæmt greinargerðinni skal hvert starfssvið vera sjálfstætt í störfum sínum og traustir veggir skilja þau að. Sé aðskilnaðar ekki gætt sé sá möguleiki fyrir hendi að árekstrar verði á milli hagsmuna og fyrirtæki glati trausti markaðarins. Æði misjafnt er hvernig haldið hef- ur verið á þessum málum innan verð- bréfafyrirtækjanna, en víða erlendis er strangt eftirlit með því að Kína- múrar séu haldnir. Þar viðgengst t.d. ekki að starfsmenn fyrirtækjanna í verðbréfaþjónustu sem annast gerð skráningarlýsinga séu í sama hús- næðinu og miðlararnir nema ef hægt er að sýna fram á algjörlega ótvíræð- an aðskilnað deilda. Samkvæmt málsgreininni er það í höndum Fjármálaeftirlitsins að stað- festa reglur fyrirtækja í verðbréfa- þjónustu sem miða að aðskilnaðinum. I þeim reglum skal gera sérstaka grein fyrir eftirliti innan fyrirtækis- ins með því að þeim sé fylgt. í athuga- semdum með breyttri 15. gr. kemur fram að mikilvægt sé að eftirlitið sé þannig að aðskilnaður sé tryggður. Það megi t.d. gera með auknum verk- efnum innri endurskoðanda eða með sjálfstæðum siðastjóra (e. compliance officer). Ákvæðið, líkt og flest þeirra sem sett voru í vor til breytinga á verð- bréfaviðskiptalögum, tók gildi þá þeg- ar. Lítið hefur hins vegar frést af því hvort skýr aðskilnaður sé kominn til framkvæmda alls staðar eða hvort Fjármálaeftirlitið sé farið að krefjast þess að honum sé framfylgt. Engar reglur um viðskipti stjórnenda og starfsmanna Ákvæði 21. gr. laganna hafa ollið miklu fjaðrafoki í umræðu um verk- lagsreglur í vetur, en þar er m.a. mælt fyrir um setningu og framfylgni slíkra reglna. Skerpt var nokkuð á ákvæðinu með breytingarlögunum og m.a. sett inn að fyrirtæki í verðbréfa- þjónustu skyldu gæta fyllsta trúverð- ugleika vegna eigin viðskipta og við- skipta eigenda, stjórnenda, starfsmanna og maka þeirra. Þarna er mjög almennt ákvæði á ferðinni sem væntanlega er hægt að túlka á ýmsa vegu. Sökum þess að fyrirtækin í verðbréfaþjónustu hafa lagt mikið í að vinna nýjar samræmd- ar verklagsreglur þótti frumvarps- höfundum ekki rétt að setja ákvæði í lög um það hvernig viðskiptum eig- enda, stjórnenda, starfsmanna og maka þeirra skyldi háttað, að því er fram kemur í greinargerð. Danir eru greinilega á öndverðum meiði, en dönsku verðbréfaviðskiptalögin inni- halda m.a. ákvæði um viðskipti yfir- manna í fyrirtækjum í verðbréfaþjón- ustu. Eins eru til þjóðir sem hafa í gildi lagaákvæði er taka á viðskiptum starfsmanna fyrirtækja í verðbréfa- þjónustu, þ.m.t. í bönkum og spari- sjóðum, þegar viðkomandi fjármála- fyrirtæki er sjálft í almennu útboði. Er þeim meinað að kaupa hluti í fyrir- tækjunum á útboðstímanum og í til- tekinn tíma eftir að það hefur farið fram, í allt að sex mánuði. Slík regla ætti kannski fremur heima í breyting- um og viðbótum við lagaákvæði hér- lendis um útboð. Trúverðugleiki fyrir- tækjanna í veði Lagt var til í frumvarpinu að stjórn fyrirtækis staðfesti hver viðskipti. Ákvæðið var eðlilega tekið út, enda þótti slíkt vera alltof umfangsmikið starf fyrir stjórnina. Ekki virðist heldur hafa þótt álitlegur kostur að framkvæmdastjórar og yfirmenn deilda og sviða innan hvers fyrirtækis í verðbréfaþjónustu staðfestu við- skipti starfsmanna fyrir eigin reikn- ing. Sú regla var sett í 21. gr. verðbréfa- viðskiptalaga, greinilega í kjölfar um- ræðunnar um verklagsreglur, að fyr- irtækjunum beri að gera Fjármála- eftirlitinu grein fyrir frávikum frá ákvæðum reglnanna. Þótti reglan tryggja betri stöðu eftirlitsins við setningu og eftirfylgni verklags- reglna. Viðurlögin við brotum gegn verk- lagsreglunum hvfla hjá hverju og einu fyrirtækjanna. Löggjafinn virðist meta það svo að trúverðugleiki fyrir- tækja í verðbréfaþjónustu sé lagður að veði við rétta framkvæmd regln- anna. Helsta refsingin við brotum sé sú að viðkomandi fyrirtæki bíði álits- hnekki meðal viðskiptavina og al- mennings þegar upp um þau kemst. NEMENDUM með góðar einkunnir úr 10. bekk í Garðaskóla var í vetur boð- ið upp á sérþjónustu í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Þjónust- an miðaði að því að nemendur gætu hraðað námi sínu og dýpkað það um leið. Nú hefur fyrsti hópur þessara nemenda lokið fyrsta námsári sínu, með frábærum námsárangri að sögn Þorsteins Þorsteinssonar skólameist- ara FG. Þorsteinn segir að þjónustan sé öðru fremur hugsuð til þess að búa nemendur vel undir nám á háskóla- stigi. „Námið var auglýst við innritun í skólann haustið 1999 og gátu nemend- ur sótt um þessa þjónustu. Skemmst er frá því að segja að viðbrögð voru mjög góð,“ segii’ hann. Valdii’ voru tuttugu nemendur úr hópi umsækjenda og mynduðu þeir sérstakan námshóp. Þess var gætt að góð samfella væri í námi þeirra. Nám metið úr grunnskóla Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Garðaskóli hafa um árabil haft sam- vinnu um ákveðið námsframboð þai’ sem nemendur í 10. bekk grunnskól- ans geta tekið áfanga sem metnir eru til fulls í framhaldsskólanum. Þetta samstarf hófst á níunda áratugnum og hefur gefist mjög vel. „Námshestarnir nutu góðs af þessu samstarfi,“ segir Þorsteinn. „Þeir höfðu allir mjög góð- an námsárangur að baki og var hann í sumum tilfellum framúrskarandi. Flestir þeirra höfðu fengið einhverjar einingar úr þessum áföngum í Garða- skóla og voru tveir nemendur með 15 einingar metnar,“ segir hann. Hver önn í framhaldsskóla er 17-18 eining- ar. Þó að um tilraunaverkefni væri að ræða var fljótlega ljóst hvemig fyrsta árið yrði skipulagt. Nemendurnii’ fengu allir sömu stundatöflu með 22 námseiningum. Það er talsvert meira en nýnemar hafa almennt í töflu og gaf því góða möguleika á að flýta námi verulega. í ákveðnum greinum höfðu þeir aðeins þrjá fasta tíma í töflu í stað fjögurra en í staðinn voru skipulagðir tímar í töflu eftir hádegi á miðvikudög- um til sérstakra verkefna og náms- ferða. Nemendur unnu sérstök þemaverk- efni undir handleiðslu kennara og samþætting var skipulögð á milli námsgreina. Þorsteinn segir að þeir hafi allir verið hjá sama umsjónar- kennara sem hitti hópinn oft. „Um- sjónarkennarinn tók hvern nemanda í • viðtal og bjó til námsáætlun fyrir hann í samráði við áfangastjóra. Þess var sérstaklega gætt að námsmarkmið nemandans kæmust sem best til skila og að stundatöflur nemenda væru í samræmi við námsáætlanir. Umsjón- arkennarinn fylgdist vel með náms- framvindu nemandans og ánægju hans í námi,“ segir Þorsteinn. Áhugaverðar námsferðir Boðið var upp á margvíslegar leiðir varðandi dýpkun í námi, t.a.m. með sérstöku lesefni, verkefnagerð og tengslum við ýmsar mpnntastofnanir hérlendis og erlendis. Á haustönn var farið til Akm’eyrar í tveggja daga ferð sem var bæði fræðslu- og skemmti--. ferð. Heimsóttur var Verkmennta- skólinn á Akureyri og ýmis fyrfrtæki sem skara fram úr á sínu sviði. Á vor- önninni var farið til Kaupmannahafnar og heimsóttur menntaskólinn Johann- esskole sem er samstarfsskóli FG. Að sögn Þorsteins er ætlunin að bjóða áfram upp á þessa þjónustu. „Nemendur komast í hópinn ef þeir hafa náð góðum árangri í námi. Á sama hátt falla nemendur úr hópnum ef árangur er slakur. Námsárangur námshesta í FG var framúrskarandi og margir þeirra fengu að sleppa vor- prófum vegna góðra vetrareinkunna í1 viðkomandi námsgreinum," segir hann. Hann segir ljóst að þjónustan hafi gefið góða raun og sé hvatning fyrir góða námsmenn. Því verði tilraun þessari haldið áfram með svipuðu sniði og nýir nemendur með góðar einkunn- ir úr 10. bekk innritaðir fyrir næsta skólaár. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.