Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 61 ANNA SIGRUN JÓHANNSDÓTTIR + Anna Sigrún Jó- hannsdóttir fæddist á Vörðufelli á Skógarströnd 3. júní 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akranes- kirkju 2. júní. Jæja, þá er komið að því að kveðja þig, elsku amma mín. Það eru forréttindi að hafa fengið að eiga þig fyrir ömmu. Alveg frá því að ég var lítil stúlka og var að koma að heimsækja þig og afa í Viðvík hafið þið skipað stóran sess í lífi mínu. Það var alltaf jafnmikil tilhlökkun að koma til ykkar og fá þær hlýju mót- tökur sem allir fengu sem til ykkar komu. Oftast vildum við systurnar fá að vera lengur en til stóð að vera og oft funduð þið afi ásamt okkur ein- hverja ástæðu til þess að við gætum verið lengur hjá ykkur. Það var mér mikils virði að fá að upplifa náttúr- una og lífið með þér og afa og fá að heyra hvernig ykkar líf hafði verið. Það er svo margt sem að mig langar að segja um þig en ég veit að allir sem þekktu þig vita allt um hvernig þú varst og hvernig þú sást alltaf björtu hliðarnar á öllu og máttir hvergi neitt aumt sjá. Eftir að ég átti Baldur þá urðu ferðimar til ykkar afa ennþá fleiri. Baldri fannst svo gaman að koma til gamla afa og gömlu ömmu eins og hann kallaði ykkur. Og ég man eftir því hvað þér þótti það sniðugt þegar ég sagði þér að hann kallaði ykkur þetta. Þá tísti í þér og þú hlóst þessum hlátri sem ég á eftir aðsakna mikið. Þegar ég vann svo við tónlistarkennslu og gisti hjá ykkur afa eina nótt í viku sátum við og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Þessi tími er mér mikils virði og kenndi mér margt og ég á eftir að sakna þess að heyra ekki sönglið sem oftast var á vörum þínum. Þú hafðir óstjórnlega gaman af því að vera innan um fólk sem var að skemmta sér og ég man sérstaklega eftir þrítugsafmælinu hans Fróða þar sem þú og afi voruð bæði. Þú hafðir svo gaman af því að syngja og vera innan um þína nánustu og þarna kom það berlega í ljós því þú varst með þeim síðustu út. Svo fluttuð þið á Akranes og þangað var alveg jafngott að koma og í Viðvík. Móttökurnar alltaf jafn- hlýlegar og maður. fann alltaf hvað maður var velkominn til ykkar. Eftir að afi dó komst þú stundum hingað vestur til okkar og gistir í nokkra daga í hvert sinn. Það var alltaf jafngaman að fá þig í heim- sókn og mér þykir mjög vænt um að þegar ég var að hugsa um að fara að fá mér stærra húsnæði þá vildir þú koma með mér og Baldri til þess að sjá húsið sem okkur langaði í. Þér leist mjög vel á það og núna erum við búin að kaupa sams konar hús og það sem okkur þykir verst er að þú Æí'mfSi SOLSTEINAR »ið Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 3lómciL>úðin öa^ðsKom v/ Possvogskii*l<jwgai*ð Sími; 554 0500 GARÐH EIMAR v BJ-ÖMABÚD STEKKJARBAKKA 6 v SÍMI 540 3320 getur ekki komið í heimsókn til okkar til að skoða það. Mikið ofsalega fannst mér gaman þeg- ar við hittumst öll á Arnarstapa til þess að minnast afa á 80. af- mælisdegi hans og við gistum á Stapanum. Eg man hvað þú varst glöð að hafa okkur öll hjá þér og þegar við tókum lagið og sungum öll þau lög sem inni- héldu nöfn einhverra fjölskyldumeðlima og byrjuðum á að syngja Ljúfa Anna og litli Baldur og Haddi tengdasonur þinn spiluðu á harmónikurnar sínar. Þá skemmtum við okkur mjög vel öll sömul. Eins þegar við hittumst í fyrra til þess að halda upp á afmælið þitt og fórum í eyjasiglinguna, þar var aftur það sama upp á teningnum og við sungum og sungum með þér og fyrir þig. Elsku amma, við eigum öll eftir að sakna þín mikið en eins og ég sagði Baldri þá ertu núna hjá afa og ykkur líður örugglega mjög vel að vera komin saman aftur. Takk fyrir allt saman. Bylgja og Baldur. „Sannleikurinn er ekki í bókum, ekki einu sinni í góðum bókum, held- ur í mönnum, sem hafa gott hjarta- lag.“ (Halldór Laxness.) Þegar amma varð 70 ára sumarið 1989 fékk hún kort frá einum frænda mínum sem í stóð: „Ef fleiri væru eins og þú, þá væri heimurinn betri.“ Ef til vill finnst sumum fast kveðið, en þá hafa þeir ekki þekkt hana ömmu mína. Hún var einstök kona, einstök manneskja. Mildi og mannúð kristallaðist í fari hennar og allir sem höfðu við hana einhver samskipti fengu þess að njóta. Ann- an eins mann- og dýravin hef ég aldrei, fyrr né síðar, verið þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja. Amma mátti ekkert aumt sjá eða heyra og tók upp hanskann fyrír allt og alla sem henni fannst halla á. Hún stóð alltaf með sínu fólki, sama hvað á dundi en allt fólk var hennar fólk og maður fékk hana aldrei til að hall- mæla nokkurri lifandi veru eða taka undir svoleiðis tal. Alveg sama hvað það var, hún var málsvari þess sem ekki gat varið sig sjálfur, hvort sem það stafaði af því að viðkomandi var ekki á staðnum, ekki fær um að tala sínu máli eða hafði sér ekkert til málsbóta. Hún gat hins vegar alltaf fundið öllum eitthvað til málsbóta. „Það er enginn alvondur, Anna mín,“ sagði hún, „hann á bara eitt- hvað bágt auminginn." Ef svo vildi til að henni datt ekkert í hug sagði hún bara: „Ja, þetta er nú frændi þinn, góða mín.“ Hann var það nú kannski ekki, en ég held að amma hafi átt við að við erum öll bræður og systur og ættum að haga okkur í samræmi við það. Það gerði hún sjálf og hafði óendanlega þolinmæði og skilning á fólki, sérstaklega þeim sem minna máttu sín. Hennar dyr stóðu öllum opnar og ef veðráttan væri ekki eins og hún er á íslandi þá hefði það átt við bók- staflega allan sólarhringinn, allt árið um kring. Á sumrin held ég reyndar að útihurðin í Viðvík hafi bara verið lokuð rétt yfir blánóttina. Það skipti engu máli hver var á ferðinni, allir voru velkomnir. Hún bauð líka vel- komna í fjölgkylduna menn og mál- leysingja. Hún prjónaði peysur og sokka á barnabörnin og barnabarna- börnin og hún bauð líka ferfætling- ana velkomna í fjölskylduna og prjónaði handa þeim teppi. Allir voru jafnir fyrir henni, enginn fékk sérmeðferð hjá henni en allir sér- staklega góða. Þegar afi dó fyrir fjórum árum var tæpt ár liðið frá því að sonur minn fæddist og dó. Þegar ég hitti ömmu daginn eftir faðmaði hún mig og sagði: „Jæja, Anna mín, þá eru fleiri til að líta eftir drengnum þín- um.“ Hverju sem maður kann að trúa um líf eftir þetta líf þá hlýnar mér um hjartað að vita af þeim ein- hvers staðar öllum saman. Hvar sem þau eru þá getur sá staður bara batnað við komu ömmu þangað, því „stórt hjarta frýs aldrei, ekki fremur en útsærinn.“(K. Börne.) Anna Sigrún. Elsku amma mín. Þá ertu farin frá okkur, elsku amma, og það er svo erfitt að kveðja þig. Það eru algjör forrétindi að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Þú varst alveg einstök manneskja, svo góð, þakklát og umburðarlynd gagn- vart öllum og áttir ekki til ljóta hugsun um nokkurn mann. Það væri hægt að skrifa heila bók um það hve góða manneskju þú hafðir að geyma og það vita allir sem þig þekktu. Þú varst alltaf svo kát og ánægð þegar maður kom í heimsókn til þín og mér leið alltaf svo vel í návist þinni. Ég man hvað það var alltaf gaman að heimsækja ykkur afa í Viðvík sem og á Akranes og alltaf höfðuð þið tíma fyrir mann, sama hve mikið var að gera hjá ykkur. Elsku amma, ég á svo margar fal- legar minningar um þig og afa og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með ykkur. Núna kveð ég þig í síðasta sinn, elsku amma mín. Hvíl í friði. Þín dótturdóttir, Þórný Alda. Erindi, sem birtist með minning- argrein um Önnu Sigrúnu Jóhanns- dóttur á blaðsíðu 57 í Morgunblað- inu 3. júní, var óvart eignað Davíð Stefánssyni, en er eftir Margréti Jónsdóttur. Erindið er svona: Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. rfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt a&300 manns. VEISLAN 03 EINNIG LETTUR IIADEGISMATUR 5RTO A EF MEÐKAFFI OC TERTO Á EFTIR - SAMA VERÐ . skoS;j jKa? ° *>elinui Glœsilegar veitingar frá Veislunni Austurströnd 12 • 170 Seltjarnornes • Simi: 561 2031 • fox: 561 2008 VEITINGAELDHUS www.veislan.is C# Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar á morgun, föstudaginn 9. júní, frá kl. 13 vegna jarðarfarar BJÖRNS ÞORLÁKSSONAR, lögfræðings. Nói-Síríus hf., Hesthálsi 2-4. t Frændi minn, JÓN LÁRUSSSON, Skúlaskeiði 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá kapellunni við kirkjugarðinn í Hafnarfirði föstu- daginn 9. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Albertsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNJÓNSSON frá Mýrartungu, Hjallaseli 55, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 9. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjarta- vernd. Guðrún Jóhannsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Jón Jóhannsson, Halldór Jóhannsson, Kristín Jóhannsdóttir, Ragnar Már Amazeen, Björn Jónsson, Súsanna Steinþórsdóttir, Hörður Óli Guðmundsson og afabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Gerðum í Garði, verður jarðsungin frá daginn 9. júní kl. 15.00. Dómkirkjunni föstu- Brynjólfur Erik Eiríksson, Beverley Eiríksson, Guðmundur Eiríksson, Þórey Vigdís Ólafsdóttir, Guðný Eiríksdóttir, Atli Arason, Hjördís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS SIGURÐUR STEFÁNSSON, Dvalarheimilinu Skálahlíð Siglufirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtu- daginn 1. júní. Útför hans fer fram frá Siglufjarðarkirkju laug- ardaginn 10. júní og hefst athöfnin kl. 14.00. Maríanna Jónasdóttir, Jónína Jónasdóttir, Þórður Ólafsson, Anna Hugrún Jónasdóttir, Gísli H. Guðmundsson, Magnús Jónasson, Hrönn Fanndal. barnabörn og barnabarnabarn. t Áskær sonur okkar, dóttursonur, bróðir, mágur og frændi, GUÐJÓN INGI MAGNÚSSON, Víðivöllum 6, Selfossi, lést fimmtudaginn 1. júní síðastliðinn. Jarðsett verður frá Selfosskirkju laugardaginn 10. júníkl. 13.00. Magnús Sigurðsson, Ólöf Kristjánsdóttir, íris Björk Magnúsdóttir, Ólöf Ósk Magnúsdóttir, Helga Skúla Magnúsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Aðalheiður B. Birgisdóttir, Ágúst Guðjónsson, Jón Ari Guðbjartsson, Steindór Guðmundsson, Arnar Þór Sveinsson, Þóra S. Jónsdóttir og frændsystkini. Lokað Landbúnaðarráðuneytið verður lokað frá hádegi föstudaginn 9. júní 2000 vegna jarðarfarar BJÖRNS ÞORLÁKSSONAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.