Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 47 f LISTIR Hallgerður fær uppreisn Morgunblaðið/Steinunn Arthúr Björgvin Bollason í hlutverki Njáluhöfundar. LEIKLIST Sögusetrið á Hvolsvelli ENGIN HORNKERLING VIL ÉG VERA Höfundur: Arthúr Björgvin Bolla- son. Flytjendur: Arthúr Björgv'in Bollason, Signrður Sigmundsson, Svala Amardóttir. Leikstjórn: Svala Amardóttir. Sögusetrið á Hvolsvelli 31. maí. SÖGUSETRIÐ á Hvolsvelli stóð að fyrstu söguveislu sumarsins á miðvikudagskvöldið og var þar frum- fluttur leikþáttur eftir óþekktan höf- und sem reyndar gaf sig fram í upp- hafi og reyndist vera forstöðumaður Sögusetursins, Arthúr Björgvin Bollason. Honum var heldur ekki auðvelt að leynast þar sem hann lék aðalhlutverkið, höfund Njálu, en honum til fulltingis var Sigurður Sig- mundsson í hlutverki Sigurðar Breiðfjörð. Ekki verður um þetta fjallað sem heilstæðan leikþátt, öllu heldur sem leikræna framsetningu á hugmyndum höfundarins á hlutverki Hallgerðar langbrókar í Brennu- Njálssögu, persónu hennar og því lífshlaupi sem Njáluhöfundur leggur henni til í sögunni. Kjarni hugmynd- ar Arthúrs Björgvins er sá að Njála sé skáldsaga, hún lúti þeim sömu lög- málum og snerting hennar við raun- verulega rás viðburða sé tilviljun. Hvort þeir viðburðir sem Njála lýsir áttu sér nokkurn tíma stað eður ei má kannski einu gilda og ætlar sá er hér ritar ekki að hafa skoðun á því. Arthúr Björgvin er vel heima í Njálu og ýmsu er hana snertir og þáttur hans því allur hinn fróðlegasti og á köflum skemmtilegur. Fram- setningin er með einföldum hætti, hann stendur í púlti klæddur munka- kufli og undh’strikar með því þá skoðun sína að höfundur Njálu hafi verið munkur. Síðan ræðir hann við áhorfendur um Hallgerði, eða „Gerðu sína“, eins og hann kýs oftast að nefna hana og er mildð í mun að rétta hlut hennar og skipa henni hærri sess en þjóðarsálin hefur gert til þessa. Engin hornkerling vil ég vera er því réttnefni á þættinum. Arthúr Björgvin hefur samið skemmtilegan texta og kryddar hann síðan með leiknum hljóðupp- tökum af brotum úr samtölum Njálu, þar sem Hallgerður á orðaskipti við menn sína, þeirra frægust eru að sjálfsögðu á milli hennar og Gunnars þar sem hann biður hana um hár- lokkinn í bogastrenginn. Ekki er að efa að mörgum á eftir að finnast þátt- urinn fróðlegur en fyrir næsta flutn- ing mætti hugsa fyrir því að stytta hann nokkuð án þess að kæmi niður á fróðleiksgildinu. Hugmynd höfundar að þættinum hverfist reyndar um athyglisverðan ás sem er meðvitund höfundarins um verk sitt. Höfundur Njálu er hér sagður skáldsagnahöfundur en er þó fremur bókmenntafræðilega vaxinn. Einræða hans er á þeim nótum að hann útskýrir hvað honum gekk til og hvers vegna hann lagði persónun- um þessi orð í munn og hafði rás at- burða með þeim hætti sem lýst er í sögunni. Hann er einnig hafinn yfir tíma og rúm að því leyti að hann talar með yfirsýn yfir þær aldir sem liðnar eru frá ritunartíma Njálu og kallar fram á sviðið Sigurð Breiðfjörð og vitnar í Njálurímur hans. Þeir sem verða á ferð um Suður- land í sumar ættu að gæta að dag- skrá Sögusetursins, hvort Njáluhöf- undur muni þar stíga á svið, og ekki síður að skoða hina stórfróðlegu og fallegu Njálusýningu sem þar hefur verið sett upp með myndum, textum, munum og búningum og svo hvergi mun jafngóða fræðslu að fá um Brennu-Njálssögu og sögusvið henn- ar. Hávar Sigurjónsson Tríótón- leikar í Hömrum „LANDIÐ sem ekki er til“ er yfir- skrift tríótónleika sem haldnir verða í Hömrum, sal Tónlistar- skóla ísafjarðar, í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.30. Þar flytja norrænu listamennirnir Susanna Levonen mezzósópran, Bernt Wil- helmsson píanóleikari og Magnus Irving flautuleikari verk eftir norræn tónskáld, bæði eldri og _ yngri, auk norrænna þjóðlaga. ' Flutt verða tvö ný verk: „Land- ið sem ekki er til“ eftir Svein Lúð- vík Björnsson við ljóð Edith Södergran og „För nára“ (Of ná- lægt) eftir sænska tónskáldið Sven Ahlin við ljóð eftir Wislawa Szymborska. Miðaverð er kr. 1200 en ókeypis fyrir skólafólk yngri en 20 ára. Tónleikarnir njóta stuðnings Tónlistarfélags Isa- fjarðar og Norræna tónlistarráðs- ins (Nomus). ATVIMISIU- A U G LÝ 5IMGAR 'A' IHafnarfjarðarbær Félagsleg heimaþjónusta Öldrunardeild Vantartvo starfsmenn ífélagslega heimaþjón- ustu. Um er ræða félagslega samveru og stuðning fyrirtvo einstaklinga. Annað starfið er 50% en hitt 60% Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar veitir Húnbjörg í síma 585- 5735 og 585-5700 f.h. alla daga. Öldrunarfulltrúi. Lögmann vantar íbúð til leigu í vesturbæ, 4 herb. eða stærri, í 1-2 ár. Reglusemi og góð umgengni. Áhugasamir hringi í síma 893 1121. TILKYNNINGAR Tungumálasérfræðingar athugið! Evrópumerkið Viðurkenning fyrir nýbreytniverkefni í tungu- málakennslu og námi. Umsóknarfrestur er framlengdurtil 30. júní nk. Allar nánari upplýs- ingar hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, sími 525 5813, netfang: rz@hi.is. TIL SOLU Barnafataverslun á Selfossi til sölu Á Selfossi erfalleg barnafataverslun til sölu. Selur eingöngu góð og vönduð vörumerki á hagstæðu verði. Fallegar innréttingar. Mjög góð staðsetning. Hentugt fyrir aðila sem vill skapa sér sjálfstæða atvinnu. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á afgreiðslu Mbl. fyrir 15. júní nk. merktar: „Barnaföt — Selfoss" FELAGSSTARF Norrænt ungmennamót I# k. Menning og æska Taktu þátt í ógleymanlegu móti í Reykjavík 21.-28. júní 2000 Um 2000 þátttakendur á aldrinum 14-24 ára frá Norðurlöndunum skemmta sér við leik og störf í Reykjavík dagana 21.-28. júní á norræna ungmennamótinu Menning og æska. Mótið er fullt af áhugaverðum dagskrárliðum sem tengjast menningu, umhverfismálum og íþróttum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Enn er pláss fyrir íslenska þátttakendur. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Menningar og æsku (UMFÍ), Fellsmúla 26,108 Reykjavík, sími 5682929 eða á heimasíðu http://www.umfi.is/kultur. Verð: 9900. Innifalið er fullt fæði og gisting í skólum í nágrenni Laugardals, dagsferð um Suðurland, gestakort Reykjavíkur sem og aðgangur að öllum dagskrárliðum mótsins. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Snælandsskóli 1990 Laugardaginn 10. júní verða haldnir á Naust- inu endurfundir hjá þeim, sem útskrifuðust 1990, f. 1974. Mæting er kl. 18.00 og borðhald hefst kl. 19.30. Verð er u.þ.b. kr.3000. Vinsam- lega látið vita hjá Katrínu, s: 861 6779. Sjáumst hress. ATVINNUHUSNÆOI Til leigu — miðborgin Verslunar-, skrifstofu og þjónustuhúsnæði. Stærðareiningar: 150 fm, 400 fm og 600 fm. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf., símar 562 3585 og 892 0160. GAR KENNSLA Námskeið f Kriya yoga Dagana 9.-12. júní verður haldið námskeið í Kriya yoga tækni að Bolholti 4, 4. hæð. Leiðbeinand- inn Peter Van Breukelen mun halda kynningarfyrirlestur 9. júní kl. 20.00. Námskeiðið hefst svo 10. júní kl. 9.30 og stendur dag- ana 10., 11., og 12. júní. Nám- skeiðið kostar kr. 7.500 fyrir byrj- endur en eldri nemendur eru einnig hjartanlega velkomnir. FÉLAGSLÍF S5/ (íifflhjÁlp Dorkas-samkoma Samkoma i Þríbúðum, Hverfis- götu 42, í kvöld kl. 20.00. Dorkas- konur sjá um samkomuna. Allir velkomnir. www.samhjalp.is. Kl. 20.30: Samkoma í umsjón Paulinu imsland og Hilmars Sím- onarsonar. Allir hjartanlega velkomnir. Fréttir á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.