Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR B aldur á svið í fyrsta sinn Æfíngar hafa nú staðið yfír í tvær vikur á ballettinum Baldri eftir Jorma Uotinen við tónlist Jóns Leifs. Heims- frumsýning á þessu stórbrotna verki verður í Laugardalshöll 18. ágúst. Hávar Sigurjónsson fylgdist með fyrstu yfírferð á ballettinum og ræddi við listræna stjórnendur sýningarinnar. SENN fer að hilla undir að meira en hálfrar aldar gam- all draumur Jóns Leifs um fullvaxinn flutning á tón- dansverkinu Baldur verði að veru- leika. Til þess að svo megi verða þurfti ekkert minna til en sameigin- lega sköpun fremstu listamanna þriggja þjóða í tónlist, dansi og leik- húsi. Þeir eru Finnarnir Leif Seger- stam hljómsveitarstjóri og danshöf- undurinn Jorma Uotinen, íslendingurinn Kjartan Ragnarsson og Norðmaðurinn Kristin Bredal sem hannar bæði leikmynd og lýs- ingu við sýninguna. Reykjavík leiðir samstarfið Leif Segerstam er í fremstu röð tónlistarmanna Norðurlanda. Hann hefur stjórnað við góðan orðstír í öll- um helstu óperuhúsum Evrópu og hlaut Noirænu tónlistarverðlaunin árið 1998. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur undir hans stjórn í upp- færslunni á Baldri. Islenski dans- flokkurinnn og þrír dansarar Finnska þjóðarballettsins dansa, Loftur Erlingsson syngur hlutverk Óðins, Schola Cantorum syngur undir stjóm Harðar Askelssonar og fjöldi annarra kemur að þessu marg- þætta og umfangsmikla verkefni. Það er Reykjavík - Menningarborg Evrópu 2000 sem stendur að baki þessari uppfærslu og fékk í lið með sér tvær aðrar menningarborgh-, Bergen og Helsinki og fjölmargir að- ilar, bæði opinberir og úr einkageira hafa lagt verkefninu lið. Kostnaðar- áætlun verkefnisins er um 85 millj- ónir króna og er íslenski hluturinn að sögn Þórunnar Sigurðardóttur stjómanda Reykjavík - M2000 rétt innan við 20 milljónir þar sem tekist hefur mjög vel við fjármögnun verk- efnisins. Rakinn nútímaballett Jón Leifs (1899-1968) samdi Bald- ur sem andsvar við misnotkun nas- ista á hinum norræna menninga- rarfi. „Hann hafði þær hugmyndir um flutning verksins að auk hljóm- sveitar og kórs yrði verkið dansað af leikurum. Nútímadans eins og við þekkjum hann var ekki kominn til sögunnar og Jón Leifs hafði ekki mikinn áhuga á klassískum ballett, “ segir Kjartan Ragnarsson sem fylgt hefur þessu verkefni frá upphafí. „Þómnn Sigurðardóttir, tjómandi Reykjavíkur menningarborgai-, ræddi upphaflega við mig um að leik- stýra verkinu en þá var ekki búið að ráða danshöfundinn." Þómnn fór því til Finnlands og kynnti verkefnið fyrir Jorma Uotinen eftir að hún hafði skrifað honum og fór Kjartan með í þá ferð og bauð Kjartan honum jafnframt að nýta sig sem aðstoðar- mann við uppsetninguna. „Það varð úr. Ég er því hér í hlutverki drama- túrgs og geri það sem gera þarf,“ segir Kjartan sem hefur unnið að Morgunblaðið/Ásdís Jorma Uotinen, Kristin Bredal og Kjartan Ragnarsson. Finnsku dansararnir Iina Hyárinen í hlutverki gyðjunnar Nönnu og Sami Saikkonen í hlut- verki Baldurs. styttingum verksins í samvinnu við Uotinen. Að sögn þeirra verður sýn- ingin á Baldri ríflega ein klukku- stund að lengd. sem er um hálftíma styttra en verkið er upphaflega. Þór- unn Sigurðai-dóttir bætir því við að í upphafi þegar hugmyndin hafi verið kynnt fyrir fulltrúum hinna menn- ingarborganna hafi engum þeirra lit- ist á blikuna. „Þeir töldu þetta í fyrstu alveg vonlaust og að enginn gæti dansað við þessa tónlist. En þegar Segerstam lýsti sig tilbúinn til að stjórna hljómsveitun- um, því þær verða þijár, ein í hverri borg, fóra hjólin að snúast. Dansararnir em þeir sömu en sin- fóníuhljómsveitir borganna þriggja munu æfa tónlistina og leika við flutning- inn, hver í sinni borg. Það hefur verið ævin- týri líkast hversu margir hafa haft áhuga á að leggja hönd á þennan plóg og ekki má gleyma mikilvægu hlutverki íslenska dansflokks- ins og Sinfóníuhijóm- sveitar íslands, sem leikur í stærstu út- gáfu, eða alls tæplega 100 mann.“ Rifja má upp að fyrir átta ár- um flutti Sinfón- íuhljómsveit æskunn- ar hljómsveitarhluta Baldurs á hljómleik- um í Reykjavík undir stjórn Peter Zukof- ský. „Þeir tónleikar vom teknir upp og gefnir út á hljómdiski sem hefur orð- ið okkur til mikilla þæginda við æf- ingarnar,“ segir Kjartan. Stórbrotið og myndrænt verk Það eru dansarar íslenska dans- flokksins sem dansa verkið ásamt þremur sólódönsuram ft'á Finnska Þjóðarballettinum þar sem Jorma Uotionen er listdansstjóri. Hann segir að sér hafi ekki vaxið verkefnið í augum, því hann þekki íslenska dansflokkinn vel og „...mína dansara þekki ég eins og handarbakið á mér,“ segir hann. „Baldur er stór- fenglegt verk, stórt í sniðum og tón- listin er tjáningarfull og myndræn. Hún er bókstaflega þannig að ekki er hægt að bæta við hana eða ganga lengra heldur hef ég stundum valið þann kost að semja á móti henni, gera dansinn erótískan og mjúkan til að hvort tveggja dans og tónlist fái notið sín.“ Kristin Bredal hönnuður tekur undir þetta sjónannið og segir að það hafi kostað talsverða umhugs- un að finna út hvernig ætti að hanna umgjörð við tónverk sem lýsti eld- gosum, jarðskjálftum og „.... að lok- um ragnarökum því ekki er hægt að framkvæma slíkt á leiksviði svo vel sé. Niðurstaðan varð því sú að um- gjörðin er táknræn og við reynum að skapa hið rétta andrúmsloft með leikmynd og lýsingu.“ Bredal hannar ávallt lýsingu við sýningar sínar og er skemmst að minnast fallegrar vinnu hennar við sýningu Leikfélags Akureyrar á Pétri Gaut fyrir tveim- ur áram. Baldur lýsir miklum atbm-ðum úr norrænni goðafræði, þ.e. átökum góðs og ills. Asinn Baldur, tákn hins góða, er dáður af öllum og elskaður af konu sinni Nönnu. Loki, hinn und- irförli og illgjarni, þolir ekki ásýnd hins göfuga og fagra. Hann fyllist af- brýðisemi og leitar allra leiða til að tortíma Baldri. Óðinn, æðstur ása, boðar að taka skuli eið af öllum hlut- um, lifandi og dauðum, um að ekkert fái grandað Baldri. Allir sveija eið: Plágur og eitur; eldur og vatn; málmar og tré; jörðin, steinar, fuglar - allt! - nema eitt lítið blóm, mist- ilteinninn. I fyllingu tímans þegar æsir skemmta sér við að kasta vopn- um að Baldri og sannreyna þar með áhrif eiða allra hluta, fær Loki guðin- um blinda, Höði, mistilteininn í hendur. Hann kastar honum að Baldri sem fellur. Goðin reiðast og jörðin skelfur. Eldfjöll gjósa og aska fellur yfir allt. Loki er handsamaður og settur í fjötra undir kletta. Yfir hann er fest slanga og eitur drýpur í andlit hans. Loki kippist við hverju sinni svo jörðin gengur í bylgjum. Þá birtist Sigyn, eiginkonan trygga, með skál sem hún heldur yfir andliti hans til að koma í veg fyrir að eitrið falli á hann. Baldr er stærsta samstarfsvei'k- efni norrænu menningarborganna Reykjavíkur, Bergen og Helsinki og er styrkt af Norræna menningar- sjóðnum og Norræna fjárfestinga- bankanum. Islandsbanki er aðal samstarfsaðili vegna uppfærslu Baldurs í Reykjavík. Heimsfrum- sýning á Baldi-i verður þann 18. ágúst í Reykjavík, tvær sýningar, og næstu sýningar verða í Bergen 31. ágúst og Helsinki 7. og 8. september 2000. Myndbönd ÍLI í TENGSLUM við sýninguna „Nýr heimur - stafrænar sýnir“, í Lista- safni íslands, era myndbandasýn- ingar kl. 12 og kl. 15 í sal 2, þeim hluta sýningarinnar sem nefnist „Islensk og erlend myndbönd". í dag, fimmtudag, verða sýnd verk eftir Maria Vedder/Bettina Gruber: „Mama’s little pleasure“ og „Der Herzschlag des Anubis“. Mar- ia Vedder fæddist í Nordhorn, Þýskalandi árið 1948. Hún stundaði nám í ljósmyndun og félagsvísind- um og var búsett í Köln og Berlín. Hún hlaut Marler-myndbandalist- arverðlaunin árið 1988 ásamt Bett- inu Gruber og 1. verðlaun á annarri alþjóðlegu myndbandahátíðinni í Vigo á Spáni 1991. Myndbönd henn- ar hafa verið sýnd víða um heim og hún hefur verið prófessor við Lista- háskólann í Berlin frá 1991. Bettina Graber fæddist í Þýska- landi árið 1947. Hún hlaut Marler- myndbandalistarverðlaunin árið 1988 ásamt Mariu Vedder og Film- förderang des Filmburo Hamburg 1994. Verk hennar hafa verið sýnd víða, m.a. í Ludwig-safninu í Köln; Borgarlistasafninu í Lenbachhaus í Múnchen; Tate-listasafninu í Liver- pool og Rínarhéraðssafninu í Bonn. Ekta fagmennska TQ]\LIST S a 1 u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Kammersveit Reykjavíkur frum- flutti verk eftir Pál P. Pálsson og Jónas Tómasson og endurflutti verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þórarinsson og Atla Heimi Sveinsson. Mánudaginn 5. júní. RÓMANTÍKIN og módernism- inn era einhver mestu umbrota- skeiðin í listasögunni, mun meira af- gerandi en t.d. barokkin og klassíkin, þar sem tilfinningasémin og kaldrifjuð rökfræðin tókust á. Líklega hefur aldrei birst með skýr- ari hætti höfnunin á hefðbundnum gildum en í módernismanum. Þessi umbylting hugmyndanna í listum var samferða tæknibyltingunni, svo að heimurinn í dag, bæði list og lífs- máti, er allur annar en hann var um aldamótin 1900. Kammersveit Reykjavíkur hélt tónleika í Salnum sl. mánudagskvöld og flutti verk sem samin vora á síðari hluta 20. aldar og tvö ný verk. Elsta verkið var Angel- us Domini eftir Leif Þórarinsson, sem samið er 1975, þegar listatil- raunir stóðu með mestum blóma. Texti þess er samnefnd kvæðaþýð- ing eftir Halldór Laxness. Ein- söngvari var Guðrún Edda Gunnars- dóttir. Það má vel merkja í þessu verki að Leifur hefur bæði hönd á gömlum vinnubrögðum og vefur þau í umbúnað nýjunganna. Gömlu gild- in birtast í lagferli sönglínunnar og kontrapunktískum vinnubrögðum en einnig má heyra nútímalegt tón- ferli og samskipan tóna. Guðrún söng Angelus Domini mjög vel, þótt framburður textans væri frekar óskýr. Tilfinningaleg túlkun hæfir ekki þessu verki Leifs, heldur miklu fremur glæsileg, yfirveguð og nærri ópersónuleg katólsk tignun, sem Guðrúnu tókst vel að útfæra í vel mótuðum söng sínum. Næsta verk í aldursröðinni var Concerto serpentinada eftir Atla Heimi Sveinsson, samið 1984, ekta tilraunaverk, skemmtilegt og snið- uglega samið, er var sérlega vel flutt af einleikaranum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, sem kom hvað best fram í upphafskadensu verks- ins. Hljómsveitin og söngvararnir, er voru einhvers konar bakraddir, sungu textalaust og vora notaðir eins og hljóðfæri, áttu stóran þátt í glæsilegum flutningi verksins. Fjöl- breytileg notkun slaghljóðfæra setti sterkan svip á mörg blæbrigðanna og var oft mótandi um heildarfram- vindu verksins, sem er mjög til- brigðaríkt, þar sem tónmálið spann- ar allt frá sterkum tilþrifum til fínlegra blæbrigða, sem oft er aðal tónsköpunar Atla. Þriðja upprifjunarverkið var ball- etttónlist eftir Þorkel Sigurbjörns- son er hann nefnir Af mönnum og er samið 1987. Verkið er snjall leikur með hljóðfall, þar sem slagverk og lagræn hljóðfæri mynda kontrapun- ktískan hrynleik. Inn á milli voru nokkrar einleiksstrófur, t.d. á bás- únu, dempaðan trompett og fiðlu, og var þetta sérlega skemmtilega verk mjögvel flutt. í næstu tveimur verkum, sem samin eru á þessu ári, má heyra að módernisminn er að gefa eftir og tóntegundabundnar tónhendingar og dúr- og moll-samhljómar heyrast víða, eins og t.d. í síðari hluta verks eftir Pál P. Pálsson er hann nefnir Kristalla 2. Þar má heyra sérlega fallegt tóntak víða, en í heild er verk- ið rismikið og vel skrifað. í verki Jónasar Tómassonar er hann nefnir MM (2000) má heyra þetta aftur- hvarf og einnig er verkið átakameira er mörg fyrri verk Jónasar, mjög vel samið og sérlega fallegt á köflum. Kammersveit Reykjavíkur, undir forastu Rutar Ingólfsdóttur, hefur átt stóran þátt í framsköpun ís- lenskrar tónlistar og lagt mikla vinnu og metnað sl. 25 ár í að gera veg íslenskrar tónlistar sem mestan, ásamt því að flytja góða erlenda tónlist, bæði gamla og nýja. Til sam- starfs við sveitina hefur Bernhard Wilkinson komið nokkrum sinnum og hefur hann vaxið sem stjórnandi og hann stýrði þessum tónleikum af röggsemi og var yfirsvipur tónleik- anna ekta fagmennska, sem flytj- endur áttu þátt í að gera sem besta, svo að vel má muna þessa tónleika fyrir afburða góðan og skemmtileg- an flutning. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.