Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 .^ORGIJNBLAÐIÐ Grunnskólinn í Hveragerdi Aðstoðarskólastjóri Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann í Hveragerði er laus til umsóknar. Kennarastöður Stöður kennara yngri barna við Grunnskólann í Hveragerði eru lausartil umsóknar. í gildi eru sérkjarasamningar fyrir kennara skólans. Skólinn fær styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla í verkefnið „Græn vinátta", sem byggir m.a. á öflugu samstarfi við Garðyrkjuskóla ríkisins, foreldra o.fl. í umhverfismál- um og fræðslu á því sviði. Mikil uppbygging á sér stað í tölvu- og upplýsingatækni og gott samstarf er við tónlistarskólann sem er til húsa í grunnskólanum. Unnið er samkvæmt umbótaáætlun sem er ætlað að bæta menntun og skerpa á framtíðarsýn í skólamálum í Hveragerði. Starfsandi í skólanum er mjög góður og við bjóðum skemmtilegt, metnað- arfullt og hæfileikaríkt fólk velkomið í hópinn. í grunnskólanum eru liðlega 360 nemendur í 1.-10. bekk. í bæjarfélaginu eru tveir leikskólar, tónlistarskóli, bókasafn, félagsmiðstöð, íþróttahús og sund- laug. Hér er rekið öflugt æskulýðs- og íþróttastarf. í bæjarstjórn er ríkjandi já- kvætt og metnaðarfullt viðhorf til skólamála. Frekari upplýsingar veitir Guðjón Sigurðsson, skólastjóri, í símum vs. 483 4350 og hs. 483 4950. Umsóknir skulu sendar Grunnskólanum í Hveragerði, Skólamörk 6, 810 Hvera- gerði, merktar: „Aðstoðarskólastjóri". Netfang: grhver@ismennt.is Vefslóð: http://hveragerdi.ismennt.is ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ : . íþrótta- og tómstundafulHrúi Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa hjá Hveragerðisbæ er laust til umsóknar. Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa er ný staða hjá Hveragerðisbæ. íþrótta- og tómstundafulltrúi annast m.a. og ber ábyrgð á rekstri félagsmiðstöðvar, íþrótta- mannvirkja og annars íþrótta- og tómstundastarfs á vegum Hveragerðisbæjar. Hann hefur mikil tengsl og samstarf við frjáls félagasamtök í bæjarfélaginu í þessum málaflokki. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjórinn í Hveragerði, Hálfdán Kristjánsson, vs. 483-4000, GSM 893-4073 eða á skrifstofunni. Umsóknarfrestur ertil 1. júní 2000. Umsóknir skulu sendar bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24, 810 Hvera- gerði merktar: „íþrótta- og tómstundafulltrúi". Einnig má senda umsóknir á netfang hkr@hveragerdi.is Vefslóð: http://hveragerdi.is Félagsmálastjóri Starf félagsmálastjóra hjá Hveragerðisbæ er laust til umsóknar. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjórinn í Hveragerði, Hálfdán Kristjánsson, vs. 483 4000, GSM 893 4073 eða á skrifstofunni. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2000. Umsóknir skulu sendar bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24, 810 Hvera- gerði merktar: „Félagsmálastjóri". Einnig má senda umsóknir á netfang hkr@hveragerdi.is Vefslóð: http://hveragerdi.is s_______________________________________________________________________/ LANDSPÍTALI hAskólasjCkrahús Deildarlæknir Staða deildarlæknis við göngudeild sykursjúkra Landspítala við Hringbraut er laus til umsóknar og veitist frá 1. september nk. til eins árs með möguleika á framlengingu. Um er að ræða fullt starf, en því fylgir þjálfun á sviði innkirtlafræði, sérstaklega sykursýki, ásamt þátttöku í vísinda- legum rannsóknum. Nánari upplýsingar veita Ástráður B. Hreiðars- son, yfirlæknir innkirtlafræðiskorar, netfang: astradur@rsp.is og Ari Jóhannesson, kennslustjóri lyflækningadeildar, netfang: arijoh@rsp.is. Umsóknir sendist til Ástráðs B. Hreiðarssonar. Skrifstofustjóri óskast nú þegar á skrifstofu hjúkrunarstjórnar geðdeilda á Kleppi. Krafist er góðrar íslensku- og málakunnáttu og færni á tölvu. Menntunarkröfur stúdentspróf eða sambærileg menntun. Upplýsingar veita Björg Guðmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 560 2600/ 560 1729, netfang: bjorggd@rsp.isog Sigríður Vilhjálmsdóttir, skrifstofustjóri, sími 560 2600, netfang: sigrv@rsp.is. Hjúkrunarfæðingur óskast nú þegar á næturvakt á geðdeild Land- spítala Hringbraut. Mjög fjölþætt og áhugaverð hjúkrun. Upplýsingar veitir Björg Guðmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 560 2600/ 560 1729, netfang: bjorggd@rsp.is. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á hjúkrunardeild K-1 Landakoti. Unnið er eftir skipulagsformi einstaklingshæfðrar hjúkrunar og í teymisvinnu. Ýmsir vaktamögu- leikar eru í boði svo og góður starfsandi. Upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir, s. hjúkrunardeildarstjóri, í síma 525 1912, netfang: margbjo@shr.is Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á öldrunarlækningadeild fyrir minnis- sjúka L-1 á Landakoti og koma ýmsir vakta- möguleikartil greina. Unnið er eftir skipulags- formi einstaklingshæfðrar hjúkrunar. Upplýsingar veitir Gerður Sæmundsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri í síma 525 1925, netfang: ggsaem@shr.is Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á nokkrar deildir öldrunarsviðs. Á undanförnum árum hefur verið unnið að uppbyggingu þeirrar fjölþættu starfsemi öldr- unarsviðs, sem rekin er á Landakoti, Hringbraut og í Fossvogi. Unnið er í teymisvinnu þar sem samhentur hópur starfsmanna vinnur að grein- ingu, meðferð og endurhæfingu aldraðra. Á öldrunarsviði ríkir góður starfsandi, þar sem áhersla er lögð á fagmennsku. Upplýsingar veitir Ingibjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525 1985. Netfang: ingihj@shr.is. Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til 17. júlí nk. nema annað sé tekið fram. -. _ . Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.Umsóknareyðublöð fást f upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, starfsmannaþjónustu Rauðarárstig 31, starfsmannahaldi Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is og á job.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.