Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 4
4 E SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Lyfsöluleyfishafi óskasf Hefur þú leyfi fil að selja lyf? Lyf & heilsa er stærsta fyrirtæki landsins í rekstri lyfjaverslana; öflugt þjónustufyrirtæki sem veitir persónulega og faglega ráðgjöf um allt sem snertir heilsuna. Fyrirtækið á og rekur 17 Lyf & heilsu verslanir, þar af 10 á höfuðborgarsvæðinu. Við bjóðum upp á spennandi vinnustað í mótun hjá fyrirtæki í fremstu röð í nýju og síbreytilegu samkeppnisumhverfi. Við kappkostum að vera leiðandi fyrirtæki á sviði þjónustu og nýjunga til hagsbóta fyrir almenning í landinu. Þannig vinnum við að því að aðstoða viðskiptavini okkar við að öðlast betri líðan og njóta bættrar heilsu. Vegna frábærra móttaka viðskiptavina okkar og örrar stækkunnar fyrirtækisins viljum við bæta fleiri starfsmönnum í góðan hóp þeirra sem fyrir eru og óskum því eftir: Lyfsöíul&yíishafa til að veita forstöðu nýrri og glæsilegri lyfjaverslun okkar á Akureyri. Við leitum að einstaklingi sem sýnirframtakssemi,frumkvæði, áreiðanleika og ábyrgð í starfi. Lyfjafræðingum til starfa í lyfjaverslunum okkar í Reykjavík auk þess sem við óskum eftir lyfjafræðingi til starfa í nýrri verslun okkar á Akureyri. Faglegur metnaður, sjálfstæð vinnubrögð og færni í samskiptum eru skilyrði. Við leitum að fólki í fullt starf en vinna hálfan daginn eftir hádegi kemur einnig til greina. Lyfjatæknum til starfa í lyfjaverslunum okkar í Reykjavík. Faglegur metnaður, sjálfstæð vinnubrögð og færni í samskiptum eru skiiyrði. Umsóknir berist á skrifstofu Lyf & heilsu að Háteigsvegi 1 eða ítölvupósti með karl@hagraedi.is fyrir 12. júlí. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. m i I I B 9 ■ 1 ■ 1 ■ i ■ isisssasnii simisiisss „1,HJF.,M.,I,III N ■ ffi i ffl lil B1 3 81 IU ffi ifi 1 S S S S S S | S 8 11 SBISSiSESSSS Frá Háskóla íslands Jafnréttisfulltrúi Starf jafnréttisfulltrúa Háskóla íslands er laust til umsóknar. Jafnréttisfulltrúi heyrir undir rektor og hefur í umboöi hans og í sam- starfi við jafnréttisnefnd HÍ umsjón með fram- kvæmd jafnréttismála í Háskóla íslands. Starfssvið jafnréttisnefndar nærtil jafnréttis- mála í víðum skilningi. Hún leggur áherslu á að framfylgja ákvæðum laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og gerir tillögur til háskólaráðs um jafnréttisstefnu Háskólans er tekur sérstaklega mið af starfs- semi hans. Jafnréttisfulltrúi annast daglega framkvæmd jafnréttisstarfsins, áætlanagerð og hefur umsjón með framkvæmd jafnréttis- áætlunar Háskóla íslands. Hann starfar sem sérstakur ráðgjafi um jafnréttismál innan Há- skóla íslands. Umsækjendur um starfið skulu hafa lokið há- skólamenntun. Reynsla og þekking á sviði jafn- réttismála er nauðsynleg, menntun á sviði jafn- réttisrannsókna eða menntun með kynjafræði- legri áherslu æskileg. Nauðsynlegt er að við- komandi búi yfir sjálfstæði í starfi, samstarfs- og skipulagshæfileikum. Um hálft starf er að ræða og gert er ráð fyrir að jafnréttisfulltrúi hefji störf þann 1. september 2000. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjár- málaráðherra og hluteigandi stéttarfélags. Um- sóknum skal skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí nk. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfs- ins. Nánari upplýsingar veita Edda Benedikts- dóttir, formaður jafnréttisnefndar, sími 525 4276, netfang eb@raunvis.hi.is og Lilja Þorgeirsdóttir, starfsmannasviði, sími 525 5253, netfang, liljath@hi.is. Heimasíða jafnréttisnefndar: h tt p ://ww w. h i. i s/st j orn/jafnrettisn/ http://www.starf.hi.is „Au pair", London „Au pair" óskst til London frá 12. ágúst til að gæta systkina, eins og þriggja ára. Upplýsingar í síma 565 6546. Samskipti við erlenda háskóla og íslenskt atvinnulíf í Ijósi aukinna umsvifa auglýsir Háskólinn í Reykjavík (HR) eftir verkefnastjóra sem sinnir m.a. samstarfi við erlenda háskóla □g samskiptum við íslenskt atvinnulíf. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi og hafa gott vald á íslensku og ensku. Reynsla í alþjóðasamskiptum og undirstöðukunnátta í uppbyggingu og notkun Netsins er æskileg. Leitað er eftir einstaklingi sem getur sýnt frumkvæði, er vel skipulagður og á auðvelt með mannleg samskipti. HR er vaxandi fyrirtæki með nýsköpun, tækniþráun og alþjóðavæðingu að leiðarljósi. Meginhlutverk skólans er að efla sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs. HR er skemmt- ilegur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín. Allar nánari upplýsingar veitir Agnar Hansson, forseti viðskiptadeildar HR, í síma 510 6200 eða með tölvupósti á agnar@ru.is Umsóknarfrestur rennur út 12. júli nk. V HÁSKÓLINN j REYKJAVlK REYKJAVIK UNIVERSITY W SUÐURVERK HF. ▼ Verktakar - vélaleiga Jarðýtumaður óskast Suðurverk hf. vill ráða vanan jarðýtumann. Upplýsingar í síma 892 0067. SIGLUFJÖRÐUR Leikskólakennarar Þroskaþjálfar Tónlistarkennarar Staða leikskólastjóra við leikskólann Leik- skála á Siglufirði er laus til umsóknar. Um er að ræða ársráðningu með möguleika á lengri ráðningu. Einnig eru lausar stöður leikskólakennara. Leikskálar er gróinn leikskóli í nýlegu húsnæði og þar er góður aðbúnaður. Unnið er m.a. að gerð skólanámskrár. í skólanum eru um 100 nemendur í þremur deildum og eru 14,2 stöðu- gildi við skólann. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í vinnusíma 467 1359; netfang skalar@simnet.is eða 467 1781 heima. Staða þroskaþjálfa við grunn- og leikskóla á Siglufirði er einnig laus til umsóknar. Við Tónlistarskóla Siglufjarðar er laus ein staða tónlistarkennara. Æskilegar kennslugreinar eru: Blásturshljóðfæri, píanó og tónfræði. í skólanum voru í vetur rúmlega 100 nemendur. Upplýsingar veitirtónlistarskólastjóri í vinnusíma 467 1917; netfang: eliasth@ismennt.is eða 467 1224 heima. Einnig má hafa samband við skólafulltrúa í síma 460 5600 eða netfang: skolaskr@siglo.is varðandi þessar stöður. Siglufjörður er 1.600 manna bær við samnefndan fjörð. Þarer öll almenn þjónusta s.s. sjúkrahús, heilsugæsla og ýmiss konar verslan- ir. Par er einnig veglegt síldarminjasafn, blómlegt félags- og tónlistar- líf. Gott íþróttastarf er hér, sundlaugin er góð og nýlegt iþróttahús. Gott skíðaland er svo og fjölbreyttar gönguleiðir. Það er vel þess virði að kynna sér málið betur með því að hafa sam- band við okkur. Skólaskrifstofa Siglufjarðar. Áman Áman auglýsir eftir starfsmanni, eldri en 20 ára, í sölu- og lagerstarf. Vinnutími frá kl. 10-14. Upplýsingar gefur verslunarstjóri, í verslun Ámunnar (ekki í síma), Skeifunni 11 d, dagana 3.-4. júlí. nk. Umsóknum skal skilað fyrir 5. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.