Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 19
MQRGUNBLAÐIÐ
SUNNUpAGUR 2. JÚLÍ 2000 E 19
Sauðárkrókur - verslun
Til sölu verslunar-/skrifstofuhúsnæði, 270
fm, við aðaigötuna. Mjög stór lóð fylgir
eigninni með mikla möguleika. Laust nú
þegar. Upplýsingar í síma 453 5090.
\^~—mmmmm—mmmmmm—mmmmmmmmmmJ
Fasteignasala
Rótgróin fasteignasala í fullum rekstri ertil sölu
af sérstökum ástæðum.
Góð aðstaða og tæki til rekstrar.
Vinsamlegast sendið nafn og símanúmertil
auglýsingadeildar Mbl., merkt: „F — 9828".
Hárgreiðslustofa
Til sölu hárgreiðslustofa á besta stað á
Egilsstöðum. Vorum að fá í sölumeðferð
rekstur Hársnyrtistofu Hönnu Stínu sem
er í fullum rekstri og í eigin 70 fm hús-
næði í verslunarmiðstöð Egilsstaða. Frá-
bært viðskiptatækifæri.
Allar nánari upplýsingar eru á:
Fasteigna- og skipasölu Austurlands
ehf. í síma 470 2205.
PJONUSTA
Eignaskipti ilf Ráðgjöf ehf
Almenn tækniþjónusta fyrir húseigendur
Gerð eignaskiptayfirlýsinga
Sími5886944
GSM 696 6944
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • fax 588 6945
s M Á A U G L V S 1 IM Œ < u
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
Héðinsgötu 2, s. 533 1777
Fjölskyldusamkoma kl. 17
Hilmar Kristinsson og Linda
Magnúsdóttir þjóna.
Jesús er sá sami í dag og fyrir
1.000 árum! Beðið fyrir sjúkum.
Þriðjudagskvöld kl. 20.00
Biblíukennsla.
Fíladelfía
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Kristnitökuhátíð á Þingvöllum.
Vegna Kristnitökuhátíðar
falla niður samkomur f Fíla-
delfíu sunnudaginn 2. júlí.
Gefðu Kristi gaum á kristnihátíð
— mættu á Kristnitökuhátíð.
Mán.: Marita samkoma kl.
20.00.
Mið.: Biblíulestur kl. 20.00.
Lau.: Bænastund kl. 20.00.
Bænastundir alla virka morgna
kl. 06.00.
www.gospel.is
Miðvikudagskvöld kl. 19.00
Alfanámskeið.
Miðvikudagskvöld kl. 20.00
Stuðningsfundur Sóknar gegn
sjálfsvígum.
7.—16. júlí Styrkur unga fólks-
ins í Menntaskólanum við Sund.
freedom@centrum.is
Aðalstöðvar KFUM og KFUK,
Holtavegi 28.
Samkoman fellur niður vegna
kristnihátíðar.
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Samkoma ■ kvöld kl. 20:00.
Komum og njótum nærveru
Drottins. Högni Valsson predikar.
Brauðsbrotning. Allir hjartanlega
velkomnir. „Ákvæði Drottins eru
sannleikur, eru öll réttlát."
www.vegurinn.is
KROSSINN
Sunnudagur: Samkoma frjálsu
trúfélaganna á þingpalli neðan við
Lögberg á Þingvöllum kl. 17.
Þriðjudagur: Samkoma kl.
20.30 undir blessun Guðs.
Miðvikuudagur: Bænastund
kl. 20.30
Fimmtudagur: Unglingarnir
kl. 20.00
Laugardagur: Samkoma kl.
20.30.
www.cross.is
KIRKJA
JESÚ KRISTS
hinna Síðarí daga heilögu
sabraut2 Garðabæ
Sunnudaginn 2 júlí verður
samkoma kirkjunnar i
kærleikskrók á Þingvöllum
á railli Hótel Valhallar og
aðaihátíðarsvæðis
frá klukkan 16:00 tíl 17:00
Vestur-íslendingar óska tengsla við
ættingja sína her heima, sjá
www.kristur.net
RKJAN
l/iítirirk fríkirkja
Bíldshöfða 10
Samkoma fellur niður vegna
kristnihátíðar á Þingvöllum.
verkið á nýrrí öld
hlutvcrkid{á boltnail.com
TILKYNNINGAR
Aruteiknimiðillinn
Guðbjörg Guðjónsdóttir
tekur í einka-
tíma. Teikna áru
eða leiðbeinanda,
gef andlegar og
veraldlegar upp-
lýsingar. Uppl.
í síma 897 9509.
Sálarrannsóknarfélag íslands
Sálarrannsókn-
arfélagið Sáló
1918-2000.
Garðastræti 8,
Reykjavík
Gönguferð og hugleiðsla
mánudaginn 3. júlí, kl. 20.00
verður farin stutt göngu- og
hucjleiðsluferð í umsjá Friðbjarg-
ar Óskarsdóttur.
Allir velkomnir.
Hittumst bakvið Olís bensínstöð-
ina í Mosfellsbæ.
SRFÍ.
DULSPEKI
Lífsins sýn
Viltu skynja fortíð, nútið og
framtíð?
Uppl. og tímapantanir f sím-
um 561 6282 og 692 0882.
Geirlaug.
EINKAMÁL
Einkamál
Hávaxinn og unglegur þýsk-kan-
adískur karlmaður á sextugsald-
ri, á fallegt hús og bíl, hefur
góðar tekjur, engar skuldir, mjög
"aktrfur". Drekkur hvorki né reyk-
ir. Langar að kynnast yngri konu
til að dekra við (ekki eldri en 40
ára). Vinsamlegast sendið bréf,
með mynd, til:
George Guggenberger,
44 Lismar Cr., Winnipeg Mb.
R3RIN6, Kanada. Netfang:
georggugg1@home.com
I
:
Nöfn skipta máli
Krítarkort
Nöfn skipta miklu máli á Krít, þau
móta manninn og eru hluti af per-
sónuleika hans. Hlín Agnarsdóttir
kynnti sér nafnvenjur Krítverja og
af hverju akis er einatt hnýtt við eft-
irnafnið.
NIKOS er eitt algengasta karlmannsnafnið í Grikklandi
og á Krít. Það er stytting úr nafninu Nikolaous sem eig-
inlega þýðir Sigurður. Sigurður er líka eitt algengasta
nafnið á íslandi. Á skrifstofunni hér í Kato Stalos eru
þrír Nikosar. Til að aðgreina þá er best að nota eftir-
nöfnin þeirra. Þá heita þeir Lambaþakis, Christolakis
en sá þriðji heitir Lúpasis. Þegar þessi nöfn eru skoðuð
nánar kemur í Ijós að fyrstu tvö enda á akis eins og
reyndar flest öll eftimöfn hér á Krít. Endingin akis á
eftimöfnum er einkennandi fyrir Krítveija og þannig
þekkjast þeir úr í eftimafnaflórunni. Akis er smækkun-
arending í grísku. Ef akis er bætt aftan við orð eða nafn
þýðir orðið eitthvað pínulítið minna. En „nóta bene“ ak-
is er nefnifall í karlkyni og síðan er til nokkuð sem heitir
ávarpsfall sem er mikið notað í grísku tungumáli, þann-
ig að þegar áðumefndir Nikosar em ávarpaðir með eft-
imafni er sagt Lambaþaki og Christolaki.
En hvers vegna skyldu mennimir allir hafa þessa
smækkunarendingu aftan við eftirnafn sitt? Jú, það er
sko saga að segja frá því. Þegar Tyrkir réðu Krít mættu
þeir mikilli andspymu af hálfu íbúanna sem gerðu þeim
flest til miska. Krítverjar vom stilltir og prúðir á dag-
inn, en drápu og stálu á nóttunni. Tyrkir áttu fullt í fangi
með að bijóta þá á bak aftur. Þeir vissu sem var að Krít-
verjar bára fjölskyldunöfn sem þeir vora afar stoltir af.
Ein leiðin til að niðurlægja þá og brjóta niður sjálfsvirð-
ingu þeirra var að neyða þá til að bæta akis aftan við
fjölskyldunöfnin. Fátt er jafn niðrandi og útúrsnúning-
ur eða afbökun á nafni manns. Nöfn skipta nefnilega
máli, þau móta manninn og era hluti af persónuleika
hans. Smám saman vöndust Krítverjar þó þessum
nafnagiftum Tyrkja og í dag eru þeir flestir akis og sátt-
ir við það, nema þeir sem búa í Sfakia á suðurströndinni,
þessir bláeygðu og herskáu sem ég ætla einmitt að
heimsækja um helgina. Það sem einkennir þá er sjálf-
stæði í hugsun,frjáls andi og stolt göngulag. Þeir létu
Tyrki aldrei slá sig niður enda heita þeir ennþá Pol-
endas og Koutroupas svo dæmi sé tekið.
Það era ekki bara fjölskyldunöfnin sem skipta máli á
Krít og í Grikklandi, heldur skiptir fomafnið svo miklu
máli að allir eiga sinn nafndag, sem er mikilvægari en
afmælisdagurinn. í dag er nafndagur Apostolis og allir
sem heita því nafni halda því upp á hann. Morguninn
byrjaði á því að Apostolis Maragouakis, samstarfsmað-
ur minn hér í Hania, kom inn á skrifstofuna með stóran
kassa fullan af dísætum konfektkökum sem hann bauð
öllum að smakka. Landar hans óskuðu honum til ham-
ingju með orðunum „kronja pola“, en það þýðir: Þú
lengi lifi. Apostolis er eitt af mikilvægustu nöfnum sem
gefin em á þessum slóðum, því sá sem ber slíkt nafli ber
um leið nöfn allra postulanna tólf. I kringum nafndag
Apostolisar em ýmis hátíðahöld í kirkjum og kapellum,
en nafndagamir em orþodox-siður, þ.e. hluti af helgi-
haldi rétttrúnaðarkirkjunnar. Flestöll fomöfn Grikkja
era dýrlinganöfn og dýrlingamir em ýmist ættaðir úr
heiðnum eða kristnum sið, heita þá nöfnum gamalla
guða eða postulanöfnum, svo ekld sé minnst á nöfn
þeirra sem fómuðu lífi sínu fyrir trúna í árdaga kristn-
innar. Á nafndögum skemmtir fólk sér með fjölskyldu
og vinum og sumir dagar, eins og t.d. 21. maí, er mikill
partídagur, því þá er nafndagur allra þeirra sem heita
Konstantín og Eleni sem em ein algengustu nöfn
Grikkja. Eleni var móðir Konstantíns, fyrsta keisarans í
Býsans við Bosporussund, en Býsans hlaut síðan nafnið
Konstantínópel eða borg Konstantíns. Þar voru höfuð-
stöðvar austur-rómverska ríkisins eftir að Rómaveldi
klofnaði á 4. öld eftir Krist. Austur-rómverska ríkið hét
öðm nafni Býsantíska veldið og hafði gífurlega áhrif á
alla menningu við austanvert Miðjarðarhaf allt til ársins
1456 þegar ottomanska heimsveldið tyrkneska lagði
Grikkiand undir sig. Já, nöfn skipta máli, ekki bara fyrir
menn og líf þeirra, heldur einnig fyrir borgir, lönd og
ríki. Stærstu nafndagamir em auðvitað í kringum al-
gengustu nöfnin og sumir þeirra tengjast stórhátíðum
og helgidögum eins og 15. ágúst sem er dagur heilagrar
Maríu guðsmóður. Þá er einnig nafndagur Maríu, en
einungis þeirra sem em giftar. Nafhdagur hinnar ógiftu
Maríu er aftur á móti 21. nóvember. Nafndagur Nikola-
ousar er 6. desember. Þá er ferðamannavertíðin búin og
eins gott þurfa ekki að úða í sig dísætu konfekti snemma
morguns frá þeim öllum þremur, Lambaþaki, Christol-
aki og Loupasi.
#Dagbók
Háskóla
ísiands
DAGBÓK Háskóla íslands 3.-9. jú-
lí. Allt áhugafólk er velkomið á
fyrirlestra í boði Háskóla íslands.
Itarlegri upplýsingar um við-
burði er að finna á heimasíðu há-
skólans á slóðinni: http://
www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html
Mánudaginn 3. júlí kl. 16:00 flyt-
ur dr. Malcolm S. Pringle frá
rannsóknastöð skosku háskólanna
í East Kilbride erindi á vegum
jarðeðlisfræðistofu Raunvísinda-
stofnunar háskólans og Jarðfræða-
félags íslands í stofu 104 í Haga,
Hofsvallagötu 53. Erindið, sem
nefnist „Variation in crustal accr-
etion, modelled as function of
Icelandic Rift cycle, not pulsating
plume“ byggist m.a. á nýlegum al-
dursgreiningum á íslensku bergi.
Fimmtudaginn 6. júlí kl. 12:05
til 13:00 flytur Sigríður Hafsteins-
dóttir, BS-nemi, lokafyrirlestur í
hádegisfundaröð Lífeðlisfræði-
stofnunar á vormisseri 2000, til
heiðurs próf. Jóhanni Axelssyni
sjötugum. Fyrirlesturinn er um
glákulyf og samdráttargetu og
slökun í portæðum og verður flutt-
ur í kaffistofu á 5. hæð í Lækna-
garði, Vatnsmýrarvegi 16.
Sýningar
Árnastofnun
, Stofnun Árna Magnússonar,
Árnagarði við Suðurgötu. Hand-
ritasýning er opin kl. 14-16 þriðju-
daga til föstudaga, 1. sept. til 15.
maí og kl. 13-17 daglega, 1. júní til
31. ágúst. Unnt er að panta sýn-
ingu utan reglulegs sýningartíma
sé það gert með dags fyrirvara.
Þjóðarbókhlaða
Reykjavík í bréfum og dagbók-
um. Sumarsýning safnsins 10. júní
til 31. ágúst Á sumarsýningu
safnsins, Reykjavík í bréfum og
dagbókum, verður varpað ljósi á líf
alþýðufólks í Reykjavík á 19. öld
og fyrri hluta 20. aldar með sér-
stakri áherslu á hlutskipti ís-
lenskra alþýðukvenna og um leið
verða kynntar á nýstárlegan hátt
þær heimildir sem varðveittar era
á handritadeild Landsbókasafns
Islands - Háskólabókasafns.
Markmið verkefnisins er að
veita almenningi innsýn í hugar-
heim alþýðu- og yfirstéttarkvenna
í gegnum bréf þeirra og skyggnast
ennfremur í dagbækur alþýðu-
fólks. Sýningin verður að hluta til
sett upp í tveimur stofum. Annars
vegar stofu alþýðufólks frá síðari
hluta 19. aldar og hins vegar stofu
yfirstéttarfólks frá sama tíma. í
báðum tilvikum verður gengið út--
frá heimili Jóns Borgfirðings og
fjölskyldu hans en um það heimili
eru til fjölmargar heimildir. Hug-
myndin er að leggja sérstaka
áherslu á líf fjögurra kvenna sem
allar tengjast ættarböndum (al-
þýðustofa) og tveggja karla sem
tengjast konunum sem bræður og
synir (yflrstéttarstofa).
Dagbækur fimm ólíkra einstakl-
inga í Reykjavik verða dregnar
fram og fjallað um þær í máli og
myndum. Aukinn áhugi ungra
fræðimanna á bréfum og dagbók-
um, sem eru varðveitt í handrita-
deild safnsins, er kveikjan að þess-
ari sýningu.
Ástu Sigurðardóttur minnst,
Kvennasögusafn Islands minnist
Ástu Sigurðardóttur með sýningu
á verkum hennar í Þjóðarbók-
hlöðu. Á sýningunni eru meðal
annars nokkur málverka Ástu og
dúkristur sem hún myndskreytti
smásögur sínar með. Þá verða
einnig til sýnis kynngimögnuð
mannspil sem hún teiknaði á ár-
unum 1960-1963.
Fyrirmyndir spilanna eru þjóð-
sagnapersónur, forynjur og
galdramenn. Þar má meðal annars
sjá Miklabæjar-Solveigu með rýt-
ing í hendi og opið sár á hálsi og*">-
Djáknann á Myrká.
Sýningin mun standa í forsal
þjóðdeildar Landsbókasafns ís-
lands - Háskólabókasafns 31. maí
til 31. ágúst. Hún er opin á sama
tíma og þjóðdeild í sumar, þ.e. frá
kl. 9-17 virka daga.