Morgunblaðið - 04.07.2000, Page 7

Morgunblaðið - 04.07.2000, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 B 7 ÍÞRÓTTIR Tilkomu- mikill akstur Coulthards DAVID Coulthard sýndi fádæma baráttuvilja er hann vann sig fram úr báðum ökuþórum Ferrari-liðsins og ók til glæsilegs sigurs í franska kappakstrinum í Magny Cours. Fór hann fyrst fram úr Ru- bens Barrichello og eftir nokkrar atlögur að Michael Schumacher vann hann fyrsta sætið af honum en svo tvísýnt var teflt og Schumacher ósamþykkur því að gefa eftir að hjól þeirra snertust. IKVOLD Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Kolbeinn Sigþórsson, Víkingi, var útnefndur besti leikmaður Shell-mótsins og hann var einnig markakóngur - skoraði 25 mörk. Viktor, sem æft hefur fótbolta í 6 ár, sagði að þessi viðurkenning væri honum mikil hvatning og hann myndi æfa sig meira og vonandi komast í atvinnumennskunna í fram- tíðinni. „Mínar fyrirmyndir í fótbolt- anum eru Mark Bosnich hjá Man- chester United, Atli Knútson hjá Breiðabliki og svo Birkir Kristinsson hjá ÍBV.“ Toppar mótið „Það er virkilega gaman að hafa verið valinn besti leikmaðurinn á mótinu en þetta kom ekkert rosalega mikið á óvart,“ sagði Kolbeinn Sig- þórsson, Víkingi, eftir að hafa hamp- að bikamum fyrir að vera besti leik- maður mótsins. „Það er búið að vera gaman á mótinu og þessi viðurkenn- ing toppar mótið eiginlega," sagði Kolbeinn, sem jafnframt var marka- hæstm' á mótinu í ár með 25 mörk. „Það er alltaf gaman að skora mörk en það vantaði nokkur mörk upp á að ég skyldi ná að slá markametið því þá hefði ég unnið veðmál við bróður minn.“ En bróðir Kolbeins er hinn markheppni leikmaður KR í efstu deild, Andri Sigþórsson. Kolbeinn, sem æft hefur fótbolta í 5 ár, sagði að bróðir sinn væri sín fyrirmynd í fót- boltanum og kannski yrði hann betri en hann í framtíðinni. En það verður tíminn að leiða í ljós og það verður gaman að fylgjast með þessum hressa og skemmtilega strák í fram- tíðinni. Áfram Víkingur „Við ætluðum okkur að vinna þetta mót,“ sögðu þeir Örn Ingi Bjarkarson, Oliver Ómarsson og ívar Marino Kristjánsson sem allir eru í A-liði Víkings sem sigraði á mótinu í ár. En kom þetta þeim á óvart? „Ja, nei, eiginlega ekki,“ sagði Oliver og félagar hans tóku undir. „Við erum líka með besta liðið,“ sagði Örn Ingi. Þeir félagar eru bún- ir að æfa fótbolta í fimm til sjö ár og þeir eru á því að halda áfram og spila með landsliðinu eins og Ivar Marino sagði; „Ég ætla að verða mikið betri en ég er og spila með landsliðinu í marki,“ en ívar Marino er einmitt markmaður í meistaraliði Víkinga. Þeir félagar héldu áfram að fagna með félögum sínum í liðinu og heyra mátti fagnaðaróp eins og „We Are The Champions" og „Áfram, áfram, áfram Víkmgur..." Drengimir héldu síðan heim á leið á sunnudagskvöldið sælir og ánægð- ir eftir stranga knattspyrnutöm í Eyjum. Kannski hafa markmiðin sem þeir settu sér fyrir mótið gengið upp og kannski ekki en þá er bara að standa sig enn betur og gera betur að ári liðnu. Og hver veit nema markmiðið eigi eftir að verða að veruleika? KNATTSPYRNA Sigur Coulthards markar tíma- mót hjá McLaren því liðið hafði ekki unnið franska kappaksturinn frá því hann fluttist til Magny Cours 1991. Kappaksturinn var mjög spennandi frá fyrstu mínútu er Schumacher og Barrichello beittu samspili gegn Coulthard á þann veg að Barrichello komst fram úr Skot- anum inn í fyrstu beygju. Réði Ferr- ari því fyrstu tveimur sætunum framan af en Coulthard gerði hverja atlöguna að Barrichello af annarri og komst á endanum fram úr á 22. hring. Hóf Coulthard þegar eftirför eftir Schumacher og dró hann ört uppi. Að því kom að hann lagði til atlögu við hann og var það eins og fyrr í Adeleide-hárnálarbeygjunni sem hann vann sætið af Barrichello. Á endanum knúði Coulthard Schuma- cher til undirgefni, í byrjun 40. hrings af 72, og eftir það jók hann forskot sitt jafnt og þétt. Mika Hakkinen komst á endanum einnig fram úr Schumacher en í þann mund fór vélin í Ferrari-bílnum og stjarna liðsins féll úr leik. Ekki hefur verið skýrt frá hvað gerðist en ein kenningin er að Schumacher hafi sjálfur eyðilagt vélina með því að skipta niður í of lágan gír er hann ók inn í sömu beygju og hann varð að sjá á eftir Coulthard fram úr sér í. Hakkinen var tekinn að sækja mjög að honum og virtist Ferrari-fákurinn rása til að aftan er hann nálgaðist beygjuna rétt eins og gírað hefði ver- ið of langt niður með þeim afleiðing- um að gírinn hafi ekki ráðið við snún- ingsálag mótorsins. Hafi sú verið raunin hefur Schumacher gerst sekur um sjald- gæf ökumannsmistök en hann getur huggað sig við að mistök af þessu tagi felldu Hákkinen í Monza-kapp- akstrinum í fyrra. í beinni útsendingu þýsku sjón- varpsstöðvarinnar RTL frá kapp- akstrinum hrósaði Niki Lauda, fyrr- verandi heimsmeistari í Formúlu-1, akstri Coulthards í brautinni; tók of- an fyrir honum húfu sína og sagði hann hafa ekið af einstakri fullkomn- un, ekki síst er hann tók fram úr Schumacher og áður Barrichello. Viðureign Ferrari og McLaren var að þessu sinni háð á kappakst- ursbrautinni sjálfri en ekki í bensín- og dekkjastoppum. Og kappakstur- inn snerist einvörðungu um keppni þessara tveggja liða; virðist sem mótið ætli að þróast á annan veg en í fyrra er Jordan-bílarnir blönduðu sér í baráttu þeirra bestu og Heinz- Harald Frentzen átti möguleika á heimsmeistaratitli ökuþóra er aðeins 'tvö til þrjú mót voru eftir. Hann hef- ur átt erfitt uppdráttar í ár og er ein- ungis búinn að vinna 5 stig eða tveimur fleira en nýliðinn Jenson Button hjá Williams. Með sigrinum í Magny Cours minnkaði Coulthard forystu Schumachers í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra um 10 stig en jók jafnframt eigin forystu á félaga sinn Hákkinen. Hefur Schumacher 56 stig, Coulthard 44, Hákkinen 38, Barrichello 32. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Víkingar, efri röð, urðu sigurvegarar í flokki A-liða, með því að leggja Blika, neðri röð, að velli. Coca Coia-bikarkeppni karla (Bikarkeppni KSÍ) Garðabær: Stjarnan-FH...............20 Víkin: Víkingur - Valur.............20 Landssfmadeild (Efsta deild kvenna): Kópavogur: Breiðablik - Stjaman.....20 KR-völlur: KR-Valur.................20 3. deild karla: Akranes: Bruni - Þróttur V..........20 Djúpivogur: Neisti - Huginn/Höttur..20 Fáskrúðsf.: Leiknir - Þróttur N.....20 Helgafellsv.: KFS - Haukar..........20 1. deild kvenna: Ásvellir: Haukar - AftureyFjölnir...20 Keflavík: RKV-ÞrótturR..............20 KAPPAKSTUR/FORMULA 1 Rush og Southall með Þrótti Ian Rush og Neville Southall, fyrr- um landsliðsmenn Wales og fræg- ir leikmenn með Liverpool og Ever- ton á sínum tíma, taka þátt í sýningarleik með Þrótturum í Reykjavík fimmtudaginn 13. júlí í Laugardalnum. Þeir mæta þar ís- lensku stjörnuliði skipuðu leikmönn- um á borð við Pétur Pétursson og Atla Eðvaldsson. Með Þrótti spila einnig margir fyrrverandi leikmenn liðsins, svo sem Willum Þórsson og Þorsteinn Halldórsson, og þá er talið líklegt að núverandi þjálfari Þróttara, Ásgeir Elíasson, taki þátt í leiknum. Rush kemur til landsins á sunnu- dag og verður hér í eina viku vegna knattspyrnuskóla Þróttar sem hann á aðild að. Southall verður hér með námskeið fyrir markverði á sama tíma. David Griffiths, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, sagði við Morgun- blaðið að enskir fjölmiðlar fylgdust vel með komu Ians Rush hingað til lands og Sky News fréttastofan myndi gera íslandsför hans góð skil. Þróttarar höfðu hug á að fá Rush og Southall til að spila með þeim gegn Sindra í 1. deildinni 14. júlí en að sögn Griffiths hafa þau áform ver- ið lögð á hilluna. Bikarstemmning í Víkinni Víkingur - Valur í kvöld kl. 20 tfQn Mætum öll og styðjum okkar menn. Knattspyrnudeild Víkings

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.