Morgunblaðið - 16.07.2000, Side 9

Morgunblaðið - 16.07.2000, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 E 9 GJORBY MARGMIÐLUN Markaðs- og sölustjóri Gjorby margmiðlun óskar eftir að ráða í nýja stöðu markaðs- og sölustjóra. Viðkomandi mun sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og taka virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu þess. Starfssvið: Mótun og framkvæmd markaðsstefnu. Uppbygging nýrra viðskiptasambanda. Samningagerð og eftirfylgni. Ráðgjöf til viðskiptavina. Umsjón með kynningarmálum. Menntunar- og hæfniskröfur: Viðskiptafræði, rekstrarfræði eða sambærileg menntun. Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð. Kappsemi og góðir samskiptahæfileikar. Gott frumkvæði og metnaður til að ná árangri. í boði er áhugavert og krefjandi starf í líflegu umhverfi. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir framsækinn og metnaðarfullan einstakling sem vill taka þátt í að efla sívaxandi fyrirtæki. Nánari upplýsingar veita Herdís Rán Magnúsdóttir og Borgar Ævar Axelsson hjá Ráðgarði frá kl. 10-12 í síma 533 1800. Vinsamlega sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 23. júlí n.k. merktar: "Gjorby - Markaðs- og sölustjóri". Gjorby margmiðlun var stofnað árið 1997 og hefur á þeim tíma öðlast mikla þekkingu á öllum sviðum grafískrar hönnunar. Fyrirtækið er margmiðlunarstofa sem leitast við að veita alhliða lausnir á sviði rafrænnar miðlunar og vinnur markvisst að því að vera fremst á sínu sviði með því að hafa nýsköpun og frumleika að leiðarljósi. Gjorby margmiðlun leggur metnað sinn í að skapa hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsmenn eru hvattir til frumkvæðis og fá tækifæri til að þróast í starfi. RÁÐGARÐUR FurugerAI 5 • 108 Reyfcjavfk • www.radgard.ls UMDÆMISSTJORI VESTURLAND Staða umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi með aðsetri í Borgarnesi er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi verk- eða tæknifræðinga. Starfssvið: • Að veita Vesturlandsumdæmi forstöðu og hafa yfirumsjón með þeim verkefnum sem þar eru unnin og þeim starfsmönnum sem þar vinna. • Tekur þátt i undirbúningi og tiilögugerð að langtímaáætlun og vegaáætlun. • Þátttaka í rannsóknum, þróunarverkefnum og öðrum sérverkefnum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Verk- eða tæknifræðingur. • Reynsla af stjórnunarstörfum. • Góðir samstarfshæfileikar. Nánari upplýsingar veita Jón Birgir Guðmundsson í síma 461-4440 og Borgar Axelsson í síma 533-1800 frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs á Akureyri eða í Reykjavík fyrir 31. júlí n.k. merktar: „Vegagerðin - Borgarnes“ VEGAGERÐIN Hagþjónusta landbúnaðarins Rekstrarfræðingur Staða rekstrarfræðings hjá Hagþjónustu landbúnaðarins er laus til umsóknar. Starfið felst í vinnu við gagnaöflun og hagskýrslugerð á sviði landbúnaðar og skyldum verkefnun. Rekstrarfræði- menntun eða önnur menntun á háskóla- stigi er áskilin. Búfræðimenntun eða reynsla í land- búnaði er æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Starfið verður veitt frá og með 1. september nk. Umsóknir er greini frá námsferli og fyrri störfum sendist Jónasi Bjarnasyni for- stöðumanni Hagþjónustu landbúnaðar- ins, Hvanneyri, 311 Borgarnesi, fyrir 25. júlí nk. Hagþjónusta landbúnaðarins er ríkisstofnun sem starfar á grundvelli laga nr. 63/1989 og hefur aðsetur á Hvanneyri í Borgarfjarðarsveit. Hún er ein af stofnunum landbúnaðar- ráðuneytisins með sérstaka stjórn og býr við sjálfstæðan fjárhag samkvæmt framlögum á A-hluta fjárlaga. Verkefni greinast einkum í fjögur svið: Búreikningasvið, hagskýrslu- gerð, hagrannsóknir í landbúnaði og kennslu og vinnslu sér- hæfðra verkefna í samstarfi við aðrar stofnanir. Hvanneyri er vaxandi byggðakjarni með um 160 íbúa. Á staðnum eru m.a. stafandi grunnskóli og leikskóli. Fjarlægð frá Reykjavík er 88 km og frá Borgarnesi 15 km (allt á bundnu slitlagi). Lausar stöður Innréttingarráðgjafi Við leitum að hæfum einstaklingi til að veita viðskipavinum okkar ráðgjöf varðandi skipulagningu eldhúsa og að útbúa teikningar í samráði við óskir þeirra. Hæfniskröfur: Æskilegt er að viðkomandi hafi lærttækniteiknun en grunnþekking á tölvur er skilyrði. Einnig er mikilvægt að viðkomandi hafi auga fyrir skipulagningu rýmis og rika þjónustulund. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Við gerum eftirfarandi kröfurtil allra okkar starfsmanna: Mikil þjónustulund, stundvísi, reglusemi sem og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknir skulu berast til IKEA Holtagörðum fyrir 23. Júlí merktar Laufey Birgisdóttur. IKEA er eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði húsbúnaðar. Markmið IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það gerum við með því að bjóða upp á breitt vöruúrval af vel hönnuðum og hagnýtum húsbúnaði, á það góðu verði að þorri fólks hefur efni á að kaupa hann. Nuddari óskast Nudd- og gufubaðstofan á Hótel Sögu óskar eftir nuddara í 75% stöðu strax. Áhugasamir lesi inn nafn og símanúmer í talhólf númer 881 5361.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.