Morgunblaðið - 16.07.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.07.2000, Qupperneq 10
10 E SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Samskip hf. er ört vaxandi flutningafyrirtœki sem býður viðskiptavinum sínum upp á alhliða flutninga og tengda þjónustu hvert sem er og hvaðan sem er í heiminum. Samskip starfrœkja skrifstofur og dótturfyrirtœki beggja vegna Atlandshafsins og starfa þannig á alþjóðlegum flutningamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa nú tœplega 700 manns i 10 löndum. Markmið Samskipa er að vera í fararbroddi í uppbyggingu og þróun flutningastarfsemi og að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og ráðgjöf. VERKFRÆÐINGUR REKSTRARSVIÐ Samskip hf. óskar eftir að ráða verkfræðing í fjölbreytt og krefjandi starf. Viðkomandi vinnur náið með framkvæmdastjóra rekstrarsviðs ásamt deildarstjórum við úrlausn verkefna. Starfssvið • Rekstrarlegar úttektir. • Þarfagreining og skipulagning flutningaferla og skipulagning á húsnæði. • Endurskipulagning vinnuferla vegna þróunar og hagræðingar. • Mat á fjárfestingakostum og ýmis önnur verkfræðileg verkefni. Menntunar og hæfniskröfur • Verkfræðimenntun, helst á sviði verk,- rekstrar,- eða aðgerðargreiningar eða sambærileg menntun. • Þekking á aðgerðargreiningu, bestunar- og hermilíkönum. • Góð tölvuþekking og kunnátta á sérhæfðum hugbúnaði s.s. bestunar- eða hermibúnaði. • Samskipta- og skipulagshæfileikar. • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaðurtil að ná árangri. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Davíð Freyr Oddsson og Lóa Ólafsdóttir hjá Ráðgarði hf. frákl. 10-12 ísíma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs fyrir 23. júlí nk. merktar: „Samskip- verkfræðingur" SAMSKIP Sala og ráðgjöf (222371) HELLUSTEYPA JVJ Hellusteypa JVJ er fyrirtæki í stöðugri sókn staðsett að Vagnhöfða 17 í Reykjavík. Starfsemi þess er framleiðsla og sala á hellum og steinum jafnt til verktaka og einstaklinga. Starfsmannafjöldi er u.þ.b. 8. ^ Hellusteypa JVJ óskar eftir að ráða til sín starfsmann í sölu og ráðgjöf til viðskiptavina. Ekki er krafist sérstakrar menntunar en góð tölvukunnátta og/eða þekking á hellulögn er kostur. Viðkomandi þarf að vera góður I mannlegum samskiptum og hafa mikla skipulagshæfileika, þar sem starfið felur m.a. í sér umsjón með útsendingu vara. Starfið heyrir beint undirframkv.stj. /aðst.framkv.stj. og hentar jafnt konum sem körlum. Um framtíðarstarf er að ræða en tímabundin ráðning kæmi til greina. Upplýsingar um framgang mála veittar á Netinu. Vinna.is Domus Medica Egilsgötu 3 101 Reykjavík Sími 511-1144 Fax 511-1145 www.vinna.is Vinna.is er i eigu Gallup og Ráðgarös * vinna.is aivinnumioLun ÖRVI íjv/niiji Nýherji leitar að fólki til að starfa við ráðgjöf og innleiðingu á öflugum hugbúnaðarlausnum á sviði stjórnunar viðskipta- tengsla. Um er að ræða hugbúnað frá Siebel Systems Inc. sem er leiðandi á markaðinum með hugbúnað til stjórnunar viðskiptatengsla (Customer Relationship Management) og rafrænna viðskipta. Tímaritið Fortune setti Siebel í fyrsta sæti yfir mest vaxandi fyrirtæki Bandarfkjanna á síðasta ári. Nánari upplýsingar um Siebel má sjá á heimasíðu þess: http://www.siebel.com Siebel-deild Nýherja er hluti af hugbúnaðarsviði Nýherja sem annast sölu og markaðssetningu á kerfinu hér á landi. Hugbúnaðarsvið hefur unnið að smíði og innleiðingu á hugbúnaðarlausnum fyrir mörg leiðandi fyrirtæki og stofnanir hér á landi. Á sviðinu starfa um 40 sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn við SAP viðskiptahugbúnaðinn, Lotus Notes hópvinnukerfi og IBM Internetlausnir. Verkefnasvió Siebel ráögjafa • Greina ferla og þarfir fyrirtækja á sviði stjórnunar viðskiptatengsla • Veita ráðgjöf um upplýsingatæknivæðingu við stjórnun viðskiptatengsla • Vinna við innleiðingu á hugbúnaðinum, aðlögun og stillingu hans Hæfniskröfur Siebel ráögjafa • Menntun í verkfræði, viðskiptafræði eða upplýsingatækni á háskólastigi er æskileg • Reynsla af ráðgjafarstörfum og eða upplýsingatækni er æskileg • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar eru nauðsynlegir Starfið hefst með þjálfun ráðgjafa erlendis í Siebel University. í bodi eru gðð laun,krefjamii og skemmtileg verkefni og góður starfsanili.Vid meðhönðlum allar umsúknir sem trúnaöarmál og svörum þeim öllum, Umsúknarfrestur er til 28, júli nk. Frekari upplýsingar um stöðúrnar veitir Kristján Jóliannsson framkvæmrfastjóri hugbúuaðarsvíðs i síma 569 7700 eða í netfangi kristjan.johannsson@nyherji.is. Umsóknareyðublöð liogja á heitnasiðu Nýlierja, http://www.nyherji.is. Starfsráðgjafi Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða starfsmaður, með uppeldis-, sálarfræði- eða félags- fræðilegan bakgrunn, óskast til starfa. Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi, sem sinnir starfsprófun og starfsþjálfun, óskar eftir að ráða starfsráðgjafa til starfa. Óskað er eftir starfsmanni í 100% starf. Vinnutími er frá kl. 8.00—16.00. Hlutverk starfsráðgjafa í Örva er að hafa um- sjón með og annast faglegt starf staðarins. Starfsráðgjafar vinna að gerð starfsprófana og starfshæfingaáætlana og mati á árangri starfsþjálfunar. Starfsráðgjafar sjá og um al- menna ráðgjöf, samskipti við fjölskyldur og tengsiastofnanir sem tengist starfsemi Örva. Starfsemi Örva er liður í þjónustu við fatlaða á Reykjanesi á vegum Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra. Svæðisskrifstofan býður starfs- fólki upp á öflugan faglegan stuðning í formi handleiðslu, námskeiða og þátttöku í þverfag- legu samstarfi. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst. Upplýsingar um starfið veita forstöðumaður og starfsráðgjafar í síma 554 3277. Umsóknum um starfið, ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun, skal skila til Orva, Kársnesbraut 110, 200 Kópavogi. Sölumenn fasteigna Ein öflugasta fasteignasala landsins óskar eftir sölumanni hið allra fyrsta. Umsóknir ásamt meðmælum og upplýs- ingum um fyrri störf sendist auglýsinga- deild Mbl. merkt: „Sókn-2707"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.