Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 15

Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 E 15 REYKXALUNDUR Iðjuþjálfun — Reykjalundur Aðstoðarmaður: Óskum að ráða aðstoðar- mann í iðjuþjálfun sem fyrst. Um er að ræða fjölbreytt starf sem gefur góða innsýn inn í starfsemi á iðjuþjálfunardeild. Gotttækifæri fyrir þá, sem vilja kynna sér iðjuþjálfun með nám í huga, sem og þá sem hyggja á nám í öðrum heilbrigðisgreinum. Nánari upplýsingar veitir Lilja Ingvarsson, yfiriðjuþjálfi, í síma 566 6200. Bónusvídeó auglýsir eftir aðila til að sjá um rekstur einnar af myndbandaleigum sínum í Reykjavík, Um er að ræða mjög skemmtilegt og spenn- andi starf með mikilli ábyrgð og vinnu. Starfið felur í sér umsjón með öllum daglegum rekstri, s.s. innkaupum, skipulagningu vakta o.fl. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Þetta er kjörið tækifæri fyrir samhenta fjöl- skyldu. Áhugasamir sendi upplýsingar um aldur, fyrri störf o.fl. til afgreiðslu Mbl. fyrir 27. júlí merkt- ar: „Bónusvídeó — 9873". Ath.: Ekki eru gerðar kröfur um að viðkomandi hafi reynslu af afgreiðslu og/eða rekstri á myndbandaleigu. Bónusvídeó. Fasteignasala — sölumaður Öflug og lifandi fasteignasala leitar að dugleg- um sölumanni. Við leitum að aðila, sem ertil- búinn til að leggja sig fram um að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að umgangast fólk. Við störfum í lifandi um- hverfi þar sem nóg er að gera og mjög góð laun í boði fyrir duglegan sölumann. Ef þú ert að leita að áhugaverðu starfi, þar sem reynirá alla þætti í mannlegum samskiptum, þá er þetta starfið. Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Mbl., merktum: „Fasteignasala — 9898". Kennarar óskast Af sérstökum ástæðum vantar okkur kennara að Grunnskólanum í Breiðdalshreppi næsta skólaár. Um erað ræða blandaða kennslu, þó mest á yngsta aldursstigi. Kostur væri að við- komandi gæti sinnt íþróttakennslu að auki. Upplýsingar gefur Ómar Bjarnþórsson, skóla- stjóri, í síma 475 6696 eða 855 3533. Einnig má spyrjast fyrir um starfið á skrifstofu Breiðdalshrepps í síma 475 6660. Prentari — prentnemi Vantar góðan prentara eða mann sem unnið hefur við prentun. Til greina kemur að taka prentnema. Alprent Glerárgötu 24, Akureyri, símar 462 2844 og 896 6844 (Einar). Vél- eða iðnfræðingur óskast Ketilþjónustan ehf. óskar eftir vél- eða iðnfræð- ingi til að annast þjónustu og stillingar á kötl- um. Um er að ræða nýtt og krefjandi starf fyrir sjálfstæðan og metnaðarfullan einstakling. Starfið felur í sér ferðalög innanlands og er- lendis. Uppbygging Ketilþjónustunar er í sam- starfi við Cochran Boilers sem bjóða upp á þjálfun og námskeið í stillingum og viðhaldi á kötlum. Unnið verður með nýjustu og bestu tæki sem völ er á. Ketilþjónustan ehf. er stofnuð árið 1999 af Vélaverk ehf. verkfræðiþjónustu og Vélsmiðjunni Hamar ehf. Störf á kaffihúsi Óskum eftir að ráða tvær reyklausar manneskj- ur til að sjá um lítið kaffihús á móti hvor ann- arri. Þetta er lítið kaffihús með litlu umstangi, staðsett í Intersport. Vinnutími kl. 10-14 eða 14-18/19 og annar hver laugardagur kl. 10-16. Tilvalið fyrir þá, sem vilja komast út á vinnu- markaðinn og hafa gaman að vera innan um fólk. Allur aldur kemur til greina. Umsóknir á skrifstofu frá kl. 10-17 virka daga. Intersport ehf. „Au pair" — San Francisco Læknishjón óska eftir „au pair" sem fyrst til að gæta barna og til léttra heimilisstarfa. Æskilegur aldur 20 ára eða eldri og sé reyklaus og ábyrg. Uppl. í síma 554 5504 eftir kl. 17.00. Skóverslun við Laugaveg óskar eftir starfskrafti, ekki yngri en 25 ára. Þarf að byrja 1. september nk. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 21. júlí, merktar: „Reyklaus — 9887." Au—pair Þúskaland íslensk fjölskylda í Hamborg óskar eftir au pair til að gæta 5. ára drengs frá og með 24. ágúst. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og reglu- samur og ekki yngri en 19. ára. Vinsamlegast hafið samband í síma 00-49-40-6473535 (Erna) eða sendið E-mail á hilmar@de.is.is. Framleiðslustjóri Kjötiðnaðarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða framleiðslustjóra sem fyrst. Reynsla af framleiðslustjórnun æskileg. Áhugasamir leggi inn umsóknir á auglýsinga- deild Mbl., merktar: „K — 9896", fyrir 20. júlí. Kvenf ata versl u n Starfskraft vantar við afgreiðslustörf í kvenfata- verslun. Þarf að vera glaðlegur með góða þjón- ustulund. Ekki yngri en 25 ára. Svör sendist til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „K—9889" fyrir 21. júlí. W AP ! wap.radning.is '... ' Aukatekjur Danskur athafnamaður leitar að áhuga- sömu fólki í nýja og spennandi vinnu aó heiman. Verður að tala dönsku og hafa aðgang að tölvupósti. Pantið frían upp- lýsingapakka. AH Gruppen, sími (0045) 72183440. Versunarstjóri Rafþjónusta Sigurdórs ehf óskar að ráða verslunarstjóra Starfssvið: • Innkaup og sala á heimilistækjum og tengd- um vörum. Hæfniskröfur: •Leitað er eftir framsæknum einstaklingi sem sýnir frumkvæði. • Haldgóð reynsla af sölu/ og markaðsmálum. • Lipurð, þjónustulund og góðir samskipta/ og skipulagshæfileikar. • Hæfileiki til að vinna sjálfstætt. Umsóknir óskast sendar Rafþjónustu Sigurdórs ehf pósthólf 215 300 Akranesi fyrir 29. júlí nk. ATVIIMIMA ÓSKAST Laus störf Á skattstofu Norðurlandsumdæmis vestra er laus til umsóknar staða deildarstjóra frafn- taladeildar. Umsækjandi þarf að hafa lokið prófi í lögfræði eða viðskiptafræði og/eða hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af skattaframkvæmd. Góð tölvukunnátta áskilin. Einnig er laust til umsóknar starf fulltrúa við endurskoðun skattframtala. Laun eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skilað til Skattstjóra Norður- landsumdæmis vestra, Túngötu 3, 580 Siglu firði, fyrir miðvikudaginn 9. ágúst nk. sem jafn- framt veitir nánari upplýsingar. Siglufirði, 16. júlí 2000. • Skattstjóri Norðurlandsumdæmis vestra. Framtíðarstarf Maður með víðtæka reynslu af rekstri og stjórnun innan prentgeirans leitar að framtíðar- starfi. Margt kemur til greina. Vinsamlega leggið inn nafn og símanúmer á auglýsinga- deild Mbl., fyrir 21. júlí merkt: „P — 9884". Fullum trúnaði heitið og öllum svarað. Fjölhæfur sjúkraliði óskar eftir vel launuðu starfi. Ýmislegt kemur til greina. Áhugasamir sendi inn svör á auglýsingadeild Mbl. merkt: „F-9878".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.