Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Stefán
skoraði
tvöáMön
STEFÁN Þór Þórðarson
skoraði tvö niörk og lagði
upp það þriðja þegar Stoke
City vann auðveldan sigur á 1
landsliði Manar, 5:1, í leik
um þriðja sætið á æfinga-
móti þar um helgina. Stefán
átti einnig hjólhestaspymu
í stöng og hann var sagður í
besti maður vallarins. Lið
Manar kom mjög á óvart á
mótinu með því að sigra
enska 1. deildarliðið Bum-
Iey en átti aldrei möguleika
gegn Stoke. Brynjar Bjöm
Gunnarsson og Bjarni Guð-
jónsson vom báðir í byijun-
arliði Stoke og Kristján Sig- ,
urðsson kom inn á sem
varamaður.
■ SELFYSSINGAR hafa náð sér í
mikinn liðsauka fyrir lokasprettinn
í 2. deildinni í knattspymu. Þeir
hafa fengið til sín fimm nýja leik-
menn á síðustu dögum og þar á
meðal eru Enes Cogic, vamarmað-
urinn reyndi úr Fylki sem lék tvo
fyrstu leiki Árbæinga í efstu deild í
sumar en hefur síðan verið frá
vegna meiðsla, og skoski miðjumað-
urinn John McLelIand sem lék með
Selfyssingum á síðasta tímabili.
■ MIROSLAV Nikolic, sem hætti
störfum sem þjálfari og leikmaður
Selfoss á dögunum er hinsvegar
genginn til liðs við 3. deildarlið
Fjölnis.
■ KÁRI Jónsson, sem skoraði 14
mörk fyrir Víði úr Garði á síðasta
tímabili, er kominn aftur til félags-
ins. Kári hefur undanfamar vikur
leikið með Skallagrími í 1. deild en
er hættur þar.
■ SIGURÐUR Sigursteinsson,
vamarmaður úr Fylki, er genginn
til liðs við Skagamenn. Sigurður,
sem er þrítugur Skagamaður, lék
áður með ÍA en hann spilaði tvo
leiki með Fylki í efstu deild snemma
í sumar.
■ HEIÐAR Helguson skoraði ann-
að marka Watford í 2:0 sigri á Bam-
et um helgina. Heiðar hefur því
skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur
leikjum sínum með Watford á und-
irbúningstímabilinu í Englandi.
■ ÓLAFUR Gottskálksson þótti
besti maður vallarins, samkvæmt
enskum fjölmiðlum, þegar lið hans,
Brentford, tapaði fyrir Fulham, 2:0,
um helgina. Olafur fór meiddur af
velli korteri fyrir leikslok og spilar
ekki næsta leik Brentford.
Guðni
fékk rauða
spjaldið
GUÐNI Bergsson var rekinn
af velli eftir aðeins 24 mín-
útna leik þegar lið hans, Bol-
ton, beið lægri hlut, 1:0, fyrir
Ólympíulandsliði Banda-
rfly'anna í knattspymu í
Indianapolis á sunnudaginn.
Guðni sparkaði í mótherja
meðþessum afieiðingum.
Þetta var fjórða tap Bolton í
fimm leikjum á undirbún-
ingstímabilinu. Liðið tapaði
þrívegis í Danmörku en
vann Indiana Blast, 2:0, í
Bandaríkjaför sinni.
Þjóðhátíðarlakt
ur Eyjamanna
Skui Unnar
Svemsson
skrifar
EYJAMENN fundur heldur bet-
ur taktinn er þeir tóku á móti
Fram á Hásteinsvelli á sunnu-
daginn. Gestirnir fundu sig
hins vegar aldrei gegn eld-
sprækum heimamönnum og
þegar flautað var til leiksloka í
blíðunni í Eyjum höfðu heima-
menn gert sex mörk en gest-
irnir eitt.
Eyjamenn töpuðu fyrir Stjörn-
unni í umferðinni á undan og
voru staðráðnir að gera betur en
þá. Það í sjálfu sér
var ekki erfitt verk
því liðið var afskap-
lega slakt í Garða-
bænum. En það var
allt annað upp á teningum í Eyjum
á sunnudaginn og svei mér þá ef
leikur liðsins minnti ekki einna
helst á þegar Eyjamenn voru upp á
sitt besta. Allir lögðu sig fram,
hraðinn var mikill og hver sóknin
af annarri skall á marki Fram og
hefði Fjalar Þorgeirsson ekki verið
í stuði í markinu er aldrei að vita
hversu mörg mörkin hefðu orðið.
Það þarf ekki að fara mörgum orð-
um um leik gestanna og það kann
ef til vill að hljóma furðulega eftir
að liðið tapar 6:1 að segja að mark-
vörður þess og miðverðir hafi verið
sterkustu menn þess. Sú var engu
að síður rauninn.
Bjarni Geir Viðarsson reið á vað-
ið með fyrsta markinu á 13. mínútu,
Tómas Ingi Tómasson varð síðan
að fara af velli eftir aðrar 13 mínút-
ur, tognaði á hægra læri, en hann
hafði staðið sig vel fram að þessu.
Eftir hálfrar klukkustundar leik
sleppti dómarinn því alfarið að
dæma vítaspyrnu sem Eyjamenn
áttu að fá þegar Steingrímur Jó-
hannesson var togaður niður innan
vítateigs. Steingrímur skoraði síð-
an skömmu síðar með skalla eftir
hornspyrnu og hann var aftur á
ferðinni tveimur mínútum síðar, á
38. mínútu, er hann komst einn í
gegn en Fjalar varði vel.
Á sömu mínútu fengu Framarar
fyrra færi sitt í fyrir hálfleik, er
Ivar Jónsson átti skot fram hjá.
Hitt fékk Kristófer Sigurgeirsson á
42. mínútu, en það var nóg um að
vera á þeirri mínútu.
Fyrst kom besta færi leiksins og
Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson
Steingrímur fagnaði þremur mörkum gegn Fram. Hér samfagna nokkrir félagar með honum.
ef til vill sumarsins þegar Stein-
grímur fékk langa sendingu inn
fyrir vörn Fram, lék upp að víta-
teig og var aleinn, ekki sála í nám-
unda við hann. Fjalar kom út undir
vítateigslínu á móti, Steingrímur
tók gabbhreyfingu og Fjalar lagð-
ist fyrir væntanlegt skot. I stað
þess að leika fram hjá honum, eða
vippa yfir hann þar sem hann lá,
skaut Steingrímur beint í hann.
Steingrímur skoraði annað mark
sitt á sömu mínútunni áður en
varnai-maður komst fyrir skot
Kristófers. 3:0 í leikhléi.
Eyjamenn réðu einnig gangi
leiksins framan af síðari hálfleik.
Sigurvin Ólafsson átti þó að fá víta-
spyrnu í upphafi hans en dómarinn
sá ekki ástæðu til þess.
Fjórða mark ÍBV og sitt þriðja
mark gerði Steingrímur á 53. mín-
Sama hvað ég
geri mörg mörk
útu og við tók barátta á miðjunni
þar sem Framarar fengu tvö
þokkaleg færi sem ekkert varð úr.
Eyjamenn virtust saddir, þægi-
leg staða og öruggur sigur en á
lokakaflanum dró til tíðinda á ný.
Þorbjörn Atli Sveinsson minnkaði
muninn fyrir Fram á 77. mínútu en
Eyjamenn svöruðu með tveimur
mörkum á síðustu mínútunum,
fyrst Baldur Bragason og Bjarni
Geir lauk leiknum eins og hann hóf
hann, með marki.
Eyjaliðið lék vel á sunnudaginn,
vörnin var þétt og örugg lengst af,
miðjan sömuleiðis með þá Mileta
og Aleksic sem bestu menn og nú
nýttu framlínumenn liðsins sér
færin nokkuð vel þó svo Fjalar
markvörður Fram hafi séð til þess
að heimamenn komust ekki í
tveggja stafa tölu.
W ÍBV
Leikskipulag: 4-4-2
Birkir Krístinsson m
Fram
Páll Almarsson m
Hlynur Stefánsson mm
Kjartan Antonsson m
(Atli Jóhannsson 65.)
Páll Guðmundsson m
Goran Aleksic mm
Bjami Geir Viðarsson m
Hjalti Jónsson m
(Baldur Bragason 69.)
Momir Mileta mm
Tómas Ingi Tómasson
íslandsmótið í knattspyrnu
Landssímadeild karla, 12. umt.
Hásteinsvöllur
sunnudaginn, 30. júlí. 2000
Aðstæðun
Logn, sól og frábært veður
Völlurinn glæsilegur.
Áhorfendur: Um 900
Dómari:
Kristinn Jakobsson,
KR, 4.
Aðstoðardómarar:
Gísli H. Jóhannsson
Magnús Þórisson
Skot á mark: 25 - 7
Leikskipulag: 4-4-2
Fjalar Þorgeirsson gBgB
Eggert Stefánsson_________
Ingvar Ólason___________JR
Valur Fannar Gíslason gB
Baldur Knútsson
(Ásgeir Halldórsson 55.)
Daði Guðmundsson__________
Steinar Guðgeirsson_______
Sigurvin Ólafsson_________
Kristófer Sigurgeirsson |B
Ivar Jónsson
(Hilmar Bjömsson 55.)
(Jáhann Möller 26.)
SteingrimurJóhannesson jH Ran2stöður_^^-0__ (ÞorbjömAtli Sveinsson46.)
Homspymur: 5-3 Ronny B. Petersen
Mér er alveg sama hvað ég geri
mörg mörk, bara ef við vinn-
um þá skiptir ekki máli hvað maður
skorar mikið,“ sagði Steingrímur Jó-
hannesson sem gerði þijú marka
ÍBV á móti Fram.
„Svona getum við leikið á heima-
velli. Ef við byrjum strax af krafti þá
getum við leikið vel. Varðandi úti-
leikina þá þarf að laga eitthvað. Mér
finnst bara að við eigum að leika eins
á útivelli því við fáum það marga
áhorfendur sem halda með okkur,
völlurinn er jafn stór og mörkin líka
þannig að þetta á ekki að vera neitt
mál.“
Er ekki fínt að fá svona sigur fyrír
Þjóðhátíðina?
„Það er alltaf fjör á Þjóðhátíð,
sama hvernig síðasti leikur fyrir
hana fer. Það er alltaf nóg af fólki
sem vill tala við mann, að vísu eru
það þeir sem engan áhuga hafa á
íþróttum sem vilja ræða við mann
þegar illa gengur en þegar vel geng-
ur eru það hinir. Þá sér maður hveij-
ir eru tryggir stuðningsmenn," sagði
Steingrímur alsæll með sigurinn og
mörkin þijú.
Aldrei haft eins mikið að gera
„Ég held ég hafi aldrei haft eins
mikið að gera í markinu," sagði Fjal-
ar Þorgeirsson, markvörður Fram.
Spurður hvort ekki sé svekkjandi
að eiga góðan leik en fá engu að síður
á sig sex mörk sagði Fjalar: „Jú, auð-
vitað er það svekkjandi, en þegar
maður fær hundrað skot á sig í leik
þá hlýtur maður að ná að verja ein-
hver skot. Svona er þessi bolti. Okk-
ur tókst ekki að mæta eins vel
stemmdir og við ætluðum og þeir
voru mjög vel stemmdir, það vantaði
eitthvað mjög mikið í leik okkar að
þessu sinni.“
1:0 (13.) Goran Aleksic komst upp að endamörkum hægra megin og gaf fyrir.
Tómas Ingi Tómasson skallaði knöttinn aftur fyrir sig úr miðjum
vítateignum og Bjami Geir Viðarsson negldi viostöðulaust í vinkilinn.
2:0 (36.) Momir Mileta tók hornspyrnu frá hægri, sendi yfir mark-teiginn á
stöngina fjær þar sem Steingrímur Jóhannesson var aleinn og
skallaði í friði og ró í markið.
3:0 (42.) Aleksic átti skot í varnarmann, Bjarni Geir náði frákastinu og skaut
en Fjalar varði og boltinn barst til Steingríms sem skoraði af öryggi.
4:0 (53.) Aleksic var enn á ferðinni, sendi fyrir frá hægri, Steingrimur náði
skoti sem Fjalar varði vel en hélt boltanum og ekki og Steingrími
uðru ekki á nein mistök í seinni tilrauninni.
4:1 (77.) Kristófer Sigurgeirsson komst upp vinstra megin og renndi fyrir
markið á Þorbjörn Atla Sveinsson sem skoraði af öryggi af stuttu
færi.
5:1 (82.) Eftir enn eina sókn Eyjamanna fékk Baldur Bragason boltann á
miðjum vallarhelmingi gestanna, lék í átt að vítateignum og skaut
talsvert fyrir utan hann. Boltinn fór í varnarmann og í netið.
6:1 (84.) Mileta skaut föstu skoti utan teigs í varnarmann Fram. Boltinn barst
til Bjarna Geirs sem skaut viðstöðulausus skoti neðst í bláhornið
hægra megin.
Gul spjöld: Hjalti Jónsson, ÍBV (17.) fyrir brot
Ivar Jónsson, Fram (19.) fyrir brot
Hlynur Stefánsson, IBV (59.) fyrir brot
Sigurvin Ólafsson, Fram (79.) fyrir brot
Rauð spjölBngin.