Morgunblaðið - 01.08.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 01.08.2000, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 GOLF MORGTJNBLAÐIÐ Vonbríg Karlalandsliðið í golfi varð í neðsta sæti Norðurlandamótsins KARLALANDSLIÐIÐ í goifi olli miklum vonbrigðum á Norður- landamótinu. Menn höfðu gert sér vonir um góðan árangur en þess í stað endaði sveitin í fimmta og neðsta sæti, fjórum högg- um á eftir Norðmönnum og tuttugu höggum á eftir Svíum sem urðu Norðurlandameistarar. Alls ekki sá árangur sem búist hafði verið við og í raun er aðeins einn leikmaður landsliðsins, Þor- steinn Hallgrímsson, sem lék af þeirri getu sem ætlast verður til af landsliðsmönnum. Skúli Unnar Sveinsson skrifar á eftir Svíum. léku íslensku Það var í rauninni strax ljóst í hvað stefndi því í fjórleiknum á föstudagsmorguninn léku ís- lensku strákarnir verst allra ásamt Norðmönum, og voru þá strax kpmnir sjö höggum f fjórmenningnum strákarnir á 208 höggum, fimm höggum verr en Svíar og sjö höggum betur en Norðmenn. Þegar búið var að þurrka út versta skor alllra þjóð- anna var ljóst að Svíar voru með forystu á 329 höggum átta höggum á undan íslendingum sem voru í fjórða sæti, þremur höggum á und- an Norðmönnum. Menn voru þó alls ekki á því að gefast upp heldur ætluðu að taka sig tak og leika vel í höggleiknum daginn eftir. Ekki gekk það alveg eftir því Svíarnir juku forystu sína og Norðmenn skutust upp fyrir ís- lenska liðið, léku á sjö höggum betur en það og fjórum höggum betur í heildina. Mestu munaði frá- bær hringur hjá Daniel Gallahen, sem lék á 66 höggum, fjórum undir pari vallarins. Gallahen þessi átti að vera slakasti leikmaður norsku sveitarinnar en þetta var hans dagur og hann sá um að ísland varð í neðsta sæti. íslensku strákarnir eiga að geta betur en þeir sýndu í Eyjum. Þeir hafa margoft sýnt að þeir geta leikið mun betur, en það er ekki nóg, menn þurfa að sýna það þegar á þarf að halda. Mestu munaði slakur leikur þeirra í fjórleiknum þar sem Þorsteinn og Ottó ljúka leik á 66 höggum en hin pörin, Björgvin og Orn Ævar og Olafur Már og Ómar á 68. í fjórleik verða menn að gera betur ætli þeir sér að vera með í baráttunni. Fjór- menningurinn var í lagi hjá ís- lensku sveitinni og munaði þar mestu um frábæran hring hjá Þor- steini og Erni Ævari sem luku leik á 64 höggum eða sex undir pari og var það besti hringur dagsins. I fjórmenningi leika pörin einum bolta þannig að búast má við nokkru hærra skori en í fjórleikn- um. Svíar voru eina þjóðin sem lék betur en íslendingar í fjórmenn- ingnum og munaði þar öllu góður leikur þeirra Þorsteins og Arnar Ævars. Ólafur Már og Ómar komu inn á einu yfir pari og Björgvin og Ottó á þremur yfir pari og töldu ekki. í höggleiknum á laugardaginn var í rauninni fátt um fína drætti hjá íslensku sveitinni, Þorsteinn og Ólafur Már komu báðir inn á pari sem er svo sem allt í lagi en þó ekki fyrir sveitina því aðrir léku enn verr. Björgvin lék á þremur yfir pari, Örn Ævar og Ottó voru höggi þar á eftir og Ómar náði sér alls ekki á strik og lék á níu höggum yfir pari. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundss Þorsteinn Hallgrímsson reynir að hjálpa boltanum rétta leið í holuna. Þorsteinn Hallgrímsson lék best í íslenska liðinu Hefði viljað leika svona og vera verstur ÞORSTEINN Hallgrímsson lék best íslensku strákanna á Norður- landamótinu, en sumum fannst val hans í liðið orka tvímæiis. Þor- steinn lét þá gagrýni sem vind um eyru þjóta og var sá eini sem lék af eðlilegri getu alla þrjá hringina. Raunar lék Ólafur Már Sigurðs- son einnig ágætlega en aðrir náðu ekki að sýna sitt rétta andlit. Spenna hjá stúlkunum ÞAÐ ríkti mikil spenna á golfvellinum í Eyjum á iaugardaginn þegar stúlkurnar voru að Ijúka leik. Vitað var að staðan var mjög jöfn og spurningin hvort það yrðu íslendingar, Norðmenn eða Svíar sem myndu fagna sigri. Þegar allar stúlkurnar höfðu lokið leik og búið var að telja öll höggin og draga frá lakasta skorið var Ijóst að Norð- menn höfðu sigrað íslendinga með einu höggi og þær norsku fögn- uðu fyrsta Norðurlandameistaratitli sínum en íslensku stúlkurnar urðu að sætta sig við annað sætið, einu sæti hærra en á síðasta Norðurlandamóti. Fyrir síðasta hringinn á laugar- deginum var staðan sú að Svíar voru með 212 högg, ísland 215, Norðmenn og Finnar höfðu notað 217 högg og Danir 218. Þegar stúlkurnar höfðu lokið níu af átján holum var staðan orðin þannig að ísland, Noregur og Sví- þjóð voru öll jöfn, Finnar fimm höggum á eftir og Danir tveimur höggum þar á eftir. Spennan hélt áfram og þegar stúlkurnar komu inn hver af annari settust menn niður og reiknuðu út stöðuna. Þegar fimm stúlkur voru eftir að koma inn, ein frá hverri þjóð, var staðan sú að Norðmenn voru á 11 yfir pari að því að menn töldu, Svíar 13 og íslendingar 15. Þá var búið að draga versta skorið frá. Besti leikmaður Norðmanna, Suzann Petersen, var enn úti á velli og var tvo yfir þannig að þá yrði norska sveitin 13 yfir á hringnum og alls á 440 höggum. Sænska stúlkan sem var eftir að koma inn hafði misst dampinn þannig að Svíar voru ekki lengur inni í myndinni. Ragn- hildur Sigurðardóttir var síðasti ís- lenski keppandinn og hún var einum undir eftir fyrri níu holurnar og hafði haldið því að því er fréttir hermdu. Þegar ljóst var að hún kláraði á parinu var ljóst að ísland hafði líka leikið á 440 höggum. Nú fóru menn að velta fyrir sér hvort fjórða manneskja teldi í síð- asta hring eða hvort verstu hring- irnir í fjórmenningnum og fjórleikn- um frá deginum áður væru teknir með. Það var alveg sama hvernig þetta var reiknað fram og til baka, Norðmenn voru alltaf sigurvegarar þar sem lakasti hringur þeirra var alltaf betri en íslensku stúlknanna, nema í fjórmenningnum þar sem ár- angurinn var jafn. Þegar menn höfðu komist að þessari niðurstöðu kom reiknimeist- ari mótsins með rétt skor upp á töflu í skálanum og þá kom í ljós að þessar vangaveltur höfðu verið óþarfar því skor Marianne Ruud, sem lék í fyrsta ráshóp, hafði verð ranglega fært inn á töfluna, hún hafði leikið á 76 höggum en ekki 77 þannig að Norðmenn höfðu tryggt sér sigur, léku á 439 höggum en Is- lendingar á 440. Það var ekki laust við að þungu fargi væri létt af íslensku stúlkun- um því þær mínútur sem liðu á með- Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundss Eigum við að borða þetta? Finnska stúlkan Jenni Kuosa prófar reyktan lunda eftir að hafa lokið leik og sænska stúlkan Anna IVbring fylgist með. an þessu fór fram höfðu mörg högg flogið í gegum huga þeirra, ekki síst yngsta keppandans, Kristínu Elsu Erlendsóttur, sem taldi ekki síðasta daginn og fannst greinilega að hún hefði getað gert betur. En þrátt fyr- ir að verða í öðru sæti, sem er besti árangur liðsins í Norðurlandamóti, voru stúlkurnar engu að síður von- sviknar því það munaði svo litlu að þeim tækist að sigra, aðeins tveimur höggum því það hefði ekki verið nóg að jafna við Norðmenn þar sem þeir hefðu sigrað á betra versta skori. Svíar urðu í þriðja sæti á 446 höggum, Finnar í því fjórða á 447 höggum og Danir ráku lestina á 455 höggum. Þetta gekk vel hjá mér í dag allt þar til ég kom á sextánda teig. Ég var þrjá undir pari og var farinn að sjá að ég kæmi inn á fimm undir. Á sextándu ætlaði ég að spila öruggt en dró boltann út í sjó og fékk tvo yfir pari, par á sautjándu og einn yfir á þeirri átjándu með aulalegu þrípútti. Ég var of grimmur í fyrsta pútt- inu enda ætlaði ég að fá fugl. Þetta högg á sextándu er auðvitað ekk- ert annað en heiladauði. Ég var ekki búinn að ákveða mér punkt til að slá á og sló því ekki nógu ákveðið, algjör byrjendamistök." Nú ert þú búinn að spila manna best í íslenska liðinu, ertu ekki ánægður með það? „Jú auðvitað er ég sáttur við það, en ég hefði gjarnan viljað spila betur. Eigum við ekki að orða það sem svo að ég hefði verið sáttur við að spila svona og vera lélegastur í liðinu. Ég hefði að sjálfsögðu viljað leika betur sjálfur en ég hefði líka viljað sjá aðra gera betur. Við eigum meira inni en einhverra hluta vegna þá hökti þetta hjá okkur núna. Ég tel að í fjórleiknum á föstu- dagsmorguninn höfum við tapað hátt í tíu höggum, við verðum að skora betur í þessu leikfyrirkomu- lagi. Undirbúningurinn var mjög góð- ur, menn léku æfingahringina vel og ég sé ekki skýringuna svona í fljótu bragði. Völlurinn og veðrið hefur verið eins og best verður á kosið og ég held að þetta mót hafi verið íslensku golfi til framdrátt- ar.“ Hvað tekur við hjá þér núna? „Ég fer til Reykjavíkur í fyrra- málið til að fylgjast með krökkun- um mínum í GR á unglingameist- aramótinu. Svo er smá hvíld fram að landsmóti nema hvað ég fer í boðsmót í Hafnarfirði um næstu helgi. Eigum við ekki að segja að ég ætli að vera í heimsókn hjá mömmu og pabba um næstu helgi,“ sagði Þorsteinn sem stefnir greinilega að því að láta sjá sig á Þjóðhátíðinni í Eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.