Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ GOLF ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 B 5 Ragnhildur Sigurðardóttir tiltölulega sátt við annað sætið á Norðurlandamótinu í Eyjum Svekkjandi að ná ekki gullinu „NÚ langar mig til að gráta,“ var það fyrsta sem Ragnhildur Sigurðardóttir sagði þegar hún hafði lokið leik og talið var að Norðmenn hefðu sigur þrátt fyrir að liðin væru jöfn. „Það er auðvitað svekkjandi að ná ekki markmiðinu - gullinu, og það er ef til vill ennþá meira svekkjandi af því það munaði svo sáralitlu. Við náðum samt öðru sæti og það er það besta sem við höfum gert þannig að maður ætti að vera þokkalega sáttur,“ sagði Ragnhildur. Við fengum upplýsingar úti á velli um stöðuna og vissum hvað þurfti að gera en ég var orðin pínu svartsýn um tíma því ég vissi að hinar stelpurnar voru ekki að leika vel. Þetta var rosalega spennandi og sérstaklega á meðan verið var að reikna og finna út stöðuna. Maður hugsaði um nokk- ur högg sem hefðu getað farið bet- ur, en ég lék það vel að það voru ekkert rosalega mörg högg sem komu upp í hugann, það voru þá helst púttin því þau voru ótrúlega mörg sem stoppuðu á blábrúninni í stað þess að fara í.“ Það má segja að Ragnhildur sé óopinber Norðurlandameistari kvenna því hún lék best allra í höggleiknum en ekki er lengur keppt í einstaklingskeppni og því ekki krýndur sigurvegari einstak- linga. „Eg er auðvitað montin með að hafa leikið best í dag því á síð- asta Norðurlandamóti munaði einu höggi á mér og þeirri sem lék best þá, en núna hafði ég það og fór upp um eitt sasti eins og liðið.“ fívar liggur þessi munur á okk- ur og norska liðinu? „Þegar á heildina er litið eru þetta í rauninni lokaholurnar hjá okkur öllum á föstudaginn. Það er samt ekkert hægt að setja út á 66 högg hjá Herborgu og Ólöfu Maríu í fjórleiknum. Við töpuðum fjölda högga á síðustu holunum. Við Rristín Elsa fengum til dæmis þrjá skolla í röð á sömu holunum í fjór- leiknum og það er alls ekki fyrir- gefanlegt. Maður þarf að vera grimmur við sjálfan sig til að halda einbeitingunni því það er svo auð- velt að gleyma sér. í fjórleiknum og þó sérstaklega fjórmenningnum þurfa menn að vinna vel saman og reyna að rífa hver aðra upp.“ Þú lékst vel í dag, ertu ánægð með hringinn hjá þér? „Já, ég lék vel í dag, en ég ætl- aði samt að gera betur. En það er Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundss Ragnhildur setti vallarmet í höggleiknum á laugardag- inn, lék völlinn á pari. ágætt að leika á pari því sam- kvæmt forgjöfinni minni má ég leika völlinn á 73 höggum þannig að þetta er lækkun hjá mér. Mótið tókst frábærlega og í raun ekkert hægt að setja út á eitt eða neitt. Jú, það er eitt sem ég get sett út á, það er að tveggja manna ráshópur- inn var ræstur út síðastur og lék á eftir öllum þriggja manna hópun- um. Ég var í þessum tveggja manna ráshóp og við þurftum að bíða við hvert einasta högg. Sem betur fer kom það ekki niður á skorinu." Ragnhildur lék með dönsku stúlkunni Julie Tvede, sem hafði hagað sér heldur kjánalega daginn áður en þá gerði hún talsvert af því að lemja kylfum sínum í pok- ann og blóta hressilega. „Hún tal- aði nú um það, greyið, að þetta hafi verið leiðinlegt á föstudegin- um og hún var greinilega leið yfir því. En hún er svo ung og á erfið- um aldri.“ Hvað er framundan hjá þér? „Ég afþakkaði boð um að fara á Evrópumót einstaklinga vegna þess að þetta er svo þétt og svo langaði mig að sjá eitthvað af börnunum mínum. Næsta mót hjá mér er landsmótið og ég fer núna eftir helgi norður í Skagafjörð til vinafólks okkar og ætla að vera þar í hestamennsku fram að lands- móti. Settið verður með þannig að ég hugsa að ég fari og æfi mig að- eins þar. Síðan er heimsmeistara- mót liða í Berlín og þangað fara þrjár. Ég er mjög sátt við það sem af er sumrinu því ég hef spilað vel, tapaði raunar síðasta stigamóti og átti alls ekki skilið að vinna þar því ég spilaði mjög illa. Ég tók upp á því að slá allt til vinstri en nú er ég búinn að finna réttu leiðina á ný.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.