Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 B 11
KNATTSPYRNA
/T \
í BREKiABllK
Breiðablik 5:0 Leiftur
Leikskipulag: i* ■ ro
Atli Knútsson P
Árni K. Gunnarsson m
Guðmundur Ö. Guðmundsson
Andri Marteinsson m
Hjalti Kristjánsson m
Hreiðar Bjarnason m
Hákon Sverrisson m
Robert Russell m
Kjartan Einarsson m
(Guðmundur K. Guðmundss. 83.
Bjarki Pétursson
Kristján Óli Sigurðsson 71.)
Marel J. Baldvinsson mm
Magnús Páll Gunnarsson 83.)
íslandsmótið í knattspyrnu
Landssimadeild karla, 12. umf.
Kópavogsvöllur
sunnudaginn, 30. júlí. 2000
Aðstæður:
Nánast logn, þurrt og skýjað,
hiti um 12gráður.
Völlurinn góður.
Áhorfendur: Um 570
Dómari:
Garðar Örn Hinriksson,
Þrótti R., 3.
, Aðstoðardómarar:
' Haukur Ingi Jónsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Skot á mark: 16-11
Hornspyrnur:
8-5
4-2
Leikskipulag: 5-3-2
Þorvaldur Jónsson m
Steinn Viðar Gunnarsson
Hlynur Birgisson______flt
(Sergio Macedo 38.)______
Hlynur Jóhannsson
Júlíus Tryggvason
(Hörður Már Magnússon 57.)
Þorvaldur S. Guðbjörnsson
Páll V. Gíslason ftt
Sámal Joensen
Jens Erik Rasmussen
(Albert Arason 69.)
Alexandre Santos
John Petersen
1:0 (12.) Júlíus Tryggvason átti slæma sendingu í eigin vítateig og Kjartan
Einarsson tók við boltanum og skaut góðu skoti í fjærhornið.
2:0 (35.) Sókn Leifturs var brotin á bak aftur og Breiðablik komst í skyndisókn
og það var Bjarki Pétursson sem lagði boltann fyrir fætur Marels J.
Baldvinssonar sem skoraði af stuttu færi.
3:0 (55.) Brotið var á Marel í vítateig Leifturs og Hjalti Kristjánsson setti
boltann í markið úr vítaspyrnunni, óverjandi fyrir Þorvald í markinu.
4:0 (81.) Atli Knútsson markvörður Breiðabliks spyrnti langt frá eigin marki og
Marel J. Baldvinsson tók við boltanum og þurfti tvær tilraunir til að
koma boltanum í mark Leifturs.
5:0 (87.) Robert Russell plataði nokkra varnarmenn Leifturs og gaf boltann frá
endalínu út á Hreiðar Bjarnason sem skoraði af stuttu færi.
Gul spjöld: Þorvaldur S. Guðbjörnsson, Leiftur (27.) fyrir brot
Hlynur Jóhannsson, Leiftur (55.) fyrir mótmæli,
Júlíus Tryggvason, Leiftur (55.) fyrir mótmæli,
Páll V. Gíslason, Leiftur (55.) fyrir mótmæli,
Steinn V. Gunnarsson, Leiftur (55.) fyrir mótmæli.
Rauð spjöld: Engin.
Morgunblaðið/Þorkell
Þorvaldur Jónsson hafði nóg að gera f markinu hjá Leiftri.
Marel kvaddi með tveimur mörkum
LIÐ Breiðabliks sýndi hvað í því býr gegn slöku liði Leifturs frá Ól-
afsfirði á Kópavogsvellinum á sunnudaginn og sigruðu heima-
menn með fimm mörkum gegn engu. Fyrri leikur liðanna á Ólafs-
firði endaði með 6:2 sigri Breiðabliks og var það jafnframt fyrsti
sigur Breiðabliks á liði Leifturs í efstu deild. Kópavogsliðið hefur
því skorað ellefu mörk í leikjum sínum gegn Leiftri í sumar og er
það rúmlega helmingurinn af alls nítján mörkum liðsins.
Marel Jóhann Baldvinsson, sókn-
armaður Breiðabliks, lét mikið
að sér kveða í kveðjuleik sínum með
Breiðabliki. Marel
var sem kunnugt er
seldur til norska fé-
skrifar lagsins Stabæk á
dögunum og skoraði
tvö mörk í síðasta leik sínum með
Breiðabliki í sumar.
Leiftur stillti upp fimm manna
vöm í upphafi leiksins og átti í vök að
veijast frá fyrstu mínútu leiksins.
Þrátt fyrir að Breiðablik væri aðeins
með þá Bjarka Pétursson og Marel í
fremstu víglínu voru leikmenn Leift-
urs lengi að breyta leikaðferð sinni.
Fámenn miðja liðsins náði aldrei tök-
um á leiknum og bakverðfr Breiða-
bliks, þeir Hjalti Kristjánsson og Ámi
Sigurður Elvar
Þórólfsson
K. Gunnarsson, fengu því mikið svæði
á köntunum sem þeir nýttu sér vel.
Júlíus Tryggvason, vamarmaður
Leifturs, átti þó fyrsta færi leiksins er
hann skallaði að marki Breiðabliks á
8. mínútu og var það fyrra marktæki-
færi gestana í fyrri hálfleik. Áður-
nefndur Júlíus Tryggvason kom síð-
an aftur við sögu er hann sendi
boltann klaufalega á Blikann Kjartan
Einarsson í vítateig Leifturs og þakk-
aði Kjartan fyrir sig með fyrsta marki
leiksins á 12. mínútu. Leiftursmenn
reyndu hvað þeir gátu til að jafna
leikinn og voru í góðri sókn á 35. mín-
útu sem vamarmönnum Breiðabliks
tókst að brjóta á bak aftur. Þeir brun-
uðu í skyndisókn og það var Bjarki
Pétursson sem sendi boltann á Marel
J. Baldvinsson sem skoraði annað
mai-k leiksins. Marel var síðan aftur á
ferðinni á 41. mínútu en Þorvaldur
Jónsson markvörður Leifturs varði
meistaralega. Annað marktækifæri
Leifturs í fyrri hálfleik kom á 45. mín-
útu en góður markvörður Breiða-
bliks, Atli Rnútsson, varði þrumuskot
Jens Eriks Rasmussens. Alexandre
Santos framherji Leifturs hóf seinni
hálfleikinn með tveimur ágætum fær-
um og var Santos mun atkvæðameiri í
seinni hálfleik en þeim fyrri. Vamar-
menn Leifturs björguðu síðan á línu á
49. mínútu eftir að Hreiðar Bjamason
skaut að marki. Hjalti Kristjánsson
skoraði síðan þriðja mark Breiðabliks
úr vítaspymu á 55. mínútu en áður
höfðu Leiftursmenn mótmælt víta-
spymudóminum og uppskorið Qögur
gul spjöld frá Garðari Emi Hinriks-
syni dómara. Leiftur sótti aðeins í sig
veðrið eftir þriðja markið og á 63.
mínútu skaut Santos föstu skoti úr
aukaspymu sem stefndi í markvink-
illinn en Atli sá við honum. Andartaki
síðar skaut Hörður Már Magnússon
boltanum í Atla fyrir opnu marki. Atli
Knútsson markvörður var upphafs-
Ætlum okkur lengra
Sigurður Grétarsson, þjálfari
Breiðabliks, var að vonum glað-
ur með stórsigur sinna manna. „Þetta
var góður leikur hjá
okkur og gríðarlega
Sigurð Etvar mikilvæg stig sem
Þórólfsson við fengum, við erum
komnir aðeins lengra
frá þessari fallbaráttu og ætlum okk-
ur lengra upp á stigatöflunni. Það er
auðvitað gleðilegt að Marel skyldi
leika vel í kveðjuleiknum sínum en
það skapar óneitanlega vandamál
fyrir okkur að missa sterkan sóknar-
mann, en maður kemur í manns stað
og við fínnum það fljótlega út hver
verður besta lausnin í þeim efnum.
Við eigum erfitt verkefni fyrir hönd-
um á fimmtudaginn en þá mætum við
Fylki á heimavelli. Ef við tökum það
jákvæða úr leikjunum að undanfömu
getum við náð góðum úrslitum,"
sagði Sigurður Grétarsson.
Góður endir
Marel J. Baldvinsson fékk hlýjar
kveðjur og gjafir er hann var kvadd-
ur í leikslok af stuðningsmönnum
Breiðabliks og félagar hans í liðinu
köstuðu honum þrisvar hátt í loft upp
í kveðjuskyni. „Þetta var góður endir
hjá okkur, að vera í sigurliði og skora
tvö mörk var ekki verra.“
Er ekki erfítt að skilja við Breiða-
blik í neðri hluta deildarinnar og fara
þegar liðið virðist vera að rétta úr
kiitnum?
„Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að
þeir eigi eftir að standa sig án mín.
Það eru leikmenn sem hafa verið
meiddfr sem eru að koma inn að nýju,
til dæmis ívar Siguijónsson, þannig
að ég hef ekki miklar áhyggjur af
framhaldinu hjá Breiðablik. Nú tekur
við nýtt og spennandi tímabil á mín-
um ferli og ég hlakka til að takast á
við það og ég held að útlitið sé bara
nokkuð gott hjá gamla liðinu mínu,
Breiðablik.“
Aldrei séð aðra eins vitleysu
Hlynur Birgisson, leikmaður Leift-
urs, fór mejddur af velli í lok fyrri
hálfleiks. „Ég hef átt í vandræðum
með tognun í lærvöðva og það lítur út
fyrir að ég missi af næsta leik. Þetta
var ekki góður leikur hjá okkur og
mikill óstöðugleiki í leik liðsins, það
þarf ekki neinn sérfræðing til að sjá
það að við follum úr deildinni ef við
bætum ekki leik okkar á næstunni,“
sagði Hlynur, fyrirliði Leifturs-
manna. Hinn gamalreyndi markvörð-
ur Leiftursmanna, Þorvaldur Jóns-
son, tók stöðu Jens Martins
Knudsens, en Jens Martin tók út
leikbann vegna fjögurra gulra
spjalda, og var Þorvaldur einn besti
maður liðsins í leiknum. „Þetta var
frekar dapurt hjá okkur í dag. Ég
hafði trú á því fyrir leikinn að við
myndum ná ágætis úrslitum hér í
Kópavoginum þar sem liðið virtist
vera í framför í leikjunum gegn Akra-
nesi og Keflavík en síðustu tveir leikir
hjá okkur hafa verið afspyrnu lélegir
og markatalan úr þeim leikjum er 12
mörk gegn einu og það segir allt sem
segja þarf. Mér fannst vítaspymu-
dómurinn vera vafasamur og þegar
þeir skora þriðja markið úr vítinu var
þetta í raun vonlaust. Garðar dómari
var nokkuð skondinn að mínu mati og
gefur fjórum leikmönnum okkar gult
spjald fyrir að rökræða vítaspymu-
dóminn og ég hef aldrei séð aðra eins
vitleysu hjá dómara, að áminna alla
þá leikmenn sem standa í nágrenni
við hann, þetta var hreint út sagt
hlægilegt atvik,“ sagði Þorvaldur.
maður að fjórða markinu sem Marel
skoraði á 81. mínútu og Hreiðar
Bjamason innsiglaði stórsigur Blika
á 87. mínútu eftir mikinn einleik
Roberts Russells, sem lagði markið
upp. Lið Leifturs er ekki líklegt til af-
reka á næstunni og virtist ekki hafa
áhuga á því að vinna leikinn. Hug-
myndasnauður sóknarleikur og illa
skipulagður vamarleikur var það sem
Leiftur bauð upp á og aðeins þeir Páll
Viðar Gíslaon og Þorvaldur Jónsson
léku af eðlilegri getu. Breiðablik
stýrði leiknum frá upphafi og nýtti
styrk sinn á alla vegu. Atli Knútsson
var öruggur í markinu og varði vel og
samspil bakvarða liðsins við þá Hreið-
ar Bjamason og Kjartan Éinarsson
var skemmtilegt. Marel J. Baldvins-
son virtist geta gert það sem honum
datt í hug. Ekki má gleyma vinnu-
semi Roberts Russells og Hákonar
Garðar
oggulu
spjöldin
ÞAÐ vakti athygli í leik Breiðabliks
og að Garðar Öm Hinriksson dómari
leiksins gaf fjórum leikmönnum
Leifturs gult spjald fyrir þær sakir
að mótmæla vítaspymudómi á 55.
mínútu leiksins. Frá blaðamanna-
stúkunni virtist sem leikmenn Leift-
urs væm í frekar saklausum sam-
ræðum við Garðar dómara en
skyndilega þreif hann upp gula
spjaldið og allir leikmenn Leifturs
sem stóðu í nágrenni við Garðar
fengu áminningu. Þetta atvik er
óvenjulegt og spumingin er hvort all-
ir hafi átt það skilið að fá áminningu.
Sverrissonar á miðjunni og Bjarki
Pétursson var útsjónarsamur í fram-
línunni með Marel. Andri Marteins-
son lék vel í vöminni og átti nokkrar
skemmtilegar rispur upp völlinn.
Uppfýslngar
Isíma 580 2525
TextavarpíÚ 110-113
RÚV281, 283 og 284
Þrefaldur
vinningur
í næstu viku
Jókertölur vikunnar
9 3 9 8 6
Tívolitölur vikunnar
024988 034392
028318 538736
Næsta ferð farín 15.08.2000
16)23)44)
BÓNUSTÖLUR
3J33
Söluland 1.
vinningsins
var Danmörk ■
Alltaf á i
miðvikudögum
1. deild karla í Víkinni
Víkingur - Valur
í kvöld kl. 20
Mætum öll og styðjum okkar menn.
W Knattspyrnudeild Víkings