Morgunblaðið - 02.09.2000, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.09.2000, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 B 3 Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari íslands vill grafa Danadrauginn í eitt skipti fyrir öll Að fólk rauli með þjóðsöngn- um og fái gæsahúð ATLA Eðvaldssyni hefur gengið einstaklega vel sem landsliðs- þjáifara síðan hann tók við liðinu snemma vors. Liðið gerði jafn- tefli í fyrsta leiknum gegn Dönum og síðan hefur það sigrað Finnland, Færeyjar, Möltu og Svíþjóð. Það er því mikil eftir- vænting í kringum leikinn gegn Dönum í dag því sigri liðið verður það Norðurlandameistari, en það sem meira og mikilvægara er, þá nær það þremur stigum f þriðja riðli heimsmeistarakeppninn- ar. að er rosa tilhlökkun í landslið- inu vegna leiksins. Þetta er svolítið sérstakt vegna þess að frá því að þessir strákar fæddust hefur verið frisiBjörk talað um stóra skell- Eysteinsdóttur a moti Donum og einnig er marka- talan skelfileg í þeim 16 leikjum sem við höfum átt við þá. Það hefur alltaf verið svolítið sérstakt að spila gegn danska liðinu. Þetta er leikur á nýrri öld. Á þessari öld höfum við ekki spilað við þá - og ekki tapað fyrir þeim.“ Það þarf ekki að minna á mikil- vægi þessa leiks. Hvernig eru taug- arnar hjá strákunum ? „Þeir eru bara afslappaðir og fín- ir. Vægið er náttúrulega tvöfalt í þessu. í fyrsta lagi erum við að byrja HM og í öðru lagi erum við að ljúka Norðurlandamótinu. Með sigri erum við orðnir fyrstu Norð- urlandameistararnir og síðan eru stigin þrjú í HM alveg ofboðslega mikilvæg. Við erum á heimavelli og stefnum á að fara í þennan leik með sterkan stuðning áhorfenda, að gera það sem við kunnum og ef við náum því þá erum við í góðum mál- um eins og sýndi sig á móti Svíun- um. í fyrri hálfleik voru menn kannski ekki alveg að skila þessu sem við vorum sammála um að gera. í síðari hálfleik fórum við bara yfir þetta aftur og menn sáu það að vinnan skilaði sér og eftir það vorum við að spila eins og kóng- ar. Við þurfum að fækka þessum mínútum í leikjum sem við erum að gera okkur þetta erfitt. Við verðum að sama skapi að fjölga mínútunum í leik sem allir vita hvað þeir eiga að gera því þannig verðum við betri.“ Hefurðu kynnt þér leik Dananna mikið, legið yfír spólum og annað slíkt? „Ég á spólu en ég er enn ekki búinn að sjá hana. I fyrsta lagi er Margir að fylgjast með FJOLMARGIR útsendarar frá erlendum liðum og erlendir umboðs- menn voru á leik 21-árs landsliða fslands og Danmerkur í Kapla- kríka í gærkvöld. Margir komu frá Englandi og í þeim húpi var Dave Watson, þjálfarí og Ieikmaður Everton, og eiimig menn frá Arsenal og Nottingham Forest. Lið í efstu deildum í Noregi og Aust- urríki áttu fulltrúa á leiknum og umboðsmenn komu meðal annars frá Danmörku, Svíþjúð ogÞýskalandi. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var Guðmundur Viðar Mete, miðvörðurinn efnilegi frá Malmö, víða undir smásjánni og margir hrífust af innkomu Veigars Páls Gunnarssonar úr Stjörnunni síðustu 20 mínútur leiksins. lítill tími og í öðru lagi finnst mér ekki rétt að búa til eitthvað í kring- um það sem hinir eru að gera þótt auðvitað séu þar eitt og eitt atriði. Yfirleitt er verið að tala um sóknar- og varnarmöguleika. Við gefum okkur forsendur og þær byggjast á því að það er alveg saman hvar bolt- inn er, það er ekki hægt að skora ef varnarmaðurinn stendur rétt. Þeir skora ekki nema við gerum mistök. Tony Schúmacher, hinn frægi þýski markvörður, sagði að það væri ekk- ert skot óverjandi, heldur væri það staðsetningin sem skipti máli. Fram á við veltur þetta svo á eigin frumkvæði leikmanna. Framherj- arnir verða að hafa leyfi til að gera eitthvað skapandi. Þeir verða að lifa á því stundum að gera hluti sem við skiljum ekki en hinir leikmennirnir fyrir aftan verða að vinna saman. Þess vegna hef ég ekki verið að fara of mikið í það sem Danir og aðrir andstæðingar okkar gera.“ Hvernig er íslenska leikaðferðin ? „Hún byggist á því að við gefum okkur forsendur og vinnum útfrá þeim. Við eigum að vera með svör við öllu í varnarleiknum. Við líkjum þessu oft við veiðimenn. Við lokkum andstæðingana inn í svæði þar sem vitað er að þeir tapa. Þeir tapa kannski ekki boltanum í fyrstu skiptin en um leið og það gerist þá erum við tilbúnir." Er búinn að vera mikill höfuð- verkur að velja í liðið? „Erfiðasta ákvörðun sem þjálfari tekur er að stilla upp liði. I fyrsta lagi þarf að velja 18 af þeim 25-30 sem koma til greina í hópinn, svo að velja þessa 11 sem byrja inná. Ég get alveg sagt að ég treysti öllum strákunum. Við höfum líka sýnt það, hvort sem það er á móti Sví- þjóð, Möltu eða Noregi, að allir sem teknir voru inn stóðu sig mjög vel í þessu kerfi sem við leikum eftir. Ég vel 11 en hver einasti í þessum hóp Morgunblaðið/Amaldur Atli Eðvaldsson var þungt hugsi á æfingu landsliðsins síðdegis í gær. er jafn mikilvægur. Ef liðið breyt- ist, þarf ég að hafa þá sem eru fyrir utan klára þannig að ef einhver meiðist þá verður næsti að vera til- búinn. Þess vegna er allur hópur- inn, þótt það sé oft klisja, jafn mik- ilvægur. Það langar alla að spila en ég vona að stákarnir styðji mig og hver annan og veiti hver öðrum sjálfstraust." Nú er þetta fyrsti leikur íslands í undankeppni HM. Ertu búinn að setja þér eitthvert markmið í þess- um riðli? „Já, markmiðið er að komast upp í þriðja styrkleikaflokk úr þeim fjórða og ef það tekst getum við lit- ið á stöðuna. í fyrra náðum við ofsa- lega góðum árangri en komumst samt ekki upp um styrkleikaflokk, við erum enn í fjórða sæti. Það þýð- ir líka að ef við komum okkur upp um styrkleikaflokk þá verður gam- an að kíkja á stöðuna í riðlinum. Að- alatriðið fyrir næstu keppni er að komast upp um styrkleikaflokk." Finnst þér umfjöllun um liðið hafa verið meiri nú en áður? „Hún er búin að vera mikil og góð og sýnir það náttúrulega að Danir eru sérstakir. Það eru gömlu erj- urnar þar á millli á jákvæðan hátt. Danir hafa verið okkar uppáhalds landslið á Norðurlöndum til að fylgjast með, liðið sem við höfum stutt. Okkur finnst þeir „ligeglad,“ svona léttir og skemmtilegir og aldrei neikvæðir þannig að það er jákvæði punkturinn. Þetta er Norð- urlandaþjóð og við erum nýbúnir að vinna Svíana og höfum unnið Norð- mennina. Við erum ofar en Svíar, Norðmenn og Danir í Norðurlanda- mótinu, af hverju er ekki kominn tími til að grafa 14:2 drauginn og þá getum við sagt að síðustu úrslit gilda?“ Hvernig eru tímarnir með lands- liðinu núna miðað við þegar þú varst að spila? „Þetta er svipað en fjölmiðlaum- fjöllun er mun meiri núna. Þetta eru meiri „stjörnur". Strákar sem eru að spila í dag þurfa ekki að vera risastjörnur til að leggja grunn að fjárhagslegu öryggi alla ævi með kannski einum samningi. Nú eru strákarnir kannski að þéna á einu ári það sem venjulegur maður þén- ar kannski á tíu árum. Þetta gefur egóinu mikið. Þegar fjárhagsleg vandamál eru úr sögunni eru menn miklu öruggari með sig og það er kannski aðalmunurinn." Liðið kemur saman fyrir leiki og æfír. Á hvað er lögð áhersla á þess- um æfíngum? „Fyrst er verið að kanna hvort allir séu heilir og svo er bara að létta á hópnum. Þeir vinna dags daglega oft undir rosalegri pressu. Við erum í fyrsta lagi að láta þeim líða vel. Síðan förum við bara í grunnatriði, við gefum okkur kannski sex til átta atriði til að vinna í og förum í þau aftur og aftur og þau mega aldrei gleymast. Þetta veitir okkur visst öryggi og þegar við erum búnir að þjálfa okkur í því getum við farið að leita eftir öðrum leiðum, meira skapandi og slíkt. Til þess að fara út í það þarf öryggið að vera til staðar. Þú tryggir þig fyrst og síðan ferðu að spila frjálst. Við reynum alltaf að fara í sömu atriðin, því öll mörk sem eru skoruð er gerð á svipaðan hátt.“ Hverju viltu bæta við? „Ég vil bæta við að áhorfendur sneru leiknum við á móti Svíum, við fengum á okkur eitt mark og þeir byrjuðu að hvetja okkur. Ég vonast til þess að íslensku áhorfendurnir taki við sér. Hver sem leikmaðurinn er, það skiptir ekki máli, ég skipti ekki máli, það eina sem skiptir máli er að ísland er að spila og fólk á að koma með metnað á völlinn. Að hvetja þjóðina, finna stoltið þegar þjóðsöngurinn er spilaður, raula með ef menn kunna ekki að syngja og finna gæsahúðina og finna þjóð- erniskenndina frá fyrsta flauti til þess síðasta, það er það sem ég óska mér.“ Fullir sjálfstrausts HERMANN Hreiðarsson hefur leikið 30 leiki fyrir íslands hönd ásamt því að vera lykilmaður í enska úrvalsdeildarliðinu Ipswich og því tilbúinn í slaginn gegn Dönum i dag. „Undirbúningurinn hefur verið fínn hjá okkur. Þetta verður hörku erfiður leikur. Við vitum það að við eigum á brattann að sækja en við höfum verið að ná góðum úrslitum hérna heima þannig að við förum fullir sjálfs- trausts í leikinn." Þegar landsliðið kemur saman keppa jafnan ungir leikmenn gegn þeim eldri í liðinu og er Her- mann einn af þeim Eftjr ungu. í gær náðu Irisi Björk ungu strákarnir að Eysteinsdóttur hafa sigur. „Það er mjög mikill léttleiki í liðinu. Við rúlluðum þeim upp og ger- um það yfirleitt. Hópurinn er búinn að vera mjög lengi saman og orðinn samheldinn og skemmtilegur. Það er rosalega góður andi og samheldni í hópnum og það verður að teljast styrkleiki. Menn eru að vinna hver fyrir annan, sem liðsheild, það ætlar enginn að vera hetjan." Hermann leikur í vörninni en þeg- ar liðið fær auka- eða hornspyrnur þá laumar hann sér oftast inn í teig and- stæðinganna og það var einmitt eftir hornspyrnu sem hann skoraði fyrsta markið sitt fyrir ísland gegn And- orra í fyrra. „Það er eins og í hverjum leik, það finnst öllum gaman að skora og fara fram þannig að við verðum örugglega sendir fram þama einhverjir úr vöm- inni,“ sagði Hermann. Hermann skipti úr Wimbledon og yfir í Ipswich í síðasta mánuði og hef- ur þegar leikið gegn risunum úr Manchester United. „Þetta hefur allt gerst dálítið hratt. Ég held ég sé búinn að spila fleiri leiki en æfingarn- ar hafa verið. Ég hef bara verið á hót- eli en þegar ég fer út aftur róast þetta aðeins og þá komum við til með að leigja til að byrja með og kaupa kannski síðar. Stjórn og þjálfari og bara allir em mjög vingjarnlegir þarna og líka leikmennirnir en þeir hafa tekið vel á móti mér. Það sem er enn betra er að áhorfendur hafa tekið vel á móti mér líka sem er mjög mikil- vægt í byrjun," sagði Hermann sem hlakkar mikið til að leika í dag. „Þetta er orðið reynslumikið lið hérna hjá okkur, flestir eiga í kringum 20-30 leiki og sumir mikið fleiri. Síðan eru allir að spila erlendis eða hafa spilað erlendis og það kemur til með að nýt- ast okkur,“ sagði Hermann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.