Morgunblaðið - 09.09.2000, Blaðsíða 6
6 C LAUGAKDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ t MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 C 7
BÓKMENNTAHÁTÍÐ 2000 1 1 BÓKMENNTAHÁTÍÐ 2000
A.S. Byatt gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1964 svo ritferill hennar er orðinn nokkuð langur og spannar hug-
myndafræðileg umbrot póstmódernismans. Fríóa Björk Ingvarsdóttir leityfirferil Byatt, en sögur hennar hafa
með tímanum orðið margslungnar, enda spunnar úr þráðum sem rekja má í margar áttir í senn í könnun á sam-
tíma og sögulegri fortíð.
Gagn-
tekin
Póstmóderníska Viktoríukonan
Skáldkonan A. S. Byatt,
sem bar nafnið Antonia
Susan Drabble þartil hún
giftist fyrri eiginmanni
sínum, er einn þeirra
bresku rithöfundasem hóf ritferil sinn
í fremur flóknu menningarlegu og
þjóðfélagslegu umhverfi sjöunda ára-
tugarins. Hún fæddist í Sheffield árið
1936 og lauk BA-prófi frá Cambridge
árið 1957. Eftir það stundaði hún
framhaldsnám viö Bryn Mawr-kvenna-
háskólann í Bandaríkjunum og síöar
við Oxford-háskóla í eitt ár. Byatt ólst
upp við bóklestur á bernskuheimili
sínu, en móðir hennar stundaði einn-
ig nám í enskum bókmenntum í
Cambridge. Slíkt var fremur óvenju-
legt meðal kvenna á þessum tíma og
líklegt að það hafi verið Byatt og syst-
ur hennar rithöfundinum Margaret
Drabble, hvatningtil dáða við að afla
sér menntunar og á sviði bókmennt-
anna.
Auk þess að vinna aö skáldskap
hefur Byatt getið sér gott orð sem
fræðimaður og háskólakennari en frá
árinu 1983 hefur hún eingöngu sinnt
ritstörfum. Auk sjö skáldsagna og
fjögurra bóka með styttri verkum, hef-
ur Byatt skrifaö ritgerðir, gagnrýni og
fræðirit. Gerð var kvikmynd eftir bók
hennar Angels and Insects (Englarog
skordýr) frá árinu 1992 en leikstjóri
myndarinnar var Phillip Haas.
Áhugi á því sem gerist á bak við
tjöldln
Byatt gaf út stna fýrstu skáldsögu,
The Shadow of the Sun (Skuggi sólar-
innar), ung að aldri árið 1964 svo rit-
ferill hennar er orðinn nokkuð langur.
Hann spannar hugmyndafræðileg
umbrot póstmódernismans og vegna
áhuga Byatt á Viktoríutímanum, hefur
hún stundum verið nefnd „póstmó-
derníska Viktoriukonan". Þau ein-
kenni eru einkar áberandi í þekktustu
skáldsögu hennar, Possession
(Gagntekin) sem kom út árið 1990,
en það ár hlaut hún hin eftirsóttu
Booker-verðlaun týrir umrætt verk.
í greininni Choices: On the Writing
of Possession (Valmöguleikar: um rit-
un bókarinnar Gagntekin) segir Byatt
að hugmyndina að bókinni megi rekja
til seinni hluta sjöunda áratugarins,
þegar hún fékk þá hugdettu á bresku
þjóöarbókhlööunni, British Libary, að
skrifa skáldsögu sem hverfðist í
kringum einskonar „possession" -
áráttu eða þráhyggiu varðandi „sam-
bandið á milli látinna og lifandi hugs-
uða. Þetta var á þeim tíma sem
skáldsagan var eingöngu „texti", á
tíma „nýju skáidsögunnar" í Frakk-
landi og þaö var ekki fyrr en löngu
seinna að Byatt fann þessari hug-
mynd sinni farveg í frásögn, eða á
níunda áratugnum. Þá var hún að
kenna Browning, George Eliot og
Henry James og fór að velta fýrir sér
þeirri sögu sem skáld segja í pers-
ónulegum bréfum sínum, þeirri sögu
sem þeir hafa ekki ætlað almenningi
til aflestrar og eignar eins og skáld-
verksín.
Þennan póstmóderníska söguþráð
um „hina hliðina", um þaó sem gerð-
ist á bak við tjöldin, tvinnar Byatt
saman við persónulega sögu ein-
staklinga úr nútímanum. Hún tók þá
ákvörðun að bókin segði sögu tveggja
para, manns ogkonu, en annaö parið
tilheyrði fortíðinni en hitt samtíman-
um. Er hún var beðin um að skrifa
gagnrýni um „Nafn rósarinnar" eftir
Umberto Eco, áttaði hún sig á því að
verkiö þyrfti að vera eftirlíking á öllum
mögulegum formum; á hámenningu
jafnt sem alþýöumenningu.
í greininni um tilurð Possession
vitnar Byatt í bandaríska nítjándu ald-
ar rithöfundinn Nathaniel Hawthorne,
sem hélt því fram að sagnfræöileg
rómantík byggði ekki á raunsæi, en
leitaöist fremur við að „tengja liöinn
tíma þeirri nútíð sem er að flögra í
burtu frá okkur". Þetta
einsetti Byatt sér að gera
og notaði til þess ýmis
brögð, skáldaði sendi-
bréf frá Viktoríutímanum,
hluta af ævisögum, dag-
bókum og gamaldags
frásögnum um liðna tíð. I
þessum stílbrigðum bók-
arinnar nýtur þekking
Byatt á eldri bókmennt-
um sín til hlítar, en henni
ferst einstaklega vel úr
hendi að búa til trúverö-
ugan heim horfins tíma,
sem hægt og bítandi fer
að hafa áhrif á samtím-
ann og afhjúpa hinn sam-
mannlega þátt sem hafinn eryfirtíma
og rúm. Persónuleg saga paranna
tveggja er því saga sem sögð er gegn
flæði tímans og þeirrar opinberu
sögu sem viö þekkjum
Umbrot og hugmyndafræði
sjöunda áratugarins
Fyrstu bók sína, The Shadow of the
Sun, hófst Byatt handa við að skrifa
um miðjan sjötta áratuginn þegar hún
var við nám í Cambridge. Hún stóð
þá, eins og annað ungt fólk af hennar
kynslóö, frammi fýrir heimi sem var
rétt að vakna til vitundar um jafnrétti
og stöðu kvenna. í formála að þess-
ari bók segir Byatt aö sig hafl samt
sem áður ekki langaö til að skrifa um
sjálfa sig og reynsluheim kvenna á
þessum tíma, enda segist hún fyrst
og fremst hafa verið að berjast við hið
klassíska vandamál ungs höfundar;
reynsluleysi um lífiö.
í formálanum lýsir Byatt viðteknum
tíðaranda þessa tíma og ólíkum val-
möguleikum karla og kvenna: „Karl-
menn gátu gert ráð fýrir hvoru
tveggja, starfsferli og ást, en svo virt-
ist sem konur gætu þaö ekki. Engin
kona af minni kynslóð hefði vænst
þess að hugsanlegur eiginmaður
tæki tillit til atvinnu-
möguleika hennar við
sína eigin ákvarðana-
töku." Á þessari togst-
reitu byggist bókin
auövitaö að nokkru
leyti, en hún mótast
þó fyrst ogfremst af til-
raun Byatt til að skilja
á milli sinnar eigin
kynslóöar og móóur
sinnar. Hún segist
hafa viljað forðast
„bræði hennar, þung-
lyndi og vonbrigði,
sem varð þó í raun til
þess að dætur hennar
bundust ekki inni á
heimilinu. „Við vildum „ekki vera eins
og hún", og það er fyrst núna, nokkr-
um árum eftir dauða hennar að ég hef
hugrekki til að ímynda mér hvað var
að gerast í hugskoti hennar."
Löngu seinna, á síðasta áratug,
hófst Byatt aftur handa viö að skrifa
um þennan þjóðfélagslega umbrota-
tíma mótunarára sinna. í bókinni
Babel Tower (Babelsturninum) sem
út kom 1996 vinnur hún út frá sjónar-
horni þess sem hefur öölast reynslu
af lífinu og horfir til baka. Eins og
Possession fjallar sú bók því bæöi
um hennar eigin samtíma jafnframt
því að gera fortíöinni skil og vera
söguleg í þeim skilningi. Byatt skil-
greinir stöðu The Babel Tower innan
höfundarverks síns sem þriðju bók-
ina í fjögurra bóka flokki, en hinar eru
The Virgin in the Garden (Jómfrúin í
garöinum) sem kom út áriö 1978 og
Still Life (Kyrralífsmynd) sem kom út
1985. Síöasta skáldsagan í þessum
sagnabálki hefur hlotið heitið A
Whistling Woman (Kona sem blístrar)
en hún er ekki enn komin út.
Sambandið á milli tungumálsins
og raunveruleikans
Þó þessi þrjú verk geti öll staðiö
sjálfstætt kemur sama sögupersón-
an, Frederica Potter, fýrir í þeim öll-
um. Að öðru leyti viröast þau við
fyrstu sýn ekki eiga mikið sammerkt.
Það sem helst tengir þau er að sam-
eiginlegt þema þeirra allra er sam-
bandið á milli tungumálsins og raun-
veruleikans - tungumálsins,
opinbers lífs og hugmyndafræöi.
The Virgin in the Garden fjallar um
fortíðarþrá eftirstríðsáranna eins og
hún myndbirtistlkringum krýningu El-
ísabetar annarrar. Byatt notar upphaf
veldistíma hennartil að kanna tungu-
mál og hugmyndafræði þess blóma-
tíma enskrar menningar sem tengd-
ist nöfnu hennar Elísabetu fýrstu.
Still Life ersaga sem viröistvera af
mjög ólíkum toga. Hún er það sem
Byatt hefur kallað „líffræðilegu skáld-
söguna" sína, en þar skrifar hún af
hispursleysi og nákvæmni um fæð-
ingu, hjónaband og dauöa á tungu-
máli þar sem hún gerði tilraun til að
nota ekkert myndmál - þó án þess að
það tækist því Byatt uppgötvaði í
kjölfarið að ímyndunarafl hennar er
tengt myndmáli órjúfandi böndum.
Sú rannsókn á tungumálinu sem
Byatt hefurtekist á hendur með þess-
um þremur bókum, undirstrikar
möguleika þess sem tækis til tjáning-
ar, en ef til vill ekki síöur afstæði tján-
ingarmáta hvers tíma I tilraun til að
móta sýn okkar á söguna og raun-
veruleikann. Lengst gengur Byatt í
þessari rannsókn í The Babel Tower,
en að hennar sögn fjallar sú bók um
það „hvernig tungumálið afmyndaði,
skapaði eða breytti lífinu og þjóðfé-
laginu" á sjöunda áratugnum. Byatt
beinir þar einnig sjónum sínum að
hugmyndafræöi hippatímans, aukn-
um áhuga á sálfræði, zen-búddisma
og uppbroti tungumálsins - eða jafn-
vel þögninni. Allt voru þetta umhugs-
unarefni sjöunda áratugarins sem
einnig endurspegluðust í listum og
bókmenntum. Á þessum tíma skrif-
aöi t.d. Doris Lessing tímamótabók,
The Golden Notebook (Gullnu minnis-
bókina), um uppbrottungumálsinsog
þar með hugsunarinnar, sem endar I
algjöru niðurbroti einstaklingsins áð-
ur en hann getur risið upp á nýjan leik
á sínum eigin forsendum og sniöið
tungumálið að því sem honum liggur
á hjarta.
The Babel Tower segir margar sög-
ur I einni, Babbletower (Bablturninn)
er skáldsaga sem fléttast inn í sög-
una, svo heita má að óteljandi sögu-
brot myndi kjarnann I skáldverkinu
sem heild.
Afstæði sannleikans
Nýjasta skáldsaga A.S. Byatt kom
út í byrjun júní á þessu ári og heitir
The Biographer’s Tale (Saga ævi-
söguritarans). Hún fjallar, eins og
nafnið bendir til, um ævisöguritara
sem í leit sinni að staðreyndum finn-
ur sjálfan sig. Hann sekkur sér ofan í
list ævisagnaritunar og uppgötvar
smátt og smátt afstæði sannleikans,
að þegar búið er að hnýta staðreyndir
saman þannig að þær myndi ævi-
sögu, þá eru þær ekki einungis ómar-
kvissar og óræðar, heldur geta þær
beinlínis reynst vera skáldskapur
einn.
A.S. Byatt hefur haldið því fram að
hlutverk listarinnar sé fyrst og fremst
að veita mannskepnunni ánægju - og
að í kjölfar slíkrar ánægju sé hugsan-
legt að koma fróðleik eða pólitískum
boðskap á framfæri. „Og ánægjan af
skáldskapnum er sú uppgötvun er
felst í söguþræðinum," segir Byatt.
Sögur hennar hafa með tímanum orð-
ið margslungnari, enda eru þær
spunnar úr þeim fjölmörgu þráðum
sem marka áhugasvið hennar, svo
sem líffræði, sagnfræði og heim-
speki. Þessa þræði má rekja í margar
áttir í senn f könnun á samtíma og
sögulegri fortíð sem þegar allt kemur
til alls vísartil heimsins sem heildar.
A.S. Byatt
Hann hafði ekki sagt henni,
og gat ekki sagt henni, frá
leynilegum þjófnaði sínum.
Seint um kvöldið leit hann á
bréfin á nýjan leik, inni á
baöherbergi. „Kæra frú, alit
frá því að hið óvenjulega
samtal okkar átti sér stað
hef ég ekki leitt hugann að
ööru." „Kæra frú, allt frá því
að hið ánægjuiega og
óvænta samtal okkar átti
sér stað hef ég lítið leitt hug-
ann að öðru." Áríðandi,
óklárað. Hneykslanlegt. Rol-
and hafði aldrei haft mikinn
áhuga á horfnum líkama
Randolph Henry Ash; hann
eyddi ekki tíma í aö heim-
sækja hús hans I Russel
Street, né í að sitja þar sem
hann hafði setið, á garðstól-
um úr steini; það var meira í
anda Cropper. Það sem Rol-
and hafði ánægju af var
þekking hans á þeirri hreyf-
ingu sem átti sér stað í
huga Ash, hann læddist í
gegnum króka og kima setn-
inga hans, sem skyndilega
urðu skarpar og tærar í
óvæntum ummælum. En
þessir dauðu bókstafir trufl-
uðu hann, meira að segja
líkamlega, vegna þess að
þeir stóðu aðeins fyrir byij-
anir. Hann gerði sér ekki f
hugarlund hvemig Randolph
Henry Ash hreyfði pennann
hratt yfir örkina, heldur
leiddi hann hugann að létt-
um slætti þeirra löngu
dauöu fingra sem höfðu
handfjatlað og brotið þess-
ar hálfskrifuöu arkir, áöur en
þeirvarðveittu þærf bókinni
f stað þess að fleygja þeim.
Hver? Hann yrði að reyna að
komast aö því.
Brot úr skáldsögunni
Gagntekin eftir A. S. Byatt í
þýðingu Fríðu Bjarkar ingvar-
sdóttur.
Slawomir Mrozek er í hópi merkustu leikskálda tuttugustu aldar segir
Árni Ibsen leikhúsfræöingur. Mrozek er höfundur yfir 30 leikrita, en hann
er þekktur skopteiknari og höfundur smásagna og skáldsagna.
Háöiö er hans beitt-
asta vopn
MROZEK er djúphugull húm-
oristi, skopið er aðal-
smerki hans, háös-
ádeilan sú aöferö sem
honum er tömust, þó aö
e.t.v. megi skipta leikritum hans gróflega
í tvo flokka. Það eru annars vegar grót-
eskar háðsádeilur að hefð Witkiewitz og
Gombrowitz, þó að hann sé reyndar heim-
spekilegri höfunduren þessirfýrirrennar-
ar hans, og hins vegar sálfræðileg kamm-
erverk meö þungri pólitískri undiröldu.
Mrozek fæddist í Bovzercin í grennd við
Kraká 1930. Hann hóf nám í listasögu og
arkitektúr, en hætti og las heimspeki og
tungumál Austurlanda. Hann gerðist síð-
an blaðamaður og ritstjóri tímaritsins
Framfarasinninn, sem var helgaö póli-
tískri satíru. Þar vöktu örsögur hans og
teikningarathygli.
Þíðan í austur-evrópskum stjómmálum
1956 haföi töluverö áhrif á listalff land-
anna fýrir austan járntjald, ekki síst í Pól-
landi þar sem leikhúslífió blómstraði sem
aldrei fýrr. Um svipað leyti hóf Mrozek að
birta satírískar smásögur í tímaritum og
fýrsta smásagnasafnið, Rllinn (Slon),
kom út 1957 og hlaut hann virt bók-
menntaverðlaun fýrir.
Mrozek hafði fýrst skrifaö fýrir leiksviö
meðan hann var í stúdentakabarett í
Gdansk snemma á sjötta áratugnum, en
fýrsta leikritið var Lögreglan (Policja,
1958), snjall einþáttungur um vanda lög-
reglunnar í alræðisríki þar sem pólitísk
glæpastarfsemi hefur verið upprætt. Til
að viðhalda sjálfri sér og hafa verkefni
gerir lögreglan liðsmenn sína út af örkinni
til að fremja pólitíska glæpi. Þetta verk er
dæmigert fýrir húmor Mrozeks; þama er
þeitt, pólitískt háð á ferð líkt og í skop-
teikningum hans. í kjölfar Lögreglunnar
komu fleiri ágætir einþáttungar sem hafa
notiö vinsælda víða um heim. Þar á með-
al eru Píslarvætti Péturs Óhei (Meczen-
stwo Piotra Oheya, 1959), Á rúmsjó (Na
pelnym morzu, 1961), en það
er leikritið fræga um feita
manninn, miölungs manninnn
og granna manninn á fleka úti
á rúmsjó þar sem sá granni er
étinn og lætur sér vel Ifka,
Striptease (1962), Karol
(1962) og Töfranótt (Czarowna
noc, 1963). Fyrsta leikrit hans
í fullri lengd var Tangó (1964),
þaö verk sem gerði hann
heimsfrægan.
Tangó færði Mrozek
heimsfrægð
Tangó var fýrst prentað í
hinu merka leiklistartímariti
Dialog, en skömmu sfðar var
það frumsýnt í Varsjá. Verkiö varð sam-
stundis frægt og á örfáum árum var það
þýtt á tugi tungumála og sýnt í fjölda leik-
húsa víða um heim. Tangó er margslung-
ið, tragi-kómfskt verk, að ytra formi hefð-
bundiö fjölskyldudrama, en atburöarásin
er tákngerð lýsing á flókinni þjóðfélags-
þróun frá frjálslyndi gegnum byltingu til
einræðis. Þegar byitingin bregst blasir
tóm ogtilgangsleysi við; þá er ekkert eftir
nema hrátt valdiö. Og til aö halda
svartsýni f skefjum dugir aöeins valdið.
Meö Vatslav (Waclaw, 1969) urðu tíma-
mót á ferli Mrozeks, en það var fýrsta
leikritiö sem hann sendi frá sér eftir nokk-
urt hlé og eftir innrás Varsjárbandalag-
sins ÍTékkóslóvakfu, atburð sem skáldið
fordæmdi og voru verk þess bönnuð í
Póllandi um hríð. Með þessu leikriti fer
hann nýjar leiöir í formi og frásagnaraö-
ferð, en verkiö er epfskt ævintýri í 77 at-
riðum um skipbrotsmann sem bjargast
einsamall upp á strönd undarlegs lands
þar sem blóðsugur ráða rfkjum. Á næstu
árum skrifar hann fjóra einþáttunga að
fyrirmynd La Fontaines þar sem aðalpers-
ónan er refur.
Merkasta leikrit Mrozeks á áttunda
áratugnum er Landflótti
(Emigranci, 1974),
háðsádeila fyrir tvo leik-
ara um mótsagnir frels-
isins, Sláturhúsiö'
(1975) og Kroppinbakur
(Garbus, 1976). Frá
níunda áratugnum er
Sendiherrann (Ambasa-
dor, 1981) vinsælast,
en fýrstu sýningar á því
uröu endasleppar f
heimalandi höfundar
þar sem leikhúsinu var
lokaö skömmu eftir
frumsýningu þegar hin
illræmdu herlög voru
sett. Frá seinustu árum
má nefna Sumardag (1984), Ekkjur
(1990), táknrænan dauðadans, og Ástir
á Krímskaga (1993), sem er að nokkru
tsékóvsk paródía um lífsstíl Austur-
Evrópubúa eftir fall Berlínarmúrsins, en
að ytra formi ágrip af sögu Rússlands
seinustu hundrað árin.
Landffótta um árabil
Slawomir Mrozek flúði land 1963 og
settist aö á ítölsku rivierunni. Hann flutt-
ist til Parísar 1968 og gerðist franskur rík-
isborgari 1978, en síðar bjó hann um
skeiö í Mexíkó og dvaldi í Bandaríkjunum;
Bretlandi og Svíþjóð, en býr nú í Kraká í
Póllandi. Honum hafa hlotnast fjöldi al-
þjóðlegra viðurkenninga, þar á meðal eru
Franz Kafka-verölaunin (1989). Hvorki
smásögur né skáldsögur Mrozeks hafa
veriö þýddar á íslensku, en nokkur leikrita
hans hafa verið leikin hér. Þjóðleikhúsið
sýndi Á rúmsjó 1965. Leikfélag Reykjavík-
ur sýndi Tangó í Iðnó 1967 og Meðgöngu-
tíma 1974. Menntskælingar í Hamrahlíö
sýndu Vatslav 1981, og Leiksmiðjan Kaþ-
arsis Sumardag 1990. Útvarpsleikhúsiö
flutti Karol (1971), Sendiherrann (1985)
og Sumardag (1988).
Slawomir Mrozek
„Ég skrifa um líf og dauöa og um ást í Aitenburg á miklum umbrotatímum," segir þýski rithöfundur
inn Ingo Schulze í viötali vió norska blaðamanninn Tone Myklebost.
Sagnahefðin endurnýjuð
AUSTUR-þýski rithöfundur-
inn Ingo Schulze hlakkar
mikiðtil aðtaka þáttíbók-
menntahátíðinni f Reykja-
vík í september en hann
segist þó hafa veriö búinn að ákveða
að þiggja ekki nein boð um utan-
landsferðir á næstunni „Ég er að
vinna aö nýrri bók og verð að einbeita
mér að henni en þegar mér var boðið
að koma til íslands gat ég ekki sagt
nei. Þangað hef ég aldrei komið en
mér hefur verið sagt, að það sé ótrú-
lega spennandi land að mörgu leyti.
Svo líst mér líka vel á bókmenntahá-
tföina," segirSchulze.
„Þeim, sem eru undir þrítugu,
ganga um meö sólgleraugu og skrifa
um Berlfn, gengur allt í haginn. Þeir,
sem komnir eru yfir fimmtugt og hafa
kannski skrifaö sex eða sjö bækur,
eiga hins vegar í efiðleikum með fá
eitthvert forlag til að géfa þær út,“
segir Schulze hlæjandi um leið og
hann greiöir mikinn hárlubbann frá
andlitinu. „Ég er kannski að taka of
djúpt í árinni en þetta er ekki fjarri
sanni. Þannig er þetta líka í öðrum
listgreinum. Þaö er skemmtanaiön-
aðurinn, sem öllu ræöur."
Schulze er sjálfur oröinn að peði í
þessu tafli. Hér áðurfór hann fátt en
nú má segja, að hann sé lagstur í
ferðalög. Róm, Buenos Aires, Norð-
urlönd og svo framvegis. „Það er
Ingo Schulze
helst, aö ég hitti aðra rit-
höfunda, suma, sem
búa hér f sama hverfinu,
á feröum mínum um
heiminn. Ég hitti t.d. vin
minn og nágranna, Durs
Grunbein, síöast í
MoskvuogSeattle."
Mikil velgengni
Þegar „Einfaldar sög-
ur" eftir Ingo Schulze
komu út í Þýskalandi
1998 klifruðu þær strax
upp alla mögulega lista
og salan sló öll met. Síð-
an hafa erlendar bókaút-
gáfur barist um að fá að
gefa bókina út en undirtitill hennar er
„Saga frá Austur-Þýskalandi".
Schulze gekk einnig vel með fyrstu
bókina sína 1995, „33 hamingjurík
augnablik", en þar var um að ræða
smásögusafn og sögusviðið Sankti
Pétursborg.
„Segja má, aö hjá mér hafi hvert
kraftaverkiö rekið annað. Fyrsta bók-
in var verölaunuð og seldist vel og
það auðveldaöi mér að vinna að
þeirri næstu, sem sló í gegn. Það er
alltaf erfitt að skrifa en mér fundust
vonirnar, sem viö mig voru bundnar,
ekki hafa nein slæm áhrif á mig. Mér
fannst ágætt að vera búinn að brjóta
ísinn. Ég skrifa ekki þaö, sem égtel,
að aörir vilji heyra,
heldur það, sem mig
langar tii, og þetta
hefur lánast vel," seg-
irSchulze.
Hann opnar stoltur
dyrnar aö nýju fbúð-
inni sinni í Prenzlauer
Berg í Berlín en það
hverfi er nú mikiö f
tísku ef svo má segja.
Iðnaðarmennimir
voru að leggja sföustu
hönd á verkið en íbúö-
in er gerð úr tveimur,
sem voru sameinaö-
ar. Hún er strokin og
fín en vantar ennþá
þetta persónulega. Húsgögnin eru
ný og ónotuö og stóru bókaskáparnir
bíöa þess að verða fýlltir.
Schulze er ánægður með þetta
nýja heimili sitt og fer meö mig út á
svalirnar. Þaöan sjáum við út yfir
Austur-Berlfn, niðurnídd húsin, sem
öll þurfa á andlitslyftingu að halda.
Hana munu þau líka fá fýrr en varir.
Uppbyggingin og endurreisnin eru á
fleygiferö.
29 sögur
„Einfaldar sögur" gerist í bænum
Altenburg í Thuringen og fjallar um
viðbrögð Austur-Þjóöverja við sam-
einingunni og þeim breytingum, sem
henni fýlgdu. Er um að ræöa 29 að
því er virðist sjálfstæöar sögur, sem
veita lesandanum innsýn inn í hvers-
dagslífið í Altenburg. Þær segja frá
draumum og vonum, sem brugöust;
samskiptum fólks í mörgum mynd-
um og frá eilífu baktjaldamakki og
togstreitu á sjónvarpsstöðinni í bæn-
um. Þærsegjafráfólki, semferðastí
fýrsta sinn til Ítalíu, baráttu þess við
yfirvöld ogvonlausan vinnumarkað.
Persónurnar koma fram f einni
sögu, hverfa og skjóta síðan upp
kollinum í annarri. Blaðamenn og bíl-
stjórar, hjúkrunarnemi, atvinnulaus
menntamaöur, rithöfundur og geö-
læknir. Með hverri persónu öðlast
sagan nýja vídd.
„Ég reyndi að skrifa sögurnar sem
kafla og mér finnst skemmtilegt
hvernig þær tengjast. Með því að
nota persónurnar á ólíkan hátt gat
ég komiö ýmsu að án þess að segja
það berum oröum. Persónurnar
tengjast með nokkrum hætti og lesa-
ndinn verður að draga sínar eigin ál-
yktanir af því. Ég skrifa um líf og
dauða og um ást í Altenburg á mikl-
um umbrotatímum. Nálægðin var
hins vegar svo mikil, þaö er svo
skammt um liöiö, að bókin gat ekki
oröið neitt yfirlit eða allsherjarúttekt.
Þetta eru brot, svipmyndir og bókin
sett saman eins og púsluspil."
Fall múrsins
Schulze segir, að hefði hann skrif-
að „Einfaldar sögur" nú, hefði bókin
ekki oröiö neitt öðruvísi. Tfminn erár-
in frá 1990 til 1997 og aöeins fjórir
eða fimm kaflar snúast um fýrstu ár-
in eftir fall Múrsins. Frá 1995 hefur
lítið breyst.
Ég spyr Schulze hvað honum finn-
ist um þróunina frá þvf þýsku ríkin
sameinuðust.
„Það er alltaf forvitnilegt að kynn-
ast einhverjum nýjum, einkum ef við-
komandi er ríkur og spennandi, en
munurinn kemur fljótlega í Ijós.
Þannig er þaö með austur og vestur.
Við vildum þó ekki trúa þvf í fýrstu
enda tölum við sömu tungu og erum
ein þjóð. Við lítum samt öðruvísi á
hlutina. Ég á marga vini í vesturhlut-
anum og veit um hvað ég er að tala.
Þetta er þó annað með unga fólkið.
Það, sem erfætt eftir 1975, upplifði
atburðina 1989 með öðrum hætti.
Hvers vegna ættum við líka að
vera eins? Mér finnst þessi munur
bara ágætur. Hefði Noregur veriö að
hluta undir rússneskum yfirráöum og
að hluta undir bandarískum, væri
mikill munur á landshlutunum. Ólík
reynsla getur verið góð og það væri f
raun skelfilegt ef allir væru eins. Af-
staðan til Kosovostríösins var t.d.
önnur í austri en í vestri og ég hefði
ekki getað skrifaö sögurnar frá
Sankti Pétursborg, hefði ég komið
aðvestan."
Frá Dresden
Ingo Schulze fæddist f Dresden
1962. í nokkur ár starfaði hann sem
leikskáld en eftir fall Múrsins og
sameininguna lagði hann fýrir sig
blaðamennsku og gaf út auglýsinga-
blað. Tókst honum að spara töluvert
fé og gat því helgað sig skriftunum
án þess að stunda aðra vinnu.
„Ég hef ekki neinn sérstakan stíl
og þess vegna eru bækurnar svona
ólíkar. í hverri bók leita ég að þeim
stíl, sem mér finnst passa. Þriöja
bókin mín, sem á aðfjalla um atburö-
ina 1989, fær alveg nýjan stfl. Ég er
að vinna að henni og kannski verður
um einhvers konar einræöu að
ræöa. Égveit það ekki. Éghefýmsar
hugmyndir og það er ekkert ákveöiö
enn. Það er búið að segja svo mikiö
um þessa atburði, að þaö er betra
að fara varlega og gæta þess, að
ekki verði um einhvers konar frétta-
frásögn að ræða. Ég býst við að bók-
in muni segja frá rithöfundi, sem birti
aldrei neitt, lét sig bara dreyma."
Schulze er handgenginn Alfred
Döblin og konseptúalismanum og
hann þekkir einnig vel til bandarísku
skáldsögunnar. Hann er hrifinn af
Hemingway og Carver. Schulze legg-
ur mikla áherslu á ólíkan frásagnar-
máta en segist þó þekkja takmörk
síníþeimefnum.
Á síðustu áratugum hefur lítið far-
ið fýrir þýskum bókmenntum, jafnt
innanlands sem á alþjóðavettvangi.
Þýsku forlögin hafa einbeitt sér að
þýðingum erlendra verka en lítið
sinnt þýskum rithöfundum. Nú virö-
ist þó vera bjartara framundan.
„I austri hefur alltaf veriö mikil
sagnahefö og sagt er, að nú sé hún
að ganga í endurnýjun lífdaganna f
vesturhlutanum. Ég vil gjama_ trúa
því," segir Schulze og brosir. „í upp-
hafi síöustu aldar las þýskumælandi
fólk Musil, Mann, Broch og Kafka en
eftir seinna strfð var það Grass,
Jung, Weiss og Heiner Múller. Síðan
tók þögnin við. Þá kom 1989 og upp
reis bylgja ungra rithöfunda. Það á
eftir aö koma í Ijós hve hátt hún nær.
Sameiningin hafði mikil áhrif en
sumir telja, að ártalið 2000 skipti
máli, að þá byrji eitthvað nýtt. Mark-
aöslögmálin koma hér líka við sögu.
Bandarískar og norrænar bókmennt-
ir em orðnar of dýrar fyrir þýsku for-
lögin og þess vegna verða þau ein-
faldlega að líta sér nær, kanna hvað
er nýtt hér innanlands."
Þarmeö hverfur Schulze upp stig-
ann að vinnustofu sinni. Þar leitar
hann að sinni eigin rödd í glímunni
við söguna um 1989.
Einn af yngstu gestum bókmenntahátíöarinnar er lettneska skáldkonan
Nora Ikstena. Skafti Halldórsson bókmenntafræðingur kynnir hana til
sögunnar og gerir grein fyrir verkum hennar.
Veisla lífsins undir
vængjum dauöans
NORA Ikstena er fædd 1969 í
Riga og telst einn mikilvæg-
asti höfunduryngstu kynslóð-
ar lettneskra rlthöfunda. Ikst-
ena lagði stund á lettnesku
og bókmenntir við Háskóia Lettlands á ár-
unum 1987-1992. Hún fór til náms f
Bandaríkjunum við Columbia-háskólann í
Missouri 1994-1995 þar sem hún stund-
aöi nám í ensku og bókmenntum. Þar
starfaöi hún meðal annars að sérútgáfu
The Review of Contemporary Rction sem
helguö var nýju lettnesku skáldsögunni.
Auk þess starfaði hún að ritstörfum en
henni var boðið að starfa sem
gestarithöfundur við rithöfundanýlendu
(Ledig House Informational Writers’ Colo-
ny) í Ghent, New York.
Áriö 1992 var fyrsta bók hennar gefin
út. Hún nefndist Pamákðana Grámata par
Anna Rumani íeniöu (Heimkoman). Sú
bók er bókmenntaleg og söguleg könnun
á lífi Önnu þessarar sem var rithöfundur
og starfsmaður við utanríkisþjónustuna.
Nýjasta bók höfundarins er einnig ævi-
söguleg og nefnist Brinumainá kártá og
kom út árið 1999.
Skömmu eftir útkomu fyrstu bókarinnar
tóku smásögur Ikstena að birtast og
fýrsta smásagnasafnið sem út kom 1995
vakti strax mikla athygli. Það nefndist
Nieki un izpriecas (Hégómi og gaman-
mál) og gagnrýnendur töldu það miðla
nútímalegri rómantík. Skömmu eftir
Bandaríkjadvölina áriö 1997 kom út
smásagnasfnið Maldigas romances
(Ævintýri á villigötum). Var því vel tekiö
sem hinu fýrra. Nora Ikstena teflir pers-
ónum sínum fram í margs konar um-
hverfi, jafnt í ömurlegustu nástrætum
sem í goösagnaveruleika. Sögurnar
snúast giarnan um glímu persónanna
við óvænt og óvenjuleg sálræn vanda-
mál. Árið 1998 kom svo út skáldsagan
Dzives svingðana (Veisla lífsins) sem
þykir ein athyglisveröasta bók áratugar-
ins í Lettlandi. Dzives svingðana fjallar
um það á hve margbrotinn hátt við get-
um tengst fólki. Ikstena er hér að fjalla
öðrum þræðinum um dauðann. Dauði
Elenóru er upphafspunktur sögunnar.
Samband hennar og dóttur hennar, Hel-
enu, hefuraldrei verið náið. Eigi að síður
verður Helena við þeirri undarlegu ósk
móður sinnar að bjóða sjö ókunnugum
aðilum til jarðarfararinnar. Nóttina eftir
greftrunina segir hver þessara sjö mann-
vera furöulega sögu þar sem Elenónra
leikur aðalhlutverkið. Tvær sagnanna
gerast í Þýskalandi og Rússlandi en hin-
ar í Lettlandi. Frásagnirnar sýna Helenu
sjö áður óþekktar hliðar á móðurinni. Sú
innsýn breytir afstöðu hennar til móöur
sinnar, hennar sjálfrar og framtíöarinnar.
Þessi söguaðferð Noru Ikstena er beint
framhald af fýrri smásagnaskrifum henn-
ar. Jafnframt gefur hún henni færi á að
spreyta sig á fjölbreytilegum stflformum.
Vissulega er einnig svolítill ævintýrablær
á þessari sögu Ikstena. Sá háttur höfund-
ar að kalla sjö mannverur til vitnis um
hinn látna einstakling tengir okkur ósjálf-
rátt heimi ævintýra og drauma. Draumar
ramma líka skáldsöguna inn í upphafi og
lok bókar. Veruleiki söguhnar er því eins
og millibilsástand milli drauma. Guntis
Berelis sem ergagnrýnandi stærsta dag-
blaðs Letta líkti texta sögunnar við töfra-
formúlur og bætti við að ein þeirra líktist
óræðum oröskvið: „Látið hið deyjandi lifa
og það lifandi deyja." Þennan orðskvið
telur Berelis grundvöll sögunnar. Hægt
sé að skoða Dzives svingðana sem at-
hugasemd eða tilbrigöi við hann ,,um lífiö
eftir dauðann, um hinn lifandi dauða og
veislu lífsins undir vængjum dauðans."
Bókasafnsfræðingar í Lettlandi völdu
Dzives svingðana bestu bók ársins og
einnig hlaut hún árleg bókmenntaverð-
laun lettneska menntamálaráöuneytis-
ins. Kvikmyndafýrirtækið Jura Podnieka
er að undirbúa að kvikmynda söguna und-
ir stjórn Antra Cilinska.