Morgunblaðið - 09.09.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.09.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ BÓKMENNTAHÁTÍÐ 0 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 C S 200 Bandaríski rithöfundurinn Edward Bunkerer hvorki metsöluhöfundur né ofhlaðinn bókmenntaverölaun- um en hann hefur lengi verið velþekktur meðal aðdáenda glæpasögunnar segir Óttarr Proppé í grein um þennan sérstæða bókmenntakvist. Rithöfundur og glæpamaður BUNKER er ekki síður þekktur meðal kvikmyndaáhugamanna, enda hef- ur kappinn leikið í fjölda bíómynda T gegnum árin. Hann leikur yfirleitt vonda kalla, enda er bólugrafið andlitiö eins og klippt út úr ímynd okkar flestra á forhertum glæpamanni. Hann var sérstak- lega eftirminnilegur sem gamli glæponinn Mr. Blue í Reservoir Dogs, fyrstu mynd Quentins Tarantino. Auk þess að leika í bíómyndum var hann tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hand- ritið að Runaway Train sem Andrei Koncha- lovsky leikstýröi áriö 1986 meö þeim Jon Voight og Eric Roberts í aðalhlutverkum. Strauk fimm ára að heiman Edward Bunker fæddist í Hollywood árið 1933. Pabbi hans var sviðsmaður í kvik- myndaveri og mamma hans var dansari sem dansaði stundum í hópsenum í dans- og söngvamyndum. Þegar Edward var fimm ára yf- irgaf móðir hans þá feðga að því er virtist upp úr þurru. Á augabragði breyttist allt. Pabbi Edward haföi lítinn tíma fyrir hann, drengurinn undi sér illa, var óþekkur og tók upp á óknytt- um sem féllu í grýttan jarðveg. Hann var fimm ára þegar hann strauk í fyrsta skipti að heim- an. Hann var sendur á fósturheimili en var jafnharöan skilað aftur, hann var sendur á upptökuheimili, í herskóla, en tókst alltaf að koma sér í vandræði og á endanum strauk hann en var alltaf gripinn aftur fyrr eða seinna. Þegar Bunker var þrettán ára var hann í fyrsta skiptið sendur í fangelsi þegar pabbi hans hringdi á lögregluna eftir heiftarlegt rifr- ildi við soninn. Fangelsið átti að heita ungl- ingastofnun en Bunker var langyngstur. Eins og gefur að skilja voru samfangar hans ekki af blíöara taginu. Þetta voru allrahanda vand- ræðagemlingar, einstæðingar, börn af vand- ræðaheimilum og ótýndir glæpamenn í bland sem voru einungis vistaðir þarna fyrir aldurs sakir. Bunker lærði það fljótlega að hér gilti ekkert nema harkan. Og ekki vantaði heldur hörkuna eða þrjóskuna í pilt. Rjótlega hafði honum tekist að ávinna sér virðingu samfang- anna og um leiö tekist að koma fangavörðun- um og þar með öllu kerfinu upp á móti sér. Næstu árin þvældist hann á milli unglingafangelsa. Hann var alltaf erfiður, hann gat ómögu- lega fariö eftir heimskulegum reglunum. Þegar hann fékk nóg af niðurlægingunum og barsmíð- unum flúði hann og gerði sér glaðan dag þangað til armur lag- anna náði að krækja T hann á ný- an leik. Hann þekkti engan sem hann haföi ekki kynnst í fangelsi svo það æxlaðist af sjálfu sér að þegar hann gat um frjálst höf- uð strokið hneigðist hann til glæpa sem varð svo aftur til þess að honum var umsvifa- laust stungið in aftur. Vinir hans voru glæponar og eiturlyfjasjúkl- ingar, hórmangarar, gleðikonur og aörir smá- krimmar. Yngsti fanginn í San Quentin Þegar Edward Bunker var sautján ára var hann leiddur inn um hliðið á San Quentin- fangelsinu alræmda. Hann var yngsti fanginn í sögu fangelsisins. Þegar Bunker var látinn laus úr San Quentin 23 ára gamall var heppnin með honum. Hann kynntist eiginkonu Hal Wallis kvikmyndafram- leiðanda. Frúnni var umhugað aö hjálpa ungu fólki í erfiöleikum og hún tók sérstöku ást- fóstri við Bunker. Hún útvegaði honum íbúð, vinnu og ýtti að honum góðum bókmenntum. Bunker fékk áhuga á lestri og fór strax að reyna fyrir sér við skriftir, en árangurinn lét á sér standa. Það er auðveldara fyrir smástrák að ræna búð en að skrifa meistaraverk og Bunker sneri sér að því sem hann kunni. Hann var vel lukkaður glæpon. Hann var gáfaðri en gengur og gerist T þeirri stétt, kunni að skipu- leggja glæpi þannig að ekki kæmist upp um hann. Hann var glúrinn þegar kom að því að velja sér samstarfsmenn og það sem skipti kannski mestu máli var að hann átti sér vel- gjörðarkonu sem hélt honum uppi svo hann neyddist ekki til þess að fremja heimskulega glæpi í skyndi til að eiga fyrir salti í grautinn. Þegar Bunker lenti aftur í San Quentin náðist Til helvítis og aftur til baka No beast so fierce, fyrsta bók Bunkers, er að mestu sjálfsævisöguleg þó nokkrum krass- andi atriöum hafi verið skotið inn til að krydda frásögnina og gera hana meira spennandi. Gagnrýnendur voru sammála um að bókin væri óvenju fullmótuö af frumraun að vera. Bókin er skrifuð í alræmdu fangelsi á tíma kyn- þáttastríðs, í skugga morða og ofbeldis, höf- undurinn ómenntaöur tukthúslimur sem skrif- ar um það sem hann þekkir og það sem meira var, honum tekst að gera það á þann hátt að lesandinn getur ímyndað sér aðstæður og af- stöðu sem væri annars algeriega óhugsandi. Bókin sló í gegn og var kvikmynduö. Síöan hef- ur Bunker skrifað þrjár aðrar skáldsögur og nú fýrir skemmstu kom út ævisagan Mr. Blue: memories of a renegade sem hefur verið lýst sem mögnuðustu reynslusögu síöan Papillon eftir Charriére kom út fýrir 30 árum. Edward Bunker er einn af merkilegustu sam- tímahöfundum bandarískra bókmennta. Hann er einn af þessum sjaldgæfu mönnum sem hefur farió til helvítis og snúið til baka. í ofan- álag hefur honum tekist að búa til ódauðleg listaverk upp úr reynslu sem hefði bugað flesta. Edward Bunker er ekki bara enn einn rithöfundur sem skrifar um glæpamenn. Hann er rithöfundur og glæpamaður, að vísu hættur störfum sem slíkur. Edward Bunker er maður sem veit hvað hann skrifar. Ábakviö lás ogslá Þegar ég kom til San Quentin, setti flokkunarnefndin mig f hámarks- gæslu. Þremur árum sfðar var ég enn í hámarksgæslu. Við vorum staðsettir á annarri hæð í „D“-hluta suðurálmu fangelsisins, sem er hið stærsta f heimi. Við borðuðum snemma á kvöldin, og eftir að slag- bröndunum hafði verið skotið fyrir og klefahurðunum læst, gat einung- is fangelsisstjórinn gefið heimild til * þess að klefi yrði opnaöur fyrr en næsta morgun. Þegar ég var búinn að sitja inni í um það bil ár, kveikti hommi í næsta klefa f dýnunni sinni vegna ástar sem ekki var end- urgoldin. Ég ímynda mér að hann hafi ekki beinlínis haft sjálfsmorö f huga, heldur fremur viljað sýna lei- kræna tilburöi, en hann kafnaði í reyknum áður en heimildin barst. Þegar þeir báru hræið framhjá klef- anum mínum, hugsaði ég með mér að ég myndi aldrei kveikja eld í litl- « um klefa. Úr greininni Á bak viö lás og slá eftir Edward Bunker, í þýðingu Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur. hann næstum fyrir tilviljun. í þetta skiptiö hafði hann gert sér grein fyrir því hvað hann ætlaöi sér að veröa. Hann ætlaöi að verða rit- höfundur. Næstu árin skrifaöi hann sex skáldsögur í fangelsinu sem hann lítur á sem æfinga- skáldsögur. Honum tókst ekki að útvega sér útgefanda fyrr en skömmu áður en honum var end- anlega sleppt árið 1975. Sjálfur segir Bunker að það sé eins gott að þessar bækur hans hafi ekki komið út. Það hafi tekiö hann fimm bækur að finna sína eigin rödd. Edward Bunker Fyrir þrjátíu árum sendi danski rithöfundurinn Ib Michael frá sér sína fyrstu bók og nú þegar hafa komiö út eftir hann 14 skáldverk, þar af 3 Ijóðabækur, auk heimildasagna og feröabóka. Halldóra Jónsdóttir bók- menntafræðingur segir deili á honum en fyrr á þessu ári kom út Ijóðabókin Rosa mundi. Danskt töfraraunsæi IB MICHAEL fæddist T Hróars- keldu árið 1945 inn í efnaöa kaupmannsfjölskyldu og aö loknu stúdentsprófi lagöi hann stund á læknanám en áhugi hans á tungumálinu varð til þess að hann söölaði um og hóf nám f tungu- málum og menningu indíána Mið- Ameríku viö Hafnarháskóla. Frumraunin En hidtil uset drpm om skibe kom út árið 1970 og má flokka hana ásamt næstu bók Den flyvende kalkundræber frá 1971 sem stflæfingar en þær eru skrifaö- ar undir sterkum áhrifum frá höfund- um bítkynslóöarinnar og tilraunum þeirra með tungumálið og skynjun mannsins. Ferðalög og stjómmál Áhugi Ib Michaels á menningu Mið-Ameríku leiddi til hans fyrsta leiðangurs til Mexíkó 1970-1971 þar sem hann feröaöist um ásamt tveimur vinum sínum, myndlistar- manninum Per Kirkeby og Ijós- myndaranum Teit Jprgensen, og má segja að feröin hafi lagt grunninn að verkum Ib Michaels frá 8. áratugn- um auk þess að þeir fé- lagarnir gáfu út nokkrar bækur í sameiningu er byggðust á feröalögum þeirra. Árið 1975 fór hann í sína fyrstu af mörgum feröum með skipinu Nordkaperen og ævin- týramanninum Troels Klpvedal, f þetta sinn í fótspor landkönnuö- anna yfir Atlantshafið og skrifar í kjölfarið bókina Rejsen tilbage sem kom út árið 1977 og byggir á sjóferðinni en einnig á ferðalögum hans um ríki Mið-Ameríku. Ferðalögin beindu sjónum hans aö bágum lífskjörum minnihlutahópa og má segja að á áttunda áratugnum hafi Ib Michael notað krafta sína í þágu mannúðar- og mannréttindamála. Áhugi hans á stjómmálum jókst og hann ferðaöist m.a. til Norður-Noregs og fylgdist með baráttu Sama gegn Alta-virkjun- inni sem hann lýsir í bókinni Sne- dronningen frá 1981. í næsta verki Kejserfortællingen sem einnig kom út ár- ið 1981 blandar hann saman suöuramerísk- um goðsögnum og sögu Kínaveldis en það er ekki fyrr en með sögulegu skáld- sögunni Troubadur- ens lærling frá 1984, sem fjallar um evrópskar miðaldir og svartadauða, að hann snýr sér að eigin heimshluta. Heimildasöfnunin fyrir bókina fór að miklum hlutafram í Danmörku ogfól meöal annars f sér grúsk í dönskum handritum og má segja að Michael hafi loks fundið sína eigin rödd sem höfundur við að uppgötva safaríkar danskar samtímalýsingar frá tíma svartadauðans; þar uppgötvaði hann að eigin sögn danskttöfraraun- sæi en hann hafði áöur heillast mjög af suðuramerískum fulltrúum þeirrar bókmenntastefnu og kamevalisma. Metsöluhöfundur Danmörku Það má segja að nú verði ekki aft- ur snúið fyrir Ib Michael, hann er á heimleið sem höfundur og eftir að metsölubókin Kilroy Kilroy, sem hef- ur goösögnina um ódauðlega her- manninn að meginþema, kom út ár- ið 1989 má segja að leiö hans til hins almenna danska lesanda hafi verið greið og hann hlaut hverja veg- tylluna á fætur annarri fyrir bækur sínar. Frá því aö vera á sífelldum ferðalögum tekur hann nú að dvelja stóran hluta úr árinu í Danmörku og yrkisefniö er orðið danskt því sögu- sviðiö í þremur næstu bókum, Van- illepigen frá 1991, Den tolvte rytter frá 1993 og Brevtil mánen frá 1995, er Hróarskelda og tónninn er oröinn persónulegri. I bókunum þremur sækir Ib Michael m.a. efniviö í æsku sfna og uppvöxt, leitar í sögu fjöl- skyldunnar, finnur m.a. tengingu við spánska heimsveldiö og að lokum em uppreisnarárin og hippatímabilið gerð upp. Meginþema síðustu bók- arinnar, Brev til mánen, er þó upp- gjörið við fööurinn því við það að listamannsdraumarsonarins rætast bresta draumar fööurins um vöxt og viögang fjölskyldufyrirtækisins. Með trílógíunni varð Ib Michael einn af mest lesnu og vinsælustu höfund- um samtfmans í Danmörku og bæk- ur hans em gefnar út í tugþúsundum eintaka. Auk þess er Ib Michael þekkt stærð í oþinberu lífi í Dan- mörku og alltaf er nokkur áhugi á hans persónulegu högum, ekki sfst ferðalögum hans á fjarlægar slóðir. Hann virðist kunna athyglinni vel því nú f haust veröa sýndir í danska sjónvarpinu ferðaþættir meö honum frá Mexíkó, Ekvador, Suður-Afríku, Jemen ogfleiri löndum. Nýjasta skáldsagan, Prins, frá ár- inu 1997, hefur danskan sumardvalarstað árið 1912 að sögu- sviði og er sögumaðurinn, sem eins og endranær hjá Ib Michael er í 1. persónu eintölu, að þessu sinni aft- urgenginn sjómaður og það er hann sem við heyrum á föstudagskvöldiö 15. september nk. í Norræna hús- inu, þó með rödd skáldsins sjálfs. Ib Michael x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.