Morgunblaðið - 09.09.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
BÓKMENNTAHÁTÍÐ 2000
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 C 11
Uppreisn gegn hugmyndalegu alræöi þykir einkenna verk Ivans Klímas.
Hann hefur skrifaö ritgerðir, leikrit og sögur, auk ótal blaðagreina aö sögn
Þorvarðar Hjálmarssonar. í nýlegri ritgerö lætur Ivan Klíma áhyggjur í Ijós varöandi
breytingar á menningarlífinu í Tékklandi
Hin algjöra nálægð
RITHÖFUNDURINN Ivan Klíma fædd-
ist í Prag árið 1931. Hann er af gyö-
inglegu foreldri í föðurætt en hlaut
uppeldi sitt sem kristinn mótmæl-
andi. Það reyndist honum þó ekki
það skjól sem ætla mætti, þegar helför nasista
stóð sem hæst í síðari heimsstyrjöldinni var
hann handtekinn og settur f nauöungarbúðir og
hafður í haldi þangað til stnðinu lauk. Þá tók
ekki betra við því örlög Tékka urðu þau að hverfa
frá einu alræðinu í annað, frá blóðhundum nas-
istaflokksins undir járnhæl sovéska kommún-
istaflokksins en sú saga eröllum kunn ogóþarft
að rekja hana frekar. Um þessi mál og fleiri hef-
ur Ivan Klíma skrifaö margar merkar bækur, rit-
geröir, leikrit og skáldsögur, auk fjölda blaða-
greina. Hann lét fyrst að sér kveða í tékknesku
bókmenntalífi á sjöunda ártugnum og þá sem
skáldsagnahöfundur, en á árunum 1964-1976
skrifaði hann ein níu leikrit, en sjö þeirra fengust
ekki sett á svið í Tékkóslóvakíu eftir að stjórn
Dubceks féll af völdum Varsjárbandalagsins ár-
ið 1969. Sviðsetningar þeirra var ekki að vænta
fyrr en löngu síöar. í kjölfar alls þessa voru verk
Ivans Klíma bönnuð almenningi og hann sjálfur
settur á svartan lista sem óvinur þjóðarinnar.
Hann vann ýmsa almenna vinnu um tveggja ára-
tuga skeið, var meðal annars um tíma sjúkra-
flutningamaður en hélt alltaf áfram að skrifa og
birta verk sín í ólöglegum dreifiritum og neðan-
jaróarútgáfum. Uppreisngegn hugmyndalegu al-
ræði setur svip sinn á verk Ivans Klíma og hann
þykir beita nokkurri gráglettni á köflum og svört-
um húmor, en mannúöarhugsjónin og óskir um
réttlæti og betra líf eru þó aldrei langt undan.
Kastalinn
Kunnasta leikverk Ivans Klíma frá fyrri árun-
um er Kastalinn (Zámek) skrifað árið 1964, en
það verk byggir hann lauslega á hinni frægu
sögu Franz Kafka með sama nafni. í kastala ein-
um hefur útvalinn hópur gerspilltra mennta-
manna aðsetur sitt, aflokaðir frá umheiminum í
sjálfskipðaðri útlegð frá raunveruleika daglegs
lífs una þeir glaðir við sitt, en þó kraumar eldur
undir niðri. Endrum og sinnum ber gesti að garöi
sem kastalabúar fagna í fyrstu en fyrirkoma síó-
an í einhvers konar yfirbóta- og
sjálfsréttlætingarskyni fyrir veru
sinni í kastalanum. Milli íbúanna
ríkir úlfúð sem einn daginn kemur
upp á yfirborðið með ógnvænleg-
um afleiðingum. Ivan Klíma nýtir
sér form spennusögunnar við að
upplýsa málið og f Tékkóslóvakíu
árið 1964 duldist engum hvert
hann var aö fara. Annað þekkt
leikrit hans er Leikir (Hry) frá
1975 þar sem hann tefiir fram
leikriti innan leikritsins til aö opin-
bera sálræna og félagslega bar-
áttu sem ríkir milii persónanna.
Leikritum hans hefur verið líkt við
verk Svisslendingsins Friedrichs
Durrenmatts og hann er sagður sækja sér áhrif
til ítalans Luigis Pirandellos og Englendingsins
Harolds Pinters.
Ivan Klíma hefur skrifað skáldsögur og smá-
sagna- og ritgerðasöfn sem snarað hefur verið yf-
ir á erlendartungur á undanförnum árum og upp-
skoriö mikið lof fyrir beggja vegna Atlantsála.
Kunnustu verk hans sem komiö hafa út á enskri
tungu eru skáldsögumar My Golden Trades, A
Summer Affair, Love and Garbage og skáldsagan
Waiting for the Dark, Waiting for the Light sem
hlaut mikið lof á síðastliðnu ári, og að lokum The
Ultimate Intimacy. Þá hefursmásagnasafnið Lov-
ers for a Day verið gefið út og ritgerðasafnió The
Spirit of Prague.
Orðið er upphaf alls
í nýlegu ritgerðarkorni eftir Ivan Klíma sem
hann nefnir, „Bréf frá Prag" skeggræðir hann
þær miklu breytingar sem orðið hafa á menning-
arlífinu í Tékklandi á undanfömum áratug og þró-
un ritlistarinnar í landinu eftir Rauelsbyltinguna
margrómuðu. Fyrir daga hennar voru flestir
helstu höfundar landsins bannaðir og verk þeirra
birtust einungis í ólöglegum neðanjarðarútgáf-
um, svoköliuðum „samizadt“-fjölritum. Rithöf-
undamir voru eins konar samviska þjóðarinnar,
tákn um hugrekki og manndóm gagnvart alræð-
inu. En árið 1989 breyttist þetta snögglega, frels-
ið rændi höfundana ekki aðeins ritskoðunarbyrð-
inni heldur líka því hlutverki þeirra að
vera talsmenn undirokaðrar þjóöar.
Bækur þeirra komu út í hundruðum
þúsunda eintaka og margir þeirra
áttu stjórnmálaframa vísan og urðu
þingmenn og ráöherrar. Bókaútgáfur
spruttu upp eins og gorkúlur og börð-
ust sín á milli um sölutölur. Afleiðing-
in að sögn Ivans Klíma varð sú aö
bækur hækkuðu f verði og meira bar
á afþreyingarbókmenntum en áður,
nú er svo komið að bókaútgáfa í
Tékklandi er orðin meö sama brag
og tíökast í öðrum vestrænum lönd-
um af svipaðri stærö. Dagar sam-
izadt em löngu liðnir.
í framhaldi af þessu ræðir hann í
bréfinu um þær breytingar sem hlutverk rithöf-
unda hefur tekið á undanfömum ámm. Þeir em
ekki lengur samviska þjóðarinnar heldur keppa
um hylli fólks við poppstjörnur, sjónvarpsfólk,
tennisleikara og knattspymumenn. Glöggt má
greina að honum líkar ástandið ekki og hann vill
hverfa afturtil þeirra tíma sem bókmenntir höfðu
mikilvægu hlutverki að gegna í hugum fólks. Þaö
segir hann að hægt sé að gera með því að benda
fólki á að orðiö er upphaf alls, menningin óx upp
af oröinu en ekki af myndum og það var fyrir oröiö
sem fólk varð fólk. Ritgeröinni lýkur hann með
hugleiöingu um stöðu bókmenntanna í dag í vest-
rænum menningarheimi. Hann segir mikilvæg
markmið blasa við rithöfundum, sem standi aug-
liti til auglitis við gífurlega mikla og á köflum
heimskulega fjöldamenningu sem birtist í
margmiðlunariðnaði og Ijósvakamiölum nútím-
ans. En bókmenntimar mega ekki hopa eða
missa samband sitt við lesendur sína, þær eigi
ekki að hika við að halda uppi samræðum við þá
og hætta þeim leik að höfða einungis til fárra út-
valinna manna eins og honum þykir hinar póst-
módemísku bókmenntir samtímans hafa til-
hneigingu til að gera. Hugleiöingin endar á
jákvæðum nótum, þar sem greina má aö þrátt
fyrir allt trúir Ivan Klíma því að bjartari tíð fyrir góð-
ar bókmenntir sé senn í vændum. í Tékklandi
leynist frjóangar og af þeim sé mikils að vænta.
Ivan Klima
Línudansararnir
Ég horfði á loftfimleikana á vírunum, og
velti því fyrir mér hvort kvíði og loft-
hræðsla annarrar manneskju myndi
valda mér þjáningu eins og áöur fyrr, en ^
ég fann ekki til neins. Annaöhvort var
þessi loftfimleikamaðurméreinskis
virði eða þá að ég var of upptekinn af
sjálfum mér, af mínum eigin tilfinning-
um. Þar sem ég stóð í þvögunni og
starði upp á himneskan loftfimleika-
manninn, sem hátt yfir höfðum okkar,
yfir dimmu tóminu, vfsaði til víðara
tóms með stjömubjörtu andlitinu, virtist
mér sem með mér væri að vakna vottur
af skilningi á leyndardómi lífsins, að ég
myndi verða fær um að sjá það sem ég
haföi fram að þessu einungis þreifað
eftirafvanmætti. Mérfannst sem lífs-
insværi stöðugt freistað af dauðanum, *
að það væri ein óslitin sýning hátt yfir
djúpinu, að í henni yrði maðurinn að
stefna að mastrinu andspænis, jafnvel
þó hann kæmi ekki auga á það ekki
vegna einskærrar lofthræðslu, að hann
yröi að halda áfram, mætti ekki líta til
baka, ekki líta niður, ekki láta freistast
af þeim sem stóðu þægilega með fast
undirfótum, þeirra sem voru einungis
áhorfendur. Mérfannst einnig að ég
yrði að feta mig áfram á minni eigin
línu, að égyrði sjálfur að festa hana á
milli tveggja mastra eins og þessir loft-
fimleikamenn höfðu gert, og hafa mig
út á hana, ég ætti ekki að bíða þess aö
einhver byði mér upp og vildi bera mig
yfir á bakinu. Ég varð að hefja mína eig-
in sýningu, mína stórfenglegu sýningu m
sem ekki yrði endurtekin. Og mér
fannst sem ég væri fær um það, að ég
byggi yfir nægilegum styrk til að gera
það. Á því augnabliki snerti einhveröxl-
ina á mér. Mér varð svo hverft við að við
lá að ég ræki upp óp. En þá hringlaöi í
peningakassa og fyrir framan mig birtist
kunnuglegt andlit sem ég hafði því sem
næst gleymt, andlit ókunnugu fallegu
stúlkunnarfrá því fyrir löngu síðan. Ég
dró í flýti nokkra smápeninga upp úr
vasa mínum og lét hana fá þá. Hún
brosti, tennur hennar birtust mér í
myrkrinu og ég gat næstum fundið fyrir ♦
heitri, frelsandi snertingu vara hennar.
Brot úrsðgu úr smásagnasafninu
Fyrstu ástir mínar eftir Ivan Klíma, í þýð-
ingu Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur.
Heimsókn erlendra forleggjara á bókmenntahátíðina í Reykjavík styrkir þannig þau tengsl sem þegar hafa mynd-
ast en leiðir vonandi einnig til þess aö enn fleiri íslenskir höfundar komist á mála hjá erlendum bókaútgáfum,
segir Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri.
Útveröir íslenskra bókmennta
ALIÐNUM árum hefur áhugi
á verkum höfunda frá
Norðurlöndum vaxið mjög
austan hafs og vestan og
hefur verið rætt um nor-
ræna bylgju í því sambandi. Þar nægir
að nefna að nú eru öflug forlög í Bret-
landi og Bandaríkjunum farin að gefa
út verk eftir norræna höfunda en þau
höfðu um langt árabil haldiö dyrum
sínum luktum fyrir þeim. íslenskir höf-
undar hafa veriö mjög áberandi í
þessum efnum og er nú svo komiö að
verk eftir fjölda þeirra koma út með
reglulegu millibili erlendis.
Ástæðurnar fyrir þessari tíöu út-
gáfu eru vafalaust nokkrar. íslenskir
útgefendur hafa sett mikla fjármuni í
að kynna verk rithöfunda sinna fyrir
kollegum erlendis og raunar séð um
samskipti við erlend forlög fyrir þá,
nokkrir höfundanna hafa haft sér-
staka erlenda umboðsmenn og al-
mennur áhugi á því sem norrænt er
hefur aukist. Einnig skiptir hér máli
að íslenskir rithöfundar hafa verið
undir miklum áhrifum frá hinni hefð-
bundnu íslensku sagnalist - og þeim
hefur þótt takast bærilega upp í því
að segja sögur. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft er auðvitað mikilvægast að
verkin standi fyrir sínu því að forleggj-
ari sem lent hefur í að gefa út vonda
skáldsögu sem gengið hefur illa
hugsar sig um tvisvar áður en hann
leggur í viðlíka ævintýri á ný.
Útgáfa erlendis skiptir höfunda
miklu máli. Þannig gefst þeim kostur
á stærri lesendahópi og viðbrögöin
eru þeim vonandi hvatning til frekari
dáða. í þessu sambandi má nefna
hollenska höfundinn Cees Noot-
eboom sem kom á Bókmenntahátíö
1995. Bók hans, Sagan sem hérferá
eftir, fékk heldur dræmar viðtökur
gagnrýnenda í heimalandinu og
kvaðst hann hafa „áfrýjað" þeim
dómum til Evrópu. Þjóðverjar tóku
verkinu opnum örmum, sagan fékk
frábærar umsagnir og varð mest
selda bók ársins þar í landi. Þá hlaut
verkið Bókmenntaverðlaun Evrópu.
Það er tímanna tákn að á Bókmennta-
hátíð er að þessu sinni boöið hópi er-
lendra útgefenda sem hafa gefiö út
verk íslenskra höfunda eða sýnt því
mikinn áhuga. Þeim gefst hér kostur
á aö kynnast höfundum milliliðalaust
á heimavelli, auk þess
sem þeir geta hlýtt á
orðsins menn frá fjöl-
mörgum öðrum löndum.
Þeir forleggjarar sem
heiðra okkur meö nær-
veru sinni koma frá tólf
forlögum í níu löndum. í
fljótu bragöi virðast þau
eiga fátt sameiginlegt.
Sum útgáfufyrirtækin
voru stofnuð fyrir nokkr-
um árum, önnur hafa
veriö við lýði frá fyrri
hluta 19. aldar, þau eru
bæði smá og stór en
eiga þaö sammerkt að
reka metnaðarfulla bók-
menntaútgáfu og hafa mikinn áhuga
á norrænum - og þá ekki síst íslensk-
um-bókmenntum.
Að koma fleirum
á framfæri
Meöal gestanna á hátíðinni má
nefna Christoph Buchwald sem er út-
gáfustjóri Suhrkamp en það er eitt
þekktasta bókaforlag Þýskalands.
Fulltrúar elstu útgáfufyrirtækja Sví-
þjóðar og Noregs, Nor-
stedts og Caþpelen,
sækja okkur heim en
einnig Timo Ernamo frá
Like í Rnnlandi sem hóf
starfsemi sína sem
eins konar neöanjarðar-
útgáfa en er nú eitt af
öflugri forlögum þar I
landi á sviði fagurbók-
mennta og nýsköpunar.
Faber og Faber í Eng-
landi er þekkt fyrir sitt
mikla framlagtil enskra
bókmennta, ekki síst á
sviði skáldsagna og
Ijóðiistar, og sama má
segja um Harvill Press
sem hefur einmitt lagt mikla rækt við
þýöingar. Útgáfustjórar beggja þess-
ara forlaga koma nú á Bókmenntahá-
tíð. Gerhard Steidl hjá samnefndu for-
lagi gefur út verk Nóbelskáldsins
Gunters Grass (og Halldórs Laxness)
og fylgir sínum manni til tslands.
Sunnar í Evrópu hefur áhugi á ís-
lenskum bókmenntum vaxið mjög. Ip-
erborea er lítiö forlag á Ítalíu sem gef-
ur einkum út bókmenntir frá
Norður-Evrópu og kemur útgáfustjóri
þess, Emilia Lodigiani, á Bókmennta-
hátíðina. Kollega hennar hjá Seuil í
Frakklandi, Anne Freyer, verður hér
einnig á ferð en Seuil er eitt stærsta
forlag á sviði fagurbókmennta í sínu
landi.
Markmiðið með því að bjóða þess-
um fríða flokki útvarða íslenskra bók-
mennta á hátíðina er öðru fremur að
gefa þeim kost á að hitta kollega sína
hér á landi og íslenska rithöfunda.
Þeim verða kynntar íslenskar nútíma-
bókmenntir í sérstakri dagskrá og er
þess að vænta að hún kveiki áhuga
þeirra á fleiri höfundum héðan. Einnig
gefst þeim kostur á að taka þátt í mál-
þingi þar sem fjallaö er um framtíð
bóka í prentuöu formi, hlutverk
þýddra skáldverka og möguleika ís-
lenskra bókmennta á erlendri grund.
Heimsókn erlendra forleggjara á bók-
menntahátíðina í Reykjavík styrkir
þannig þau tengsl sem þegar hafa
myndast en leiöir vonandi einnig til
þess að enn fleiri íslenskir höfundar
komist á mála hjá erlendum bókaút-
gáfum.
Pétur Már Ólafsson
bók/fcla. /túdeivtK