Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 3

Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 B 3 "^QT>o OOp Vonbrigði hjá Jóni MEIÐSL í aftanverðu vinstra læri tóku sig upp hjá Jóni Arnari Magnússyni tugþrautarmanni í annarri grein, langstökki, í tug- þrautarkeppni Ólympíuleik- anna, sem hófst seint í gær- kvöldi að íslenskum tíma og á fyrsta tímanum í nótt mátti telj- ast nær fullvíst að Jón Arnar hætti keppni af þeim sökum. Hann gerði öll stökk sín í lang- stökkinu ógild og þótt hann gæti hugsanlega þrælað sér áfram í næstu grein, kúluvarpi, þá er Ijóst að hann er alveg úr keppni um efstu sætin. Jón hélt áfram í kúluvarpið en reiknað var með að hann og Gísli Sig- urðsson, þjálfari, myndu meta stöðuna að því loknu, en þá var- gert stutt hlé á tugþrautinni áð- ur en að hástökkinu kom klukk- an sjö í morgun. Meiðslin komu upp í öðru stökki Jóns í keppninni. Hann fékk mjög greinilega sáran sting aftan- vert í vinstra lærið í uppstökkinu og Benediktsson haltraði frá lang- skrifar stökksgryfjunni. fráSydney Fyrir þriðja stökkið var lærið reifað og gerði hann tilraun til að stökkva, en atrennan passaði illa og stökkið varð ógilt eins og þau tvö hin fyrri. Eftir þriðja stökkið var Jón Arnar enn haltari en fyrr og ljóst að hann var verulega þjakaður. Það hafði rignt nærri sem hellt væri úr fötu, með þrumum og eldingum, síðasta hálfa sólarhringinn fyrir keppni og var langstökksbrautin mjög blaut og hál. Var því meiri hætta á meiðslum en ella og það hef- ur væntanlega haft sitt að segja fyrir Jón Arnar. Sökum aðstæðnanna áttu keppendur í mesta basli með lang- stökkið þannig að margir þeirra gerðu stökk sín ógild þótt flestir hafi komist slysalaust í gegnum keppn- ina þegar dæmið var gert upp. „Jón Arnar varð fyrir þessum meiðslum í vinstra lærinu í vikunni eftir að hann kom heim frá Frakk- landi þar sem hann meiddist í ilinni,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, flokks- stjóri frjálsíþróttamanna í samtali við Morgunblaðið á íyrsta tímanum í nótt að íslenskum tíma. „Síðan hann meiddist hefur hann verið í meðferð hjá lækni og sjúkraþjálfara og var alveg hættur að finna til, þannig að við vorum að vona að allt yrði í lagi í keppninni, ekki síst þar sem æfingar hafa gengið vel upp á síðkastið, með- al annars náði hann einni sinni bestu langstökksæfingu fyrir örfáum dög- Jón var grimmur á svip og ákveðinn í að gera sitt besta eftir 100 metra hlaupið, en hann meiddist í langstökkinu og fékk ekkert stig fyrir það, en hélt þó áfram keppni. Morgunblaðið/Sverrir um og þá bar ekkert á meiðslunum," sagði Vésteinn ennfremur. Meiðslin eru gríðarlegt áfall fyrir Jón Arnar og þjálfara hans Gísla Sigurðsson en allur þeirra undirbún- ingur undanfarin fjögur ár hefur miðast við að hann yrði í fremstu röð á Ólympíuleikunum. Undanfarin tvö ár hafa verið þyrnum stráð fyrir þá félaga og eftir að Jón Arnar varð í 5. sæti á heimsmeistaramótinu innan- húss í Japan í mars 1999 hefur Jóni aðeins tekist að ljúka keppni í einni tugþraut, það var í júní í Götzis. Hver meiðslin, minni sem meiri, hafa rekið önnur og fiest allt gengið í mót. Þegar Morgunblaðið hitti Gísla þjálfara rétt undir kl. eitt í nótt, beið hann þess að hitta lærisvein sinn. Greinilegt var að Gísli var mjög sleg- inn vegna þessa nýjasta áfalls enda höfðu hann og Jón gert sér vonir um að nú myndu hlutirnir breytast til betri vegar, enda æfingar gengið af- ar vel í Astralíu síðasta mánuðinn. Baðst Gísli undan viðtali þar til hann hefði hitt Jón Amar. Þegar meiðslin komu upp hafði Jón Arnar lokið einni grein, 100 m hlaupi. Þar kom hann í mark á 10,85 sek- úndum sem var níundi besti tími sem keppendur náðu. Kamerúnar stefndu alltaf að gullinu SPÁNN og Kamerún munu mætast í úrslitaleik knattspyrnunnnar 30. október á Ólympíuieikvanginum í Sydney. Kamerún vann sig- ur á Chile á lokamínútunni í undanúrslitum og endaði þar með 01- ympíudraum Chile. Chile sem hefur aldrei áður komist í úrslit á Ólympíuleikum leikur um bronsið við Bandaríkjamenn sem lutu lægra haldi fyrir Spáni 3:1 í hinum undanúrslitaleiknum. Kamerún sigraði Chile mjög naumlega 2:1 þar sem Stephane Bre skoraði úrslitamark- ið úr vítaspyrnu á lokamínútu leiks- ins. Er aðeins um 15 mínútur lifðu leiks tók Chile forystuna með sjálfsmarki Kamerúna. Kamerúnar jöfnuðu leikinn um tíu mínútum síð- ar. Patrick Mboma fiskaði síðan vít- ið sem tryggði Kamerúnum sigur- inn. Fyrri hálfleikur var slakur af hálfu beggja liða. Leikmenn Chile KNATTSPYRNA voru mun sprækari í síðari hálfleik og fengu fjölda tækifæra til að gera út um leikinn en hinn 16 ára gamli markvörður Kamerún, Carlos Kameni, varði nokkrum sinnum meistaralega. „Þetta var góður leikur tveggja góðra liða sem bæði hafa leikið vel til þessa á leikunum," sagði Jean- Paul Akono þjálfari Kamerún eftir leikinn. „Leikurinn var opinn og skemmtilegur fyrir áhorfendur. Við höfum allan tímann stefnt að gull- verðlaunum. Nígería opnaði leiðina fyrir fjórum árum með því að verða fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna sig- ur á Ólympíuleikum og nú vonumst við til að feta í fótspor þeirra,“ sagði Kameni. „Það var aðallega okkur að kenna að vinna ekki leikinn því við nýttum ekki þau fjölmörgu marktækifæri sem við fengum. Við gátum heldur ekki haldið forystunni. Kamerún var betra liðið,“ sagði Nelson Acosta þjálfari Chile sem náð hefur stórkostlegum árangri með liðið. Öruggt hjá Spánverjum Spánverjar unnu öruggan 3:1 sigur á Bandaríkjamönnum í hinum undanúrslitaleiknum. Spánn hafði algjöra yfirburði í fyrri hálfleik og skoraði tvö mörk. Þeir leyfðu Bandaríkjamönnum þó að komast inní leikinn með því að fá á sig víta- spyrnu sem Bandaríkjamenn skor- uðu úr rétt fyrir lok hálfleiksins. Spánverjar gátu því ekki andað ró- legar fyrr en Jose Mari skoraði þriðja mark þeirra aðeins fjórum mínútum fyrir leikslok. Spánverjar unnu gullið á eftir- minnilegan hátt á heimavelli á Ól- ympíuleikunum 1992 í Barcelona og munu nú reyna að endurtaka leik- inn í Sydney. Þeir verða þó að leika án fyrirliðans Toni Velamazan sem fékk sitt annað gula spjald í tveim- ur leikjum og verður í leikbanni. Gottog ódýrtá íslandi ARNE Erlendsen, þjálfari norska knattspymufélagsins LiUeströni, sagði f gær að verðlag á norskum ieikmönn- um væri alltof hátt og þess vegna sneri hann sér til Is- lands til að fá góða leikmcnn á vægu verði. Gylfi Einarsson úr Fylki samdi við Lilleström í fyrrakvöld og kaupverð hans hefur ekki verið gefið upp en talið er að það sé í kringum 25 milljónir króna. „Við hjá Lilleström höfum ekki efni á að kaupa norska leikmenn og þvf snúum við okkur annað. Munurinn á okkur og Rosenborg er sá að þeir geta keypt leikmenn inn- anlands. Það er líka ómögu- legt að halda góðum leik- mönnum. Við urðum að selja Heiðar Helguson í fyrra og nú emm við að missa Rúnar Kristinsson,“ sagði Erlends- en við Nettnvisen í gær. Sagt er að Erlendsen sé með mjög góð sambönd á ís- Iandi og fari oft þangað til að skoða leikmenn. Um Gylfa segir hann: „Gylfi er sóknart engiliður sem skorar mörk og er mikill vinnuhestur. Ég vænti mikils af honum, en liann þarf sinn tíma. Við kaupum alltaf leik- menn með framtíðina í huga.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.