Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
2000
m FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER
BLAÐ
Jón Amar
og Gísli á
heimleið
ENN fækkar í hópi íslend-
inga því á rnorgnn halda
Jón Arnar Magnússon tug-
þrautarmaður og Gísli Sig-
urðsson, þjálfari hans heim
til fslands. Þar með hafa
niu af 38 manna keppnis-,
þjálfara- og aðstoðar-
mannahópi fslendinga, sem
kom til Astralíu vegna leik-
anna, snúið til síns heima.
Áður höfðu þjálfari Völu,
fímleikamenn og skotmenn
farið frá Sydney. Reiknað
er með aðrir haldi heim á
leið hinn 4. október.
Tveir FH-
ingar til
Groningen
HOLLENSKA úrvalsdeildar-
liðið Groningen hefur boðið
tveimur ungum leikmönnum úr
FH, Davíð Þór Viðarssyni og
Emil Hallfreðssyni, að koma til
félagsins og æfa með því í eina
viku. Davíð og Emil eru báðir
liðsmenn í U-16 ára landsliðinu
sem er þessa dagana að keppa í
undanriðli Evrópumótsins í
Hollandi. Riðlakeppninni lýkur
á laugardaginn og eftir hana
halda þeir Davíð og Emil til
Groningen. Þeir eru báðir 16
ára gamlir og þykja mikil efni.
Davíð lék sinn fyrsta deildar-
leik með meistaraflokki FH á
nýliðnu tímabili. Hann kom inn
á í lokaleiknum gegn Val og
skoraði síðara mark FH-inga.
Golfklúbbur
Keflavíkur
VÍÐA erlendis þekkist það að
keppnisbúningar körfuknatt-
leiksmanna eru hengdir upp í
rjáfur þeim til heiðurs, en Kefl-
víkingar tóku annan pól í hæð-
ina er þeir heiðruðu þau Önnu
Maríu Sveinsdóttur og Guðjón
Skúlason. Guðjón hefur skorað
yfir 10.000 stig í 600 leikjum
fyrir Keflavík og árangur Önnu
Maríu er einstakur, en hún get-
ur státað af 19. titlum á ferli
sínum.
Forsvarsmenn félagsins
ákváðu að nöfn þeirra yrðu sett
á uppáhaldstaði þeirra á vellin-
um og er nafn Önnu Maríu rétt
innan við vítalínuna og „Gaui
Skúla“ er að sjálfsögðu fyrir
utan þriggja stiga línuna, - í
horninu vinstra megin og eru
þau fyrstu meðlimir nýstofnaðs
„Gólfklúbbs" Keflavíkur.
Morgunblaðið/Sverrir
Vala við Óperu-
húsið í Sydney
GLÆSILEGUR árangur Völu Flosadóttir í stangar-
stökkskeppninni á ÓL í Sydney vakti mikla athygli. Þeg-
ar ljósmyndari Morgunblaðsins varað mynda Völu með
verðlaunapeninginn við hið fræga Óperuhús í Sydney í
gær, vildu margir fá myndir af sér og Völu með verð-
launapeninginn um hálsinn eins og sést hér á myndinni
til hliðar þar sem hin fræga brú í Sydney er í baksýn.
Sigurður Öm fýrir Brynjar gegn Tékkum
SIGURÐUR Örn Jónsson, varnarmaður úr KR, hefur verið valinn í landsliðshópinn í
knattspyrnu fyrir leikina gegn Tékklandi og Norður-írlandi í undankeppni HM.
Leikið er við Tékka í Teplice laugardaginn 7. október og gegn Norður-lrlandi á
Laugardalsvellinum fjórum dögum síðar.
Sigurður Örn, sem lék þrjá af sex lands-
leikjum sínum til þessa á Norðurlanda-
mótinu á La Manga í febrúar, kemur í stað
Brynjars Björns Gunnarssonar gegn Tékk-
um. Brynjar tekur þá út leikbann vegna
brottrekstursins gegn Dönum í fyrsta leik
keppninnar. Hann kemur aftur inn í hópinn
fyrir leikinn gegn Norður-írum.
Að öðru leyti valdi Atli Eðvaldsson lands-
liðsþjálfari sömu 18 leikmenn og gegn Dön-
um, og Sigurður er sá nítjándi. Reyndar
gætu orðið breytingar því meiðsli hafa hrjáð
nokkra af leikmönnunum að undanförnu.
Auðun Helgason hefur ekki spilað síðan
hann fór af velli gegn Dönum og Árni Gaut-
ur Arason hefur misst af tveimur síðustu
leikjum Rosenborg, auk þess sem fleiri hafa
verið frá um skemmri tíma, eins og þeir
Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohn-
sen.
Landsliðshópurinn er þannig skipaður
fyrir leikina tvo:
Birkir Kristinsson, ÍBV..................68
Árni Gautur Arason, Rosenborg.............8
Rúnar Kristinsson, Lilleström............84
Eyjólfur Sverrisson, Hertha..............55
Arnar Grétarsson, Lokeren................46
Þórður Guðjónsson, Las Palmas............38
Ríkharður Daðason, Viking................33
Helgi Sigurðsson, Panathinaikos..........33
Hermann Hreiðarsson, Ipswich............31
Helgi Kolviðsson, Ulm....................24
Brynjar B. Gunnarsson, Stoke...........23
Auðun Helgason, Viking.................19
Tryggvi Guðmundsson, Tromsö........... 18
Pétur Marteinsson, Stabæk..............17
Heiðar Helguson, Watford..............11
Arnar Þór Viðarsson, Lokeren............7
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea.........6
Sigurður Örn Jónsson, KR................6
Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík.........4
í fyrstu umferð riðilsins um síðustu mán-
aðamót tapaði Island fyrir Danmörku, 1:2,
Tékkar unnu Búlgara á útivelli, 1:0, og
Norður-írar unnu Möltu á heimavelli, 1:0.
NORSKAR STÚLKUR ÓL-MEISTARAR Á GULLMARKI / B5