Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 2

Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 2
2 B FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Meistaramir ekki tilbúnir NÝLIÐAR ÍR í úrvalsdeíldinni í körfuknattleik virðast ekki hafa tekið eftir því að þeim var spáð 10. sætinu í deildinni en meisturum meistaranna úr Vesturbænum öðru sæti. Þeir tóku alltént ekki mark á spánni og gerðu sér lítið fyrir og lögðu KR, liðið sem hefur verið nær ósigrað í haust og varla haft undan að hampa bikurum. Lokatölur urðu 101:90. Skúli Unnar Sveinsson skrífar Jafnræði var í fyrstu þremur Ijórðungunum en í upphafi þess síðasta gerðu heimamenn níu fyrstu stigin og létu foryst- una ekki af hendi eftir það. KR-ingar voru í raun nokkuð óheppnir framan af leik, þeim tókst ágætlega að skapa sér færi enda vöm IR-inga ekki burðug, þó hún væri svo til allt í lagi á köflum. En það var sama hversu nærri körfunni KR komst, þeim gekk mjög brösug- lega að koma knettinum rétta leið og skipti þó vart máli hvort þeir fengu eina, tvær eða jafnvel þrjár skottilraunir í hverri sókn. „Þetta er okkar slakasti leikur í haust og hér er um hreint og klárt vanmat að ræða. Við vorum einfald- lega ekki tilbúnir og þegar við loks- ins fórum að gera eitthvað af viti var það of seint,“ sagði Ingi Þór Stein- þórsson þjálfari KR eftir tapið og bætti við að ÍR-ingar hefðu leikið vel. ÍR lék ágætlega á köflum, sér- staklega í sókninni. Þar var barátt- an til staðar og oftast náðu menn að leika þannig að þeir fengju góð skot en þó ekki alltaf og á stundum var eins og menn héldu að skotklukkan væri aðeins í tíu sekúndur en ekki 24 eins og raunin er, slíkur var stundum hamagangurinn við að skjóta. KR-ingar áttu ekki góðan dag. Sóknin var eins og áður segir þokkaleg en það vantaði að Ijúka henni og virtist gæta kæruleysis hjá sumum leikmönnum þegar þeir voru Þór tók á móti Skallagrími í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Nokkur viðhöfn var við upphaf leiksins því Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknattleiks- sambands íslands, setti íslandsmótið formlega með ávarpi í Höll- inni. Leikurinn hófst síðan með allmiklum látum og var jafn og spennandi framan af en svo fór að Þórsarar bókstaf lega kafsigldu Borgnesinga og úrslitin urðu 93:56. Skiljanlega var dálítill haustbrag- ur á liðunum en Þórsarar byrj- uðu þó betur og virtust til alls líkleg- 'r- Hins vegar náðu .. . . leikmenn Skalla- Sæmundsson gnms fljotlega að skrífar svara fyrir sig og voru Warren Peebles og þjálfarinn Alexander Ermolinskij þar fremstir í flokki. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21:25 og voru heimamenn ekki sáttir við þá stöðu. Einar Örn Aðalsteinsson stóð upp úr í liði Þórs í þessum leikhluta og skor- aði 14 stig. Þórsarar voru fljótir að breyta stöðunni úr 21:27 í 31:27 í öðrum leik- hluta og þeir juku forystuna jafnt og þétt til leiksloka. Magnús Helgason fór hamförum í öðrum leikhluta, tók við af Einari og skoraði 14 stig. Stað- an var 45:34 er flautað var til leikhlés. I þriðja leikhluta var engin spum- ing um það hvort liðið væri sterkara. Þórsarar voru grimmir í vöminni og sérstaklega skæðir í sóknarfráköst- unum. Leikmenn Skallagríms kom- ust lítt áfram og hittnin fór úr skorð- um hjá þeim. Að loknum þriðja hluta var staðan 67:45 og forysta Þórs býsna ömgg. Þeir bættu heldur við í lokin og sigruðu með 37 stiga mun. Magnús og Einar Öm áttu sem fyrr segir mjög góða kafla og þeir Oðinn Asgeirsson og Clifton Bush léku vel, jafnt og þétt. Sigurður Sig- urðsson skoraði einnig skemmtilegar körfur. Borgnesingum er spáð falli og víst er að Skallagrímur þarf að taka sig á. Peebles var þeirra bestur og gamla brýnið Ermolinskij var drjúgur. Nýi Rússinn, Andrey Krioni, átti afleitan dag; skoraði sitt eina stig eftir 28 mín. og fór út af með 5 villur skömmu síðar. „Þetta var erfið fæðing og við vor- um stressaðir í byijun. Síðan small þetta saman hjá okkur. Við eram með góðan hóp, mikla breidd og það er mikilvægt að byija svona vel,“ sagði Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórs. Morgunblaðið/Kristján Þórsararnir Óðinn Ásgeirsson og Hermann D. Hermannsson í baráttu við Warren Peebles, leikmann Skallagríms. komnir í dauðafæri við körfuna. Vömin var léleg og baráttan, sem sást til liðsins í lok síðasta tímabils þar sem allir vora alltaf tilbúnir að hjálpa náunganum ef hann missti sinn leikmann frá sér, sást vart í gær, menn vora uppteknir af því að gæta sinna manna og gerðu varla tilraun til að hjálpa samheijum sín- um sem lentu í vandræðum. Sigur ÍR kemur sjálfsagt flestum á óvart en Jón Öm Guðmundsson var ekkd sammála því. „Sigurinn kemur mér ekki á óvart. Það var mikil tilhlökkun í strákunum að fá að byija og ég fann strax að þeir vora tilbúnir í þennan leik og rúm- lega það. Við voram búnir að leika tvo leiki við KR í haust og tapa þeim báðum en núna small allt hjá okkur og aJlt gekk upp. Eg er ánægður með sóknina þó svo við megum kannski stundum fara okkur hægar en nýja skotklukkan gerir þetta allt hraðar en áður og menn verða að fiýta sér dálítið. Vömin var hins vegar alls ekki nógu góð. Eigum við ekki að segja að þetta sé fyrsta skrefið hjá okkur að því að afsanna spána um að við verðum í tíunda sæti,“ sagði Jón Öm. Hjá ÍR var Cedrick Holmes góð- ur. Hann er vinnusamur og dugleg- ur og á eflaust eftir að nýtast ÍR vel. Eiríkur Önundarson var sterkur en tók nokkur ótímabær skot sem hann gerði sér raunar grein fyrir um leið og hann var búinn að skjóta. Halldór Kristmannsson hitti vel og Steinar Arason gerði það einnig og hefði að ósekju mátt skjóta meira. Hregg- viður Magnússon átti ágætan leik og á eftir að verða mun betri í vetur. Hjá KR var Jón Amór Stefánsson bestur ásamt Magna Hafsteinssyni. Ólafur Jón Ormsson átti fína kafla og eins Jónatan Bow en hann hitti reyndar mjög illa í gærkvöldi. Stein- ar Kaldal átti þokkalegan leik í vöminni. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Þorvaldsson úr ÍR reynir að finna leið að körfu KR- inga. ÍR lagði meistara meistaranna með 11 stigum í gær. Borgnesing- ar kafsigldir Valur stóð lengi í Grindvíkingum Það var byrjunarbragur á körfuboltanum þegar nýliðar Vals komu í heimsókn í Röstina í Grindavík í gærkvöld í fyrstu umferð úrvals- deildarinnar. Valsmenn, með Herbert Arnarson og sterkan Banda- ríkjamann innanborðs virðast þó til alls líklegir í vetur, undir stjórn fyrrum NBA-leikmannsins Péturs Guðmundssonar, og veittu heimamönnum harða keppni lengst af. Þeir virtust hinsvegar ekki þola spennuna þegar á reyndi, Grindvíkingar tóku öll völd á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggðu sér sigurinn, 78:65, með því að skora fjórtán stig gegn tveimur. Leikurinn byrjaði rólega og í fyrsta leikhluta höfðu gestimir betur settu 20 stig gegn 14 stigum heima- manna og var heima- Garðar mönnum fýrirmunað Vignisson að setja niður körfur skrifar í færam, jafnvel und- ir körfunni. Delawn Grandison hjá Valsmönnum var mjög sterkur í fyrsta leikhlutanum og áttu heimamenn engin svör við góðum leik hans. Delawn spilaði reyndar all- an leikinn mjög vel og átti Kim Lewis fá svör við góðum leik hans. í öðram leikhluta kom Rristján Guðlaugsson sterkur inn og hélt heimamönnum inni í leiknum með fjölmörgum stoðsendingum. Vals- menn spiluðu vel í þessum leikhluta eins og í þeim fyrsta. Staðan í hálfleik var þannig að gestimir höfðu skorað 40 stig gegn 37 stigum heimamanna. Eitthvað hefur Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga lagt til við sína leikmenn því þeir vora mun betri í byijun þriðja leikhluta og virtust ætla að valta yfir gestina en Vals- menn með Bjama Gústafsson fremstan í flokki neituðu að gefast upp og héldu haus þannig að í lok þriðja leikhluta var staðan hnífjöfn 56:56. Það var því viðbúið að spennan yrði mikil í síðasta leikhluta og sú varð raunin hjá Valsmönnum. Þeir vora einfaldlega ofspenntir og fóra hrein- lega á taugum á síðustu 5 mínútun- um. Staðan var 64:63 þegar 5 mínút- ur vora eftir en þá sigldu heimamenn framúr og skoraðu nánast öll stigin sem komu eftir þetta og sigraðu 78:65. Það var greinilegt á leik gestanna að þeir vora fullstressaðir í lokin en eiga sitthvað inni, þó ekki væri nema það að Herbert Amarson sýndi sitt rétta andlit. Heimamenn spiluðu ekki vel og geta bara bætt sig, sérstaklega sóknarlega. Pétur var vonsvikinn með úrslitin Pétur Guðmundsson, þjálfari Vals- manna, var vonsvikinn með úrslit leiksins og sagði: „Þetta var góður fyrri hálfleikur hjá okkur en þeir höfðu þetta á sóknarfráköstunum, Okkur vantaði að stíga þá út því þeir fengu yfirleitt tvö tækifæri til að klára sínar sóknir. Við héldum er- lenda leikmanninum hjá þeim vel niðri en lykillinn vora þessi sóknar- fráköst." Vörnin var góð og sóknar- leikurínn mun lagast Einar Einarsson, þjálfari Grind- víkinga var kátari og sagði: „Þetta var fyrsti leikurinn og við höfum ekki spilað mikið af leikjum á undirbún- ingstímabilinu hér heima. Vörnin var góð þannig að eitthvað voram við að gera rétt en sóknarleikurinn kemur til með að lagast. Kim Lewis gekk ekki vel að stjóma leiknum í fyrri hálfleik en þetta kom hjá honum í seinni hálfleik. Við þurfum fyrst og fremst að vinna þessa heimaleiki okk- ar í vetur til að ná árangri."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.