Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 6
6 B FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Það átti enginn von á að gríski spretthlauparinn Konstantinos Kenteris hann er hinn breski Darren Campbell, sem fékk silfur og á vinstri hönd I Ivan Pedroso i sigurstökki sínu. Konstantinos Kenteris með gríska fánann eftir hinn óvænta sigur. Pedroso stöðvaði sigur- göngu Bandaríkjamanna LANGSTÖKKSKEPPNI karla á Ólympíuleikunum í Sydney verður lengi i minnum höfð. Eftir æsispennandi einvígi á milli heima- mannsins Jai Taruima og Kúbumannsins Ivan Pedroso hafði sá síð arnefndi betur. Ástralinn hafði forystu fram að síðustu umferðinni. Hann stökk 8,49 metra og bætti sinn besta árangur um 14 sentí- metra en Pedroso sýndi styrk sinn og skaust framúr Taruima með lokastökki sínu sem mældist 8,55 metrar. etta voru fyrstu gullverðlaun Pedroso á Ólympíuleikum en hann hefur staðið í skugga Banda- ríkjamannins Carl Lewis sem sigr- aði á fernum síðustu Ólympíuleikum. Lewis er hættur keppni en hann var mættur til Sydney og sá Kúbumann- inn tryggja sér langþráðan Ólympíu- meistaratitil. Ólympíumeistaratitill- inn hefur verið nánast eign Bandaríkjamanna en á 24 Ólympíu- leikum frá árinu 1896 hafa Banda- ríkjamenn staðið á efsta palli. Þeirra helstu von að þessu sinni, Melvin Lister, mistókst að komast í úrslita- keppnina og Dwight Phillips hafnaði í áttunda sætinu. Stemmningin á Ólympíuleikvang- inum var gríðarleg. 110 þúsund áhorfendur hvöttu Taurima til dáða og þeir stóðu á öndinni þegar hann stökk 8,49 metra í fimmta og næst LANGSTÖKK „Mig hefur lengi dreymt um þessi gullverðlaun" síðasta stökki sínu. Mikil pressa var því á Kúbumanninum í lokastökki sínu en hann stóðst hana og tryggði sér sigur með því að stökkva 8,55 metra. Taurima átti síðasta stökk keppninnar og þrátt fyrir gífurlegan stuðning tókst honum ekki að stökkva nema 8,28 metra. Pedroso var hungraður í Ólymp- íugullið en hann varð í fyrra fyrstur langstökkvara til að verða heims- meistarari í greininni í þriðja sinn. Pedroso gekk ekki heill til skógar á Ólympíuleikunum í Atlanta fyrir fjórum árum og varð að láta sér lynda 12. sætið. Þegar úrslitin lágu Ijós fyrir brotnaði Pedroso algjörlega saman. Hann hágrét af gleði í faðmi landa síns, Luis Meliz, sem varð í sjöunda sætinu. „Mig hefur lengi dreymt um þessi gullverðlaun og mig vantaði þau sár- lega í safnið. í svona keppni neita ég að gefast upp og hún er ekki búin fyrr en maður hefur lokið við öll stökkin. Ég var hræddur um að gera ógilt í síðasta stökkinu en sem betur fer gerðist það ekki. Það var ótrúlegt að stökkva hér og heyra allan þenn- an fjölda kalla nafn manns. Ég mun aldrei gleyma þessari stund,“ sagði Pedroso glaður í bragði eftir sigur- inn. Pedroso hefur sett sér það takm- ark að ná heimsmetinu í langstökki. Heimsmetið er í eigu Bandaríkja- mannins Mike Powell, 8,95 metrar sem hann stökk í Tokyo árið 1991 en ólympíumetið er orðið 32 ára gamalt. Það er í eigu Bandaríkjamannsins Bob Beamon, 8,90 metrar, sem hann setti á Ólympíuleikunum í Mexíkó árið 1968. Ljósiðí~ j myrkrinu SIGUR Pedroso færði ör- litla birtu yfir annars dimmasta dag sem Kúbu- 1 búar hafa upplifað á al- þjóðlegu móti. Hafnabolta- lið landsins tapaði fyrir Bandaríkjunum íúrslitum, fjórir hnefaleikakappar, sem vonast var til að kæmu heim með gull, töpuðu, karlaliðið í blaki er úr leik og Daimi Pernia komst ekki á pall í 400 m grinda- hlaupi. Allt þetta á einum degi - á þeim degi sem ?! Kúbubúar fagna skipan byltingarráðs Castros fyr- ir ijöratíu áram. M 13 \ Þessi skemmtilega mynd sýnir Koi antinos Kenteris á braut 5 koma fyrs í mark í 200 m hlaupinu. Þeir sem ei hinum brautunum eru sílfurhal Darren Campbell (6), bronshaf inn A Boldon (8).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.