Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 B 9
Molde spennt fyrir Bjama
BJARNI Þorsteinsson, varnarmaðurinn sterki
úr KR, er kominn heim eftir vikudvöl hjá
norska úrvalsdeildarliðinu Molde. Að sögn Ól-
afs Garðarssonar, umboðsmanns Bjarna, voru
forráðamenn Molde mjög ánægðir með það sem
þeir sáu til Bjarna. Fyrirhugaðar eru breyting-
ar á leikmannahópi Molde eftir tímabilið í Nor-
egi og að sögn Ólafs kemur Bjarni sterklega til
greina hjá Molde sem nýr Iiðsmaður hjá félag-
inu fyrir næstu leiktíð.
Menn frá Molde hafa fylgst vel með Bjarna
og sáu hann í tveimur leikjum KR-inga í sumar.
mmmmm
Reuters
Christian Ziege og enski leikmaðurinn Paul Ince, sem léku saman með Middlesbrough sl. keppn-
istímabil, eftir að England lagði Þýskaland að velli í Evrópukeppninni sl. sumar, 1:0.
Rudi Völler valdi
Ziege að nýju
RUDI Völler landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu hefur valið
Christian Ziege frá Liverpool í þýska landsliðshópinn fyrir leikinn
gegn Englendingum í undankeppni HM sem fram fer á Englandi
þann 7. október.
Ziege hefur verið úti í kuldanum
um hríð en hann kemur inn í lið-
ið í stað Jörg Heinrichs sem er
meiddur. Að öðru leyti valdi Völler
sömu leikmenn og voru í hópnum
sem sigraði Grikki, 2:0, í fyrsta leik
Þjóðverja í undankeppninni íyrr í
þessum mánuði.
Völler hefur stjómað þýska
landsliðinu i tveimur landsleikjum og
fagnað sigri í þeim báðum. Það er
besti árangur sem landsliðsþjálfari
Þýskalands hefur náð.
Markverðir: Oliver Kahn (Bayem
Múnchen) og Jens Lehmann, (Bor-
ussia Dortmund).
Varnarmenn: Frank Baumann
(Werder Bremen), Ingo Hertzsch
(Hamburger SV), Thomas Linke (B.
Múnchen), Jens Novotny (Bayer
Leverkusen), Marko Rehmer
(Hertha Berlín).
Miðjumenn: Michael Ballack
(Leverkusen), Stefan Beinlich (H.
Berlín), Sebatian Deisler (H. Berlín),
Dietmar Hamann (Liverpool), Car-
sten Ramelow (Leverkusen),
Mehmet Scholl (B. Múnchen), Dar-
ius Wosz (H. Berlín), Christian Ziege
(Liverpool).
Sókmarmenn: Oliver Bierhoff (AC
Milan), Marco Bode (Werder Brem-
en), Carsten Jancker (B. Múnchen),
Oliver Neuville (Leverkusen) og
Paulo Rink (Leverkusen).
Keegan valdi
sex f rá Liverpool
Tap gegn
Hvít-
Rússum
ÍSLENSKA drengjalands-
liðið, skipað lcikmönnum
undir 16 ára aldri tapaði (
gær fyrir Hvít-Rússum, 2:3,
í 11. undanriðli Evrópu-
mótsins sem fram fer í Hol-
landi.
Hvít-Rússar höfðu yfir-
höndina í leikhlói, 2:0, en í
síðari hálfleik vöknuðu ís-
lensku piltarnir til lífsins.
FH-ingurinn Sverrir Garð-
arsson skoraði skoraði tvö
mörk fyrir íslenska liðið en
það dugði skammt því Hvít-
Rússar bættu við einu
marki.
Á morgun mæta íslend-
ingar liði Færeyinga.
Kevin Keegan landsliðseinvaldur
Englendinga í knattspyrnu
valdi í gær 27 manna landsliðshóp
fyrir leikina gegn Þjóðverjum í und-
ankeppni HM þann 7. október og
gegn Finnum fjórum dögum síðar.
Flestir leikmenn í þessu hópi
Keegans koma frá Liverpool eða sex
talsins, fimm leikmenn eru frá Man-
chester United og fjórir frá Arsenal.
Keegan valdi hinn unga og stórefni-
lega Joe Cole frá West Ham og þá er
Robbie Fowler framherji Liverpool í
hópnum þó svo að hann sé nýstiginn
upp úr meiðslum.
Markverðir: David Seaman (Ars-
enal), Nigel Martyn (Leeds), David
James (Aston Villa).
Varnarmenn: Tony Adams (Ars-
enal), Martin Keown (Arsenal), Gar-
eth Southgate (Aston Villa), Gareth
Barry (Aston Villa), Gary Neville
(Man.Utd), Phil Neville (Man.Utd),
Graem Le Saux (Chelsea), Rio Ferd-
inand (West Ham), Jamie Carragher
(Liverpool).
Miðjumenn: David Beckham
(Man.Utd), Paul Ince (Middles-
brough), Steve McManaman (Real
Madrid), Paul Scholes (Man.Utd),
Dennis Wise (Chelsea), Nick Barm-
by (Liverpool), Steven Gerrard
(Liverpool), Kieron Dyer (New-
castle), Joe Cole (West Ham), Ray
Parlour (Arsenal).
Sóknarmenn: Andy Cole
(Man.Utd), Emile Heskey (Liver-
pool), Michael Owen (Liverpool),
Kevin Phillips (Sunderland), Robbie
Fowler (Liverpool).
Á íþróttavef mbl.is geturðu
fengið að vita allt það mark-
verðasta sem er að gerast bæði
í handboltanum (1. deild
kvenna og karla) og körfu-
boltanum.
• Skoðaö umferðirnar
• Fylgst með stöðu hvers liðs
• Fengið upplýsingar um
félögin og leikmenn
Vefinn er hægt að nálgast í
vinstri dálki íþróttavefjarins eða
á forsíðu mbl.is.
Ekki missa af
boltanum!
íþróttir á
mbl.is