Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 12
Morgunblaoið/ Knstinn Guðlaug Jónsdóttir og íris Sæmundsdóttir berjast um knöttinn og Logi Ólafsson fylgist með í bakgrunninum. Þekkja veikleika rúmenska liðsins Stoke Cityfékk heima- leik við Bamsley STOKE City fékk heimaleik gegn fyrstu deildarliðinu Bamsley þegar dregið var til þriðju umferðar ensku deilda- bikarkeppninnar í knattspymu í gær. Guðjóni Þórðarsyni, knattspymustjóra Stoke, varð því ekki að ósk sinni en hann hafði vonast eftir heimaleik við Manehester United. Það verða hinsvegar Heiðar Helguson og Jóhann B. Guðmundsson sem fá meistar- ana í heimsókn því Watford fékk heimaleik gegn Manchest- er United. Heiðar skoraði ein- mitt gegn United í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni í fyrra og mun reyna að endurtaka leikinn að þessu sinni. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea sækja Liver- pool heim í stórleik umferðar- innar og Ipswich, lið Hermanns Hreiðarssonar, sækir Arsenal heim á Highbury. Leicester, lið Arnars Gunnlaugssonar, fékk heimaleik við Ciystal Palaee. Bikardrátturinn í heild er þannig: Southampton - Coventry Arsenal - Ipswich Aston Villa - Man. City Wimbledon - Middlesbrough Tottenham - Birmingham Newcastle - Bradford City Sheff. Wed. - Sheff. Utd West Ham - Blackburn Stoke City - Bamsley Liverpool - Chelsea Derby - Blackpool/Norwich Fulham - Grimsby/Wolves Leicester - Crystal Palace Tranmere - Leeds Bristol Rovers - Sunderland Watford - Man. United Leikimir fara fram 31. októ- ber og 1. nóvember en liðin leika aðeins einn leik, ólíkt frá því í síðustu umferð þegar liðin léku heima og að heiman. -ÍSLENSKA landsliðið í kvennaknattspyrnu leikur á morgun afar þýðingarmikinn leik gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli kl. 13. Liðið þarf að hafa betur ætli það að halda sæti sínu í efsta styrkleika- flokki Evrópu en þetta er síðari viðureign liðanna. Fyrri leikur lið- anna endaði 2:2 ytra og því nægir íslandi markalaust eða 1:1 jafntefli. Mikill hugur er í stúlkunum og eru þær ákveðnar í að leggja sig fram i leiknum til að halda íslandi í hópi bestu knatt- spyrnuþjóða í Evrópu. Rúmenía vann sinn riðil í næsta styrkleikaflokki fyrir neðan og sigri liðið í leiknum gegn Islandi kemst það í efsta fe Björk styrkleikaflokk á Eysteinsdóttir meðan það íslenska skrifar fellur í næsta fyrir neðan. Aðeins lið í efsta styrkleikaflokki eiga mögu- Jeika á að komast í úrslitakeppni næsta heims- og Evrópumóts. Það lið sem situr eftir leggur því upp í að minnsta kosti fjögurra ára baráttu um að eiga möguleika á sæti á stór- móti. íslenska liðið hefur æft saman alla vikuna og hefur Logi Óiafsson landsliðsþjálfari verið að stilla sam- an strengina. „Þessi leikur er mjög mikilvægur. Við þurfum að halda okkur innan þessa styrkleikahóps til að geta haldið okkur í keppni við þau lið sem við höfum verið í sam- keppni við á undanfornum árum,“ Skgði Logi sem finnst leikurinn ekld síður mikilvægur fyrir knattspyrnu- sambandið. „Einnig þurfum við að vinna til þess að eiga möguleika á að fleyta okkur eitthvað áfram innan kvennafótboltans. Við sjáum bara þennan riðil sem Rúmenía var að vinna. Þar eru lið eins og Hvíta- Rússland og Eistland. Þetta er því líka gífurlegt fjárhagslegt spursmál fyrir sambandið hvað varðar ferða- kostnað. Út frá framtíð fótboltans er leikurinn mikilvægur hlekkur í því að reyna að minnka bilið milli okkar og þeirra bestu,“ sagði Logi. Liðsheildin mikilvæg Rúmenía skoraði bæði sín mörk úr vítaspyrnum í fyrri leiknum á meðan íslenska liðið lék góðan sókn- arleik og var mjög skapandi. Vörnin var einnig föst fyrir í þeim leik og gerði fá mistök. „Liðsheildin verður að vera okkar aðalstyrkleiki í þess- um leik og stemmningin verður að vera í lagi. Við höfum náð mjög góð- um úrslitum þegar þessir hlutir hafa verið í lagi þannig að ég held að við verðum að stefna að því að ná upp sömu baráttu og við náðum úti. Þar var virkilega góð vinnsla í liðinu og stúlkurnar voru að gera ágætis hluti. Við töldum okkur vera snuðuð að vissu leyti í dómgæslunni í þeim leik, sérstaklega er ég þá að vísa til þeirra tveggja vítaspymudóma sem komu þar. Eg tel að við eigum að geta nýtt okkur þá veikleika sem við sáum í þeirra liði. Við þurfum að spila vamarleikinn þéttann. Eg veit að við eigum eftir að skapa mark- tækifæri eins og við gerðum úti. Við ætlum að vinna þennan leik,“ sagði Logi ákveðinn. Hefur skorað í síðustu tveimur landsleikjum Mikill léttleiki var yfir íslenska landsliðinu á æfingu í gær og í lokin fór fram leikur milli yngri og eldri leikmanna. „Náttúrulega unnu þessar gömlu eins og undanfarin fimm skipti. Ætli við vinnum ekki af því meiriparturinn er KR-ingar,“ sagði markahrókurinn Olga Fær- seth létt á brún. „Ég reyni alltaf að skora, það er engin spurning. Það hefur gengið upp í síðustu tveimur leikjum þannig að ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur á laugardaginn," sagði Olga og bætti við að mikill hugur væri í liðinu. „Við emm staðráðnar í að gera vel. Við vitum hvað þetta lið getur og við teljum okkur vera betri þannig að það er bara létt yfir þessu og við ætlum að sigra á laugardag.“ Þrátt fyrir að íslandi dugi jafntefli, ef hvort lið skorar færri en tvö mörk, er líklegt að liðið leiki öflugan sókn- arleik. „Við vomm með fimm í vörn síðast en náðum samt að sækja mik- ið á þær þannig að það kæmi mér ekki á óvart ef við lékum með fjórar í vörn núna en það á eftir að koma í ljós,“ sagði Olga en ásamt því að skora tvö mörk með landsliðinu skoraði hún 26 mörk í deildarkeppn- inni í sumar. „Mér hefur persónu- lega gengið mjög vel í sumar,“ bætti Olga brosandi við. Morgunblaðið/ Kristinn. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari segir stúlkunum til og á meðan nota þær tímann til að teygja á vöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.