Morgunblaðið - 30.09.2000, Síða 7

Morgunblaðið - 30.09.2000, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 E 7 REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 ÚTVARP-RÍKISÚTVARPIÐ- BYGGINGAR. ÚTVARPSHÚSIÐ, VIÐ EFSTALEITI. Afmælishátíö Ríkisútvarpsins Sögusýning í tilefni af 70 ára afmæli Ríkisútvarpsins veröur opnuð 8. desember í Ráöhúsi Reykjavíkur. MEÐ sýningunni í Ráðhúsinu lýkur hátíða- höldum vegna 70 ára afmælis Ríkisútvarps- ins. Sýningin stendur yfir frá 8. til 21. des- ember. Þar verður hægt að fylgja þróun á starfssviði Ríkisútvarpsins í þau 70 ár sem það hefur starfað, bæði hvað snertir búnað á heimilum til móttöku dagskrár og tækni- þróun í útsendingu og dagskrárgerð í út- varpi og sjónvarpi. Á sýningunni verður sett upp hljóðstofa, búin sömu tækjum og voru á Skúlagötu 4 ár- ið 1960 og veðrður hún notuð til fjölbreyttra útsendinga þann tíma sem sýningin stendur. Jafnframt gefst tækifæri til þess að rifja upp eitt og annað úr dagskrám liðinna ára í Ríkisútvarpinu, meðal annars gamla Reykja- víkurþætti úr sjónvarpsdagskrám. Þá verða sérstakar dagskrár fluttar á sýningunni, en opnunartímar hennar verða hinir sömu og Ráðhússins, kl. 8.00 -19.00 virka daga, en kl. 12.00 -1800 laugardaga og sunnudaga. Sem fyrr segir hefst sýnlngin 8. desem- ber. Sérstök hátíðadagskrá verður við opn- unina, þar sem verður m.a. flutt nýtt tón- verk eftir Guðmund Hafsteinsson fyrir fiðlu og píanó, en það voru fyrstu hljóðfæri, sem heyrðust í útsendingum útvarpsins 1930. Þá verður einnig frumflutt á opnunarhátíð- inni verðlaunaverk úr samkeppni, sem efnt var til í tilefni 70 ára afmælis ríkisútvar- psins. Þar er um að ræða tónverk, sem sam- ið verður fyrir sömu hljóðfæraskipan og var í útvarpshljómsveitinni er hún var stærst, 1940 -1950. Bæði eru þessi verk myndarlega styrkt af Reykjavík menningarborg 2000. Samkvæmt upplýsingum yfirstjórnar RÚV hefur sam- starf Ríkisútvarpsins og menningarborgar 2000 sett sérstakan og ánægjulegan blæ á afmælisár RÚV. Suede og Flaming Lips koma fram Alþjóölega tónlistar- hátíöin lceland Airwav- es verður haldin í ann- aö sinn dagana 19.-21. október. MEÐAL erlendra hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíð- inni Iceland Airwaves 2000 er breska stórsveitin Suede. Það eru Flugleiðir í samstarfi við Reykja- vík - menningarborg Evrópu árið 2000, Ferðamálaráð, útgáfufyrir- tækið EMI og Mastercard Int- emational sem standa í samein- ingu að alþjóðlegu tónlistar- hátíðinni Iceland Airwaves, sem haldin verður í annað sinn dagana 19.-21. október nk. Fjölmargar ís- lenskar hljómsveitir og tónlistar- menn auk nokkurra þekktra er- lendra hljómsveita, þ.á m. Suede, Flaming Lips og Thievery Cor- poration, munu troða upp á hátíð- inni. Gert er ráð fyrir að nærri tvö þúsund erlendir tónleikagestir sæki hátíðina frá öllum markaðs- svæðum Flugleiða og stefnir í að enginn annar viðburður menning- arborginnar á Islandi laði að fleiri erlenda gesti. Tilgangurinn með hátíðinni er annars vegar að gefa íslenskum tónlistarmönnum tækifæri á að kynna sig og tónlist sína að við- stöddum fjölmörgum fulltrúum erlendra útgáfufyrirtækja og hins vegar að markaðssetja ísland sem miðstöð menningar og skemmt- analífs, einkum meðal ungs fólks beggja vegna Atlantshafs. Flugleiðir bjóða forsvarsmönn- um allra helstu plötufyrirtækja heims gagngert til íslands til að sjá hæfileikaríka íslenska tónlist- armenn á sviði. Gert er ráð fyrir að um hundrað manns úr tónlist- arbransanum í Evrópu, Banda- ríkjunum og Japan sæki tónlistar- hátíðina auk fjölda blaðamanna. Tónleikar verða haldnir á mörgum stöðum samtímis í menn- ingarborginni Reykjavík tónleika- dagana, í Laugardalshöll og á nokkrum völdum skemmtistöð- um. „Hátíðin fellur mjög vel að þeirri stefnu menningarborgar- innar að kynna íslenska menningu á alþjóðavettvangi," segir Skúli Helgason, framkvæmdastjóri inn- lendra verkefna hjá menningar- borginni. „Við væntum þess að á hátíðinni muni innlendir og erlendir gestir, jafnt áhugamenn sem fagmenn, fá að sjá og heyra það besta úr fjöl- breyttri íslenskri tónlistarflóru. Allt bendir til þess að Iceland Airwaves-hátíðin verði sá við- burður í dagskrá menningarborg- arinnar á Islandi sem flestir er- lendir gestir sækja,“ segir Skúli. „Flugleiðir ýttu fyrstu alþjóð- legu tónlistarhátíð sinnar tegund- ar á íslandi úr vör í fyrra með það í huga að styðja við bakið á ís- lenskum tónlistarmönnum og höfða til yngri markhópa í íslan- dsferðum," segir Magnús Step- hensen, markaðsstjóri Flugleiða í Norður-Ameríku. „Sú viðleitni að koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri hefur þegar borið nokkurn árangur en eftir hátíðina í fyrra var tveimur íslenskum hljómsveitum boðið til tónleika- halds í Bandaríkjunum." Talsverður áhugi reyndist vera erlendis fyrir tónleikunum í fyrra en alls komu rúmlega 500 manns á fyrstu Iceland Airwaves-tónlistar- hátíðina. „í ár gerum við fastlega ráð fyrir að erlendir tónleikagest- ir verði nærri tvö þúsund, þar af um 1.200 manns frá Bandaríkjun- um, en hátíðin verður markaðs- sett á öllum markaðssvæðum Flugleiða,“ segir Magnús. Stafrófið stórkostlega Sýningí nýju húsnæöi Borgarbókasafnsins sem verður opnuð hinn 9. desember. STAFRÓFIÐ stórkostlega 9.12. Á nýjum samastað Borgarbókasafns- ins við Tryggvagötu 15 opnar sýning þar sem gestir eru leiddir inn í völ- undarhús stafrófsins. Áður en þeir komast heilu og höldnu út aftur hafa gestir villst inn í undraheima rit- og bókmenningar, munnlegrar frásagn- ar, upplýsingatækni margmiðlunar o.m.fl. skemmtilegt. Sýningu Borg- arbókasafnsins er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Stafrófið stórkost- lega verður opnað 9. desember kl. 14. Fyrsta alþjóðlega raf- og tölvutón- listarhátíðin ART - Alþjóöleg raf- og tölvutónlistarhátíö - verður haldin í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs 18. október nk. og stendurítíu daga. ÞAÐ er Tónlistarskóli Kópavogs sem stendur fyrir hátíðinni í sam- vinnu við Reykjavík - menningar- borg Evrópu 2000 og Kópavogsbæ. „Þetta er í fyrsta skipti sem al- þjóðleg hátíð af þessu tagi er hald- in á íslandi," sagði Hilmar Þórðar- son forstöðumaður ART 2000. ,Á hátfðinni munu koma fram fjölmörg atriði sem ekki eiga sér forsögu í tónlistarflutningi á ís- landi. Fyrirkomulag hátíðarinnar er þannig að boðið er upp á fyrir- lestra fyrir hverja tónleika, þar sem gestir hátíðarinnar munu ræða um sína tónlist og framtíð tölvutónlistar. Tónleikarnir verða ellefu og allir í Salnum. Auk þess verður boðið upp á sérstaka kvöld- og næturdagskrá að afloknum tón- leikum, sem haldnir verða á Gauk á Stöng. Þar munu einnig koma fram auk tónlistarmanna helstu skífuþeytarar og hljóðgjörninga- menn landsins. Ég vil vekja athygli á helstu tónleikaatburðum, þar sem tónlist og aðrir listmiðlar tengjast. Þar má nefna tónlist eftir Jöran Rudi, norskt tónskáld sem látið hefur gera tölvuforrit sem breytir tón- listinni í mynd - um leið og hlust- að er, er ferðast um hljóðheiminn í kvikmynd. Wayne Sigel, danskt tónskáld, kemur með dansara með sér sem dansar ekki bara við tón- listina heldur mun einnig sjá um tónmótun um leið og hún dansar. Þetta er gert með vöðvaskynjurum sem hannaðir hafa verið við Diem- stofnunina sem Sigel veitir for- stöðu. Einnig má nefna tónleika þar sem kemur fram sjálfspilandi píanó sem voru vinsæl snemma á öldinni, tónleika með Don Buchla, sem er brautryðjandi í nútíma hljóðfærasmíði. Auk tónleika með verkum Pol Lansky, yfirmanns tónlistardeildar Princeton-háskóla í Bandaríkjunum og tónleika breska tónskáldsins Trevor Wis- hard. Þá má nefna Biosphere og Bernhard Gunter, sem eru „hljóð- kyrrðar“ tónlistarmenn. Þáttur ís- lendinga er einnig mjög veigamik- ill, nefna má sem dæmi Skúla Sverrisson bassaleikara, hljóm- sveitina Stilluppsteypu og orgel- kvartettinn Apparat." Vefslóðin er www. musik.is/art2000. Forsala er hafin á discovericeland.com Sýning á jólamerkjum Thorvald- sensfélagsins Thorvaldsensfélagiö verður meö sýningu á jólamerkjum sem opnuö verður 19. nóvember í Ráðhúsi Reykjavíkur. „SÝNINGIN heitir: Jólamerki í 88 ár,“ sagði Guðlaug Jónína Aðal- steinsdóttir, formaður Thorvald- sensfélagsins. „Félagið hóf að gefa út jólamerki 1913 til fjáröflunar og hefur útgáfan verið árviss síðan, að undanskildu einu ári, það var árið 1917 en þá fórst skipið sem merkin það ár voru um boð í á leið til Íandsins. Venjulega höfum við fengið lista- menn til að teikna merkin fyrir okkur eða fengið afnot af listaverk- um. Aðeins tvö merki eru með t mynd eftir Bertil Thorvaldsen. í ár er jólamerkið prýtt mynd eftir Guð- laugu Halldórsdóttur textíllista- konu. Myndin er af gylltum krossi á rauðum grunni og ber nafnið: Al- heimskærleikur. Krossinn er til minningar um 1.000 ára afmæli kristnitöku á íslandi. Sýningin . stendur í eina viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.