Morgunblaðið - 13.10.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 13.10.2000, Síða 14
Aukið eftirlit í harðri samkeppni er nauðsyn Hópferðabifreiðar eru skoðaðar árlega. Því má hins vegar velta fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt vegna mikillar notkunar að bílamir séu jafnframt skoðaðir sérstaklega um mitt sumar. Auka þarf eftirlit með dekkjabúnaði allt árið um kring, ekki síst á vetram, þar sem það er á ábyrgð ökumanns hvort ekið er af ' stað á lélegum dekkjum. Ef samviskusami ökumaðurinn neitar að fara af stað á vanbúnum bíl er alltaf hægt að finna svartan sauð sem tilbúinn er að taka túrinn. Eftirlit virðist almennt vera tilviljanakennt. Dæmi er um að ökumaður sem keyrt hefur í fjórtán ár var nú í sumar stöðvaður í fyrsta sinn vegna sérstakra athugana lögreglu og Vegagerðar. Upplýsingar verða að standast Upplýsingar Vegagerðarinnar um færð á vegum ættu að vera bílstjóram hópferðabíla og farþegum þeirra ómet- anlegt öryggistæki. Vegagerðin ber ábyrgð á því að skera úr um hvort vegir séu færir eða ófærir. Mikilsvert er að skilboð um ófæra vegi standist í raun því annars er hætt við að ýmsir reyndir bílstjórar á stóram og traustum bílum fari sínar eigin leiðir og tefli þá ef til vill á tæpasta vað. Lengi má bæta Það geta flestir verið sammála um að brýn nauðsyn er á að auka öryggi í hópferðaakstri, sérstaklega þegar blasir við að ferðamennska og þar með hópferðaakstur er í öram vexti, en um leiðirnar getur menn hins vegar greint á. Fátt er svo fullkomið að ekki megi bæta og það á líka við um öryggi í hópferðaakstri. Er það nokk- ur framtíðarmúsik að óska eftir skýram reglum um bíl- beltanotkun i hópferðabilum? Er það ekki eðlileg krafa að verkleg þjálfun rútuprófsnema verði aukin þannig að þeir fái markvissari og lengri þjálfun sem eykur lík- ur á réttum viðbrögðum við aðsteðjandi vanda. Aukið eftirlit með búnaði hópferðabíla sem margir eru á ferð- inni allt árið um kring hlýtur jafnframt að vera eitt af forgangsatriðum í öryggismálum í hópferðakstri. Höfundur er atvinnubílstjóri ogfélagi í Hjálparsveit skáta Reykjavík. Umferóarslys - eru ökutækin orsakavaldur? Jón Hermannsson í kjölfar þeirrar gífurlegu aukningar sem orðið hefur á umferðarslysum hér á landi undanfarið hljóta menn að velta fyrir sér ástæðum um- ferðarslysa. Eru þau alltaf ökumönnunum að kenna, um- ferðarmannvirkj um eða einhverju öðru? arslysa hafi 1 mjög fáum tilfellum farið fram. Rétt er að benda á að slíkar rann- sóknir era í mörgum tilfellum mjög dýrar og e.t.v. nánast óframkvæmanlegar þar sem þurft getur að kalla út hóp af séfræðingum á vettvang um langan veg. Á meðan þarf að vemda skaðasvæði mjög vandlega og í sumum tilfellum að loka því sem ekki er alltaf gjörlegt, sérstaklega þegar umferð kemst ekki aðrar leiðir. Tœplega sjö þúsund ökutæki hafa ekki veriðfœrð til lögboðinnar skoðunar á þessu ári. Framleiðslugallar hafa fundist En er að verða breyting á orsökum umferð- arslysa? Nýlega hefur stór bifreiðafamleið- andi viðurkennt að hafa sent gallaða vöra á markað en ekki er ljóst hvort það hafi haft áhrif á öryggi í umferðinni. Stór hjólbarða- framleiðandi hefur einnig lent i sömu hremmingum og upplýst er að framleiðsla hans hefur valdið tugum banaslysa. Hafa íslenskar aðstæður áhrif á öryggisbúnað ökutækja? Þeirri spumingu má velta upp hvort íslenskar aðstæður séu sérstaklega erfiðar eða varsamar? Hefur t.d. veðurfar, vega- og gatnakerfið ásamt þeim efnum sem íslendingar nota til hálkueyðingar áhrif á endingu öryggisbúnaðar ökutækja? Ef svo er þá þurfa ökumenn og eigendur öku- tækja að vera um það meðvitaðir og sinna samviskusam- lega nauðsynlegu bifreiðaeftirliti og skoðun. Sinna menn viðhaldi ökutækja í góðærinu? Löng bið er stundum eftir þjónustu til viðhalds öku- tækja vegna þeirrar spennu sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði. Pað kann að vera freistandi fyrir aðila sem gerir út hóp ökutækja að nota þann mannafla sem hann hefur yfir að ráða, og ætti að sinna viðhaldi, til að aka og afla tekna þegar ekki fæst starfsfólk til að sinna þeim þætti eins og verið hefur síðustu misseri vegna skorts á vinnuafli. Á götunum kunna að finnast tifandi tímasprengjur! Samkvæmt nýjustu fáanlegu upplýsingum Skráningar- stofunnar hf. höfðu 6842 ökutæki ekki verið færð til lögboðinnar aðalskoðunar 1. júni síðastliðinn. Aldurs- skipting þessara ökutækja er þannig að 635 ökutæki eru 1-5 ára, 1985 ökutæki era 6-10 ára, 2494 ökutæki era 11-15 ára, 838 ökutæki 16-20 ára og 890 þeirra ökutækja sem ekki hafa verið færð til skoðunar era yfir 20 ára. Hér er rétt að staldra við því samtals hafa 4479 ökutæki 6-15 ára gömul ekki skilað sér til skoðunar. Athyglisvert! Einmitt á þessu árabili ganga flest ökutæki sér til húðar, misfljótt eftir akstri, umhirðu og gæðum upphaflegrar framleiðslu. Getur verið að þessar bifreið- ar séu tifandi tímaspregjur í umferðinni? Vilja íslendingar bætt umferðaröryggi? Svör við þessum vangaveltum mínum fást e.t.v. aldrei án markvissra rannsókna en þær eru mjög kostnaðar- samar. Með auknu umferðareftirliti sem dómsmálráð- herra hefur nú boðað sem langtímamarkmið era vonir bundnar við að reglugerðum um skoðun ökutækja verði markvist framfylgt. Umferðareftirlit undanfarin ár hefur nær eingöngu beinst að ökumönnum.Vilji menn auka umferðaröryggi gæti verið nauðsynlegt að bæta eftirlit með ástandi ökutækja, t.d. með þvi að færa þau í auknum mæli til aukaskoðunar eða jafnvel fjölga skylduskoðunum á atvinnuökutækjum og þeim öku- tækjum sem mikið er ekið. Höfundur er ökukennari og stjómarmaður í Slysavamafélaginu Landsbjörg. Nákvæmar rannsóknir ekki fyrir hendi Niðurstöður úr erlendum rannsóknum síðustu ár benda til að það sé í flestum tilfellum ökumaðurinn sem gerir mistök. Ályktanir sem dregnar era af skýrslu- tökum hér á landi benda til hins sama. Ég kýs að kalla íslenskar niðurstöður um umferðarslys ályktanir þar sem ég tel að nákvæmar rannsóknir á orsökum umferð- Eru óskoðaðir btlar tifandi tímasprengjur? Slysavarnafélagið Landsbjörg þakkar eftirtöldum fyrirtækjum fyrir stuðninginn: Aðalskoðun Almannavamir ríkisins Bílaspítalinn Borgarbílastöðin ET Fiskifélag Islands Fjarskiptastöðin Gufunesi Framtak Framherji Hafnarsamlag Eyjafjarðar V lá------------------------ Hátækni Hitaveita Suðumesja íslensk erfðagreining KPMG Kynnisferðir LÍÚ Löndun Merkúr Morgunblaðið Nói-Síríus Nýja sendibílastöðin Pharmaco Samtök atvinnulífsins Siglufjarðarhöfn Skýrr Slippfélagið Thorarensen lyf Ölgerðin Egill Skallagrímsson Öryggisjónusta Suðurlands Össur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.