Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 1
\ ■SBSSS.H- SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR1. NÓVEMBER2000 BLAÐ 3 Smíði fiskiskipa fyrir íslendinga í Kína 4 Aflayfirlit og stað- setning fiskiskip- anna 3 Þróun togveiðar- færa við Island ÍSAÐ FYRIR ÚTFLUTNING • Gámafiskur fsaður fyrir út- flutning. Þessi fiskur var keyptur á Fiskmarkaði Suðurnesja og hann siðan sendur til Frakklands. Al- gengast er hins vegar að fiskurinn fari úunninn úr landi og sé seldur á uppboðsmörkuðum í Bretlandi og Frakklandi. 27% meira utan af óunnum þorski UTFLUTNINGUR á óunn- um þorski, í gámum og í sigl- ingum, á síðasta fiskveiðiári jókst um 27% frá fiskveiðiár- inu 1998/99 og hefur útflutn- ingurinn nærri fimmfaldast síðustu fimm fiskveiðiár. Fiskverkendur segja þetta þýða verulegan samdrátt í framboði á hérlendum fiskmörkuðum og vera á góðri leið með að eyðileggja markaðssambönd erlendis. Skapar mikinn vanda fyr- ir minni fiskvinnslur Alls voru flutt út um 9.758 tonn af óunnum þorski í gámum og í sigling- um á síðasta fiskveiðiári eða 2.103 tonnum meira en á fiskveiðiárinu þar á undan. Hákon Elvar Guðmundsson, fisk- verkandi í Kópavogi, hefur flutt út fersk þorskflök til Bretlands. Hann segir verulega hafa dregið úr framboði á þorski á fiskmörkuðum síðustu mán- uði enda sé sífellt meira sent af óunn- um fiski á erlenda markaði. Afkoma minni fiskverkenda sé þess vegna mun lakari en verið hefur. „Ekki aðeins vegna þess að fiskverð á mörkuðum hefur hækkað, heldur vegna þess að við fáum einfaldlega ekki fisk til að vinna. Daglega eru margar vinnslur að bítast um 5 til 10 tonn af stórum þorski á fiskmörkuðunum. Eg þyrfti sjálfur helst að fá um 10 tonn á dag til að sinna mínum viðskiptavinum. Haldi þessi þróun áfram lognast þessar minni verkanir út ein af annarri, því við getum ekki annað eftirspurn og töpum þannig mörkuðunum." Ekki hærra verð fyrir gámafiskinn Hákon segist þess fullviss að ekki fáist hærra verð fyrir gámafiskinn á erlendum mörkuðum en hér heima eft- ir að kostnaður hefur verið dreginn frá. „Útgerðin fengi hærra verð fyrir fiskinn með því að selja hann á inn- lendum mai'kaði, auk þess sem virðis- aukinn fyrir þjóðarbúið yrði mun meiri. Verð á slægðum þorski á fisk- mörkuðum hérlendis er nú um 220 krónur. Verðið hins vegar verður að vera um og yfir 300 krónur fyrir sama fisk úr gámunum til að skila svipuðu og hér heima þegar kostnaður hefur verið dreginn frá. Við hins vegar fáum ekki að bjóða í þennan fisk. Við viljum ekki endilega sitja einir að fiskinum, heldur aðeins fá tækifæri til að bjóða í hann. Við gætum unnið og selt allan þann fisk sem sendur er út óunninn í gámum og komið honum á sömu markaði á hærra verði. Langstærsti hluti þessa fisks fer inn á ferskfiskmarkaðinn og ef við fengjum að vinna hann hér heima hefðum við mun meira ráðrúm til að fá alltaf hæsta verð fyrir hann,“ segir Hákon. Fréttir Markaðir Sala sjófrystra afurða flutt • TELJA má líklegt að sala sjófrystra afurða BGB- Snæfells á Dalvík færist yfir á sölukerfi Samherja, þegar fyr- irtækin sameinast, en samein- ingin er fyrirhuguð um næstu áramót. Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, segir að annars sé ekki búið að taka ákvörðun um sölumál hins sameinaða fyrirtækis./2 Góð rækjuveiði • GÓÐ rækjuveiði hefur verið á Héraðsflóa frá því í kringum sjómannadaginn, en þar hafa um 10 rækjubátar verið að veiðum að undanförnu. Þar á meðal er Geiri Péturs ÞH, sem er með sjötta mesta rækju- kvóta landsins og er hálfnaður eftir þrjá túra á nýhöfnu kvótaári./4 Ósáttir við íslendinga • „Það eru góð samskipti milli Nýfundnalands og Islands á sviði viðskipta og þar ríkir gagnkvæm virðing. En að ákveðnu leyti erum við ósáttir við ísland og það er varðandi verndun fiskistofna. ísland veiðir rækju á Flæmska hattin- um og við teljum að fara þurfi mjög gætilega þarna ef kom- ast á hjá ofveiði," segir John Efford, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra Ný- fundnalands og Labradors./8 Innflutningur á mjöli og lýsi til Bretlands, í janúar til júlí 2000 Frá: ■■ ■ -.. Perú Þýskalandi Chíle : mm 38-6i8^P Öðrum ríkjum ÉS! lllÉlfiEi SAMTALS 197.215 tonn Bretar kaupa meira af mjöli 9 BRETAR juku innflutning á fiskimjöli og lýsi á fyrstu 7 mánuðum þessa árs. Þetta tímabil í ár nam innflutningur- inn 197.200 tonnum að verð- mæti um 63 milljónir punda. Á sama tíma í fyrra var innflutn- ingurinn 178.200 tonn að verð- mæti 65,8 milljónir punda. Það er því ljóst að meðalverðið hef- ur lækkað verulega og er það í samræmi við þróun heims- markaðsverðs á mjöli og lýsi. Mest kaupa Bretar frá Perú, ríflega 46.000 tonn, en það er um 15.000 tonna aukning frá árinu áður. Næstmest kaupa Bretar héðan, 37.300 tonn, sem er um 12.500 tonna sam- dráttur. í þriðja sæti er Nor- egur neð 37.000 tonn, sem er 13.900 tonna samdráttur. Loks má nefna Þýzkaland, sem sel- ur Bretum nú 25.000 tonn, en aðeins 3.400 tonn á síðasta ári. Skýringarnar á þessum sveifl- um felast meðal annars í auk- inni veiði við Perú./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.