Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 B 3
FRÉTTASKÝRING
Veruleg seinkun hefur orðið á afhendingri allra skipa sem eru í smíðum fyrir fslendinga í Kína
Abyrgðin í mörgum
tilfellum kaupendanna
Seinkun hefur orðið á afhendingu allra þeirra 16 fískiskipa sem nú
eru í smíðum fyrir íslenskar útgerðir í Kína. Nú stefnir hins vegar 1
að fyrstu skipin komi hingað til lands um og upp úr áramótum.
Helga Mar Arnasyni lék forvitni á að vita hvernig smíði skipanna
miðar og hvað veldur þeim töfum sem orðið hafa.
Smiði Happasæls KE í Guangzhou skipasmiðastöðinni er nú vel á veg kominn.
SKIPASMÍÐAR í Kína hafa verið
talsvert til umfjöllunar síðustu mis-
seri. Ekki að ósekju því undanfarin
tvö ár hefur verið samið um smíði 16
skipa fyrir íslenskar útgerðir þar í
landi. Auk þeirra hafa íslenskar út-
gerðir samið um smíði skipa m.a. í
Chile og í Póllandi og hefur endur-
nýjun íslenska fiskiskipaílotans
sjaldan verið jafn mikil og ör. Þar
fyrir utan var tveimur smíðasamn-
ingum við kínversku skipasmíða-
stöðina Guangzhou Huangpu nýver-
ið rift en Gullberg hf. á Seyðisfirði
og Guðmundur Runólfsson hf. í
Grundarfirði höfðu samið við stöðina
um smíði á tveimur fullkomnum 52
metra löngum ísfisktogurum.
Að sögn Guðmundar Smára Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
Guðmundar Runólfssonar hf., gátu
útgerðimar ekki sætt sig við kröfur
stöðvarinnar varðandi tryggingar og
afhendingartíma. Hann segir rangt
að kínverska skipasmíðastöðin hafi
farið fram á hærra verð fyrir skipin,
líkt og komið hefur fram í fréttum að
undanfömu.
Örn Erlingsson, útgerðarmaður
nótaveiðiskipsins Arnar KE, reið á
vaðið sumarið 1998 og samdi um
smíði á afar fullkomnu nóta- og
flottrollskipi í Guangzhou-skipa-
smíðastöðinni í Kína. Vemleg seink-
un hefur orðið á smíði skipsins en
upphaflega var áætlað að afhenda
skipið um mitt þetta ár. M.a. stöðv-
aðist vinna við smíðina í nokkra
mánuði, af ýmsum orsökum, en nú
er áætlað að afhenda skipið um og
eftir áramót.
Veldur útgerdinni óþægindum
í Guangzhou-skipasmíðastöðinni í
Kína em einnig í smíðum tveir sams
konar ísfisktogarar fyrir íslendinga,
annars vegar Aðalbjörn Jóakimsson,
útgerðarmann í Reykjavík, og út-
gerðarfélagið Ingimund hf. í
Reykjavík. Upphaflega var gert ráð
fyrir að Aðalbjöm fengi sitt skip af-
hent í lok júlí sl. en afhending hefur
dregst nokkuð. Eftir því sem næst
verður komist miðar smíðinni nú
hins vegar vel. Skip Ingimundar hf.
átti upphaflega að afhenda 18. októ-
ber sl. en Armann Armannsson út-
gerðarmaður segir að nú sé áætlað
að afhenda það 30. desember nk.
„Hvort að það gengur eftir á síðan
eftir að koma í ljós. Stálvinna í skips-
skrokknum er vel á veg kominn og
það er ekkert út á handbragð Kín-
verjanna að setja hvað það varðar.
Ég tel að þessa seinkum megi fyrst
og fremst rekja til ólíkrar menning-
ar pg hugsanagangs í Kína.“
Armann segir að í smíðasamning-
num sé kveðið á um dagsektir og
þær komi til með að lækka verð
skipsins. „Dragist afhending skip-
anna ekki meira en þrjá til fjóra
mánuði og reynist þau vel þegar þau
koma heim, þarf seinkunin ekki að
vera svo slæm því skipin eru það
ódýr. Aftur á móti er því ekki að
neita að seinkunin veldur okkur
vissulega óþægindum. Ég hafði mið-
að áætlanir við að skipið væri á
heimleið núna og seldi til að mynda
skip í haust vegna þess að ég gerði
ráð fyrir nýja skipinu á þessu ári,“
segir Armann.
Afhending kúfiskveiðiskips fyrir
íslenskan kúfisk hf., dótturfyrirtæki
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf.,
var upphaflega áætluð í febrúar á
þessu ári. Smíðin hefur hins vegar
dregist verulega á langinn en gert er
ráð fyrir að það verði afhent í Kína á
allra næstu dögum og standa vonir
til að það verði komið hingað til
lands fyrir áramót.
Þá eru nú tvö túnfiskveiðiskip í
smíðum fyrir Islendinga í Guangzh-
ou-skipasmíðastöðinni. Annars veg-
ar togveiðiskip fyrir Stíganda ehf. í
Vestmannaeyjum, útgerð Ófeigs
VE. Upphaflega var áætlað að skipið
yrði afhent sl. sumar en nú stendur
til að afhendingin fari fram fyrir ára-
mót. Hins vegar er um að ræða línu-
og túnfiskveiðiskip fyrir ístún hf. í
Vestmannaeyjum sem upphaflega
stóð til að afhenda um miðjan júní
2000. Samkvæmt heimildum Versins
verður skipið að öllum líkindum af-
hent fljótlega eftir áramót.
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson,
útgerðarmaður Happasæls KE frá
Keflavík, er með um 230 tonna neta-
bát í smíðum í Kína. Upphaflega var
áætlað að afhenda skipið 30. ágúst
sl., 8 mánuðum eftir að skrifað var
undir smíðasamninginn. Guðmund-
ur Rúnar segir smíðina hins vegar
hafa tafist og nú sé gert ráð fyrir að
afhenda skipið seinni hluta desem-
bermánaðar. „Ég er í sjálfu sér ekk-
ert ósáttur við þessa töf. Kínverjam-
ir lofuðu einfaldlega upp í ermina á
sér, enda er varla gerlegt að smíða
þetta skip á svo skömmum tíma. Að
mínu mati gerðu þeir sér ekki grein
fyrú- að við sættum okkur ekki við
sama aðbúnað og tíðkast í kínversk-
um skipum. Þeir bjuggust ekki við
að þurfa að innrétta „fimm stjama
hótel“, eins og þeir orðuðu það sjálf-
ir,“ segir Guðmundur Rúnar.
Búið að sjósetja
öll raðsmiðaskipin
í skipasmíðastöðinni í Dalian í
Norður-Kína er nú verið að leggja
síðustu hönd á smíði níu 21,5 metra
langra báta fyrir íslenskar útgerðir
sem ætlaðir eru til dragnóta-, línu-
og netaveiða. Einhver seinkun hefur
orðið á afhendingu bátanna, þó varla
meiri en tveir mánuðir. Búið er að
sjósetja öll skipin og verða þau að
öllum líkindum prufukeyrð í byrjun
nóvember. Bátarnir verða sendir
með fragt til Islands og er áætlað að
afhenda þá alla í einu hér á landi
fljótlega upp úr áramótum.
Kaupendur bera ábyrgð á að
búnaðurinn berist á verkstað
í flestum þeim smíðasamningum
sem íslendingar hafa gert við kín-
verskar skipasmíðastöðvar em
ákvæði þess að kaupendumir leggi
sjálfir til búnað í skipin, s.s. vélar,
spil, tæki o.fl. Þannig ber kaup-
andinn, þ.e. íslensku útgerðirnar,
ábyrgð á að afhenda búnaðinn á
verkstað. Hins vegar hefur í nokkr-
um tilfellum orðið misbrestur á því
að búnaðurinn berist á tilætluðum
tíma til Kína eða þá að þangað er
sendur annars konar búnaður en
gert var ráð fyrir í smíðasamningi. í
þessum tilfellum hefur smíði skip-
anna stöðvast, á ábyrgð kaup-
andans, en eins og gefur að skilja
tekur langan tíma að senda t.d. vél-
búnað frá íslandi eða Noregi til
Kína.
Eins hefur borið við að með bún-
aði sem sendur er til Kína hafi ekki
fylgt nauðsynlegir pappírar en tolla-
reglur þar í landi em nokkuð frá-
bragðnar því sem þekkist hér á landi
og strangar kröfur gerðar til þess að
viðeigandi pappírar fylgi og séu rétt
út fylltir. í mörgum tilfellum hafa Is-
lendingar ekki áttað sig á þessu og
sendingamar því tafist til lengri eða
skemmri tíma í tolli í Kína. Nokkrir
af viðmælendum Versins nefndu
einnig að í einhverjum tilfellum hafi
nauðsynlegar smíðateikningar ekki
verið tilbúnar á tilskildum tíma og
tafið þannig smíði skipanna. Þá hef-
ur Verið heimildir fyrir þvi að í Gu-
angzhou-skipasmíðastöðinni hafi
innlend verkefni, m.a. fyrir kín-
verska herinn, haft forgang og önn-
ur verkefni, s.s. íslensku skipin, látin
sitja á hakanum á meðan.
Við gerð smíðasamnings er venju-
lega gert ráð fyrir ákveðnum af-
hendingartíma en í flestum tilfellum
hefur skipasmíðastöðin rúman tíma,
oftast þrjár til fjórar vikur, til að af-
henda skipið eftir tiltekinn afhend-
ingardag. Eftir þann tíma byrja
dagsektir • og dragist afhendingin
enn úr hömlu getur kaupandi rift
samningnum, enda em tryggingar í
bönkum fyrir því. Til þess hefur þó
ekki komið í tilfelli íslensku skip-
anna. Viðmælendur Versins em
sammála um að rekja megi tafir á
skipasmíðunum til margra þátta og
aðila og því sé flókið að meta hvenær
ekki er staðið við samninga og hve-
nær dagsekth- byrja að telja.
Ráðist í of mörg verkefni í einu
Skipatækni ehf. hefur hannað og
haft eftirlit með smíði tveggja ís-
lenskra skipa í Guangzhou-skipa-
smíðastöðinni, skipi Arnar Erlings-
sonar og Happasæl KE. Bárður
Hafsteinsson, framkvæmdastjóri
Skipatækni, segir skipasmíðastöðina
hafa tekið að sér fjölmörg verkefni á
skömmum tíma, sennilega of mörg.
„Þeir hafa líklega ekki gert sér grein
fyrir umfangi þessara verka. Þeir
hefðu frekar átt að klára eitt eða tvö
skip, áður en byrjað var á næstu
verkefnum. I stað þess lenda þeir í
að þurfa að afhenda flest skipin á
svipuðum tíma. Okkur hefur hins
vegar líkað vel að starfa með Kín-
verjum og þeir skila af sér góðu
verki. Þeir hafa metnað til að gera
hlutina vel, enda vilja þeir komast
inn á þennan markað," segir Bárður.
Ekki aðeins vió
Kínverjana að sakast
fsBú ehf. hefur haft milligöngu
um samninga á smíði 10 skipa fyrir
íslenskar útgerðir í Kína. Þar af era
raðsmíðaskipin níu, auk nóta- og
togveiðiskipsins fyrir Sólbakka ehf.,
útgerðar Arnar KE. Bjöm Ágúst
Jónsson framkvæmdastjóri segir
Ijóst að seinkun hafi orðið á flestum,
ef ekki öllum, skipasmíðaverkefnum
fyrir íslendinga í kínverskum skipa-
smíðastöðvum. Hins vegar hafi um-
ræðan hallað mjög á Kínverja í þeim
efnum. Því fari fjarri að sökin liggi
eingöngu hjá þeim. „Sökin liggur hjá
öllum sem að málunum koma, hvort
sem það em kínversku skipasmíða-
stöðvarnar, kaupendur, hönnuðir og
umboðsaðilar. Einn veigamikill þátt-
ur er hvemig eftirliti af hendi verk-
kaupans er háttað. Þegar ráðist er í
stór verkefni á fjarlægum slóðum er
gott eftirlit mjög mikilvægt, að stöð-
ug og góð tengsl séu milli eftirlits-
aðilanna og viðsemjendanna. Mis-
jafnt er hvemig staðið er að
eftirlitinu. Þannig hefur eftirlit með
smíði raðsmíðaskipanna í Dalian
annars vegar og þeirri smíði sem við
komum að í Guangzhou hins vegar
ekki verið sambærilegt að mínu
mati. í Dalian réðu kaupendurnir
sjálfir eftirlitsmann og hann hefur
unnið mjög gott starf. í Guangzhou
virðist eftirlitið hins vegar ekki hafa
gengið eins vel. Orsakir tafa á þeim
verkefnum sem IsBú hefur haft
milligöngu um em hins vegar ekki
þau sömu í öllum tilfellum. Allir
þessir þættir hafa orsakað tafirnar í
Gunagzhou en þær tafir sem hafa
orðið á okkar verkefni í Dalian er
ekki hægt að rekja til kaupendanna,
að mínu mati.“
ísBú ehf. hefur að sögn Björns átt
í ýmiskonar viðskiptum í Kína, m.a.
rekið þar fiskvinnslu og ílutt inn vör-
ur frá Kína, og segir Björn að menn
verði að átta sig á að þar era viðhafð-
ar annars konar vinnureglur en þeir
eiga að venjast á Islandi. „Ef menn
gera hlutina eins og krafist er af kín-
verskum yfirvöldum, þá er það
reynsla okkar hjá ísBú að hlutimir
ganga greiðlega fyrir sig. Það þýðir
ekki að ætla sér að breyta kínverska
kerfinu á einni nóttu. Það er ávísun á
vandræði," segir Björn.
Kínverjar vanmetið
kröfur Íslendínga
IceMac ehf. hefur einnig haft
milligöngu um smíðasamninga nokk-
urra íslenskra útgerða og Guan-
gzhou-skipasmíðastöðvarinnar í
Kína. Reynir Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri IceMac, segir ljóst að
finna megi orsakir á töfunum að
hluta til í Kína, enda hafi afhendingu
allra skipa fyrir íslendinga þar í
landi seinkað til lengri eða skemmri
tíma. Eflaust megi rekja tafir á
smíði skipanna að einhverju leyti til
ólíkra aðstæðna og menningar í
Kína og á íslandi. Eins hafi Kínverj-
ar vanmetið þær kröfur sem íslend-
ingar gera til fiskiskipa. „Ég er ekki
viss um að Kínverjarnir hafi gert sér
fyllilega gi-ein fyrir því hversu flókin
skipin eiga að vera, þrátt fyrir að
þeir hafi kynnt sér og farið um borð í
íslensk fiskiskip áður en gengið var
frá samningum. Þeir gera tO að
mynda ekki sömu kröfur til innrétt-
inga og hvers kyns aðbúnaðar um
borð og íslendingar gera.“
Reynir segist þó ekki hafa orðið
var við annað en að Islendingar séu
ánægðir með þá vinnu sem Kínverj-
arnir hafi unnið á skipunum, til að
mynda stálvinnu á skipskrokkum.
Hann á von á því að íslendingar
muni áfram láta smíða fyrir sig skip
í Kína. „Menn bíða nú spenntir eftir
fyrstu skipunum sem koma frá
Kína. Ef skipin reynast vel og eig-
endur þeirra verða ánægðir þá má
ekki búast við öðra en að Islending-
ar láti smíða fyrir sig fleiri skip í
Kína. Við höfum öðlast dýrmæta
reynslu og skiljum nú betur hvernig
hlutirnir ganga fyrir sig í Kína. Á
sama hátt hafa Kínverjar lært
hvernig skip íslendingar vilja og
hvernig þau eiga að vera. Hins veg-
ar má ekki búast við því að gerðir
verðir nýir smíðasamningar við Kin-
verja á allra næstu mánuðum. Kín-
verski gjaldmiðillinn hefur verið
nokkuð stöðugur gagnvart dollar en
gengi dollarans er mjög hátt um
þessar mundir. Ég á því von á að
menn haldi að sér höndum um tíma,“
segir Reynir.
Tæknilega fullkomnir
iðnaðarmótorar, framleiddir
eftir ströngustu gæðakröfum
■ • *- í%
Rafmótorar til sjós og lands
'FAimNM
Q> Há nýtni
Q> Steypujárnshús
Q) Mikil hitarýmd
Q) Gott yfirálagsþol
Q)Löng ending
Q) IP55 hlífðartlokkur eða betri
Q> Fáanlegir með ýmsum aukabúnaði
Q) Fót- og flangsfestingar
Q) 2ja, 4ra, 6 og 8 póla mótorar
QjStærðir: 0,09- 500 kW
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík
Sfmi: 540 7000 *Fax: 540 7001
fc- • 4-^ ■ L —— —
i úhti itiítfh: fti'óyjð ’fif ‘r:> : nifmófnrijn >u n/f.> im mfbúimð: tiriUli