Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Trausti ehf. hættir starfsemi Víðir Trausti EA seldur til Hnífsdals kvóta af fiskverkuninni Trausta ehf. á Hauganesi. HRAÐFRYSTIHÚSIÐ- Gunnvör hf. í Hnífsdal hefur keypt togbátinn Víði Trausta EA ásamt 275 tonna þorskígildis- Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa eigendur Trausta ákveðið að skipta fyrirtækinu upp og hætta rekstrinum í núverandi mynd en útlit er fyrir að aðrar eign- ir verði auglýstar til sölu á næst- unni. Trausti hefur verið með land- vinnslu og pakkað útvötnuðum salt- fiski og selt undir nafninu Ektafisk- ur. Auk þess hefur fyrirtækið rekið saltfiskverslun í Madríd á Spáni. Ekki er loku skotið fyrir að rekst- urinn verði áfram á Dalvík. Þar til fyrir fjórum árum var fyrirtækið í hefðbundinni saltfiskverkun en síð- an hefur fiskurinn verið seldur beint úr bátnum. Á vegum fyrirtækisins var ennfremur saltaður afskurður frá frystitogurum þar til sl. vor. Jafna þarf ágreining um fískveiðistj órnun Sjávarútvegsráðherra ávarpar alheimsráð- stefnu í Kína útvegsmál í alþjóðlegu samhengi, og þá þætti sem auðlinda hafsins. ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra flutti í gær fyrirlestur á þriðju alheimsráðstefnu sjávarútvegsins í Kína. í ræðunni fjallaði sjávarút- vegsráðherra um sjávar- hindra sjálfbæra nýtingu Ráðherrann nefndi meðal annars umframsóknargetu fiskiflota heims- ins, styrki til sjávarútvegs í mörgum ríkjum og skort á skilgreindum eign- arrétti á auðlindum. Árni lýsti þeirri skoðun að þessi mál ætti að ræða innan þess lagalega ramma sem haf- réttar- og úthafsveiðisamningur Sameinuðu þjóðanna kveða á um, en hornsteinn þeirra er svæðisbundið samstarf. Eitt þeirra vandamála sem oft er glímt við í svæðisbundu fiskveiði- stjómunarsamstarfi er ágreiningur um tilhögun stjómunarinnar. Þess vegna er sérstök þörf á skilvirku ferli til úrlausnar deilumála. Megin- vandinn í þessu sambandi er skipt- ing veiðiréttinda milli ríkja, hvernig vega skuli saman þau viðmið sem taka þarf tillit til. Ef hægt væri að ná samkomulagi um þennan þátt gæti það orðið til þess að stór og smá ríki væm í jafnari stöðu við úrlausn deilumála en þau em oft við samn- ingaborð. Ráðherra sagði að þó væri ekki rétt að ganga lengra í þessum efnum en að búa til ferli þar sem deiluaðilar gætu valið hvort þeir leiti til einhvers konar úrskurðarnefndar, sem þá gæfi ráðleggjandi álit. I ræðu sinni nefndi ráðherra einnig að þörf fyrir alþjóðleg viðurkennd viðmið kæmi skýrt fram í umræðunni um umhverfismerkingar sjávarafurða. Ami var einn þriggja aðalfyrirles- ara á ráðstefnunni, en hinir vom Yang Jian, sem stýrir sjávarútvegs- deild kínverska landbúnaðarráðun- eytisins, og Ichiro Nomura, aðstoð- arforstjóri Matvæla og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Á ráðstefnunni eru yfir 600 þátttakendur frá um 50 þjóðlöndum, hún mun standa í fjóra daga. Þrír aðrir Islendingar flytja erindi á ráð- stefnunni. Tumi Tómasson, skóla- stjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, kynnir námið við skólann og það umhverfi sem skólinn starfar í og Hjörleifur Einarsson forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins fjallar um framtíðarþróun í fisk- vinnslu. Þá heldur Jóhannes Stur- laugsson erindi um þá möguleika sem opnast við notkun rafeinda- merkja í rannsóknum á lax og sjáv- arfiskum og umhverfi þeirra. Ámi M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, ávarpar þriðju alheimsráð- stefnu sjávarútvegsins sem haldin er í Kína. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá fundi um fjarnám sjdmanna sem haldinn var í Stýrimannaskólanum í Reykjavík fyrir skömmu. Fjarnám fyrir sjómenn er álitlegur kostur AHYGGJUEFNI er hversu fáir sækja nám sem taka mið af störfum á sjó. Sérstaklega hefur hið nýja fyrirkomulag skipstjórnamáms sem miðaðist við sjávarútvegsbraut brugðist vonum manna að þessu leyti. Þetta kom fram á fundi um fjarnám sem haldinn var í Stýrimannaskólanum í Reykjavík fyrir skömmu. Tölvutæknin býður upp á spennandi mögnleika Á fundinum kom fram einnig fram að gera þurfi nám fyrir sjómenn aðlað- andi og leggja áherslu á að bæta ímyndina í huga almennings. Fjar- nám sé álitlegur og framkvæmanleg- ur kostur í sambandi við menntun sjómanna. Ýmsir tæknilegir örðug- leikar muni vafalaust leysast á næstu árum, svo sem örðugleikar á sam- bandi við skipin á fjarlægum miðum. Vegna vinnuumhverfis á sjó sem fel- ur í sér að vinnan kemur í törnum þurfi fjamám fyrir sjómenn að vera mjög sveigjanlegt. Margmiðl- unardiskai- hafi vissulega stóra kosti en framleiðsla þeirra sé dýr eða um 20-30 milljónir hver diskur. Það þurfi einnig að nota ódýrari lausnir. Vegna sérþekkingar Islendinga á sviði sjávarútvegs gætu margmiðl- unardiskar hins vegar orðið útflutn- ingsvara. Fjarnám í hraðri þróun í ávarpi Guðjóns Armanns Eyj- ólfssonar, skólastjóra Stýrimanna- skólans í Reykjavík, benti hann á að fjamám, aðferðir og kennsla er í hraðri þróun og nauðsynlegt að Stýrimannaskólinn í Reykjavík og aðrar menntastofnanir í þágu sjávar- útvegs og siglinga fylgist vel með á þessu sviði, hagnýti sér þá möguleika sem þessi nýja tækni býður nemend- um og kennurum upp á. Þetta skipti ekki síst atvinnuvegina og þá aðila sem bera ábyrgð á að alþjóðareglum og landslögum varðandi námið sé fylgt, mjög miklu máli. Allt námsefni sem sent er út til nemenda og þátt- takenda í fjarnámi verður að standa undir nafni og uppfylla þær kröfiir sem stjómvöld hafa sett um námið. Helga M. Steinsson, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, rakti á fundinum sögu þeirra tilrauna sem gerðar höfðu verið með fjarnám fyrir sjómenn og samstarf við Stýri- mannaskólann í því efni. Margir byijunarörðugleikar hefðu verið yf- irstignir og margt hefði skýrst í þessu sambandi. Mjög vel hefði kom- ið fram hve marga sjómennt vantar tilfinnanlega grunnmenntun sem hefði átt sinn þátt í því að sjö nem- endur hættu mjög fljótlega námi. Pálmi Hlöðversson, kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík, hef- ur unnið að íjarkennslumálum á veg- um Stýrimannaskólans. Hann ræddi m.a. um hina ýmsu möguleika við mismunandi útfærslur fjarkennslu og margir þeirra hefðu lengi verið nýttir, t.d. bréfaskóli með gamla lag- inu, myndbönd, bréfaskóli með rafpósti og samskiptaforriti, fjar- fundir með mynd og hljóði. Pálmi sagði að ef fjarnámi væri þannig hag- að, t.d. fyrir sjómenn, sem yrðu að vera tengdir Neti um gervihnatta- kerfi, þá gæti það kostað mikið. Nauðsynlegt væri að nýta vel þann tíma sem sjómaður væri í landi. Yrði námsefni sett inn á Netið yrði að gæta mjög vel að höfundarrétti. Tölvutæknin byði upp á nýja og spennandi möguleika en einnig væru ýmsir örðugleikar. Tímasetningar yrðu að vera sveigjanlegar og nýta yrði vel tímann þegar sjómaðurinn er í fríi. Gera þarf námið aðlaðandi Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi m.a. um þann alvarlega vanda sem stafaði af því hversu fáir sækja skipstjórnamám. Sagði hann að gera þyrfti námið aðlaðandi og laga það að breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Fjarnám væri vissulega ein leið til að bæta úr því, öll skilyrði væru fyrir hendi, vilji væri allt sem þyrfti. Þá lagði hann áherslu á í erindi sínu og einnig síðar á fundinum að samtök atvinnulífsins styrktu þessa viðleitni. I erindi Karls Kristjánssonar, deildarsérfræðings í menntamála- ráðuneytinu, lýsti hann m.a. viðhorfi ráðuneytisins til framtíðar fjar- kennslu. Hann sagði að stefna ætti að því að fjarkennsla væri hluti af kennsluframboði hvers skóla, og skýrði á hvern hátt unnt væri að ná því markmiði. Karl taldi að fjar- kennsla væri komin til að vera og taldi að stefnan ætti að vera sú að sem allra flestir skólar ættu að bjóða upp á fjarkennslu; kennarar gætu verið annars staðar. Markmið um gæði ættu þó ætíð að vera skýr. Hann gat um 8 símenntunarstöðvar, sem væru í öllum landshlutum og hafa þær séð um að dreifa og miðla námsefni. Karl vék að aðsókn að skipstjórnarnámi og sagði að það hefði oft komið fyrir að settar hefðu verið upp námsbrautir sem síðar hefði komið í ljós að afar fáir vildu sækja. Hann sagði það nánast vera áráttu að vilja setja almennar grein- ar á undan fagnámi. Karl tók sem dæmi um hið gangstæða að í Vél- skóla Islands hefði tekist mjög vel að samþætta almennt nám og fagnám og hefði þetta gefið góða raun. Sala sjófrystra afurða flutt TELJA má líklegt oi • n • , i*o að sala sjófrystra af- Sameinað fynrtseki Sam- urða BGB-snæfeiis herja og BGB-Snæfells ““S-.'amhSí! þegar fyrirtækin sameinast, en sameiningin er fyrirhuguð um næstu áramót. Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, segir að annars sé ekki búið að taka ákvörðun um sölumál hins sameinaða fyrirtækis. Sala afurða Samherja hefur að stórum hluta farið í gegnum sölu- kerfi fyrirtækisins en sala hjá BGB-Snæfelli hefur verið með ýmsum hætti. Landfrystingin hef- ur farið í gegnum SÍF, skreið og þurrkaðir hausar í gegnum Fisk- miðlun Norðurlands en sala salt- fisks og sjófrystra afurða hefur verið í höndum nokkurra fyrir- tækja. „Eg tel líklegt að Samherji sjái um sölu sjófrystra afurða og að sala landfrystra afurða verði með óbreyttum hætti, en ekkert er ákveðið með aðrar tegundir, enda er það seinni tíma ákvörðun,“ segir Finnbogi. „Það á eftir að fara yfir þessi mál og ekkert er ákveðið í þessu efni enda seinni tíma ákvörðun.“ Aðalsteinn Helgason tók við framkvæmdastjórn BGB-Snæfells á föstudag en í liðinni viku óskaði Þórir Matthíasson eftir að láta af störfum sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.