Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 8
+
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
MIÐVIKUDAGUR1. NOVEMBER2000
mBÉsBAMmsfúBm
Sjófrysiíumbúðír
Po UMBttBfiMIBSTttBINHF.
CCNTBAL. PACKAQINQ COWP.
mbim&z t * Umi m mm
„Afstaða Islendinga
er óskiljanleg“
„Pað eru góð samskipti milli
Nýfundnalands og íslands á sviði við-
skipta og þar ríkir gagnkvæm virðing.
En að ákveðnu leyti erum við ósáttir
við ísland og það er varðandi verndun
fiskistofna. Island veiðir rækju á
Flæmska hattinum og við teljum að
það þurfi að fara mjög gætilega þarna
ef komast á hjá ofveiði. Okkur gengur
erfiðlega að fá íslenska sjómenn og út-
gerðarfyrirtæki til að fylgja að fullu til-
mælum um verndun. Þetta snýst jú um
framtíð þeirra ekki síður en okkar,“
sagði John Efford, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra Nýfundnalands
og Labradors í samtali við Morgun-
blaðið á dögunum.
Eftirlitsmann í hvern bát
„Við erum þeirrar skoðunar," sagði
Efford, „að sérhver bátur, hvort sem
hann er innan eða utan 200 mflna lög-
sögunnar, eigi að hafa eftirlitsmann um
'borð. Petta veitir manni ákveðna vissu
um að vemdunarsjónarmiðin verði virt.
ísland hefur mótmælt fullu eftirliti og
mér finnst það afar illskiljanleg af-
staða, því fyrir nokkrum árum átti Is-
land sjálft i erfiðleikum með önnur
lönd, sér í lagi Bretland, sem komu inn
á miðin þeirra og stunduðu ofveiði. Is-
lendingar enduðu með því að hrekja
þessi lönd á brott, því þeir höfðu miklar
áhyggjur af eyðileggingu fiskistofn-
anna. Við vorum raunar sammála þessu
og töldum að menn ættu að vernda
fiskistofna sína. Ef Islendingar voru á
sínum tíma svo harðákveðnir í þvi þá
að ýta Bretum frá vegna ofveiði, hvers
vegna stunda þeir þá nú ofveiði hjá
okkur og era ekki reiðubúnir að leyfa
/ullt eftirlit? Staðan er því þannig, að
þótt við eigum ^góð samskipti við sjáv-
arútveginn og Islendinga almennt eig-
John Efford
John Efford fer með sjáv-
arútvegsmál fyrir Ný-
fundnaland og Labrador.
Hann telur afstöðu Islend-
inga varðandi veiðar og
verndun á Flæmska hatt-
inum í ósamræmi við bar-
áttu þeirra fyrir yfirráðum
yfír 200 mílna lögsögunni
á árum áður og telur að
þeir ættu að vera áhuga-
samari um verndun á
svæðinu.
um við erfitt með að skilja hvers vegna
sjávarútvegsfyrirtæki vilja ekki styðja
vemdunaraðgerðir og leyfa eftirlitið.11
Efford sagðist álíta íslendinga
skammsýna og að hann hefði orðið fyr-
ir vonbrigðum með þá, því hann teldi
að. þeir ættu vegna reynslu sinnar að
vera i fararbroddi þjóða varðandi
verndun fiskistofna. „I stað þess að
vera í fararbroddi um verndun og
skynsamlega stjórnun veiðanna eru ís-
lendingar andvígir þeirri stjórnun sem
við höfum sett upp, og þetta eigum við
afar erfitt með að skilja og mundum
gjarnan vilja að þeir breyttu afstöðu
sinni,“ sagði Efford.
„Þótt eftirlitið kosti fé,“ bætti hann
við, „verða menn líka að velta því fyrir
sér hversu mikið fé tapast ef menn
vernda ekki fiskistofna sína og enginn
fiskur er eftir til að veiða. Petta kann
að kosta nokkra fjármuni til skamms
tíma litið, en þetta er afar lágt gjald ef
litið er til lengri tíma. Þess vegna
finnst mér óskiljanlegt að sjávarút-
vegsráðherra landsins skuli ekki krefj-
ast þess af fyrirtækjunum að þau fari
eftir ströngustu reglum og þá hef ég
sérstaklega fullt eftirlit í huga.“ Spurð-
ur hvort hann hafi rætt þetta við sjáv-
anitvegsráðherra Islands sagðist Eff-
ord ekki hafa gert það nýlega, en að
hann hefði gert það áður fyrr og hið
sama væri að segja um forsætisráð-
herra Nýfundnalands og Labradors.
„En á nýlegum alþjóðlegum fundi í
Boston andmælti ísland fullu eftirliti
þótt allir aðrir væru því samþykkir. Is-
lendingar hafa sex mánuði til að setja
mótmælin formlega fram, en ég er
þeirrar skoðunar að íslendingar ættu
ekki að gera það heldur ættu þeir að
gera eins og við og beita sér fyrir því
að rækjuveiðarnar haldist um ókomna
framtíð. Eina leiðin til þess að tryggja
að svo verði er að fylgja verndunar-
stefnu,“ sagði Efford.
Endurkjörin
stjórn eystra
• STJÓRN títvegsmannafé-
lags Austfjarða var endur-
kjörin á aðalfundi félagsins sem
haldinn var í síðustu viku.
Stjórnina skipa Emil Thorar-
ensen, Eskifirði, en hann er
jafnframt endurkjörinn for-
maður félagsins, Freysteinn
Bjarnason, Neskaupstað, sem
er gjaldkeri, og Adolf Guð-
mundsson, Seyðisfirði, sem er
ritari, en meðstjórnendur eru
Reynir
Arnason,
Vopnafirði,
og Sigur-
steinn Sig-
urðsson,
Neskaup-
stað. Gestir
fundarins
vora þeir
Kristján
Ragnarsson,
stjórnarformaðm' LIU, Friðrik
J. Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, Kristján Þórarins-
son, stofnvistfræðingur LIÚ,
og Sveinn Sigurbjörnsson,
fiskifræðingur á Hafrann-
sóknastofnun. Þeir fluttu erindi
og svöraðu fyrirspurnum fund-
armanna.
1,8 milljarðar seiða
• RUSSAR ætla sér stóra
hluti í fiskeldinu í framtíðinni.
Seiðaeldisstöðvar þeirra stefna
nú að því að klekja út um 1,8
milljörðum seiða á þessu ári.
Það eru um 140 eldisstöðvar
sem ala seiðin og er um að ræða
laxaseiði, styrjuseiði, vatnasfld
og fleiri tegundir. Stór hluti
þess lax sem Rússar veiða nú
við austurströnd landsins kem-
ur úr eldi og sömu sögu er að
segja af styrju í Kaspíahafi.
Styrjustofninn hefur verið í
verulegri hættu undanfarin ár
vegna ofveiði, veiðiþjófnaðar og
mengunar og er eldinu ætlað að
bæta það upp. Fyrir vikið hefur
orðið verulegur samdráttur í
framleiðslu Rússa á styrju-
kavíar, sem er einhver dýrasta
sjávarafurð sem um getur.
Sýning í St. John’s
Sjávarútvegssýningin Marine
2000 verður haldin í St. John’s á
Nýfundnalandi 23. til 25. nóv-
ember næstkomandi. Sýningin
er að mestu sniðin að þörfum
þeirra sem veiða og era tæp-
lega 100 básar á sýningunni
sem er árlegur viðburður.
Nokkur íslenzk fyrirtæki verða
á sýningunni og er gert ráð fyr-
ir einhverri aðsókn íslendinga
á sýninguna. Vestfjarðaleið
verður með ferð til St John’s á
þessum tíma. Flogið verður
beint til Nýfundnalands hinn
23. nóvember og heim aftur
hinn 26. Ferðin kostar frá
33.500 krónum á mann og er
innifalið flug og gisting í þijár
næstm-.
Samkvæmt upplýsingum
Vestfjarðaleiðar munu þátttak-
endur í ferðinni fá ókeypis að-
gang að sýningunni.
SOÐNINGIN
Ný síld með
rækjuosti
SÍLDARVERTÍÐIN stendur nú yfir og því ætti að vera
hægt að ná sér í ferska sfld. Hún er hollur og næringarríkur
matur, en flest borðum við sfldina lfldega nú sem mariner-
aða eða kryddsíld upp úr krukkum. Hún er iíka góð fersk
og hér kemur uppskrift að ferskri sfld af heimasíðu Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Slóðin er www.rfisk.is/is/
uppskrif
UPPSKRIFTIN
8 sfldarflök
örlítið salt, pipai' og karrí
2 ds rækjuostur, 200 g
legg
brauðmylsna
smjör
2 laukar
Sósa:
2'k dl rjómi eða n\jólk
'k dl tómatkraftur
salt, pipar
AÐFERÐIN
Stráið salti og pipar yfir síldarflökin og smyijið þau með
rækjuosti.
Leggið flökin saman tvö og tvö, veltið þeim upp úr eggi og
brauðmylsnu og stcikið þau ljósbrún á báðum hliðuin við
fremur vægan hita.
Brúnið lauk og leggið yfir flökin.
Sjóðið rjóma og tómatsósu í nokkrar mínútur, kryddið með
salti og pipar og berið sósuna fram með sfldinni.
Sfld hefur mjög mikið næringargildi og þegar osturinn er
kominn með er rétturinn bæði einstaklega hollur og ljúf-
fengur.
Gott er að hafa kartöflur og brauð með krásinni.
4