Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 B 7 Ekkert TBT í botnmáln- ingu frá Slippfélaginu Áratugur síðan notkun efnisins var hætt hér TríBútýlTin (TBT) er eit- ur í botnmálningu fiski- skipa, sem er mjög eitrað og þrávirkt. TBT telst eitt af hættulegri efnum í sjó og getur haft skaðvænleg áhrif á viðkvæmt vistkerfi sjávar. Efnið veldur m.a. vansköpun eða vanþroska hjá mörgum lífverum. Fyrir rétt rúmum ára- tug var vansköpun á nákuðungum og kræklingi rakin til TBT mengunar hér við strendur. Við þessu var skjótt brugðist og þann 22. janúar 1990 setti Siglingamálastofnun fram reglugerð, þar sem bannað var að nota TBT á skip- um undir 25 metrar að lengd. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Landað úr Dalaröstinni. Góð aflabrögð á Skjálfanda Dalaröstin ÞH 40 hefur Dalaröstin fiskar SJt irnl / ci'wci rrnnf inu aílinn komist upp í allt að Vei I UldgllOUIict 18 tonnum eftir daginn. Þann dag fékkst aflinn í tveimum hölum og þar af voru 17 tonn í seinna halinu. Að sögn Óskars Karlssonar skipstjóra hafa þeir skipverjar á Dalaröstinni fengið 170 tonn síðan þeir byrjuðu á dragnótinni 12. september sl. og eru 107 tonn af því þorskur en annað er skrápur. „Slippfélagið í Reykjavík, sem hefur í um 50 ár verið stærsti framleiðandi botnmálningar hérlendis, tók strax þá ákvörðun að hætta með öllu notk- un tinbotnmálningarefna á allar stærðir skipa,“ segir Sigurður Sæv- ar Gunnarsson, efnaverkfræðingur hjá Slippfélaginu í Reykjavík, í sam- tali við Verið. „Útgerðir tóku strax mjög vel við þeirri stefnu og hafa það sem metn- aðarmál að nota tinlaus botnmáln- ingarefni. Þessi breyting var kostn- aðarsöm fyrir alla aðila, þar sem þróun á tinlausum botnmálningum var ekki komin langt á veg. Nýja trefjabotnmálningin okkar, Globic SP ECO 8190, er afrakstur 10 ára reynslu og mikillar þróunarvinnu. Nú hafa verið settar alþjóðlegar reglur sem banna notkun TBT í botnmálningu frá árinu 2003 og að það þurfi að vera búið að fjarlægja algjörlega slík efni af botnum skipa fyrir árið 2008. Úti í hinum stóra heimi er þetta gríðarlegt vandamál, sem íslenskur iðnaður leysti fyrir tæpum áratug. Samkvæmt nýjum rannsóknum hefur hlutfall vanskap- aðra nákuðunga lítið minnkað, eða minna en vonazt hafði verið til. Ástæður eru langur niðurbrotstími og eða eriend olíuskip með TBT- botnmálningu," segir Sigurður. Tiábútýltin eða TBT er lífrænt tinsamband, sem mikið hefur verið notað í sjálfslípandi botnmálningu skipa sem bindi- og eiturefni. Efninu er ætlað að koma í veg fyrir að þör- ungar og dýr setjist á botn skipanna, en ásætur draga verulega úr ferð þeirra. Af hverju er efnið hættulegt? Tríbútýltin berst út í náttúruna og hefur þar margvisleg áhrif, sem ekki var ætlast til í upphafi og er talið meðal hættulegii efna í sjó. Tríbú- týltin er ákaflega eitrað og veldur vansköpun eða vanþroska hjá mörg- um lífverum. Við strendur Frakk- lands olli tríbútýltin því að tímgun ostra misfórst á árunum 1977 til 1979 og skeljarnar urðu vanskapaðar. Talið er að tekjutap í ostruiðnaði á þessu árabili hafi numið um 600 milljónum franka. Tríbútýltin veldur einnig vansköp- un hjá einkynja sniglum og hefur vansköpun fundist hjá tæplega hundrað tegundum einkynja snigla víða um heim. Vansköpunin felst í því að getnaðarlimur og sáðrás myndast á kvendýrum sniglanna. Vansköpunin er vel þekkt hjá nákuð- ungi, sem er algengur í fjöru hér- lendis, en hjá honum verður van- sköpun þegar við styrkinn 2 ng TBT í lítra. Við mikla mengun vex sáðrás- in yfir kynop kvendýranna og kemur í veg fyrir got þeirra. Nákuðungur hefur horfið víða við Bretland vegna tn'bútýtlinmengunar. Vansköpun hefur einnig fundist hjá beitukóngi við Suðvesturland, í nágrenni við stærri hafnir. Mengunar af völdum tríbútýltins varð fyrst vart við Island árið 1992. Þá fundust vanskapaðir nákuðungar víða við Suðvesturland. Mest áber- andi var vansköpunin í nágrenni við stærri hafnir á Suðvesturlandi. Við rannsóknir á Vesturlandi og Vestfjörðum sumarið 1993 kom í ljós að nákuðungar voru allvíða vanskap- aðir þar. Tríbútýltin hefur verið mælt í nákuðungi og kræklingi sem safnað var á árunum 1992 og 1993. Rannsóknastofa Háskólans í lyfja- fræði sá um mælingarnar. Verulegt magn reyndist vera í vef dýranna, einkum í nágrenni við stærri hafnir. Árstíðasveifla í magni Magn tríbútýltins í nákuðungi og kræklingi er breytilegt eftir árstíma. Magnið er lágt seinni hluta vetrar þegar nókuðungurinn er í hvfld og kræklingurinn og nákuðungurinn éta lítið. Miðsumars og fram í byrjun vetrar er magnið hátt en þá hefur kræklingurinn síað mengaðar agnir úr sjónum og efnið síðan borist í ná- kuðunginn, en kræklingur er ein helsta fæða hans. Óhætt er að neyta kræklings, svo fremi hans sé aflað fjarri höfnum. Tríbútýltin hefur, samkvæmt mælingum á Rannsókna- stofu Háskólans í lyfjafræði, ekki fundist í vef kræklings úr innri hluta Hvalfjarðar, sem er eitt vinsælasta svæði til kræklingatínslu á Suðvest- urlandi. Notkun bónnuð á minni skipum Árið 1990 var notkun tríbútýltin- málningar bönnuð á skipum minni en 25 metrar við ísland, en enn er notkun hennar heimil á skipum sem eru stærri en 25 metrar. Margar út- gerðir stærri skipa hafa hætt notkun ti-íbútýltin málningar vegna áhrifa hennar á lífríkið. Þar sem notkun hefur minnkað nærri strandsvæðum erlendis, hefur vansköpun meðal nákuðunga minnk- að nokkuð, en bati er mjög hægur. Þrátt fyrir minnkun á notkun efnis- ins má búast við því að umtalsverðra áhrifa gæti áfram fjarri ströndum og við hafnir, því enn eru litlar tak- markanir á notkun efnisins á stærri skip. Efnið safnast í botnset hafna og varðveitist þar lengi (helmingunar- tími um 2,5 ár; dæmi um varðveislu í 15 ár í seti) og losnar út í umhverfið þegar hafnir eru dýpkaðar eða rót verður í höfnum. Tríbútýltin hefur einnig fundist í talsverðu magni allt niður á 377 m dýpi undan vestur- strönd Kanada. í Norðursjó er tíðni vansköpunar og umfang mest hjá beitukóngi í nágrenni siglingaleiða. Mikilvægt er að vakta íslenskar hafnir og nágrenni þeirra með tilliti til tríbútýltinmengunar. Hefur efnið áhrif á nytjastofna við ísland? Enn er óljóst hvort tríbútýltin hafi áhrif á afkomu íslenskra nytjafiska. Til að svara þeirri spurningu að hluta, fara nú fram rannsóknir á áhrifum tríbútýltin-mengunar á egg og lirfur þorsks á Rannsóknastöð- inni í Sandgerði. Þetta er samnor- rænt verkefni, sem styrkt er af Nor- rænu ráðherranefndinni. Heimild: HoIIustuvernd ríkisins Þessi afli hefur eingöngu fengist í Skjálfandaflóanum og segir Oskar að það sé mjög mikið líf í flóanum um þessar mundir, til dæmis hafi línutrillurnar fengið góðan afla og komist í að fá um 200 kfló á bala en 100 kfló á bala hafi verið algengt efth- daginn. Óskar segir aðspurður að hann hafi á milli 200 og 300 tonna þorsk- kvóta til að veiða að þessu sinni og er aflanum landað hjá Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur. Þá verði reynt að veiða skrápkolann þegar hann gefur sig til. Dalaröstin er 104 brl. yfir- byggður stálbátur sem Flóki ehf. keypti frá Þorlákshöfn fyrir um ári í skiptum fyrir Guðrúnu Björgu ÞH sem er 70 brl. eikarbátur byggður 1955. k? Samband ungra sjálfstæðismanna FRAMTÍÐ FISKVEIÐISTJÓRNUNAR Opinn fundur um tillögur Auðlindanefndar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, fimmtud. 2. nóv. kl. 17.00. Framsögumenn: Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda hf., Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við HÍ, Sigurður Líndal, prófessor við Hf og Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Pallborðsumræður. Fundarstjóri: Sigurður Kári Kristjánsson, formaður SUS. Allir velkomnir. Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfö ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveg- inn. Útvegum gott starfsfólk til sjávar og lands. Sími 898 3518. * " ........... Sjávarútvegur — Ráðningarstofa — Friðjón Vigfússon, sími og fax 552 9006, gsm 861 3514. Vélstjóri Vélstjóri óskast á 60 brl bát frá höfuðborgar- svæðinu sem fer á net. Upplýsingar í símum 897 1850 og 852 3085. Fréttir á Netinu Fiskiskip til sölu Eyrún ÁR 66, sskrnr. 1315. Báturinn er mjög vel útbúinn á troll og gæti hentað vel til rækju- veiða. Báturinn selst með veiðileyfi en án veiði- heimilda. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl., Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, sími 552 3340, Reykjavík. v^mbl.is Til sölu fiskvinnslubúnaður 2 stk. lóðréttir plötufrystar Henta vel til að frysta dýrafóður. Gott verð. Álftafell ehf., Fiskislóð 14, 101 Reykjavík, sími 551 1777, Álftafell ehf., gsm 893 1802. Lausfrystar til sölu 1 stk. Copeland frystivél 20 hö — 15 kw — loft- kæld, ásamt 1 stk. Kramer Ked 750 frystibúnt 2A 30.000 kg kaloríur m/þremur viftum. 1 stk. kæli- eða frystivél, 5 hö - 3.6 kw loftkæld. Stóra og litla frystivélin eru með áföstum raf- magnskassa. Stóra frystibúntið er með sjálf- virkum afísingarbúnaði. Stærri græjurnar voru notaðar við 50 m3 klefa og var hægt að ná þar upp í 40° frost. Barkar einingagámur, sem ertvískiptur, stærri er 503 5 ml x 4,20 mb x 2,35 mh. Minni klefinn er 4 ml x 4,20 mb x 2,35 mh, eða 37 m3. Hurðir eru á báðum klefum. Fljótlegt er að taka þá í sund- ur og setja upp aftur. Nánari upplýsingar í síma 481 1511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.