Morgunblaðið - 15.11.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 C 7
KÖRFUKNATTLEIKUR
EIRÍKUR Önundarson var í fararbroddi ÍR-inga, sem voru sterkari á
endasprettinum í leik gegn Þór í Seljaskóla í gærkvöldi. Eftir jafnan
leik framan af sigu heimamenn framúr og sigruðu örugglega,
95:76. Eiríkur gerði 26 stig og gaf ellefu stoðsendingar.
Vitað var fyrir viðureignina að úr-
slit leiks ÍR og Þórs gátu farið á
hvorn veginn sem var. Þar mættust
lið, sem bæði eru
skipuð ungum og
Rögnvaldsson Þ1 óttmiklum leik-
skrifar mönnum sem eru til
alls vísir. Það var því
ógjörningur að spá fyrir um úrslit
viðureignarinnar.
Þórsarar voru lengi vel skrefi
framar í fyrri hálfleik. Óðinn As-
geirsson fór þá hamförum og gerði
nítján stig fyrir hlé, hélt gestunum á
floti. Það dró af honum í síðari hálf-
leik, en þá gerði hann fimm stig.
Sömu sögu er að segja af sóknarleik
Þórs í heild sinni, en þeir brugðust
illa við pressuvöm ÍR-inga, sem þeir
beittu yfii- allan völlinn, og svæðis-
vörn þegar Þórsarar stilltu síðan upp
í sókn.
Góður varnarleikur ÍR í síðari
hálfleik lagði þannig gi-unninn að
sigrinum. Eiríkur stjórnaði leik sinna
manna af stakri prýði, var iðinn við
stigaskorun og lagði auk þess upp ófá
færin fyrir félaga sína.
Hreggviður Magnússon sýndi
einnig stórgóðan leik. Þar er lipur og
íjölhæfur piltur á ferð.
Á lokamínútum héldu ÍR-ingai’
sýningu og léku sér að Þórsurum.
Allur vindur var úr gestunum. Óðinn
gat ekki haldið uppteknum hætti og
láir honum hver sem vill. Clifton
Bush var ekki jafnöflugur og hann á
að sér og aðrir hlekkir í keðjunni
náðu einfaldlega ekki saman.
En það leikur enginn betur en and-
stæðingurinn leyfir. ÍR-ingar skelltu
í lás á réttum tíma og uppskáru eftir
því. Þeir komust þannig upp fyrir
Þórsara í Epson-deildinni, eru komn-
ir með átta stig, en Þór er með sex.
Gloppótt hjá Keflvíkingum
35 stig. Vörumerki Keflvíkinga,
þriggja stiga skotin, rötuðu ekki
rétta leið og liðið skoraði aðeins fjór-
ar slíkar en Hjörtur Harðarson var
með þrjár af þeim og Guðjón Skúla-
son eina.
„Þessi leikur var ekkert skyldu-
verkefni þótt einhverja stemmningu
hafi vantað í lið okkar í kvöld. Hamar
er með gott lið og við komum eins í
alla leiki en þetta var frekar þungt
hjá okkur að þessu sinni. Stundum
ei-um við einfaldlega ekki betri en
stigin enj kærkomin og við ætlum
okkur að halda efsta sætinu áfram.
Við erum á áætlun miðað við það sem
lagt var upp með í haust þrátt fyrir
að vera ailtaf með einhverja menn í
meiðslum," sagði Sigurður Ingi-
mundarson, þjálfari Keflvíkinga.
„Ég hélt að mitt lið hefði meiri trú
á eigin getu, en við vonim inni í þess-
um leik allan tímann," sagði Pétur
Ingvarsson leikmaður og þjálfari
Hamars. „Eins og staðan er í dag þá
er Keflavík einfaldlega með betra lið
en við og það hefur ekki gengið vel
hjá okkur á útivelli í vetur. Það mátti
kannski búast við því að þetta yrði
erfitt en við misstum þetta klaufa-
lega frá okkur í 4. leikhluta og þar
liggur munurinn á miðlungs liði og
góðu,“ bætti Pétur við.
Morgunblaðið/Golli
Leikmenn Þórs frá Akureyri áttu ■ erfiðleikum með að stöðva Eirík Önundarson, leikmann ÍR, sem
skoraði 26 stig í viðureign liðanna í gærkvöldi.
I
Grindvíkingar lentu
í kröppum dansi
Efsta lið úrvalsdeildarinnar, Kefl-
víkingar, virtist ekki þurfa að
hafa mikið fyrir að leggja Hamar frá
Hveragerði á heima-
velli sínum með 91
stigi gegn 77. Heima-
menn virkuðu væru-
kærir og aðeins Jón
Norðdal Hafsteinsson og Calvin
Davis virtust leika af eðlilegri getu.
Hamar var aldrei langt undan og tíu
stig skildu liðin í leikhlé og að loknum
3. leikhluta var forysta Keflvíkinga 7
stig, 71:64. Afleitur kafli gestana í
upphafi 4. leikhluta gerði það að
verkum að sundur dró með liðunum.
Skarphéðinn Ingason leikmaður
Hamars átti ágætis leik og barðist
vel ásamt Pétri Ingvarssyni. Mið-
herjar liðsins, Hjalti Pálsson og Æg-
ir Jónsson, áttu aldrei möguleika
undir körfunni gegn Calvin Davis og
þurftu 18 skottilraunfr til að skora
saman 12 stig. Bandaríkjamaðurinn,
Chris Dade, var ógnandi framan af
leik en þegar á þurfti hvarf hann í
meðalmennskuna og skoraði aðeins 4
stig af alls 26 í leiknum á lokakafla
leiksins, öll úr vítum.
Leikmenn Keflavíkur voru úti á
þekju i 3. leikhluta og þegar liðiið
rankaði við sér á lokakafla leiksins
voru yfirburðir þeirra miklir á öllum
sviðum. Calvin Davis lék afbragðsvel
í liði Keflavíkur og tók 15 fráköst,
varði 6 skot, stal 5 boltum og skoraði
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
ÞAÐ hafa flestir sjálfsagt reiknað með auðveldum sigri Grindvík-
inga gegn KFÍ en liðin áttust við í Grindavík í gærkvöldi. Gestirnir
frá ísafirði voru ekki á sama máli. Þeir voru yfir í leikhléi, 50:56, en
urðu að játa sig sigraða í blálok leiksins 99:91.
Garðar
Vignisson
skrifar
Kjörísbikarmeistar Grindavíkur
. virtust ætla að halda áfram
sömu skotsýningu og þeir voru með
um helgina en
gestunum frá ísa-
firði fannst ekkert
leiðinlegt heldur
og í fyrsta leik-
hluta lágu átta þriggja stiga körfur
og leikurinn í fínu jafnvægi. Heima-
menn höfðu eins stigs forystu í lok
fyrsta leikhluta, 31:30. Gestirnir
héldu áfram uppteknum hætti og
náðu 8 stiga forystu, 35:43, og þá
var Einari Einarssyni þjálfara nóg
boðið og tók leikhlé. Gestirnir
héldu áfram að hitta og forysta
þeirra hélst nokkur stig til hálf-
leiks. ísfirðingar höfðu því verð-
skuldað forskot í hálfleik, 50:56.
Það var því búist við því að heima-
menn fengju góðan lestur í hálfleik
og sjálfsagt var það þannig en
breytingin var lítil og gestirnir
leiddu með nokkrum stigum. Ekki
var útlitið hjá heimamönnum gott
þegar Kim Lewis fékk sína fjórðu
villu eftir rúmar fjórar mínútur af
seinni hálfleik. En það virtist að-
eins kveikja í heimamönnum sem
náðu forustunni með Pál Axel Vil-
bergsson í fararbroddi sem skoraði
jafnt og þétt allan leikinn og skor-
aði alls 38 stig í leiknum. Leikurinn
var síðan í járnum næstu mínúturn-
ar. Þegar fimm mínútur voru til
loka leiks var staðan 84:84, en þá
var Kim Lewis kominn inná.
Heimamenn tóku góðan kipp og Is-
firðingar misstu móðinn og á
skammri stundu breyttu heima-
menn stöðunni í 95:84. Leiknum
lauk síðan með sigri heimamanna,
99:91, en mótspyrna gestanna kom
verulega á óvart.
Bestir í liði gestanna voru þeir
Dwayne Fontana og Sveinn Blön-
dal en hjá heimamönnum átti Páll
Axel Vilbergsson stórleik. „Það var
gott að ná í tvö stig í þessum leik
eftir að hafa unnið bikarinn um
helgina. Við náðum okkur ekki al-
veg niður á jörðina en ísfirðingarn-
ir komu á óvart, Kaninn hjá þeim
sterkur (Dwayne Fontana) og
nokkrir sterkir einstaklingar með
honum,“ sagði Páll Axel.
Tindastóll marði sigur
Tindastóll þurfti að hafa fyrir
sigri sínum á heimavelli gegn
Skallagrími en lokatölur urðu
87:78. Skallagríms-
menn byrjuðu mun
betur en heima-
menn og skoruðu
grimmt í upphafi leiksins, en síðan
náðu heimamenn að komast inn í
leikinn með góðum leikkafla þegar
Péturlngi
Bjömsson
skrifar
Snæfell fær Júgóslavann
MIRKO Virijevic, 19 ára körfu-
knattleiksmaður frá Júgóslavíu,
liefur fengið leyfi frá Alþjóða
körfuknattleikssambandinu,
FIBA, til að ganga til liðs við 1.
deildar lið Snæfells. Körfuknatt-
leikssamband Júgóslavíu hafði
sett honum stólinn fyrir dyrnar
en samkvæmt reglum þess var
hann of ungur til að fara úr landi.
Virijevic kemur frá Rauðu stjörn-
unni og er tveggja metra hár og
ætti að reynast Stykkishólmslið-
inu góður styrkur.
þeir breyttu stöðunni úr 2-9 í 14-9,
en eftir það datt leikurinn niður,
gestirnir náðu að jafna, varnir
beggja liða voru slakar, en það kom
ekki að sök því að sóknirnar voru
bitlitlar. Mikið var um mistök og
lengstum var jafnt á stigum eða lið-
in skiptust á að leiða með tveim til
fjórum stigum. Heimamenn höfðu
þó oftar frumkvæðið og höfðu eitt
stig yfir í hálfleik. í þriðja leikhluta
virtist flest fara úrskeiðis hjá báð-
um liðum og þegar eftir lifðu þrjár
mínútur af leikhlutanum höfðu
heimamenn skorað átta stig en
gestirnir sex, og hver sóknin af
annarri rann út í sandinn með
þriggja stiga skotum sem geiguðu
eða sendingum sem misfórust.
Á lokasprettinum hresstust
menn nokkuð og virtist nú sem þeir
gerðu sér grein fyrir því að nú væri
að duga eða drepast. Bæði liðin
börðust vel og með harðfylgi tóks
heimamönnum að innbyrða sigur á
lokamínútunum, sem langt í frá vafr'
auðveldur.
I liði Tindastóls var Adonis Pom-
ones bestur, en Myers, Antropov
og Kristinn Friðriksson áttu spretti
en Lárus Dagur átti einnig góðan
dag í vörninni. Hjá Skallagrími var
Warren Peebles bestur en einnig
átti Sigmar Egilsson góða kafla svo
og Ermolinskij og Egill Örn. >