Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 4
4 C FÖSTUDAGUR17. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BÍÓBLAÐIÐ
Eina ástríðan
I LIFINU
Sumir halda því fram aö kaflaskil hafi oröiö í norrænni kvik-
myndagerð meö fyrstu dönsku dogmamyndinni ogtala um fyrir
og eftir Festen. Sú mynd breytti aö minnsta kosti miklu fyrir
leikstjórann Thomas Vinterberg, kvikmyndatökumanninn Anth-
ony Dod Mantle og klipparann - Valdísi Óskarsdóttur. Eftir
Festen hefurValdís varla áttfrídagí vinnunni, henni bjóöast
fleiri verkefni en hún getur annað og víöar en á Norðurlöndun-
um. Um þessar mundir er eftirvinnslu að Ijúka á nýjustu mynd
bandaríska leikstjórans Gus Van Sandt, Finding Forrester, sem
Valdís klippti og skartar Sean Connery í aöalhlutverkinu. Valdís
var nýlega stödd hér heima til aö hafa yfirumsjón meö loka-
klippingu næstu myndar Zik Zak-fyrirtækisins, Villiljós, og þá
hitti Páll Kristinn Pálsson hana einn eftirmiödagspart.
IRAUNINNI er þetta alltaf sama
vinnan,“ segir Valdís hugsi og
treður Bourbon Blend í pípuna
sína þegar ég nefni ofangreinda
skoðun um lífíð íyrir og eftir
Festen. „Það breytist ekki að maður er
fyrst og fremst að klippa saman efni og
gera úr því sögu. Auðvitað eru leik-
stjórarnir og handritin mismunandi og
það hvernig myndimar eru teknar, en
það skiptir ekki máli hvort um er að
ræða hundrað króna eða þúsund króna
mynd. Aðalatriðið er að koma sögunni
saman. Og það er alltaf jafnmikil vinna
Þetta vil ág gera...
Valdís kveðst snemma á h'fsleiðinni
hafa langað að fara í kvikmyndagerð.
Hún starfaði sem ljósmyndari, skrifaði
barnabækur og gerði útvarpsþætti.
,Af einhverjum ástæðum var mér svo
hugstætt að læra að klippa, en þegar
ég talaði um það við fólk hváði það og
sagði: „Klippa hvað?“ Það var eins og
þetta væri ekki sérstakt fag, það væru
leikstjóramir, tökumennimir eða jafn-
vel framleiðendumir sem klipptu. Eg
sótti árið 1974 um að komast á leik-
stjóralínuna við Dramatiska Institutet
í Stokkhólmi, en fékk ekki inngöngu. Á
þeim tíma var ég ein með bam og það
var ekkert sjálfsagt mál að skella sér
bara til útlanda og taka sénsinn. Eg
ákvað því að halda áfram í því sem ég
var að gera þangað til eitthvað annað
gerðist. Og þetta „þangað til“ varð tíu
ár, þá sótti ég um að að komast á
tveggja mánaða fílmunámskeið við
sama skóla, D.I. í Stokkhólmi. Ég var
þá búin að eignast yngri strákinn minn,
Davíð, hann var eins árs og þegar stað-
festing bai-st um að ég kæmist á kúrs-
inn pakkaði ég honum niður og flaug
út, en skildi Kalla eldri son minn eftir
heima. Aðalbjörg systir mín bjó í Upp-
sölum og bauðst til að passa fyrir mig á
meðan ég var á námskeiðinu. Þetta var
mjög skemmtilegur tími. Við mættum
snemma á morgnana og vorum að fram
á kvöld, skrifuðum handrit, tókum og
lékum sjálf; þetta gekk mjög hratt fyr-
ir sig og þegar ég byijaði að klippa
fannst mér það svo tryllingslega
skemmtilegt að ég hugsaði með mér:
Þetta vil ég gera það sem eftir er æv-
innar.“
Danski kvikmyndaskólinn
Eftir námskeiðið gekk Valdís á milli
kvikmyndagerðarmanna hér heima, en
það var engin verkefni að hafa, og hún
hélt áfram að vinna sem Ijósmyndari
og þáttagerðarkona í útvarpi. Henni
buðust svo smám saman verkefni sem
aðstoðarklippari við íslenskar bíó-
myndir: Löggulíf eftir Þráin Bertels-
son, Eins og skepnan deyr eftir Hilmar
Oddsson, Stella í orlofi eftir Guðnýju
Halldórsdóttur og Þórhildi Þorleifs-
dóttur og Skyttumar eftir Friðrik Þór
Friðriksson. Aðalklippari við þá síð-
astnefndu var hinn dansk-íslenski
Tómas Gíslason og hann hvatti Valdísi
til að sækja um inngöngu í Danska
kvikmyndaskólann.
„Tómas sagði að þá gæti ég leikið
mér í fjögur ár,“ segir Valdís og brosir
út í annað. „Ég sótti um og komst inn
1987. Mér fínnst skólinn reyndar gera
meiri kröfur til útlendinga en inn-
fæddra, eins og þeir þurfi helst að vera
útlærðir til að komast inn. En þarna
var ég næstu fjögur árin og fannst það
harla lítill leikur. Okkur var sagt að
þegar við kæmum út í bransann mynd-
um við sífellt reka okkur á veggi og
þess vegna gekk kennslan út, á að láta
okkur endalaust ganga á veggi. Einnig
var mórallinn slæmur meðal nemenda,
mikil afbrýðisemi og samstöðuleysi.
Kjartan Kjartansson hljóðmeistari var
í sama árgangi svo við gátum kvartað
við hvort annað og tveimur áium
seinna bættist Sigurður Hr. Sigui'ðs-
son hljóðmeistari í hópinn. Eini ljósi
punkturinn, fyrir utan jóla- og sumar-
frí, eru samböndin sem maður kemst í
og geta þýtt vinnu seinna þegar leik-
stjórarnir fara að gera sínar eigin
myndir."
Gleði og raunir
klipparans
Valdís vann útskriftarmynd sína
með leikstjóranum Annette K. Olesen.
„Hún heitir 10.32 Kærlighedshistorie,
frekar óhefðbundin saga að formi til og
klippingin eftir því óvenjuleg. Þessi
mynd hefur farið víða og unnið til verð-
launa á skólahátíðum. Eg man eftir því
að í útskriftarveislunni kom leikstjór-
inn Jesper W. Nielsen aftur og aftur til
mín og sagði: „Rosalega var þetta góð
mynd hjá þér, Valdís." Og þegar hann
kom í fimmta skiptið sagði ég: „Ef þig
vantar einhvern tíma aðstoðarklipp-
ara, Jesper, þá hringirðu bara í mig.“
Þá sagði hann: „Eg myndi aldrei
hringja í þig og biðja þig um að vera að-
stoðarklippari. Ég myndi bara hringja
í þig og biðja þig um að vera aðalklipp-
ari.“ En þess má geta að Jesper hafði á
sínum tíma útskrifast sem klippari frá
Danska kvikmyndaskólanum."
Eftir námið ætlaði Valdís að vera
áfram í Danmörku og freista gæfunn-
ar. „En þegar Ásdís Thoroddsen leik-
stjóri hringdi og bauð mér að klippa
Inguló, pakkaði ég öllu niður og fór til
Islands. í kjölfar hennar kom Sódóma
Reykjavík eftir Óskar Jónasson, en svo
var ekkert að hafa. Á meðan ég var í
námi hafði ég alltaf komið heim á
sumrin og klippt fréttir hjá Sjónvarp-
inu, svo ég fór aftur í það. Góð klippiæf-
ing, en mikið álag. Lítið sem ekkert að
gera allan daginn, svo myndaðist bið-
röð fréttamanna um sexleytið, það var
hraðspólað í gegnum efnið, skotin val-
in, klippt og döbbað. Klukkan átta var
heilinn í mér ónýtur og þá voru ellefu-
fréttiniar eftir. Samt var gaman, og
fólkið sem ég vann með gott og
skemmtdegt. Svo komu þrjár stutt-
myndir: Óskir Skara eftir Ásdísi Thor-
oddsen, Hlaupársdagur eftir Önnu Th.
Rögnvaldsdóttur og Farvel í'aivel eftir
Klaus Kjeldsen. Næsta bíómynd varð
svo Skýjahöllin eftir Þorstein Jónsson,
Nordisk film var meðframleiðandi og
lagði til eftirvinnsluna, sendi til íslands
klippitölvu og Nikolaj aðstoðarmann.
Hann sat með mér þijá vetrarmánuði í
myrkri og skítakulda, kenndi mér á
tölvuna og þegar ég fluttist aftur til
Danmerkur var hann aðstoðarmaður
minn við fyrstu myndirnar. Einn dag-
inn hringdi svo fyrrnefndur Jesper W.
Nielsen, þetta var þremur árum eftir
útskriftarpartíið, og bauð mér að
klippa mynd hans sem heitii' Síðasti
víkingurinn. Ég fór út haustið 1994 og
um það bil sem við vorum að klára í
febrúar 1995 bauðst mér að klippa aðra
mynd í Danmörku um sumaiið. Ég fór
heim og klippti Draumadísir eftir Ás-
dísi Thoroddsen, pakkaði niður í frí-
stundunum og flutti aftur út.“
Sumarmyndin heitir Tpsepiger, leik-
stjórinn Vibeke Gade, og Valdís fékk
Elísabetu Rónaldsdóttur með sér sem
aðstoðarklippara. „Sú vinna snerist
upp í hreina martröð. Vibeke kom úr
sjónvarpinu og þetta var hennar fyrsta
bíómynd. Hún hafði aldrei séð klippi-
borð og fór einfaldlega á taugum. Sat
úti í horni allan daginn og gagnrýndi
allt sem ég gerði. Ekki hvemig ég
klippti, því það vai' í fínu lagi, heldur
hvernig ég stóð og sat og talaði eða tal-
aði ekki. Hún var ótrúleg. Taugastríð
okkar stóð yfir í nokkra mánuði, og
endaði með því að henni var bannað að
koma inn í herbergið til mín, en við El-
ísabet kláruðum að klippa. Eftir það
fékk Vibeke klippara á eftirlaunum frá
sjónvarpinu til að fara með sér í gegn-
um myndina, hún hafði hótað að taka
nafnið sitt burtu og það gengur ekki að
hafa mynd án leikstjóra eins og gefur
að skilja. Við Elísabet sáum svo mynd-
ina og létum fjarlægja nöfn okkar af
kreditlistanum. Ekki af því að konan
hefði breytt neinu að ráði, heldur bara
svona af prinsípástæðum. Það var líka
allt í lagi, ekkert mál að vera með bíó-
mynd sem enginn heíur klippt!“
Næstu verkefni voru öll ánægjuleg:
stuttmyndin Fridas forste gang eftir
Charlotte S. Bostrup; endurklipping á
Blomsterfangen eftir Jens Arendtsen;
lokaspretturinn á fyi'stu bíómynd
Thomasar Vinterbergs, De sterste
helte; Forbudt for born eftir Jesper W.
Nielsen - og svo fékk Valdís upphring-
ingu frá einum frægasta kíippara
Dana, Janus Billeskov-Jensen, hvort
hún vildi verða meðklippari hans við
Vesalingana, stórmynd Bille August
eftir sögu Viktors Hugo. „Sú mynd vai'
tekin í Prag, við vorum þar á meðan og
kláruðum svo að klippa í Kaupmanna-
höfn. Meðklippari þýðh' að maður
klippi til jafns við aðalklipparann, en
einhverra hluta vegna mátti ég ekki
tala við Bille August og ekki sýna hon-
um senumar sem ég klippti, það gerði
Janus himself. Einhver sagði að Janus
væri svo hræddm- um að Bille fyndi
annan klippara sem væri betri en hann
og þess vegna héldi hann öllum klipp-
uium frá honum. Ef ég hefði ekki
gengið í gegnum vesenið með Vibeke
Gade er ég ekki viss um að ég hefði
meikað Janus Billeskov. Það var allt
ómögulegt sem ég gerði. Eitt skipti lét
hann mig fá senu sem hann sjálfúr var
búinn að klippa, en sagðist ekki kunna
nógu vel við hana, hvort ég vildi ekki
taka hana í gegn. Ég breytti tveimur
skotum í byrjuninni, en hróflaði ekki
við restinni, hugsaði að hann hefði
klippt þetta sjálfur og hlyti að vilja hafa
þetta svona. Janus horfði á senuna og
sagði: „En fyndið, þú notar alveg sömu
tökur og ég!“ - en svo kom: Þetta er
ómögulegt og þetta er ómögulegt og...
Þetta var út í hött. Þarna sat maðurinn
og tætti niður sína eigin klippingu. Ég
velti fyrir mér hvort ég ætti að benda
honum á að hann hefði klippt þetta
drasl sjálfur, en ákvað að sleppa því.
En þetta bjargaði lífi mínu, því ég gerði
mér grein fyrir að þó ég kæmi inn með
eitthvað sem Dede Allen eða Thelma
Schoenmaker hefðu klippt þá myndi
hann segja alveg það sama. Éftir þetta
hélt ég mig mest í hljóðinu svo það eru
bara nokkrar senur í Vesalingunum
sem hægt er að segja að ég hafi klippt.
Alltaf síðan þegar ég hitti Janus er
hann voða næs, en hann er auðvitað
ekki uppáhaldsklippparinn minn!“
Festen
Og þá er komið að Festen, haustið
1997: „Thomas Vinterberg hafði boðið
mér að klippa Festen og sent mér
handritið niður til Prag. Þegar ég kom
til starfa var ég með það á hreinu að ég
væri versti klippari í heimi. Thomasi
fannst allt gott sem ég gerði og ég var
viss um að það væri eitthvað að honum,
því mér fannst ekkert nógu gott. Við
vorum með 56 klukkutíma efni, tekið á
handheldar starfrænar vídeókamerui'.
Ég uppgötvaði fljótlega hvað það var
Þegar ég klippti
Festen var ég
viss um að ég
væri versti
klippari í heimi
Ef þú smellir
aftur með
fingrunum,
Sören, þá bít ég
þig í fótinn!
Mér er sagt að ég
hafi ekki stíl en
ég get séð það
sjálf. Ég klippi
bara svona eins
og ég klippi
mikill kraftur í tökunum, sem voru líka
þess eðlis að það mátti gera nánast
hvað sem var við þær. Klippingin varð
því að skemmtilegum leik þar sem allar
reglur voru brotnar og smátt og smátt
fékk ég sjálfstraustið aftur. Við áttum
að vera búin að klippa í desember, sem
vai' allt of knappt og enduðum í rosa-
legri töm þar sem Thomas sat með
heyrnartól og horfði á vídeó og valdi
tökur, en ég sat við tölvuna og klippti
jafnóðum það sem hann lét mig fá. Við
náðum að koma saman fyrsta klippi,
sem var þrír tímar, í byrjun desember
og tókst að koma myndinni í nokkuð
gott horf fyrir jólafríið. Eftir áramótin
var ég búin að lofa mér í Dansinn hans
Ágústs Guðmundssonar, ásamt Elísa-
betu Rónalds, en hún vai'ð að byija án
mín. Lokaspretturinn við klippingu
Festen varð önnur hrikaleg törn, þar
sem unnið var minnst 12 tíma á dag,
líka um helgar. Myndin var alltof löng,
það þurfti að henda miklu út, og svo
hafði hún fimm ef ekki sex endi. Það
var vel liðið á febrúar er við kláruðum
og þá hafði myndin breyst mjög mikið í
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR17. NÓVEMBER 2000 C 5
BÍÓBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
------------------- , ------------1
allri uppbyggingu. Við vorum að sjálf-
sögðu kát, en hins vegar óraði engan
fyrir að hún ætti eftir að slá svona
hressilega í gegn. Menn héldu að hún
myndi malla eitthvað í nokkrum bíó-
húsum í Danmörku og búið spil. Svo
var hún valin í aðalkeppnina í Cannes
og það varð rosafögnuður; liðið óð nið-
ureftir og var eins og útlendingar á
leið í útilegu um hávetur á Islandi,
vantaði allan útbúnað og enginn vissi
neitt í sinn haus. Ég fór með og það
vai' æðislegt. Festen fékk Gullna
pálmann og gekk síðan einstaklega
vel í Danmörku, en samt kom mér á
óvart að hún skyldi síðan fara svona
víða og hafa þau áhrif á kvikmynda-
gerðarfólk sem raun ber vitni. Ég er
enn að hitta fólk sem talar fram og
aftur um Festen. Thomas er hampað
sem nýjum snillingi í norrænni kvik-
myndagerð og það má vel unna hon-
um þess. Hann er ákaflega hug-
myndaríkur og góður í samstarfi.
Hann er aldrei negldur niður við
handritið, lætur reyndar klippa allar
senur og raða þeim niður eftir hand-
ritinu, því hann vill gefa öllum senum
séns. En þegar kemur að því að henda
út og breyta er hann mjög opinn og
hlustar á skoðanir annarra, og úr því
verður frjótt samspil. Svo er hann
mikill ljúflingur.“
Lars og Soren
Eftir Festen fékk Valdís sérkenni-
legt verkefni. „Lars von Trier hafði
sett upp einkar fhimlega sýningu í
Kunstforeningen í Kaupmannahöfn.
Spunaverkefni þar sem leikurum var
komið fyrir í fjórtán herbergjum, þeir
fengu einhverjar grunnlínur frá leik-
stjóranum sem gengu út á að túlka
mismunandi tilfinningar eftir því sem
litur ljóssins í herbergjunum breytt-
ist. En það sem réð litaskiptunum
voiu hreyfingar maura í Mexíkó!
Þegar þeir fóru yfir ákveðna punkta
skipti ljósið í herbergjunum fjórtán í
Kaupmannahöfn um lit og þar með
hvaða tilfinningar leikararnir áttu að
tjá - sambandið var í gegnum gei'vi-
hnött eða eitthvað svoleiðis. Jesper
Jargil filmaði þetta allt saman mjög
nákvæmlega, 86 klukkutíma, og úr
þessu átti að búa til bíómynd. Eg man
ekki titilinn, en undirtitillinn var:
Þetta er ekki mynd. Það var náttúr-
lega enginn vitrænn stiúktúr í þessu,
en margar fyndnar senur og
skemmtilegir karakterar. Ég átti
lengi í basli með að finna eitthvert
form fyrir þetta efni og á endanum
ákvað ég að úr því þetta væri ekki bíó-
mynd gæti ég klippt í samræmi við
það. Jesper var á haus í heimildar-
mynd um Lars von Trier og hafði
engan tíma til að sinna ekki-bíómynd-
inni. Eftir dúk og disk mætti hann
loksins í klippiherbergið og var ekki
par hrifinn af því sem'hann sá. Hann
útlistaði fjálglega hvernig hann vildi
hafa myndina, en það var bara þrem-
ur mánuðum of seint og skyndilega
fékk ég nóg. Ég vildi ekki klippa leng-
ur. Ég vildi ekki sjá óklippta bíómynd
það sem eftir lifði ævinnar. Ég fór
heim, lagðist upp í sófa og kveikti á
sjónvarpinu. Velti fyrir mér hvað ann-
að mig langaði að gera og komst að
þeirri niðurstöðu - mér til mikillar ar-
mæðu - að eina ástríðan sem ég hef er
að klippa bíómyndir, ég gæti ekki lif-
að án þess. En nú væri þessi blessaða
ekki-mynd að ræna mig ástríðunni og
ég mætti ekki láta það viðgangast.
Svo ég sendi Jesper uppsagnarbréf
og fór í tveggja daga frí til Skagen.
Ég mætti síðan aftur í klippiher-
bergið til að vinna Mifúnes sidste
sang, dogmamynd eftir Soren Kragh-
Jprgensen. Hún var allt öðruvísi en
Festen, tekin á filmu og kameran
hrist sem minnst. Við klipptum hana
á sextán vikum, unnum skipulega frá
níu til fimm alla virka daga og þetta er
eina myndin sem ég hef klippt á
venjulegum vinnutíma. Ég hafði
aldrei unnið með Spren áður en það
gekk mjög vel, hann er svo léttur og
skemmtilegur náungi. En oft þegar
ég var að klippa sat hann fyrir aftan
mig, fylgdist með og ef honum fannst
komið að klippi og ég ekki búin að
framkvæma það, smellti hann fingr-
um og sagði: „Klipp!“ Eftir nokkum
tíma var ég alveg að fiíka út, sneri
mér við og sagði: „Ef þú smellir aftur
með fingrunum, Sören, þá bít ég þig í
fótinn!" Það kom smáþögn, en svo
sagði hann: „Lofarðu því?“ „Já,“
sagði ég, „ef þú ert í hreinum buxum!“
„Jæja,“ sagði hann, vafði teipi um
finguma og brosti: „Sjáðu Valdís, nú
get ég ekki smellt lengur.“ Ég man að
fréttamennimir gerðu þetta stundum
uppi í Sjónvarpi og manni leið eins og
hundi. Smellt: „Sestu!“ Smellt:
“Leggstu!" Smellt: „Veltu þér!“
Smellt: „Góður vofsi, nú færðu kex!“
Undarlegur andskoti."
Gus van Sandt
Mifunes sidste sang fékk mjög góð-
ar viðtökur og verðlaun á ýmsum
kvikmyndahátíðum. Valdís klippti
næst bandaríska dogmamynd, Julian
Donkeyboy, eftir Harmony Korine og
sex þátta seríu fyiir sænska sjón-
varpið, Labyrinten, gerða eftir sögu
krimmahöfundarins Hennings Mank-
ells í leikstjórn Daniels Bergmans
(sonar Ingmars). Þegar Valdís vann
við Julian Donkeyboy kom leikstjór-
inn Gus Van Sandt (My Private Id-
aho, Dragstore Cowboy, To Die For)
einn daginn inn í klippiherbergið.
„Þar hitti ég Gus fyrst,“ segii' Val-
dís. „Harmony hafði skrifað handrit
að þremur stuttmyndum sem átti að
skeyta saman í eina mynd og Gus átti
að leikstýra einni þeirra, Harmony
annarri og þeir vildu fá Thomas Vint-
erberg í þá þriðju, en hann afþakkaði.
Það átti að vera sami tökumaður á
þeim öllum, Anthony Dod Mantle, og
sami klipparinn, ég. Einamyndin sem
hefur verið gerð er sú sem Gus leik-
stýrir og kallast Easter. Við klipptum
hana í nóvember og desember í fyrra í
Portlandi í Oregon. Ég bjó á hóteli í
herbergi 207 og klippitölvan var í her-
bergi 202, svo það var bara yfir gang-
inn og aftur til baka allan tímann. Það
var lítið um útivera, sem var svo sem í
lagi því það hellirigndi alla daga. Með-
an á þessu stóð fékk Gus sent hand-
ritið að Finding Forrester og ég
heyrði hann tala um að Sean Connery
vildi taka að sér annað aðalhlutverkið.
Það var þó ekkert orðað við mig að
vinna við þá mynd og ég fór heim til
Kaupmannahafnar og klippti D-dag
eftir dogmabræðuma Thomas Vint-
erberg, Lars voh Trier, Spren Kragh-
Jacobsen og Christian Levring.
Myndin var tekin upp á gamlárs-
kvöld. Hver um sig hafði einn leikara,
nema Soren hafði tvo, einn tökumann
og einn hljóðmann. Sögupersónurnar
bytjuðu hver á sínum stað í Kaup-
mannahöfn rúmlega elleíú og rétt fyr-
ir miðnætti hittust þær allar til að
fremja bankarán. Eftir ránið skiljast
svo leiðir þeirra. Hver mynd var 70
mínútur og á nýársdag var myndun-
um sjónvarpað á fjóram sjónvarps-
stöðvum og áhorfendur þurftu að
sappa á milli þeirra til að fylgjast með
öllum sögunum, en á einni stöðinni
vora leikstjóramir sýndir þai' sem
þeir stýrðu leikuranum í gegnum tal-
stöð. Danska þjóðin var ekki par hrif-
in af þessari uppákomu og fannst að
dogmabræðumir ættu bara að leika
sér heima hjá sér. Ég var síðan fengin
til að klippa þessar fjórar myndir
saman í eina og dundaði mér við það í
janúar og febrúar - leikstjóralaus.
Pródúsentinn sagði vonlaust að hafa
fjóra leikstjóra saman í einu klippi-
herbergi, strákamir vildu bara að ég
klippti þetta saman og svo fengju þeir
að sjá útkomuna.
Um miðjan febrúar fékk ég upp-
hringingu frá pródúsenti Gus og til-
boð um að klippa Finding Forrester.
Myndin er framleidd af Columbia
Pictures í Hollywood, stúdíótökurnar
vora í Toronto í Kanada, útitökumar í
New York. Við fylgdum tökuliðinu og
klipptum meðfram tökum, og svo
restina í Berkeley, rétt fyrir utan San
Franscisco. Klippivinnan tók sex
mánuði og þetta hefur verið afspymu
fróðlegt. I fyrsta lagi era samningar
við svona risafyrirtæki mjög flóknir,
svo ég er komin með umboðsmann í
Bandaríkjunum til að annast þau mál.
Það þarf bókstaflega að tilgreina allt í
samningnum: hve marga tíma maður
vinnur, hvernig maður býr, á hvaða
farrými maður flýgur, stærð bókstaf-
anna á nafni manns á kreditlistanum
og svo framvegis. Þetta era endalaus
smáatriði og þýðir ekkert að ætla sér
að breyta einhveiju eftir á. I öðra lagi
er batteríið svo miklu stærra en mað-
ur á að venjast, aðstoðarmennimir
era með aðstoðarmenn sem hafa líka
aðstoðarmenn ... Og vinnan var mjög
stíf, klippt allan daginn og á kvöldin
vora tökur gærdagsins skoðaðar, það
er að segja meðan á tökum stóð. Þeg-
ar þeim lauk styttist vinnudagurinn
þó ekkert, maður vann bara lengur
við að klippa. Þetta var eins og á ver-
tíð. Vinna. Éta. Sofa. Vinnustaðurinn
og verbúðin samt ögn snyrtilegri
þama úti og launin líklegast skárri en
þó ekkert til að hrópa húrra fyrir mið-
að við álagið.
Gus er mjög geðþekkur maður.
Meðan myndin vai' í tökum kom hann
tvisvar inn í klippiherbergið, horfði á
nokkrar senur, sagði: „Great“ og fór
svo út. Eftir að tökum lauk var hann í
klippiherberginu allan daginn. Hann
sat þar bara, gutlaði á gítar, fór á net-
ið eða talaði í símann og ef ég þurfti að
spyrja einhvers svaraði hann, en lét
mig annai's afskiptalausa. I þau örfáu
skipti sem hann kom með athuga-
semdir, ræskti hann sig eins og hann
væri að biðjast afsökunar á ónæðinu
og sagði: „Veistu hvað ég held að þú
gætii' ef til vill gert núna ..." En svo
gátum við setið lengi og rætt um
myndina og persónurnar og hvemig
sagan skilaði sér ... eða bara kjaftað
um ýmislegt annað sem kom mynd-
inni ekkert við. Við urðum á undan
áætlun með klippinguna, sama gerð-
ist með hljóðvinnsluna og mér sldlst
að framleiðendumir séu bara vel
hressir með útkomuna. Gus kallar
Finding Forrester systurmynd Good
Will Hunting, sem ætti þá að gefa
fólki vísbendingu um hvers konar
mynd þetta er. Hún er mjög sérstök
fyrir Sean Connery, hann fékk þama
bitastæðara karakterhlutverk en oft-
ast áður. Mér þykir hann skila því
mjög vel og hinir leikaramir era ekk-
ert síðri. Sagan er um sextán ára
svertingjastrák í Bronx sem er mjög
góður í körfubolta og ekkert óvenju-
legt við það. En strákur hefur einnig
mikla rithöfundarhæfileika og það er
óvenjulegt fyrir ungan fátækan svert-
ingja. Sean Connery leikur dularfull-
an mann sem hjálpar honum við
skriftimar og kjami myndarinnar er
vinátta þeirra.“
Rok og rigning...
Eftir Finding Forrester er Valdís
að vonast til að geta tekið sér lang-
þráð frí. „Mér er illa við langtíma-
plön,“ segir hún. „Þess vegna hef ég
neitað öllum tilboðum sem borist hafa
meðan ég vann við FF. Reyndar er
Thomas Vinterberg að fara af stað í
maí með næstu mynd sína og ég mun
klippa hana. Ég segi náttúrlega ekki
orð um innihald hennar, en fólk getur
rétt ímyndað sér hvaða væntingar
era í gangi. Danir era svo skrítnir að
engum má ganga of vel, þá er farið að
salla viðkomandi niður. Þess vegna
fékk Lars von Trier svona viðtökui'
við Dancer in the Dark, honum var
farið að ganga of vel.“
Valdis kannast ekki við að hafa til-
einkað sér einhvern tiltekinn klippi-
stíl. „Mér er sagt að ég hafi stíl en ég
get ekki séð það sjálf. Ég klippi bara
svona eins og ég klippi. En Danir full-
yrða að mitt skaplyndi sé öðravísi en
þeirra og að það komi fram i því
hvemig ég klippi: rok og rigning,
skafrenningur, blindbylur og sjó-
gangur giska ég á ...Eg get heldur
ekki sagt að ég eigi mér einhverja
uppáhaldsmynd af þeim sem ég hef
klippt. Mér þykir vænt um þær all-
ar.“
En hvað finnst henni um íslenskar
kvikmyndir eftir alla reynsluna í út-
löndum? „Ég get lítið sagt um þær, ég
hef séð svo fáar þeirra í seinni tíð. Því
miður. Mér tókst að sjá Engla al-
heimsins og 101 Reykjavík í bíói og
þótti gaman. En mér finnst ég ekki
opna íslenskt blað öðravísi en að lesa
um bíómyndir í undirbúningi, fram-
leiðslu eða sýningu, svo ég get ekki
annað séð en að gróskan sé allsráð-
andi. Aftur á móti er afleitt hversu illa
er staðið að íslenskri kvikmyndagerð,
það að alltaf skuli þurfa að leita til út-
landa eftir fjármagni er til háborinnar
skammai', en fúrðulegast af öllu er
kannski að útlendingar vilji setja pen-
inga í myndir sem þeir skilja ekki bofs
í. En á meðan þeir gera það tökum við
því sem að okkur er rétt og vonum að
einn góðan veðurdag uppgötvi pen-
ingamenn á Islandi að kvikmynda-
gerð er iðnaður og útflutningsvara og
miklu betri landkynning en hesturinn
eða víkingar á siglingu upp Hudson-
ána“
FULLKOMIÐ
LEITARTORG
torgis