Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
/ Jt
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 C \
BIOBLAÐIÐ
Bíóin í borginni
Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir
ÍSLENSK GAMANMYND, SEM ER MEINFYNDIN, HÆFILEGA ALVÖRU-
LAUS EN ÞÓ MEÐ BÁÐA FÆTUR í ÍSLENSKA VERULEIKANUM, ER KOM-
IN FRAM. ALVEG HREINT AFBRAGÐS GÓÐ MYND.
LEIKSTJÓRI: ROBERT DOUGUS. AÐALLEIKENDUR: ÞÓRHALLUR
SVERRISON, JÓN GNARR, HAFDÍS HULD.
NÝJAR MYNDIR
MANCHESTER UNITED
Regnboginn: Föstudag kl. 4-6. Laugardag/
sunnudag kl. 2 - 4 - 6.
Stjörnubíó: 8 - lOþ Aukasýnlng föstudag kl. 12.
NURSE BETTY
Bíóhöllin: Kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20. Auka-
sýning föstudag kl. 12:30
Kringlubíó: Kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20. Auka-
sýning föstudag kl. 12:30.
ART OF WAR
Laugarásbíó: kl. 5:30 - 8 - 10:30. Aukasýning
föstudag kl. 00:30
Regnboglnn: 5:40 - 8- 10:20.
HUMAN TRAFFIC
Bíóborgin: Kl. 6 - 8 - 10. Aukasýning föstudag
kl. 12, Um helgina kl. 2.
DEN ENESTE ENE
Háskólabíó: Föstudag/laugardag/mánudag kl.
6-8-10. Sunnudag kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.
DROWNING MONA
Laugarásbíó: Kl. 6- 8 . Aukasýn. um helgina kl.
4.
DANCER IN THE DARK ★★★★
DRAMA
Dönsk/Bresk. 2000 Leikstjúri: Lars Von Trier.
Aöalhlutverk: Björk Guðmundsdóttir, Peter
Stormare, Catherine Deneuve.
Túlkun Bjarkar í nýjustu mynd
danska leikstjórans Lars Von Triers
er alveg einstök og heldur uppi brot-
hættum söguþræði.
Háskólabíó Föstudag og mánudag kl. 5:20 - 8.
Laugardag /sunnudag kl. 2 - 5:20 - 8.
ÍSLENSKI DRAUMURINN ★★★★
GAMAN
íslensk. 2000 Leikstjóri: Robert Douglas. Aðal-
leikendur: Þðrhallur Sverrison, Jón Gnarr, Hafdis
Huld.
íslensk gamanmynd, sem er mein-
fyndin, hæfilega alvörulaus en þó
með þáöa fætur í íslenska veruleik-
anum, er komin fram. Alveg hreint
afbragðs góð mynd.
Bíóborgin: kl- 6 - 8 - 10.
BUENA VISTA SOCIAL CLUB
★★★% TÓNLIST
Þýskal/Bandar/Frakkl/Kúba. 1999. Leikstjórn
og handrit: Wim Wenders.
Ómótstæðileg tónlist ómótstæði-
legra kúbanskra tónlistarmanna,
fjörgamalla að árum en þess fjör-
ugri. Þeir eru mennirnir á bak við
myndina, ásamt Ry Cooder. Fylgst
með þeim á æfingum f Havana og á
tónlistarferðalagi til Amstersdam og
New York. Ómissandi.
Bíóborgin kl: 6 . Aukasýning um helgina kl. 4.
THE EXORCIST ★★★% HROLLUR
Bandarísk. 1973. Leikstjóri: William Friedkin.
Handrit: William Peter Blatty. Aðalleikendur: Jas-
on Miller, Ellen Burstyn, Linda Blair, Max Von
Sydow.
Aukin og endurbætt og aldrei skelfi-
legri eöa djöfullegri. Ein besta hroll-
vekja sföari ára og sígild fyrir löngu.
Bíóhöllin: Kl. 8 - 10:15. Aukasýning föstudag
kl. 12:45.
Kringlubíó: Kl. 8 - 10:30. Aukasýning föstudag
kl. 12:30
THE CELL ★★★HROLLUR
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Larsen Singh.
Handrit: Mark Protosevich. Aðalleikendur: Jenni-
fer Lopez, Vince Vaughn, Vincent DOnofrio.
Einstaklega áhrifarík taka og tónlist
og tjöldin minnisstæö í sinni súr-
realísku fegurð. Kemur inná nýjar
hliðar á fjöldamorðingjaklisjusúp-
unni en annaö er upp og ofan.
Laugarásbíó: Kl. 10.
101 REYKJAVÍK ★★★ GAMAN
íslensk. 2000. Leikstjðm og handrit: Baltasar
Kormákur. Aðalleikendur: Victoria Abril, Hilmir
Snær Guðnason, Hanna María Karlsdóttir, Balt-
asar Kormákur.
Svört kynlífskómedía úr hjarta borg-
arinnar, nútímaleg og hress sem
skoðar samtímann í frísklegu og
fersku Ijósi raunsæis og farsa. Vel
leikin, einkum af hinni kynngimögn-
uöu Almodóvar-leikkonu Victoriu
Abril og er yfir höfuð besta afþrey-
ing.
Háskólabíó: Alla daga kl. 8.
KJÚKLINGAFLOTTINN - CHICKEN
RUN ★★★ FJÖLSKYLDUMYND
Bresk/Bandarísk 2000. Leikstjóm og handrit:
Peter Lord og Nick Park. Leikraddir: Phil Dan-
iels, Lynn Ferguson og Mel Gibson.
Leirþrúður fara með aðalhlutverkin í
fjölskylduvænni endurvinnslu Flótt-
ans mikla - með Watershio Down-
ívafi.
ÍSLENSKT TAL:
Bíóhöllin: Föstudag Kl. 4 - 6. Um
helgina kl. 2-4-6.
Háskólabíó: Alla daga kl.. 6. Auka-
sýning um helgina kl. 2-4.
ENSKT TAL Bíóhöllin: Kl. 4-6.
SNATCH ★★★GAMAN
Bresk. 2000. Leikstjóm og handrit: Guy Ritchie.
Aðalleikendur: Jason Statham, Rade Serbedzija,
Brad Pitt, Dennis Farina
Kolsvört glæþakómedía í anda Tar-
antinos. Lágreistir smákrimmar
með fíflaleg gróðaplön og hálir
glæpakóngar Lundúna, sem spila
með illþýöiö
Stjörnubíó: Kl. 6 - 8 - 10. Aukasýningar um
helgina kl. 2-4.
U 571 ★★★ SPENNA
Bandarísk. 2000. Handrit og leikstjórn Jona-
than Mosrow. Aðalleikendur: Matthew McCon-
aughey, Bill Paxton, Harvey Keitel.
Bandarískur hetjuóður um snjalla
hermenn sem ræna þýskym kafþáti
í seinna stríði til að komast yfir
hernaðarleyndarmál. Skemmtileg og
spennandi della.
Bíóhöllin: Kl. 10. Aukasýning föstudag kl.
12:15.
WHAT LIES BENEATH ★★★
HROLLUR
Leikstjórn og handrit: Robert Zemeckis. Aðal-
lerikendur Harrison Ford, Michelle Pfeiffer, Ja-
mes Remar.
Kunnáttusamlega gerður spennu-
tryllir og nútímadraugasaga í anda
Hitchcock gamla. Pfeiffer og Ford-
arinn í toppformi. Hrollvekjandi af-
þreying.
Regnboginn: Kl. 5:30 -8- 10:30.
ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR
M/ÍSL TALI ★★% FJÖLSK.
Frönsk. 1999. Leikstjóri Claude Zidi. Handrit
Gérard Lauzier. Aðalhlutverk Christian Clavier,
Gerard Depardieu, Roberto Benigni.
Leikin mynd um gallharða Galla í
Gaulverjabæ, sem eru í miklu uppá-
haldi hjá smáfólki um víða veröld.
Dugar pöbbum og mömmum líka.
Talsetningin ágæt.
Bíóhöllin: kl. 3:40 - 5:45. Aukasýning um helgi-
na kl. 1:30.
Kringiubío: Um helgina kl. 1:45.
Stjörnubíó:. Um helgina kl. 1:50.
BEDAZZLED ★★^ GAMAN
Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Harold Ramis.
Handrit: Peter Cook, ofl. AðaUeikendur; Brendan
Fraser, Elizabeth Hurley, Frances ÓConnor.
Mynd sem kemur manni í gott skap
og skilur við mann á sömu nótum,
tekst þaö sem henni er ætlaö. Fras-
er fer á kostum sem lúði sem lendir
í sálnaveiöum Skrattans, sem er
mjög frambærilegur í líkama Eliza-
beth Hurley.
Kringlubíó: Kl. 4-6-8.
Regnboginn: Kl. 6-8- 10. Aukasýning laugar-
dag/sunnudag kl. 2 - 4.
BIG MOMMA’S HOUSE ★★%
GAMAN
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Raja Gosnell.
Handrit: Darryl Quarles. Aðalleikendur: Martin
Lawrence, Nia Long, Paul Giamatti.
Grínleikarinn Martin Lawrence
bregður sér í gervi roskinnar og há-
vaðasamrar ömmu í dálaglegu sum-
argrtni fýrir alla fjölskylduna. Ágætis
skemmtun og Martin fer stundum á
kostum.
Stjörnubíó: kl. 6. Aukasýningar um helgar kl. 2
- 4.
LULU ON THE BRIDGE ★★%
DRAMA
Bandarísk. 1998. Leikstjórn og handrit: Paul
Auster. Aðalleikendur: Harvey Keitel, Mira Sorv-
ino, Willem Dafoe.
Myrk og seiöandi ástarsaga úr
smiðju Austers. Keitel og Sorvino
leika ólíka elskendurog gera það
með sóma.
Háskólabíó: Kl. 10.
SCARY MOVIE**%
GAMANHROLLUR
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Keenan Ivory
Wayans. Handrit; Shawn og Marlon Wayans. Að-
alleikendur: Shawn og Marlon Wayans, Shannon
Elizabeth, Carmen Electra.
Fyndin og fríkuð mynd sem skýtur á
hrollvekjur seinustu ára meö beitt-
um og grófum humor.
Regnboginn Föstudag kl 10. Um helgina kl. 2 -
8. Eftir helgi kl. 8.
SPACE COWBOYS ★★% SPENNA
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Clint Weastewood.
Handrit: Ken Kaufman og Howard Klausner. Að-
alleikendur; Clint Eastwood, James Garmer,
Tommy Lee Jones, Donald Sutherland.
Kempum kvikmyndanna er skutlaö
út í geiminn undir stjórn Eastwoods.
Vandræðagangur á kempum í byrj-
un, en síðari hluti betri en sá fýrri.
Fínar tæknibrellur.
Bíóhöllin; Kl. 8 - 10:15. Aukasýning föstudag
kl. 12:30
Bíóborgin: kl. 8 - 10:30.
TUMI TÍGUR - íslenskt tal ★★%
TEIKNIMYND
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Jun Falkenstein.
Handrit: A.A. Milne. Raddir: Laddi, Jóhann Sig-
urðarson, Sigurður Sigurjónsson, ofl.
Þokkaleg teiknimynd fýrir yngstu
kynslóöina segir af ævintýrum Tuma
og vinar hans.Góð talsetning.
Bíóhöllin: Laugardag/sunnudag kl. 2.
Kringlubíó: Laugardag/sunnudag kl.l:45.
GOSSIP ★★ SPENNA
Bandarísk. 2000. Leiksjóri: Steve Guggenheim.
Handrit: Gregory Poirier. Aðalleikendur: James
Marsden, Lena Headey, Norman Reedus.
Nokkuð áhugaveröur samsæristryllir
með óþörfum, óvæntum sögulok-
um. Leikarar og kvikmyndageröar-
menn lofa þó góðu í framtíöinni.
Bíóhöllln: Alla daga kl. 8.
THE KID ★★ FJÖLSK.
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Jon Turteltaub.
Handrit: Audrey Wells . Aðalleikendur: Bruce
Willis, .
Mynd um fertugan framagosa sem
hittir sjálfan sig 8 ára. Hugmyndin
er stórgóö - en vantar spennu og
húmor.
Bíóhöllin: Kl. 3:50 - 5:55 - 8 - 10:00. Auka-
sýning föstudag kl. 12:05. Um helgina kl. 1:45.
Regnboglnn kl. 6 - 8 - 10. Aukasýningar um
helgina kl. 2-4.
Kringlubíó: Kl. 3:45 - 5:50 - 10. Aukasýning
föstudag kl. 12:05. Um helgina kl. 2.
NUTTY PROFESSOR II ★★ GAMAN
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Peter Segal. Hand-
ritshöfundur: Steve Oedekerk og Barry W. Blau-
stein. Aðalleikendur: Eddie Murphy og Janet
Jackson.
Murphy leikur alla Klump-fjölskyld-
una með prýði en brandararnir sam-
safn af prumpi og greddu.
Héskólabíó: Kl. 5:45 - 8 - 10:15. Aukasýning
laugardag/sunnudag kl. 3:30.
Bíóhöllln: Kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:15. Auka- *
sýningar föstudag kl. 12:20. Um helgina kl.
1:30.
SHAFT ★★ SPENNA
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: John Singleton.
Handrit: J.S og Ernest Tidyman. Aðalleikendur:
Samuel L. Jackson, Vanessa Williams, Christian
Bate'og Jeffrey Wright.
Töffaramynd ársins er því miður
óspennandi. Hún er ótrúleg, flöt,
grunn. Wright og Bale eru flottir en
Jackson í erfiðri stöðu.
Laugarásbíó: Kl. 6-8-10- Aukasýning föstu-
dag kl. 12.
LOSER ★% GAMANDRAMA
Bandarísk. 2000. Handrit og leikstjóm: Amy
Heckerling. Aðalleikendur: Jason Biggs, Mena
Suvari.
Þokkalega framleidd en glórulaus »
mynd um nemendur og hornrekur
sem er gjörsamlega útilokað að fá
samúð með.
Regnboginn: Föstudag kl. 8. Laugardag/sunnu-
dag kl. 4 - 10. Mánudag kl. 6.
Ellen Burstyn
þjáist enn af bakmeiöslum
sem hún fékk meðan á tökum
Særingamannsins stóö. Það
gerðist í atriðinu þegar Linda
Blair þeytir henni þvert yfir her-
bergið sitt og hún skellur í gólf-
ið. Hún var með band vafið um
efri hluta líkamans og vír aftur
úr bakinu ogtæknimaður
skellti henni í gólfiö þegar
merki var gefið. Eftir fyrstu tök-
una kvartaöi hún við leikstjór-
ann, William Friedkin, um aö
aðfarir þessar væru of harka-
legar og William sagði tækni-
manninum að skella henni
ekki svona harkalega í gófið
en Burstyn segist hafa séð
þegar leikstjórinn gaf tækni-
manninum jafnharðan merki
um að hafa skipunina að
engu. Burstyn skali svo í góifið
af engu minni hörku en áður
og hefur verið bakveik síðan.
■ |^\ | g~\ I
Cwinmvnii bandaríska
oVipmynQ leikkonan Ellen
Eftir flrnald Burstyn fer með
Indriðason eítt aðaihlut-
verkið í bíó-
myndum kvikmyndahúsanna í
Reykjavík eins og hún gerði fyrir
heilum 27 árum; hún leikur móður
Lindu Blair í Særingamanninum
frá 1973 og gerir það firnavel. Á
þeim tíma var Burstyn í hópi
fremstu leikkvenna í Hollywood
eftir að hafa leikið í nokkrum þýð-
ingarmiklum myndum tímabilsins.
Eftir langa þögn, en við höfum
varla séð hana á tjaldinu svo árum
skiptir, er eins og hún sé núna að
snúa hægt aftur á hvíta tjaldið.
Hún leikur í tveimur bíómynd-
um sem frumsýndar verða í
Bandaríkjunum fyrir jólin. Önnur
er The Yards þar sem hún leikur á
móti tveimur öðrum leikurum er
voru upp á sitt besta á öndverðum
áttunda áratugnum, Faye Dunaway
og James Caan. Hin myndin er
Requiem for að Dream og er eftir
Aronovsky, þann sem gerði Pí.
ÆM Bg
Ellen Burstyn er fædd árið 1932
og hét Edna Rae Gillooly áður en
hún fluttist til Hollywood frá Detr-
oit. Hún lærði leiklist undir hand-
leiðslu Lees Strasbergs í New
York og lék bæði á sviði og í sjón-
varpi á sjötta og öndverðum
sjöunda áratugnum auk þess sem
hún fór með lítil hlutverk í heldur
ómerkilegum bíómyndum á sjö-
unda áratugnum.
Það var svo árið 1971 sem hún
hreppti bitastætt hlutverk í mynd
Peters Bogdanovich, Síðasta bíó-
inu eða The Last Picture Show.
Hún fór frábærlega með hlutverk
frjálslyndrar konu í smábæ í Texas
sem var að Jeggjast í eyði og var
útnefnd til Óskarsins fyrir bestan
leik í aukahlutverki (Cloris Leach-
man hreppti Óskarinn fyrir leik
sinn í sömu mynd). Burstyn var
komin á fertugsaldurinn þegar hún
varð stjarna í Hollywood og komst
í þá eftirsóttu stöðu að kvikmynda-
handrit voru skrifuð sérstaklega
með hana í huga.
Eitt af þeim var Særingarmað-
urinn en það er ekki síst leik
Burstyn að þakka að hún er þunga-
vigtarmynd enn í dag - aftur var
leikkonan útnefnd til Óskarsins en
fékk ekki. Annað handrit var að
Alice Doesn’t Live Here Anymore,
en það var verkefni sem hún sjálf
þróaði og seldi til Warner Bros.
Myndin fjallaði um lífsbaráttu ein-
stæðrar móður og loksins vann
Burstyn Óskarinn fyrir bestan leik
í aðalhlutverki.
Aðrar af betri myndum leikkon-
unnar eru The King of Marvin
Gardens og Harry and Tonto þar
sem hún lék dóttur Art Carneys
auk þess sem hún lék í Á sama
tíma að ári árið 1978 en þá hafði
hún slegið í gegn í leikritinu á sviði
í New York.
Þegar komið var fram á níunda
áratuginn fór hlutverkunum að
fækka og Burstyn leitaði að bita-
stæðari rullum í amerísku sjón-
varpi og gerði oft gott úr þeim.
Þegar hún var spurð að því nýlega «.
í tímaritsviðtali hvort hún haldi að
það sé erfiðara fyrir leikkonur en
karlleikara að eldast í Hollywood,
svarar hún: „Já. Þegar þú tekur
mið af leikurum eins og Sean
Connery og Paul Newman. Því
hvíthærðari og hrukkóttari sem
þeir verða, þeim mun myndarlegri
verða þeir. Við erum ekki svo
heppnar. En ég hef leikið núna í 43
ár og ég hef alltaf vitað að þú get-
ur dottið inn og þú getur dottið út
og það mun alltaf vera þannig.“
Hún er líka spurð að því hvort
hún hafi hafnað hlutverkum í ®
myndum sem síðar urðu mikilvæg-
ar og hún segir að hún hafi ekki
getað tekið að sér hlutverkið sem
Louise Fletcher fékk í Gaukhreiðr-
inu á móti Jack Nicholson. „Eigin-
maður minn var veikur á þeim
tíma og ég gat ekki skuldbundið
mig,“ segir hún. „Það var erfítt,
sérstaklega þegar fólk fór að -*•
spyrja mig hvort ég hafí ekki verið
í Gaukshreiðrinu? Það ruglaði okk-
ur alltaf saman, Fletcher og mér.“