Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ V onir dvína um árangur á Nice-fundi Brussel, Berlín. AP, AFP. ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, ítrekaði í heim- sókn til Brussel í vikunni, að Pól- verjar teldu sig geta gengið í Evrópusambandið (ESB) árið 2003 ef núverandi aðildarríki þess sýndu til þess nægilegan pólitískan vilja. Leiðtogar ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu, sem bíða þess að fá inngöngu í sambandið, þrýsta nú mjög á ráðamenn ESB-ríkj- anna fímmtán að „klára heima- vinnu sína“, fyrir stækkun sam- bandsins, á leiðtogafundinum í Nice 7.-9. desember. Vonir manna um að á fundinum takist að ganga frá samkomulagi um þær breytingar á innra skipu- lagi ESB, sem allt að tvöföldun á fjölda aðildarríkja útheimtir, hafa hins vegar dofnað að undanförnu þar sem mörg veigamikil mál eru enn óútkljáð. Þar á meðal má nefna hvaða málaflokkar skuli felldir undir meirihlutaákvarðan- ir, en það felur í sér að aðildar- ríkin þurfa að gefa eftir neitunar- vald sem þau hafa haft fram að þessu. Hinn franski Michel Barnier, sem fer með málefni endurskoð- unar stofnana ESB í fram- kvæmdastjórn sambandsins og hefur sem slíkur verið í einu aðal- hlutverkanna á ríkjaráðstefnunni um skipulagsbreytingarnar, sagði á mánudag að ekki kæmi mikið út úr fundinum í Nice. „Mér þyk- ir það mjög miður, en við munum ekki ná í höfn ákvörðunum um neinar meiri háttar breytingar í Nice,“ sagði Barnier á blaða- mannafundi í Brussel. Hins vegar sagði Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, í ræðu á þýzka þinginu á þriðju- dag, þar sem fjallað var um samningsmarkmið Þýzkalands fyrir Nice-fundinn, að hann von- aðist til þess að víðtækt sam- komulag næðist, þar á meðal um útfærslu meirihlutaákvarðana, þrátt fyrir að tillögur þar að lút- andi hefðu hlotið dræmar undir- tektir meðal sumra hinna aðildar- ríkjanna. trulegt tilboð! 1OOO SNUNINGA ÞVOTTAVEL I General Electríc ÍHl electric RAFTÆKJAV E R S LU N HEKLA HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 Færeyjar Nýr meiri- hluti og bæjarstjóri í Þórshöfn Þórshöfn. Morgunblaðið. TVEIR borgaralegir flokkar hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Þórshafnar í Færeyjum og verður hann undir forystu nýs bæjarsijóra, Jans Christiansens, 42 ára kennara- menntaðs félaga í Þjóðarflokknum. Sambandsflokkurinn og Þjóðar- flokkurinn hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í færeyska höfuðstaðnum eftir sveitarsijórnar- kosningar í vikunni sem leið. Eru þeir með samtals átta fulltrúa af þrettán í bæjarstjórninni. Flokkarnir tveir deildu um hvor þeirra ætti að fá bæjarstjórastöð- una þar sem aðeins munaði 24 at- kvæðum á fylgi þeirra í kosningun- um. Niðurstaðan var sú að Þjóðarflokkurinn, sem fékk meira fylgi, fengi bæjarsljórastöðuna en fjórar af sjö nefndum bæjarstjóm- arinnar yrðu undir formennsku fulltrúa Sambandsflokksins. Christiansen tekur við stöðunni af sjónvarpsfréttamanninum Leiv Hansen sem er i Þjóðveldisflokkn- um. Flokkur hans fékk þrjá fulltrúa og verður í minnihiuta ásamt Jafn- aðarflokknum sem fékk tvo fúll- trúa. Spáir mikilli fólksfjölgun Christiansen kveðst vilja bæta tengsl bæjarins við atvinnulífið og tryggja að „skattgreiðendur fái sem mest fyrir hverja skattkrónu“. íbúar Þórshafnar em nú um 15.000 og Christiansen spáir því að þeim fjölgi ört næstu árin, meðal annars vegna væntanlegrar olíu- vinnslu í Færeyjum. Mikill skortur er nú þegar á húsnæði í Þórshöfn þar sem margir hafa flust til höfuð- staðarins siðustu árin, bæði frá öðr- um stöðum í Færeyjum og út- löndum. Tugþúsundir Færeyinga fluttust til Danmerkur og fleiri landa í kreppunni fyrir tæpum ára- tug en margir þeirra hafa snúið aft- ur til Færeyja. FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT iUy kaffi Premium gæði frá Itafíu Suðurlandsbraut 6 • s. 568 3333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.