Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 B 31^ fjögurra ungra kvenna á háskólatón- leikum í Norræna húsinu. Þær eiga það sameiginlegt að leika á fagott og búa á Islandi, en eru langt að komn- ar. Kvartettinn skipa Annette Arvid- son, Joanne Arnason, Judith Þor- bergsson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir. Kvartettinn var form- lega stofnaður í haust en það hafði verið í bígerð frá upphafí menning- arársins 2000. Efnisskráin á tónleik- unum verður fjölbreytt og aðgengi- leg, samsett af jóla- og barokktónlist. Kvartettinn flytur m.a. verk eftir Johan Sebastian Bach, Joseph Bodin de Boismorter og Michel Corette auk þess sem hann flytur Yuletide Fantasy í út- setningu David Caroll. Tónleikarnir hefjast kl. 12:30. Aðgangseyrir er kr. 500 en ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteina. Málstofa í læknadeild Fimmtudaginn 7. desember mun Sigurður Daði Sigfússon flytja fyrir- lestur sem hann nefnir: Fiskroð sem himnulíkan til að mæla frásog lyfja. Málstofan fer fram í sal Krabba- meinsfélags íslands, efstu hæð, og hefst kl. 16:15, en kaffiveitingar eru frá kl. 16:00. Allir velkomnir. Málleg merking Fimmtudaginn 7. desember kl. 16 í stofu 205 í Odda flytur Katrín Jóns- dóttir, doktorsnemi við Paul Valéry- háskólann í Frakklandi, fyrirlestur í boði íslenska málfræðifélagsins. Fyrirlesturinn nefnist „Málleg merking" og er byggður á doktor- sverkefni Katrínar sem hún vinnur að um þessar mundir. I fyrirlestrin- um verða tekin fyrir tengsl hlutveru- leika, vitsmunasviðs og mállegrar merkingar. Katrín Jónsdóttir lauk BA-prófi í almennum málvísindum og frönsku frá Háskóla íslands 1993. Hún stundaði nám í kennslufræði, frönsku og málvísindum við Paul Va- léry-háskólann í Frakklandi og lauk þaðan DEA-prófi í merkingarfræði 1997. Hún stundar nú doktorsnám við sama skóla. Gömul kúakyn Fimmtudaginn 7. desember mun Emma Eyþórsdóttir flytja RALA- erindi sem hún nefnir: Gömul kúa- kyn. Fræðsluerindi Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins eru haldin í fundarsal RALA á Keldnaholti, 3. hæð.kl. 10:00-11:00 f.h. Sjúkdómar og snfkjudýr í þorsk- seiðum Fimmtudaginn 7. desember á fræðslufundi á Keldum mun Matt- hías Eydal, líffræðingur á Keldum, flytja fyrirlestur sem hann nefnir: Sjúkdómar og sníkjudýr í þorskseið- um. Fræðslufundimir eru haldnir á bókasafni Keldna og hefjast kl. 12:30. Allir velkomnir. Málstofa efnafræðiskorar Föstudaginn 8. desember mun Bill Stier, Chemistry Department Uni- versity of Washington, flytja fyrir- lestur í málstofu efnafræðiskorar. Málstofan er haldin í stofu 158 VR II og hefst kl. 12:20. Allir velkomnir og nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta. Umræðuhópur um málfræði Föstudaginn 8. desember kl. 11.00-13.00 í stofu IX í aðalbyggingu Háskóla Islands mun Kristján Arna- son ræða um greiningu íslenskra tvíhljóða í Ijósi almennra kenninga um hljóðkerfisfræði, ekki síst um lengd. Fundir hjá Umræðuhópnum eru öllum opnir er áhuga hafa á mál- fræði. PABBI/MAIfNA Allt fyrir minnsta barniö. Þumalína, Pósthússtræti 13. Bókhaldskerfi KERFISÞROUN HF. FÁKAFENI 11. s. 568 8055 http://www. kerfisthroun .is/ Vísindi og fræði um aldamót Sunnudaginn 10. desember kl. 18:30 á rás 1 Ríkisútvarpsins mun Ragnheiður Gyða Jónsdótth' kynna ákveðið rannsókna- og fræðasvið innan Háskóla íslands. Námskeið Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Islands Námskeið í TBR fyrir álagninga- raðila Tími: Mán. 4. des. kl. 9:00- 14:00. Viðskipta-líftækni Kennari: Ólaf- ur Sigurðsson erfðafræðingur, sjóð- stjóri hjá Talenta, líftækni I, auk gestafyrirlesara. Tími: 5., 6. og 8. des.kl. 8:30-11:30. Notkun Excel 7.0 við fjármál og rekstur I. Umsjón: Guðmundur Ól- afsson hagfræðingur, lektor í upp- lýsingatækni við viðskipta- og hag- fræðideild HÍ. Tími: 5. og 6. des. kl. 16:00-20:00. Rafræn eignaskráning verðbréfa. Kennarar: Einar Sigurjónsson, Ein- ar Baldvin Stefánsson, Daði Bjama- son og Einar Þórðarson, allir hjá Verðbréfaskráningu íslands. Tími: 7. des. kl. 16:00-20:00. Innheimtukerfi TBR. Umsjón: Halldór J. Harðarson, Ríkisbók- haldi. Tími: 7. des. kl. 13:00-17:00 og 8. des. kl. 9:00-13:00. Vísindavefurinn Hvers vegna? - Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurn- ingum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sér- fræðingar og nemendur í framhalds- námi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: http:// www.visindavefur.hi.is. Sýningar Ámastofnun Stofnun Árna Magn- ússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí, og kl. 11-16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst. Þjóðarbókhlaða Fimmtudaginn 16. nóvember á degi íslenskrar tungu var opnuð sýn- ing í Þjóðarbókhlöðunni sem ber yf- irskriftina Frá huga til hugar. Með þessari yfirskrift er verið að vísa til lestrar almennt. Á sýningunni verð- ur saga prents og bókaútgáfu á ís- landi í sviðsljósinu með sérstakri áherslu á útgáfu Biblíunnar. I máli og myndum verður tvinnuð saman útgáfusaga Biblíunnar og þróun prentiðnaðarins á Islandi og hún rakin frá fyrstu tíð og allt til dagsins í dag. Auk þessarar sýningar eru sem áður tvær kortasýningar í Þjóð- arbókhlöðunni: F orn íslandskort og Kortagerðarmaðurinn Samúel Egg- ertsson. Sýningamar eru opnar al- menningi á opnunartíma safnsins og munu þær standa út árið 2000. Sýn- ingin Fom Islandskort er á annam hæð safnsins og er gott úrval af ís- landskortum eftir alla helstu kortag- erðarmenn íyrri alda. Sýningin Kortagerðarmaðurinn Samúel Egg- ertsson er í forsal þjóðdeildar á fyrstu hæð. Ævistarf Samúels (1864-1949) var kennsla, en korta- gerð, skrautskrift og annað því ten^t var hans helsta áhugamál. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eft- irtöldum orðabönkum og gagnasöfn- um á vegum Háskóla Islands og stofnana hans. íslensk málstöð. Orðabanki. Hef- ur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér- greinum: http:/Avww.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn Islands^. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróun- arstarfs: http://www.ris.is mm* URVALUTSÝN Lágmúla 4: sími 585 4000, grænt númer: 800 6300. Kringlan: sími 585 4070, Kópavogi: sími 585 4100, Keflavík: sfmi 585 4250, Akureyri: sími 585 4200, Selfoss: sími 482 1666 - og hjá umboösmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Nokkur sœti laus í jóíaferðirnar: Sól og hiti f Mexíkó og d Kanaríeyjum Sól og snjór á skíðum dítalíu Kanaríeyjar Örfá forfallasæti 19. eða 21. desember í 15 nætur. Skíðaferð til Ítalíu 22. desember í 11 nætur (aðeins 5 vinnudagar). Aðventutilboð: Kanaríeyjar 6. desember/13 nætur Verð: 49.900 kr. m.v. lágmark 2 í íbúð á Las Camelias. Puerto Vallarta f Mexfkó Staður fyrir vandiáta 18. desember í 14 nætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.