Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 i ------- F J ÖRÐUR F J Ö R Ð U R - miðbœ Hafnarfjarðar ■ ndðbœ Hafnaifjarðar Velkomin ídag! Skemmti- dagskrá frá ki. 15:00 Pétur pókus ogBjami töframaður Tríó Set Jazzband spilar alla inn í jólastemmningu JónRúnar Arilíusson konditormeistari kynnir jólabakkelsið Jólaflautuleikur í Dúó Jólasveinar leika af fíngrum fram fyrir bömin Opiðfrá 13-17 J Sigurinn rann Hannesi úr greipum SKAK IV ý j a D e I h í HEIMSMEISTARAMÓT FIDE 25.11.-27.I2.2000 ÍSLENSKIR skákmenn voru farnir að búa sig undir að fylgjast með viðureign Anands og Hann- esar Hlífars Stefánssonar á heimsmeistaramótinu, og greini- legt var að mikill áhugi var að skapast. Það var hins vegar eitt ljón í veginum áður en sú viður- eign gat farið fram og það var andstæðingur Hannesar í fyrstu umferð mótsins, moldavíski stór- meistarinn Victor Bologan. Þrátt fyrir fleiri skákstig var Bologan spáð ósigri í einvíginu. Sú spá byggðist meðal annars á því, að Bologan hefur vegnað illa gegn 2...e6-afbrigðinu í Sikileyjarvörn (1. e4 c5 2. Rf3 e6) og teflir það langt undir þeim styrkleika sem hann sýnir í sínum uppáhalds- afbrigðum. Þessar hugleiðingar má lesa á vefsíðu Kasparovs þar sem Jeff Sonas hefur kannað ár- angur keppenda á heimsmeistara- mótinu í ákveðnum byrjunum og út frá því spáð um úrslit ein- stakra viðureigna. Hannes hafði hins vegar einnig sínar hugmyndir um það hvernig best væri að ráða niðurlögum Bol- ogans og var afar nærri því að sigra í einvíginu. Hannes hafði svart í fyrri skákinni og upp kom ítalski leikurinn. Bologan blés til sóknar á kóngsvæng, en Hannes varðist vel og vann peð í 18. leik. Mat Kasparovs á stöðunni var að Bologan hefði eftir þetta átt litla möguleika á að ná frumkvæðinu. Eftirfarandi staða kom upp eftir 22. d4. Um þessa stöðu segir Kaspar- ov, að Hannes hefði getað skapað sér vinningsfæri með því að leika 22...ed 23. Hxd4 Had8. Þess í stað lék Hannes 22...Had8 og eft- ir 23. Hdel! náði Bologan gagn- færum þar sem 23...exd4 er ekki lengur sannfærandi vegna 24. g5 hxg5 25. c4! (25. Rxg5? Qf6 26. Qh5 Qg6 eða 25. Dhl dxc3 26. Rxgö Dxel + 27. Hxel Bxg5 og svart- ur stendur betur í báðum tilvikum) 25.. .RÍ4 26. Rxg5 Re6 27. Rxe6 fxe6 28. Dg4 eða 26...DÍ6 27. Re4 með athygl- isverðum flækjum í báðum afbrigðum. Afram heldur Kasp- arov og segir að með leiknum 23.. .Rf4 hafi Hann- esi tekist að forðast þessar hætt- ur, en eftir 24. Rg3! náði hvítur peðinu til baka og hélt örlítið betri stöðu. Hannes náði hins vegar að halda jafntefli. Hannes hafði hvítt í seinni skákinni, sem gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Viktor Bologan Spænski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 Svartur beitir svokölluðu Breyer-afbrigði, sem mikið var teflt fyrir 30 árum og sést alltaf af og til nú á dögum. 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. a4 Bf8 14. Bd3 c6 15. b3 g6 16. Bfl Hc8 17. Ba3!? - Algengara er, að hvítur leiki biskupnum til b2 í þessari stöðu. 17. - Db6 18. Dc2 Rh5 19. Hadl Rf4 20. Da2 Re6 21. dxe5 Rxe5 22. Rxe5 dxeð 23. Rf3 Dc7 24. Bxf8 Hxf8 25. b4 Hcd8 26. c4! Hxdl + 27. Hxdl c5 Annars leik- ur hvítur c4-c5. 28. cxb5 cxb4 Eða 28...Bxe4 29. Rd2 Hd8 30. Hcl Bd5 31. Dc2 axb5 32. axb5, ásamt 33. bxc5, með betra tafli fyrir hvít. 29. Bc4 Rc5 Eftir 29...Bxe4 30. Bxe6 Bxf3 31. gxf3 fxe6 32. Dxe6+ Df7 33. Dxa6 Dxf3 34. De6+ Hf7 35. Hd8+ Kg7 36. Dxe5+ Hf6 37. Hd7+ Kh6 38. De3+ á hvítur vinn- ingsstöðu. 30. Db2 a5 Eða 30...Bxe4 31. Rxe5 Rxa4 32. Dd4 Rc3 33. b6 De7 34. Rg4 og hvítur á vinnings- stöðu. 31. Dxe5 - Það virðist vera enn betra að drepa með |j riddara, t.d. 31. Rxe5 Rxa4 32. Dd4 Dc5 (32...Rc5 33. Rg4; 32...Rc3 33. b6 De7 34. Rg4; 32...He8 33. Rxf7 Hxe4 34. Rh6+) 33. Rxf7 Dxd4 34. Hxd4 Rb2 35. Ba2! Kg7 36. Hd7 o.s.frv. 31...Dxe5 32. Rxe5 Bxe4 33. Rd7 Rxd7? Eftir 33...Bc2 34. Hd2 Rxd7 35. Hxc2 Rb6 36. Bb3 Hc8 37. Hxc8+ Rxc8 er staðan í jafn- vægi. +34. Hxd7 Bc2 35. b6 b3 36. Hxf7! b2 + +37. Ha7+? - Mjög slysalegt. Hannes hrasar um síðustu hindr- unina, líklega í tímahraki. Hann fær vinningsstöðu, eftir 37. Hc7+! Kh8 38. Ba2 blD+ 39. Bxbl Bxbl 40. b7 Bf5 41. g4! Be6 42. Hc6 Hb8 43. Hxe6 Hxb7 44. Hannes Hlifar Stefánsson Sýndar ímynd- unaraflið Umberto Eco segir að tölvurnar muni breyta hefðbundnu lestrarferli, gera það mun hraðara og tengitextar muni gera alfræðirit óþörf. eftir Umberto Eco © The Project Syndicate. MUNU tölvur og Netið verða til þess að bækur breytast í óafmarkaðar tengibyggingar þar sem lesandinn er einnig höfundur? Nú á dögum eru til tvær gerðir bóka: Þær sem eru til lestrar og þær sem eru til ráðgjafar. Á bókum sem eru til lestrar byrjar maður á síðu eitt, þar sem höfundurinn segir manni kannski að glæpur hafi verið framinn. Maður fylgist með til enda, þar sem maður kemst að því hver er hinn seki. Bókin er búin; lestrinum lokið. Það sama á við jafnvel þótt maður lesi heimspeki, t.d. Husserl. Höfundurinn byijar á íyrstu síðu og fylgir röð spuminga til þess að sýna manni hvernig hann kemst að niðurstöðum sínum. Alfræðibækur eru auðvitað ekki ætlaðar til lestrar spjaldanna á milli. Ef ég vil fá að vita hvort mögulegt hafi verið að Napóleón hafi hitt Kant tek ég fram bindi K og N og kemst að raun um að Napóleón fæddist 1769 og lést 1821, og að Kant fæddist 1724 og lést 1804. Það getur verið að þeir hafi hist. Til að skera úr um þetta athuga ég æfisögu um Kant. í ævisögu um Napóleón, sem hitti margt fólk, kynni því að vera sleppt að hann hafi hitt Kant; ævisaga um Kant myndi ekki sleppa því. Tölvur eru famar að breyta lestr- arferlinu. Með tengitexta (hypertext), til dæmis, get ég beðið um öll tilvik þar sem nafn Napóleóns er tengt við Kant. Ég get lokið verkinu á nokkrum sekúndum. Tengitexti mun gera prentuð alíræðirit óþörf. En þótt tölv- ur séu að geta af sér nýtt lestrarform em þær ófærar um að fullnægja öll- um þeim vitsmunalegu þörfum sem þær örva. Tvær uppfinningar, sem brátt munu verða nothæfar, kunna að hjálpa tölvum við að fullnægja þess- um þörfum. Önnur er fjölföldunarvél sem maður getur notað til að fletta skrám bókasafna og bókaútgefenda. Maður velur bókina sem maður þarf á að halda, ýtir á takka og vélin prentar og bindur eintak handa manni. Þetta mun breyta allri útgáfu; að líkindum útrýma bókabúðum en ekki bókum. Bækur verða sniðnar að óskum kaupandans, eins og gert var með fom handrit. Hin uppgötvunin er rafbókin: Með því að stinga örspólu inn í kjölinn eða með því að tengja hana við Netið er maður kominn með bókina í hendur. En þessi bók er eins ólík og fyrsta Shakespeare-prentunin frá 1623 er frábmgðið nýjustu Penguin-útgáf- unni. Sumir þeirra sem segjast aldrei lesa prentaðar bækur lesa nú til dæmis Kafka í rafbók. Hvort heldur er á pappír eða á síðu rafbókar er Kafka sá sami í augum lesenda, en kannski ekki frá sjónarhóli augn- lækna. Rauðhetta verður ekki Öskubuska Bækur munu lifa af vegna nytja- gildis síns, en sköpunarferlið sem þær verða til úr ef til vill ekki. Til að skilja hvers vegna verðum við að gera greinarmun á kerfum og texta. Kerfi er allir þeir möguleikar sem eitthvert náttúrulegt tungumál hefur upp á að bjóða. Afmarkaður fjöldi málfræði- reglna gerir manni kleift að búa til óendanlegan fjölda setninga og hveija einustu tungumálseiningu er hægt að túlka á forsendum annarra tungumálseininga, orð samkvæmt skilgreiningu, atburð samkvæmt dæmi og svo framvegis. Texti, aftur á móti, dregur úr óend- anlegum möguleikum kerfis til að mynda lokaðan heim. Sem dæmi má nefna ævintýrið um Rauðhettu. Text- inn hefst á gefnum fjölda persóna og aðstæðna (h'til stúlka, móðir, amma, úlfur, skógur) og tiltekin skrefleiða til lausnar. Maður getur lesið ævintýrið sem dæmisögu og tengt mismunandi lærdóma við atburði og persónur, en maður getur ekki breytt Rauðhettu í Öskubusku. En mörg netforrit benda til þess að sögu megi bæta með einu framlagi eftir annað. Tökum Rauðhettu aftur sem dæmi. Fyrsti höfundurinn leggur til upphafsstöðu (stúlkan heldur inn í skóginn) og sögunni vindur fram með ýmsum framlögum - stúlkan hittir ekki úlf, heldur hittir hún Gosa í stað- inn. Þau fara bæði inn í töfrakastala. Kannski hitta þau galdrakrókódíl. Og svo framvegis. Hugmyndin um höf- und er orðin vafasöm. Þetta gerðist stundum hér áður fyrr án þess að hugmyndin um höf- und rótaðist. í Commedia dell’aite var hver einasta sýning öðru vísi en hinar. Ekki er hægt að tilgreina eitt verk og einn höfund. Annað dæmi er spunadjass. Kannski finnst manni að einn flutningur á „Basin Street blús“ sé öðrum fremri vegna þess að til er upptaka. En það voru eins margir Basin Street blúsar og flutningarnir voru margir. En það er munur á óendanlegum, ótakmörkuðum textum og textum sem hægt er að túlka á óendanlega marga vegu en eru efnislega tak- markaðir. Tökum sem dæmi Stríð og frið eftir Tolstoj. Maður vildi að Nat- asja hunsaði Kúrjagín; maður vildi að Andrzej prins lifði svo að Natasja og hann gætu verið saman. Breytum Stríði og friði í tengitexta og maður getur endurskrifað söguna. Pierre drepur Napóleón eða Napóleón sigr- ar Kútusov hershöfðingja. Hvílíkt frelsi! Allir eru Tolstoj. í Vesalingunum býður Victor Hugo okkur upp á dásamlega lýsingu á Waterloo. Hugo veit ekki aðeins hvað gerðist heldur líka hvað hefði getað gerst en gerðist ekki. Með tengitexta- forriti gæti maður endurskrifað Wat- erloo þannig að Napóleón sigri, en hin tragíska fegurð Waterloos hjá Hugo er fólgin í því að atburðir verða óháð óskum lesandans. Það sem heillar við harmleiksbókmenntir er að okkur finnst að hetjumar hefðu getað flúið örlög sín en gera það ekki vegna breyskleika eða stolts eða blindni. Enda segir Hugo við okkur: „Svona fall, sem setti alla söguna á annan endann, er það eitthvað sem á sér enga orsök? Nei ... Einhver, sem enginn getur andmælt, hlutaðist þar til um, Guð hafði hönd í bagga. Það er þetta sem allar góðar bækur segja okkur, að Guð hafi haft hönd í bagga. Sumar bækur getum við ekki endur- skrifað vegna þess að tilgangur þeirra er að kenna okkur um nauðsynina, og einungis ef þær eru hafðar í óbreyttri mynd geta þær veitt okkur þennan vísdóm. Hin harða lexía þeirra er ómissandi til þess að öðlast meira vitsmunalegt og siðferðilegt frelsi. Umberto Eco er ítalskur skáldsagna- höfundur og málvísindnmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.