Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 B 25 Ljósmyndir/Henrik Saxgren Nýkomin á götuna. Ung stúlka er nýkomin í Callejón de la Muerte oggrætur, en þaö er hverfi þar sem stúlkurnar neyöast til aö framfleyta sér meö vændi. Úr bókinni Solomon ’s House. Solomon fær hjartaafall. Þegar stúlkurnar átta sigá þvíaö Solomon hefur ofreynt sig við aö reisa handa þeim skýli, eftiraö fellibylurhaföi eytt húsi hans, og sé aö deyja, veröa þærharmi slegnar. Solomon hefur búiö þeim heimili og veriö þeim sem faöir-þótt hann hafi ennfremur misnotaö þæroggetiö þeim börn. tryggja að það yrði gerð bók um byggingu brúarinnar. Til þess hef ég þessa peninga, sagði hann. Ef ég læt þig fá þennan peningapoka, viltu þá skrifa undir samning þess efnis að það verði gerð bók? Ég leit ofaní pokann og svaraði ját- andi. Þetta verkefni var einmitt það sem ég þurfti á að halda. í þessari bók er varla nokkurt fólk, helst baksvipir verkamanna og skuggamyndir. Ég vissi ekki nafn nokkurs starfsmanns þama og gat endumýjað andann eft- ir upplifanimar í Níkaragva." Saxgren segir að vissulega væri auðveldara ef hann tengdist fólkinu sem hann er að mynda ekki sterkum böndum. „Það dregur úr skyldum þínum ef þú þekkir ekki fólkið sem þú ert að vinna með. Þá geturðu verið ófyrirleitinn og sagt þá sögu sem þú vilt segja, þú munt ekki hittá fólkið aftur og getur þrætt fyrir allt saman. En ef þú verður náinn fólkinu, þá veistu að þú getur ekki lifað með því að gefa ranga mynd af því sem á sér stað. Aðrir Ijósmyndarar hefðu lík- lega dregið upp aðra mynd af stúlk- unum í Níkaragva. En þessi bók mín er eins nálægt þeim sannleika sem ég upplifði og ég gat komist. Margir ljósmyndarar hafa gert sögur um götubörn; eyða kannski í það einni viku. Annar danskur ljós- myndari hafði meira að segja gert myndafrásögn á þessum sama stað og á öllum myndunum voru böm að þefa af lími. Þessir krakkar eiga sér líf. Ef þú staldrar bara stutt við þá kynnistu þvi ekki og þau geta leikið á þig. Þau búa til leikrit úr lífinu, segj- ast sterk og þú trúir þeim og tekur myndir þar sem þau sýnast hættuleg, en eftir eitt ár þá geta þau ekki leikið lengur á þig og þú skilur að þau em hrædd og lítil í sér; eru bara að leika þennan leik.“ Lesendur sætta sig við kjaftæði Við ræðum um ákjósanlega birt- ingarmynd ljósmyndafrásagna sem þessarar og Saxgren finnst bókar- formið vera mjög gott en jafnframt vill hann birta myndirnar í dagblöð- um og tímaritum þannig að sem flest- ir geti kynnst þessum þáttum mann- lífsins. Úrbókinni Solomon's House. „Þar til nú hafa flest stóru evrópsku og bandarísku tímaritin hafnað Níkaragva-sögunni, þeim finnst hún of erfið, of andstyggileg fyrir lesendur sína. Kannski eru þeir hræddir vegna umræðunnar um barnaníðinga og slíkt; þetta er mjög viðkvæmt efni og eðlilegt að menn fari gætilega. En vitaskuld eiga svona alvörumál að vera sýnd fólki.“ Margir félagslega meðvitaðir ljós- myndarar eru æfír út í tímaritin, segja þau ekki vilja neitt annað en frægt fólk og tilbúnar stjömur. „Það er líka mín upplifun og sem dæmi þá vill breskt dagblað birt^, söguna í sunnudagstímaritinu en ekki með mínum texta, heldur með viðtali við Biöncu Jagger, sem ritar formála bókarinnar. Viðtal við stjömu og hefðbundnar svarthvítar heimildaljósmyndir við hliðina! Kannski er þetta framtíðin, maður þarf að hafa stjömu til að vera guð- móðir alvarlegrar myndafrásagnar. Þetta er raunvemleikinn. Auðvitað er maður reiður en þessu verður ekki breytt. Ég er engu að síður að reyna að telja Biöncu á að gera þetta, því það er til vinnandi ef athygíinni verð- ur beint að hræðilegum aðbúnaði þessara stúlkna. En ég segi líka að við verðum að kenna lesendunum um þetta. Ef þetta væri bara val ritstjóranna þá væri auðvelt að skamma þá, en ég skil ekki af hverju lesendur sætta sig við allt þetta heimskulega kjaftæði og tilbúning um svokallað frægt fólk.“ Ut á starf sitt með hjálparsamtök- um sem aðstoða götubömin, hefur Henrik Saxgren og félögum hans auðnast að safna nokkmm milljónum króna sem hafa farið í að aðstoða börnin við að afla sér menntunar og komast af götunum. Hann vill einnig reyna að hafa áhrif á hugsunarhátt- inn þar innanlands og láta ráðamenn > horfast í augu við staðreyndir. „Ég fékk því vin minn, danska sendiherr- ann, í lið með mér. Hann er að láta af störfum en fyrst mun hann hengja upp sýningu á myndunum í sendiráð- inu og ætlar að bjóða öllum helstu ráðamönnum og láta þá sjá hvemig raunveraleikinn er; þeir þurfa þá að horfast í augu við eymdina." f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.