Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ólafur biskup - Æviþættir * Almenna útgáfan hefur gefíð út bókina 01- afur biskup - Æviþættir. Björn Jönsson / 7 skráði. I henni lýsir Olafur Skúlason óvenjulegu lífshlaupi. Hann segir t.a.m. frá fyrstu prestskaparárum sínum í Dakota í Bandaríkjunum, starfí sem fyrsti æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar og árunum þegar hann þjónaði í Bústaðasókn. / LAFUR var prestur í Bú- staðasókn í 25 ár. Framan af var messað í Réttar- holtsskóla, og þar fór safn- .-a^arstarf einnig fram. Strax varð þröngt um fólk í messum og ekki síð- ur barnastarfi sem hvort tveggja var mjög vel sótt. Því var fljótlega farið að huga að byggingu Bústaðakirkju. Frá undir- búningi hennar er sagt í kaflanum Ljós og skuggar í þjónustunni. Hluti hans er birtur hér. Bygging Bústaðakirkju „í fyrstu vorum við í vandræðum með lóð fyrir Bústaðakirkju. Aform- að hafði verið að byggja eina kirkju Bústaðasókn og Grensássókn. Þá var talað um að lóð við Grens- ásveginn væri nokkuð miðsvæðis. Eftir að horfið var frá því, blessunar- lega, að hafa eina kirkju fyrir bæði hverfin, þá var náttúrulega sjálfgef- ið, að okkar kirkja yrði að vera austar og meira miðsvæðis í Bústaðasókn- inni. Við fengum úthlutað lóð fyrir austan íþróttahús Réttarholtsskól- ans efst uppi á holtinu. Þar hefði hún trónað fallega og vel. En það voru ýmis ljón á veginum. Það lá hitaveitu- stokkur yfir holtið og það var útilok- að að gera neitt á meðan hann var þama. Annaðhvort varð að fjarlægja hann eða grafa hann niður í jörð eins og starfsmenn borgarinnar sögðust gjla að gera. Svo var líka^byggð þama stór og háreist blokk, Ásgarð- ur 75. Hún hefði skyggt mjög á kirkjuna. í þriðja lagi var þetta áveð- urs og mjög vindasamt þarna, oft rok uppi á háhæðinni, svo erfitt hefði ver- ið að athafna sig. Öll ákvörðunartaka dróst von úr viti, þannig að við gáf- umst endanlega upp og fengum út- hlutað nýrri lóð, yndislegri lóð, þar sem kirkjan stendur nú. En þar höfðu verið garðar og hænur í næsta nágrenni og strákar höfðu þarna sparkvöll til þess að leika sér á. Þeir komu til mín eftir að ég hafði tekið fyrstu skóflustunguna að Bústaða- kirkju 1966. Ég hélt að þeir ætluðu að kvarta yfir því að nú væri ýtan búin að eyðileggja völlinn þeirra, en þá sögðu þeir við mig: áVið hlökkum til að fá kirkjuna, en heldurðu að þú gætir ekki hjálpað okkur að fá annan sparkvöll? Okkur langar svo til að halda áfram, þó við viljum endilega fá kirkjuna.Ö Það tókst að fá annan völl fyrir þá niðri í Fossvogsdalnum mitt á milli Fossvogsblettanna, en svo vom húsin kölluð þar áður en form- leg götuheiti og húsnúmer komu til sögunnar. Konan, sem var með hænsnabúið, amaðist ekki heldur við þessu, allt féll í ljúfa löð og allir fögn- uðu innilega og vel. Axel Sveins hafði «s4tt að taka fyrstu skóflustunguna, en nann var veikur og harmaði ég það mjög, því hann átti svo sannarlega þann heiður skilið. Það varð því að ráði, að þar sem ég hafði nú komið mikið að þessu máli, óskaði sóknar- nefndin eftir að ég tæki fyrstu skófl- ustunguna og var það stutt af bisk- upi. Það var stór dagur 7. apríl 1966. Við komum þama saman klukkan átta að morgni. Biskup og dómpróf- astur heiðraðu okkur með nærvera sinni auk Harðar Bjamasonar húsa- meistara ríkisins. Það var beðið um blessun vegna verksins sem fram- undan væri og hvert okkar sá fyrir sér kirkjuna rísa. Síðan tók ég fyrstu skóflustunguna og þar með fór ýta af stað. Smíði Bústaðakirkju var hafin. Þegar við voram að undirbúa þessa miklu framkvæmd var kosin byggingarnefnd. Formaður var Ottó A. Michelsen og með honum voram við Þorleifur Th. Sigurðsson bygg- ingarmeistari. Við byrjuðum á að gera áætlun um hvernig hús við vild- um fá og þá fyrst og fremst hvers konar starfsemi ætti að vera í húsinu. Ég byggði á reynslu minni og þeir á þekkingu sinni á ýmsum sviðum. Okkur tókst að koma saman mjög góðri áætlun, sem síðan var unnið eftir að veralegu leyti. Við höfðum t.d. alltaf harmað það í Réttarholts- skóla, að þar var engin aðstaða frammi í anddyrinu til að deila geði og rabba saman. Því lögðum við sér- staka áherslu á, að forkirkjan yrði rúmgóð og stór með góðum fata- hengjum og salernisaðstöðu. Það stóðst allt saman. Mjög tóku með- nefndarmenn mínir og sóknarnefnd- in tillit til allra minna óska, þangað til þeir sögðu við mig á einum sóknar- nefndarfundinum: „Það er eitt sem við ætlum að ráða og þú hefur ekkert um það að segja.“ Ég fór að velta fyr- ir mér: „Hvað hefur nú gerst? Hef ég eitthvað gert af mér og móðgað þá?“ Brátt kom svo skýringin: „Við ætlum að ráða því að sætin í kirkjunni verði rúm og góð. Við eram orðin þreytt á því að sitja á þessum skólastólum í Réttarholtsskóla. Við viljum fá al- mennileg sæti þegar við flytjum í kirkjuna okkar.“ Sannarlega hafði ég ekkert á móti þessari ósk, en hún sýnir, að auðvitað var það erfitt að sitja á þessum skólastólum, en eng- inn hafði kvartað fyrr en við sáum fram á betri daga. Húsameistara ríkisins, Herði Bjarnasynþ var falið að teikna kirkjuna. Ég fagnaði því mjög, sá í hendi mér, að hefðum við samkeppni, þá mundi það bæði verða kostnaðar- samt og framkvæmdir dragast á langinn. Engin vissa væri heldur fyr- ir því að við fengjum þá teikningu, sem við væram ánægð með. Við fór- um svo á fund Harðar, sem tók erindi okkar mjög vel. Kvaðst hann fagna því að fá að teikna kirkjuna, ekki síst þar sem frændi hans ætti að þjóna. Hörður er nú látinn svo sem kunnugt er. Hann hófst þegar handa við teikn- inguna, en þar sem hann hafði mikil umsvif og í mörg horn að líta, þá fól hann Helga Hjálmarssyni arkitekt, sem þá var nýkominn til landsins eft- ir nám í Þýskalandi, framhald verks- ins. Helgi var sonur Hjálmars Vil- hjálmssonar og Sigrúnar Helga- dóttur, sem áttu heima í sama húsi og við í Drápuhlíð 7, svo við könnuðumst vei hvor við annan. Ég var mjög ánægður með að Byggt á bjargi. Bústaðakirkja rís. Smíði Bústaðakirkju hafin, 7. maí 1966. F.v.: Presturinn, Guðmundur Hansson, formaður sóknarnefndar, Sigurbjöm biskup og Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins. húsameistari skyldi fela honum þetta verk. Og þegar Helgi stofnaði sína eigin stofu, þá sagði Hörður af sínum mikla skiiningi og tillitssemi, að það væri eðlilegt að Helgi færi með þetta verkefni með sér og afsalaði sér þar með höfundarrétti af því. Upp frá því hefur alltaf verið sagt, að Helgi Hjálmarsson hafi teiknað Bústaða- kirkju. En fyrstu skrefin og fyrstu áfangamir vor þó allir á ábyrgð og undir leiðsögn Harðar Bjamasonar. Hann átti sinn óumdeilanlega þátt í gifturíkum framgangi verksins, því „miklu veldur sá sem upphafinu veld- ur.“ Ég held að við Ottó Michelsen höfum komið á stofuna til Helga a.m.k. vikulega til þess að fylgjast með gangi mála. Helgi setti alltaf upp alveg sérstakan svip og það var eins og honum brygði þegar við komum og sáum að hann var að vinna í öðrum verkefnum, en það líkaði okkur ekki. Samstarfið við Helga var einstaklega gott og ánægjulegt, þegar á heildina er litið. Eitt var það þó, sem ég fékk hann ekki til að fallast á. Hann hafði kórsvæðið fyrir framan altarið alltof þröngt. Ég margreyndi að sýna hon- um fram á að þetta væri ekki nógu rúmt, t.d. fyrir tvöfalt brúðkaup, þá kæmust ekki fjórir stólai’ fyrir sitt hvora megin. Hann skellti skollaeyr- unum við þessu og harðneitaði að gera nokkrar breytingar, svo að ég fékk Davíð Kr. Jensson bygginga- meistara kirkjunnar í lið með mér. Hann tók málið í sínar hendur og færði tröppurnar upp í kórinn framar í kirkjuna. Við það dýpkaði kórinn svo mikið, að það vora engin vand- kvæði lengur að koma fyrir stólum þó að tvenn brúðhjón giftu sig í senn, með svaramönnum að auki. Þá vora stundum skírð yfir tuttugu böm í sömu athöfninni. Með þessari breyt- ingu komust allir vel fyrir ánjaess að fólkinu væri þjappað saman. Ég tók á mig alla ábyrgð vegna þessarar breytingar, en Davíð var dálítið áhyggjufullur. Svo var það mörgum árum seinna að ég spurði Helga, þeg- ar við voram að tala eitthvað um kirkjuna, hvort hann hefði tekið eftir nokkram breytingum frá því sem teikningar gerðu ráð fyrir í kómum. „Nei,“ sagði Helgi, „er þetta ekki allt eins og það átti að vera?“ „Jú, eins og það á að vera, en ekki eins og þú ætl- aðir að hafa það.“ Því næst sagði ég honum frá ráðabruggi okkar Davíðs. Hann hló bara og sagði: „Já, þetta er rétt hjá þér, þetta er miklu betra. Hitt hefði verið erfitt.“ „Svona er það,“ sagði ég. „Það er mikill munur á hvort maður er að koma beint frá prófborði, og skiptir ekki öllu máli hvort um er að ræða guðfræðing eða arkitekt. Maður veit allt best sjálfur á meðan reynslan hefur ekki komið við sögfu. Það sem lært var er þá hinn heilagi sannleikur. Maður þekkir þetta svo sem úr eigin starfi, prestsstarfinu. Engir era eins gagn- rýnir á ræður presta og verðandi prestar eða verðandi guðfræðingar, af því að þeir vita allt saman best, blessaðir." Þingað á fjarlægum slóðum Olafur biskup sótti fyrir kirkjunn- ar hönd fundi víðsvegar um heiminn og var um tíma í stjórn Lútherska heimssambandsins. Hann fór t.a.m. til Brasilíu á áttunda allsherjarþing þess. Auk þess að starfa á þinginu fóru fulltrúar í nokkrar skoðunar- ferðh’ - til að mynda á öskuhauga þar sem fólk hafði komið sér fyrir í hreysum. „Þarna tókum við þátt í ýmsum fundahöldum. Okkur var sagt frá högum fólks í Brasilíu. Þarna komu ýmsir sem unnu að því að hjálpa þeim sem verst vora staddir, sögðu okkur frá og sýndu okkur myndir máli sínu til skýringar. Mikið var talað um regnskógana, fólkið sem ætti heima þar og hvemig samtíminn væri sífellt að þrengja meira og meira að því, svo það væri að glata jafnvel því litla sem það hefði haft. Þá var farið með okk- ur í skoðunarferðir um borgina, sem var allstór. Margt var þar merkiiegt að sjá. En minnisstæðust verður okk- ur áreiðanlega ferðin sem var farin út á öskuhaugana, raslahaugana í bæn- um. Áður en við komum þangað skip- aði fararstjórinn okkur að skrúfa vandlega upp allar rúður, ekki aðeins til þess að verja okkur gegn flugum, sem vora eins og ský heldur vegna lyktarinnar. Þótt allar rúður væra uppskrúfaðar þegar við keyrðum inn á raslahaugana, þá var óþefurinn svo yfirþyrmandi, að sló fyrir brjóst. Þaraa var fullt af fólki sem hafði komið sér fyrir í hreysum á ösku- haugunum og hafði auk þess allt sitt viðurværi þarna. Það sem fólkið einkum aðhafðist var að skoða raslið sem borgarbúar hentu og athuga hvort eitthvað væri þar nýtilegt, ann- aðhvort fyrir þá sjálfa sem þama bjuggu eða hægt væri að selja og kaupa eitthvað fyrir. Óþefurinn, ör- birgðin, sóðaskapurinn var svo yfir- þyrmandi, að ég er sannfærður um, að þegar að kvöldverðinum kom, þá gat ekkert okkar sagt eitt einasta orð hvað þá borðað. Við fundum alveg sérstaklega til með bömunum. Mörg þeirra sem al- ast upp í þessum hreysum eiga þar heima alla ævi, fara aldrei í skóla og bað þekktist ekki. Á þessu formóti var í raun og vera verið að kynna okkur og koma okkur í snertingu við yfirskrift þingsins, sem tekin var úr 2. Mósebók: „Ég hefi heyrt neyðaróp lýðs míns.“ Heimsókn okkar á ösku- haugana varð jafnvel enn meira lif- andi fyrir okkur þegar við fóram í önnur hverfi þarna í Brasilíu, þar sem auðæfin vora yfirþyrmandi ef marka mátti hvemig fólkið bjó. Þar vora vopnaðir verðir allt í kring til þess að veita forréttindafólkinu hvers konar vemd. En fram hjá því verður ekki horft, að misskipting auðsins í Brasilíu er næstum ólýsan- leg. Hanselmann biskup Meðal þeirra fjölmörgu sem Ólaf- ur kynntist í alþjóðlegu starfi kirkjunnar var þýski biskupinn Han- selmann, þá forseti Lútherska heimssambandsins. Af honum fóra óskapa sögur. „Þingið sjálft gekk mjög vel fyrir sig. Þar var aðalumræðuefnið ný lög og stefnuskrá fyrir Lútherska heimssambandið. Fjármálahliðin var orðin mjög erfið og það varð að finna einhverjar leiðir til þess að draga úr kostnaði. Það var ekki svo auðvelt að auka við tekjumar. Þýska kirkjan varð að sníða sér stakk eftir vexti og gat ekki látið jafn mikið af hendi rakna, eins og hún hafði áður gert. í fararbroddi þeiira sem vora að kynna þetta nýja framvarp að lögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.