Tíminn - 25.11.1965, Page 9
FIMMTUDAGUR 25. nóvember 1965
TÍMINN
Eíns og kunnugt er heí-
ur verið lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um hægri
handar akstur. f fylgiskjali
með frumvarpinu er grein-
argerð frá Statens Höger-
trafikkkommíssionen, og eru
þar. nokkrar staðreyndir, er
breytíng í hægri handar um
ferð stendur fyrir dyrum í
Svíþjóð. Fylgiskjalið fer
hér á eftir, en í því er margs
konar fröðleikur.
Svíþjóð er eina landið á meg-
inlandi Evrópu, sem hefur
vinstri handar umferð. Auk
þess er vinstri handar umferð
m. a. í Stóra-Bretlandí, írlandi
og á íslandi. í 40 ár hefur ver-
ið rætt um Það, hvort breyting
í hægri handar umferð skuli
framkvæmd.
Saga málsins.
í tilskipun, sem gefin var út
1718, var hægri handar umferð
lögfest í Svíþjóð. Þar stóð nefni
lega: ,,Ef hraðpóstmenn mæt
Íast, skulu þeir víkja til hægri
hver fyrir öðrum, en á mjóum
vegum, brúm og þvílí'ku, á sá
réttinn, sem fyrst blæs í horn-
ið.“
Frá og með 1734, er ný til-
skipun gekk í gildi, hefur
vinstri handar umferð hins veg
ar verið í gildi. Fyrstu lög um
vinstri handar umferð fyrir
bifreiðastjóra eru frá 1916.
Ellefu árum síðar lagði stjórn
i skipuð nefnd til við þingið, að
rannsakað yrði, hve mikill
kostnaður yrði af breytingu í
hægri handar umferð. Aðrar
tillögur um hægri handar um-
ferð hafa síðan verið bornar
fram i þínginu árin 1934, 1939,
1941, 1943, 1945 og 1953.
Eftir að rannsókn hafði farið
fram, mælti nefnd með því ár-
ið 1954, að breytt yrði í hægri
handar umferð í vega- og gatna
umferð, en ekki í járnbrautar-
kerfinu. Ráðgefandi þjóðarat-
kvæðagreiðsla um málið fór
fram í október 1955. Meiri hluti
þeirra, sem atkvæði greiddu,
óskaði að halda vinstri handar
umferðinni, og Þingið tók á-
kvörðun í samræmi við ósk
meiri hlutans.
Umferðin yfir landamærí okk
ar, sem óx hröðum skrefum,
gerði það hins vegar að verk-
um, að enn á ný varð að taka
afstöðu til málsins. í desember
1960 fól samgöngumálaráðuneyt
ið Gösta Hall, yfirforstjóra vega
málastjómarinnar, sem dóm-
bæmm manni á þessu sviði, að
rannsaka, hve mikill kostnaður
vrði af breytingu í hægri hand
ar umferð. Árangurinn af rann
sókninni lá fyrir 31. október
1961.
Sama ár var iagt til í Norður
landaráði, að mælt yrði með
því víð Svía, að þeir breyttu
yfir í hægri handar umferð
vegna hins mikla mikilvægis
þessa fyrir Norðurlönd. Ráð-
gjafarþing Evrópuráðsins sam
þykkti ályktun þar sem athygli
ríkisstjómanna var vakín á
Því, að æskilegt væri, að sama
umferðarregla gilti í ailri Evr
ópu.
Fram til 1963 var spumingin
um hægri handar umferð rædd
ítarlega innan stjórnmálaflokk-
anna og ríkisstjórnarinnar Sam-
göngumálaráðherra lagði til í
frumvarpi á þingi 1963, að tek
in yrði grundvallar ákvörðun
um að breyta yfir í hægri hand
ar um&erð. Hinn 10. maí leyst
ist málið endanlega með því,
að þingið tók ákvörðun um að
taka upp hægri handar um-
ferð áríð 1967.
akstur
Alþjóðleg aðlögun —
aukið öryggi.
Breytingin í hægri handar
urnferð skal gilda fyrir umferð
á vegum og götum, svo og
umferð sporvagna. Breytingin
nær ekki til jámbrautanna.
Breytingin í hægrí handar um-
ferð er gerð til þess að auð-
velda alþjóðaumferð á vegum
og útiloka þau slys og þá slysa
hættu, sem er afleiðing Þess,
að við höfum aðrar umferðar-
reglur en nágrannalönd okkar
og næstum öll önnur lönd Evr-
ópu.
Svíþjóð er ekki fyrsta iand
ið, sem breytir úr vinstri hand
ar umferð í hægri handar. Kan
ada, Austurríkí, Tékkóslóvak-
ía, Ungverjaland, Portúgal, Arg
entína og Etíópía eru nokkur
þeirra landa sem áður hafa
framkvæmt samsvarandi breyt
ingu.
Skipulagning.
Ríkisstjórnin hefur skipað
nefnd (statens högertrafik
kommission), sem í er formað
ur og 6 nefndarmenn. Hefur
hún i'angið það verkefni að
skípuleggja og framkvæma um
ferðarbreytinguna. Formaður
nefndarinnar er Bertil Fallen
íus landshöfðingi. Varaformað
ur og framkvæmdastjóri er
Gösta Hall yfirforstjóri.
Tvær ráðgefandi nefndir-
hvor um sig skipuð 10 mönnum,
eru aðalnefndinni til aðstoðar.
í annarri þeirra eru sérfræð
ingar í tækni og fjárhagsmái
um. Eru þar fulltrúar frá vinnu
málastjóminni, strætis- og si>or
vagnafyrirtækjum, fjármála- og
samgöngumálaráðuneytunum.
samtökum bifreiðaeígenda, bæj
arfélögum, bifreiðaverksmiðju-
iðnaði og verkstæðum og vega-
málastjórninni. | hinni, um-
ferðaöryggisnefndinní, eru full
trúar frá landssambandi eftir-
launafólks, alþýðusambandinu,
læknasamtökum, samtökum bif
reiðaeigenda, landssambandinu
til aukningar öryggis í umferð
inní, stjórn ríkislögreglunnar,
fræðslumálastjórninni, um-
ferðaröryggisnefnd ríkisins, rík
isútvarpi og sjónvarpi og sam
tökum vátryggingafélaga.
Þetta á að gerast fyrir
H daginn.
Ekkert annað iand, sem
breytt hefur úr vinstrí í hægri
handar umferð, hefur gert það
við eins flóknar aðstæður og
hinar sænsku. í Svíþjóð er til
tölulegur fjöldi ökutækja (1
bíll á hverja 5 íbúa) mun meiri
og kröfur til umferðaröryggis
ins mun strangari en í Þeim
löndum, sem áður hafa fram
kvæmt samsvarandí umferðan
breytingu. Þess vegna er ekki
unnt að meta mikils reynsluna
af þessum þreytingum.
Tíminn milli ákvörðunar
þingsins og framkvæmda um
ferðarbreytingarinnar verður
um það bil 4 ár. Þessí langi
undirbúningstími er nauðsvn-
legur til þess, að unnt sé að
gera hinar mörgu, óhjákvæmi
legu, tæknilegu breytingarráð-
stafanir og skipuleggja upplýs-
inga- og áróðursstarfsemi þann
íg, að árangurinn verði sem
mestur fyrir umferðaröryggið.
Tæknilegur undirbúningur-
Strætisvagnar- og langferða-
bifreiðir.
Það, sem tekur mestan tíma
og er kostnaðarsamast, er vinn
an við að breyta hinum 7000
strætisvögnum og langferðabif
reiðum, sem í landinu eru,
þannig að þá megi nota í
hægri handar umferð. Yfirleitt
hafa bifreiðirnar nú inn- og
útgöngudyr aðeins á vínstri
hlið. Þess vegna verður að setja
hægri dyr á þær bifreiðir, sem
á einnig að nota eftir H dag-
inn. f mörgum bifreiðum, sem
aðeins eínn maður sér um,
verður að flytja vagnstjóra-
rýmið frá hægri til vinstri.
Sumar tegundir Þarfnast svo
dýrra breytinga, að það verður
ódýrara að taka vagna af þeim
gerðum úr umferð og setja
nýja vagna í stað þeirra, fyrr
en ella hefði orðið, ef áætlað-
ur notkunartími hinna fyrri eft
ír H daginn er tiltölulega stutt
ur. Vinnan við breytingarnar og
framleiðslu nýrra vagna er svo
umfangsmikil, að öll þau verk
stæði, sem aðgengileg eru til
þessa, verða notuð allan tím-
ann fram til H dagsíns.
Nú þegar eru mörg hundruð
svokallaðra breytingarvagna í
umferð. Þeir eru byggðir fyrir
hægri handar umferð, en hafa
einnig dyr á vinstri hlið.
Vinstri dyrnar verða notaðar
fram að H degínum.
Á ýmsum strjálbýlisleiðum
munu hreinir hægrivagnar. þ
e. vagnar með dyrum eingongu
á hægri hlið, verða notaðir
þegar fyrir breytinguna. Sér-
stök öryggisákvæði verða sett
vegna Þeírra til þess að auka
öryggi farþega, sem fara í þá
og úr, frá veginum.
Stöðvunarskylda mun
verða fyrir alla umferð, þegar
þannig svonefndur undanþágu
vagn nemur staðar við biðstöð.
Einnig mun verða nauðsynlegt
að nota mi'kinn fjölda vinstri-
vagna eftir breytínguna. Sömu
reglur munu þá gilda fyrir þá.
Sporvagnar.
Sporvagnaumferð er nú í 5
stærstu borgum okkar. í Stokk
hólmi og Helsingjaborg munu
strætisvagnar koma í stað spor-
vagna frá og með deginum sem
breytingin fer fram. í Málmey
verður aðeins haldið áfram að
starfrækja eina sporvagnaleið.
í Gautaborg og Norrköpíng mun
sporvagnaumferðin halda á-
fram og hún verða aukin. Því
verður að gera vissar breyting
ar á vögnum í þessum borg-
um.
Götur og vegir.
Götur og vegir eru yfirleitt
jafn nothæfir fyrir vinstri og
hægri handar umferð. Hins veg
ar verður að br^yta allmörgum
umferðarsvæðum og gatnamót
um. Mikinn hluta Þeirra um-
ferðarmerkja, umferðarljósa og
merkja á akbrautum, sem eru
í notkun, verður að flytja eða
breyta. og snúa verður öllum
skrásettum bifreíðastæðum, svo
að þau verði notkunarhæf með
nýju aksturstefnunni. Ýmsar
vegavélar, eins og snjóplógar
og grassláttuvélar, eru gerðar
fyrir vinstri handar umferð ein
göngu, og verður því að breyta
þeím eða fá nýjar.
Flest vandamálin munu skap
ast í borgum og stærri bæjum.
Þar er fyrst athugað, hvemig
einstefnuaksturskerfið muni
revnast í hægri handar umferð
og hvemig því þurfi ef til vill
að breyta, þar sem það hefur
bein áhrif á skípulag umferðar
svæðanna. Síðan era gerðar
vinnu- og tímaáætlanir.
Þar sem umferðin verður að
vera óhindruð með vinstri hand
ar umferð fram að H deginum
og í hægri handar umferð strax
á eftir, verður að gera ýmsar
bráðabirgðaráðstafanir tíi þess
að auðvelda breytinguna. M. a.
gera sérfræðingar ráð fyrir að
geta notað færanleg sporvagna
biðstæði.
Breytingarvinnan verður unn
in í áföngum. Fyrir H daginn
verða gerðar allar Þær breyt-
ingar, sem framkvæmanlegar
era, þrátt fyrír vinstri handar
umferðina. Við umferðarbreyt
inguna verða framkvæmdar
breytingar á umferðarmerkjum
og ljósum, svo og ýmsar bráða
birgðaráðstafanir á vegafram-
kvæmdum, er síðan verða full
gerðar eftir H daginn.
Upplýsingastarfsemi.
Við umferðarbreytinguna
verður það hinn mannlegí þátt
ur fyrst og fremst, sem ákveð
ur umferðaröryggið. Það ríður
á því, að allt verði gert, sem
unnt er, til að koma í veg fyr-
ir slys með nákvæmri fræðslu
og áhrifamiklum áróðri. Það
er mjög mikilvægt, að eins
margir og unnt er, hafi jákvæð
viðhorf til breytingarinnar. Já
kvætt viðhorf auðveldar þá
venjubreytingu, sem verður
nauðsynleg öllum í umferðinni.
Þess vegna verður að reka víð
ueka uppiýsingastarfsemi til
að hafa áhrif á skoðanír fólks
í þessa átt.
Fræðsla um reglur þær, sem
gilda við hægri handar umferð,
mun ekki verða veitt, fyrr
en stuttu fyrir breytinguna. Þá
mun hún hins vegar verða eins
öflug og áhrifamikil og unnt
er.
Nú þegar er hafin barátta, m.
a. í umsjá NTF, fyrir Þvi að
bæta hina almennu umferðar-
menningu fyrir breytinguna i
hægri handar umferð.
Erfiðustu verkefnin vegna
umferðaröryggisins eru að
ná til þeirra, sem stríða við
sérstök vandamál í umferðínni
og að minnka áhættuna fyrir
þá hópa í umferðinni, sem eink-
um verða fyrir óhöppum, svo
sem gangandi vegfarendur, fólb
á reiðhjólum og reiðhjólum
með hjálparvél.
Eitt skilyrði þess, að breyt
ingin komist hnökralaust á, er
að eins margir og unnt er,
hjálpi til við undirbúninginn.
Blöðin, útvarp, sjónvarp, skól
ar, hernaðaryfirvöld, vinnu-
málasamtökin, NTF og hin
mörgu samtök þjóðfélagsins
geta veitt mikilvæga aðstoð.
H dagurinn.
Þau atriði sem hafa áhrif á
umferðaröryggið við fram-
kvæmd breytingarinnar, eru
m. a. möguleíkamir á að dreifa
upplýsingum, menntun og um
ferðareftirlit. Rannsókn sér-
fræðinganefndar, sem er stat-
ens högertrafikkommission til
aðstoðar, hefur leitt í Ijós, að
hentugasti tíminn með tillití
til þessara atriða er byrjun
septembermánaðar. September-
mánuður er einnig álitinn hent
ugur tími fyrir umferðarbreyt
inguna frá tæknílegu og fjár
hagslegu sjónarmiði.
Högertraffikkommissionen
hefur þess vegna lagt til við
konung, að dagurinn til breyt-
ingarinnar í hægri handar um-
ferð verði ákveðinn sunnudag-
urinn 3. september 1967. Breyt-
ingin mun verða gerð snemma
á sunud.morgninum, og gert
er ráð fyrir, að nauðsynlegt
verði að takmarka umferð á
vegum í nokkrar klst. um nótt
ina, til þess að unnt verði að
gera síðustu breytingamar, svo
sem flutning ýmissa umferðar
merkja, afhjúpun götuljós-
merkja o. fl. á sem liprastan
hátt.
Þegar umferðín fer síðan í
gang aftur, verður það undir
mjög ströngu eftirliti. Lögregl
an verður styrkt með hermönn
um og sjálfboðaliðum, sem
munu verða látnir leiðbeina
bæði bifreiðastjórum og fót-
gangandi fólki. Þar að aukí verð
ur sennilega sett tímabundin
hraðatakmörkun til Þess að
minnka framúrakstur og tjón
af þeim óhöppum, sem kunna
að verða þrátt fyrir allt. Allar
hugsanlegar aðferðir verða not
aðar til að minna á nýju um-
ferðarregluna og koma í veg
fyrir, að fólk taki upp gamla
háttu, þangað tíl það hefur full
komlega aðlagazt hinu nýja
umferðarkerfi.
Kostnaður og bætur.
Þegar þingið ákvað að koma
á hægri handar umferð, var
gert ráð fyrir, að kostnaðurinn
myndi verða 400 milljónir
sænskra króna. Um helmingur
þessa kostnaðar er vegna breyt
inga á strætisvögnum og lang
ferðabífreiðum. Breytingar á
Framhald á bls. 12.