Tíminn - 25.11.1965, Síða 11
FIMMTUIVAGUR 25. nóvcmber 1965
ÍMINN
ARABÍU LAWRENCE
ANTHONY NUTTING
7
Storrs tók nú að spyrja emírinn um skoðanir hans á bylt-
ingu Araba. Abdulla varð þá alvarlegri, hann reyndi að út-
skýra ástæðuna fyrir því að Aröbum tókst ekki að ná Medína.
Tyrkjum hafði tekizt að flytja vistir, hergögn og liðsauka til
borgarinnar, sökum þess að Bretar höfðu látið hjá líða að
eyðileggja járnbrautarlínuna til Hejaz. Windgate hershöfð-
ingi, sem var sendur til liðs við Hússein, hafði landað nokkr-
um hersveitum við Rabegh, sem áttu að verja Mekka, en
hann hafði ekki skorið á aðalflutningsleiðir Tyrkja og ekki
heldur útvegað Aröbum hergögn og skotfæri. Harbættin,
sem var mjög fjölmenn og voldug hafði gengið í lið með
óvinum, þar eð þeir álitu byltingin myndi fjara út í sand-
inn. Það, sem verst var, var að Tyrkir voru að undirbúa
sig undir að hefja árás á Mekka frá Medína. Til að forðast
slíkt bar Abdulla fram þá ósk, að brezkur her yrði sendur
til Rabegh strax og Tyrkir hæfu sóknina frá Medína. Lawr-
ence greip hér frammí, og sagði að Bretar hefðu hvorki lið
né skip til þess að hefja slíkar aðgerðir. Hann minnti Abdulla
einnig á, að faðir hans hefði á sínum tíma beðið um að
jámbrautarlínan til Hejaz yrði látin óskemmd, vegna fyrir-
hugaðrar herferðar til Damascus.
Þetta mót þeirra Lawrence og Abdulla sannaði Lawrence
að Abdulla væri ekki hæfur forustumaður fyrir arabísku
byltingunni. Þótt hann væri aðeins þrjátíu og fimm ára skorti
hann þann ejdmóð, sem þurfti til að vekja Araba. Hann var
og klókur, mat þægindi of mikils og tók full létt á málun-
um og talglaður til þess að geta heimtað af sjálfum sér og
mönnum sínum það átak, sem krafði þolgæðis og yfirmann
legrar þrautseigju.
Lawrence leitaði slíkra eiginleika með verðandi forustu-
manni Araba. Ef enginn vildi fórna svo miklu fyrir málstað
Araba, efaðist hann um að bytingin myndi verða langæ og lifa
af fæðingarhríðirnar. Hann óttaðist að hún væri andvana
fædd, sökum skorts á fórnfýsi frá þeim, sem fæddu hana.
Því lengur sem umræðurnar stóðu, því ákveðnari varð
Lawrence að leita til Feisals og fullvissa sig um hvort hann
væri ekki spámaðurinn. Abdulla fann á sér hvað var á seyði,
og hvað þessi ungi óþoliqmóði Breti var á hnotskóg eftir,
og honum létti sýnilega. Hann samþykkti strax að stuðla að
því að Lawrence fengi leyfi til þess að hitta bróður sinn.
Hann greip símtólið stuttum feitum fingrum og talaði
við föður sinn í Mekka. En sá gamli var ekki eins hrifinn.
Abdulla reyndi hvað hann gat, en án árangurs. Hússein var
tortrygginn. Hver var tilgangur Lawrence? Hann treysti ekki
þessum vantrúuðu Englendingum. Það var sök sér að hafa
þá í Jidda, þar sem var hægt að fylgjast með þeim, það var
annar handleggur að láta þá ferðast um eyðimörkina og
gefa þeim þar með færi á að athuga ýmislegt, sem þeim
kom ekki við. Það gat orðið hættulegt. Abdulla fékk Storrs
símtólið. Hann beitti öllum töfrum sínum og honum tókst
eftir mikið þras og mas að fá að sannfæra Hússein um að
Lawrence myndi verða vinsamlegur og tryggur, en væri ekki
njósnari og að það, sem hann ætlaði sér, væri að athuga
á hvern hátt hann gæti aðstoðað Feisal sem bezt í baráttunni
við Tyrki. Hússein lét sannfærast og skipaði Abdulla að
fylgja Lawrence til herbúða Feisals í eyðimörkinni.
3.
Lawrence hittir Feisal.
Aðalstöðvar Feisals voru þá við Wadi Safra um það bil
tvö hundruð mílur fyrir norðan Jidda og sextíu mílur suð-
vestur af Medía. Til að flýta fyrir var afráðið að fara á
skipi helming leiðarinnar, eða allt til Rabegh, þar sem
Alí emír, elzti sonur Hússeins var setuliðsstjóri. Hann átti
að hafa úlfalda til reiðu fyrir Lawrence og föruneyti hans.
Um kvöldið fékk Lawrence enn frekari vitneskju um
það, hve Feisal var frábrugðinn Abdulla. Wilson hershöfð-
ingi hafði boðið Abdulla til kvöldverðar í stöðvum sínum.
Þetta var fremur óvenjulegt, en Abdulla þáði boðið ásamt
Storrs. Lawrence og egypzkum hershöfðingja, Sayed Ali og
Aziz el Misri, sem var forseti herforingjaráðs Hússeins. Sá
hafði átt í skærum við ítalska herflokka, sem foringi í her-
Tyrkja. Hann hafði síðar staðið fyrir uppreisn arabiskra
liðsforingja í tyrkneska hernum. Abdulla kom með hljóm-
sveit sína, sem var tötralegt samansafn tyrkneskra hljóð-
færaleikara, sem höfðu verið handteknir ásamt tyrkneska
landstjóranum við Taif, skammt frá Mekka í upphafi upp-
C The New American Library
í LEIT AD ÁST
ELANORFARNES
í einu að þeirri niðurstöðu að
henni fannst alveg dásamlegt að
láta Peter kyssa sig og hún hafði
fúslega svarað atlotum hans.
Henni varð harla bilt við þegar
þegar hún viðurkenndi þetta, en
auðvitað var ekki þar með sagt
að hún væri orðín ástfangin af
Peter. Ég verð að athuga rækilega
minn gang, hugsaði hún með sér.
|
Henni var, samt ekki aiveg rótt I
þegar hún gekk inn a skrifstof-1
una. Hún var klædd 1 ijósgráan j
léreftskjól og virtist fersk og út!
hvíld eftir samkvæmið.
— Góðan dag, herra Webber,
sagði hún um leið og hún gekk
til sætis síns.
— Góðan daginn.
Svo varð þögn, bæði reyndu að j
láta sér detta eitthvað í hug til
að segja, að lokum sagði Fiona
— Hvers vegna eru dansleikir j
alitaf haldnir á föstudögum. Það;
ætfi rð velja laugardagskvöldin,
svo að fólk hafi helgina til að j
ná sér.
— Hafið þér ekki náð yður? í
spurði hann. í
Augu þeirra mættust, bæði hugs
uðu hið sama.
— Nei, sagði Fiona, — ekki
alls kostar.
— Þér lítið reyndar nógu frísk-
lega út, sagði hann.
Aftur varð þögn, svo reis Peter
úr sæti og staðnæmdist fyrir aftan
stólinn hennar.
— Fiona, sagði hann — þér
hljótið að halda að ég sé dæma-
laus kvennabósi.
— Nei, sagði hún undrandi, —
ekki hafði mér dottið það í hug.
— Ég hef aðeins verið tvisvar
einn með yður og í bæði skiptin
gat ég ekki látið yður í friði.
Hún leit upp til hans.
— Ef þér hafið gert það hafið
þér kannski tekið eftir, að ég
sttreittist ekki beinlínis á móti
— Samt hef ég aldrei áður kom
ið svona fram við neina stúlku
hér í fyrirtækinu sagði hann. —
þér eigið kannski erfitt með að
skilja það.
— Er það virkilega satt?
— Já. dagsanna,
— En —
— En hvað Fiona?
— En hvers vegna hafið þér
þá í þessi skipti . .
— Ég spyr sjálfan mig að því
sama. Ég hef alltaf lagt áherzlu
á mjög svo formlegt og óper-
sónulegt samband við einkaritara
míns. Eg reyndi að stilla mig
eftir fyrsta skiptið og lofaði sjálf-
um mér að þetta skyldi ekki end-
urtaka sig. Samt sem áður — í
gærkvöldi. Þér hafið svo furðu-
leg áhrif á mig, Fiona. Svo einfalt
er það. Ég gat ekki annað. Vilj-
ið þér fyrirgefa mér.
— Þér eigið við að ég veki úlf-
inn í yður eða hvað, sagði Fiona
og brosti. — En hvað sem það er
þá er ekkert að fyrirgefa. Alls
ekki neitt.
Hún rétti fram höndina og
hann tók um hana.
— Var yður einnig þannig far-
1 ið, Fiona
Hún dró til sín höndina og
sneri sér frá honum
— Já, sagði hún t'ljótmælt —
Og þá haldið þér kannski að ég
sé vön að hegða mér svona En
það e; einmitt þvert a móti Yð
ur finnst það kannski ótrúlegt að
ég kæri mig hreint ekki mikið
um kossa og hef alitaf verið mjög
vandlát. Svo að þér verðið að trúa
mér á sama hátt og ég tek orð
yðar trúanleg.
— Þá hef ég sagt sams konar
áhrif á yður og þér á mig?
Hún sneri sér aftur að honum og
skyndilega fóru bæði að hlæja.
— Það lítur út fyrir það,
sagði hún. — En fyrst við nú vit-
um það ættum við að geta verið
á varðbergi. Samþykkt?
— Samþykkt, sagði hann. — Þá
erum við vinir?
— Náttúrlega, sagði hún, og
þau tókust aftur í hendur, en að-
eins við þá litlu snertingu var
eins og þessir kynlegu töfrar
næðu tökum á þeim aftur og bæði
flýttu sér að sleppa hendi hins.
Peter gekk að skrifborði sínu og
settist niður einbeittur á svip.
— Þá erum við vinir, endurtók
hann, en í þetta sinn kenndi nokk
urrar hæðni í rómnum, eins og
hann tryði ekki beinlínis á vin-
áttu milli hans og konu á borð
við Fionu, sem vakti hjá honum
þessar einkennilegu og óútskýran-
legu kenndir.
5. kafli.
í lok júlí mánaðar gekk hita
bylgja yfir og skrifstofa Peters
sem sneri til suðurs varð nú al-
veg óþolandi vegna hitans. Margt
starfsfólkið fór í sumarleyfi og
þeir sem ætluðu til strandarinn-
ar eða upp í fjöllin vonuðu að
góða veðrið héldist Móðir Fionu
og systir fóru til Portofino og
kvörtuðu hástöfum yfii því að
Fiona gat ekki komL með. Hr.
Chard ætlaði að koma síðar og
Guy hafði verið boðið að eyða
sumarleyfi sínu þai líka. Guy
hefði kosið að vera heima með
__________________________ 11
Fíónu, en hann vildi síður sýna
Foreldrum Fíónu vanþakklæti og
vissi því ekki hvað hann átti að
gera.
— Og ég sem hefði eiginlega
átt að vera að aka á Spáni núna,
tautaði Peter. — Ég hef frestað
sumarleyfinu mínu þangað til
vandræðin eru yfirstaðin. Ég býst
við, að veðrið verði afleitt þegar
ég loksins kemst af stað.
— Hvemig standa málin
núna? spurði Fíóna.
— Þetta lafir. Það er verið að
koma vélunum fyrir og ég held
að fólkið bíði átekta og sjái hvað
setur. Sumir eru í fríi, svo að
allt hangir í lausu lofti.
Hann leit á klukkuna.
— Við getum farið í hádegis-
verð núna, sagði hann. — Það
er reyndar ekki sérlega freistandi
að fara niður í matstofuna í þessu
veðri en . . .
— Ég fer ekki niður í matstof
una í hitanum, sagði Fíóna. — Ég
hef fundið mér friðsælan stað,
það er aðeins tíu mínútna akst-
ur héðan. Jafnskjótt og komið er
út fyrir borgina er skógarkjarr og
lítil á og mjúkur mosi að sitja
á. Ég tók með mér nesti og fer
þangað.
— Þú hefðir ekki átt að segja
mér frá þessu, sagði Peter. —
ÚTVARPIÐ
I dag
Fimmtudagur 25. nóv.
7,00 Morgunútvarp. 12.00 Há-
degisútvarp.
13.00 Á frívakf
inni. Eydís
Eyþórsdóttir stjórnar óskalaga-
þætti fyrir sjómenn. 14.40 Við,
sem heima sitjum. Margrét
Bjarnason ræðir við Huldu Á.
Stefánsdóttur skólastjóra Kvenna
skólans á Blönduósi. 15.00 Mið-
degisútvarp. 16.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Þingfréttir. 18.00 Segðu
mér sögu. Sigríður Gunnlaugs-
dóttir stjómar þætti fyrir yngstu
hlustendurna. í tímanum les
Stefán Sigurðsson framhaldssög
una ,Litli bróðir og Stúfur“.
18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tón-
leikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt
mál. Ámi Böðvarsson flytur þátt
Inn. 20.05 Píanótónleikar: G.
Cziffra leikur lög eftir Debussy,
Grieg. Rossini o. fl. 20.35 Vís-
indi trú og bindindi. Bjöm Magn
ússon prófessor flytur síðara er
mdi sitt. 21.00 Sinfóníuhljómsveit
íslands heldur tónleka í Háskóla
bíói. Stjómandi: Bohdan Wod-
iczko. 22.00 Fréttir og veður
fregnir. 22.10 Minningar um Hen
rik Ibsen eftir Bergljótu Ibsen.
Gylfi Gröndal ritstjóri les. 22.30
Djassþáttur i umsjá Ólafs Step
hensens. 23.00 Bridgeþáttur Hall
ur Simonarson flytur. 23.25 Dag
skrárlok.
Föstudagur 26. nóvember.
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis
útvarp.
13.15 Lesin
dagskrá
næstu viku. 13.30 Við vinnuna:
Tónleikar. 14.40 Við, sem heima
sitjum. Þóra Borg les framhalds
söguna „Fylgikona Hinriks VHI.“
eftir Noru Lofts. 15.00 Miðdegis
útvarp. 16.00 Siðdegisútvarp. 17.
00 Fréttir 17.05 í veldi hljóm
anna. Jón Öm Marinósson kynn
ir sígilda tónlist fyrir ungt fólk.
18.00 Sananr sögur frá liðnum
öldum Sverrir Hólmarsson les
sögu frá ísrael. 18.20 Veðurfregn
ir. 18.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir.
20.00 Kvöldvaka. 21.35 Útvarps
sagan: ,Paradísarheimt“ eftir
Halldór Laxness. Höf flytur. 22.
00 *réttir og veðurfregnir. 22.10
íslðnzkt mál. Ásgeir Bl. Magn-
ússon cand mag. flytur þáttinn.
22.30 Næturhljómleikar: Sinfóníu
hljómsveit íslends leikur. 23.10
Dagskrárlok.