Tíminn - 25.11.1965, Side 12
FIMMTUDAGUR 25. vfaen&KX*19B&
12____________
KJÖRDÆMAÞING
Framhalö ai bls ö
S-Vesturl Vestf.
1703 28,2 14,9
1801 26.4 15.6
1901 27.8 15.9
1910 32.7 15.7
1920 36.4 14.1
1930 43.0 12.0
1940 47.2 10.7
1950 56.0 7.8
1964 63.8 5.5
Innan sjálfs S-Vesturlands eru
búsetuhlutföllin sem hér segir,
miðað við landsmenn alla 1. des.
1964.
(Reykjavík 40.9
Reykjaneskjördæmi 16.7
Vesturland 6.2
í nyrstu héruðum S-Vesturlands
hefur þróunin orðið sama og í
öðrum landshlutum. Allt stefnir
að einu og sama marki. Tölurnar
sýna að þjóðin er hröðum skref-
um að flytja búsetu sína úr hin-
um ýmsu landshlutum, að Faxa-
flóa, og þá sér í lagi að honum
sunnanverðum.
n.
Nú hefur sú skoðun átt sér
formælendur, að þjóðinni væri
það mun hagkvæmara, að búa
þröngt á litlu svæði. Hún væri
smá, en landið stórt. Því spar-
aðist við það miklir fjármunir,
er útþensla byggðar krefðist ef
hún flytti sig þannig saman.
Um þessa skoðun er því til að
svara, að hún stenzt ekki dóm
þjóðfélagslegrar staðreyndar, þar
eð þjóðin lifir að mestu á nýt-
ingu landskosta, og séu þeir ekki
nýttir kemst þjóðin hreinlega á
vonarvöl efnahagslega. Miðað við
ríkjandi ástand er þjóðinni búin
efnahagsleg hætta. Landkostina
flytur fólkið ekki með sér, og
þyrfti þjóðinni því að skapast al-
gjörlega ný efnahagsleg undirstaða
ef þeir ættu ekki að leiða til
ófremdar.
Samkvæmt verzlunarskýrslum
ársins 1963 nam sameiginlegur út-
flutningur sjávarútvegs og land-
búnaðarvara alls kr. 3.968.143.000.
00 eða 98.1% af heildarútflutn-
ingi landsmanna. Sama ár var
34.3% af fiskafla, tekinn til hag-
nýtingar á höfnum landsins, bor-
inn að landi í Reykjavík, eða á
Reykjanesi. Meðaltalsaflinn á
hvert mannsbarn í þessum lands
svæðum var samtals 2.3 tonn, þar
af í höfuðborginni sjálfri 1.2 tonn.
Aðrir landshlutar lögðu til 65.7%
þessa útflutningsverðmætir. Meðal
tals afli á hvert mannsbam í þess
um landshlutum var 5.8 tonn.
Þetta ár áttu bændur á þessu
þéttbýlasta svæði landsins rétt
3% af sauðfjáreign landsmanna,
en rúm 4% nautgripa. Þessi dæmi
sanna að meginhluta gjaldeyris-
forðans er aflað utan höfuðborg-
arsvæðisins. Ef þrátt fyrir það
stefnir allt að einum ósi, og með
þeim hraða að um næstu aldamót
reiknast svo til að 82 af hverjum
100 íslendingum verði heimilis-
fastir í Reykjavík, eða á Reykja-
nesi.
Hugsanlegt er jafnvel að straum
þunginn vaxi, því miðað við
ástandið eins og það hefur verið
undanfarið eykst aðstöðumunur
landsbyggðarinnar og höfuðborg
arsvæðisins í sömu hlutföll-
um nokkurn veginn og íbúahlut-
fallið.
III.
En hvað má til varnar verða?
í framanrítaðri tillögu fer þing
ið fram á hlutlæg vinnubrögð við
undirbúning löggjafar, er reist
geti rönd gegn ríkjandi þróun.
Slíkt útheimitir mikið starf og að
stoð vísindalegra vinnubragða. í
þessu sambandi vill þingið benda
á nokkur atriði, er því þykir
ástæða til að ætla að festa beri
í umræddri löggjöf:
' Breytt umdæmaskipan: Mynd
Norðurl. Austurl. Suðurl. Alls.
23.4 10.3 23.2 100
26.4 9.6 20.0 100
25.8 13.5 17.0 100
24.6 11.4. 15.6 100
24.2 10.8 14.5 100
22.9 9.6 12.5 100
22.6 8.3 11.2 100
19.9 6.7 9.6 100
16.2 5.7 8.8 100
un verði fyliisfélög, er saman-
standi af sveitarfélögum á til-
teknum landssvæðum, ss. kjör-
dæmi eða landsfjórðungi.
í sama fylkisfélagi yrðu jafnt
kaupstaðir sem og önnur sveita
félög. Með þessu móti sköpuðúst
fjölmennari og sterkari fram-
kvæmdaeiningar í sveitarstjómar-
málum landsbyggðarinnar, sem
orkað gætu á ýmsan hátt til jafn
vægis gegn flótta til höfuðborgar-
svæðisins.
Fylkisfélögunum yrði að skapa
traustan og allrúman fjárhag, svo
að þau yrðu þess umkomin að
skapa heima fyrir ýmsar þær op-
inberar félags og þjónustustofn-
anir, sem núverandi lögsagnarum
dæmi eða sveitarfélög ráða ekki
við sakir fámennis.
2. Dreifing opinberra stofnana,
þeirra er ekki þurfa nauðsynlega
að vera í námunda við æðstu
stjórnarvöld, út um landið.
3. Sterkur jafnvægissjóður, und
ir stjórn er kjörin væri af stjóm
um fylkisfélaganna. Jafnvægissjóð
ur þessi væri stofnlánasjóður er
veitti lán til nýrra atvinnugreina,
og jafnframt til eflingar eldri at-
vinnugreinum úti um landíbyggð
ina.
Þessi atriði ásamt mörgum
fleiri þurfa að grandskoðast.
Landsbyggðin verður að fá meira
jfélagslegt og fjárhagslegt sjálf-
stæði gagnvart höfuðborgarsvæð-
inu. Fólk á ekki að neyðast til að
yfirgefa laridkosti strjálbýlisins
vegna ósæmilegra lífskjara, sízt
meðan þar er sá brunnur, sem
landsmenn ausa erlendum við
skiptagjaldeyri sínum af.
„FAGURT SKAL MÆLA"
Framhald af 5. síðu
Og hvað hefur hún gert til að
vinna að því, að fólk fengi
húsnæði til íbúðar eitthvað ná
lægt kostnaðarverði?
Svari þeir, sem svara kunna.
Ef ekki vantar viljann.
Ef til vill svara einhverjir
stjórnliðar þessu líkt og for-
sætisráðherrann svarar verð-
bólgutalinu. Það ræður enginn
við þetta og því er óhætt að
lofa okkur að sitja, þó að við
getum ekki það, sem enginn
getur gert. En þetta er bull.
Það er hægt að gera ýmislegt
í sambandi við húsnæðismálin.
Það er engin nauðsyn að
láta gróðamenn fá lóðir til að
byggja á til að selja með hagn-
aði fremur en félagsskap
þess fólks, sem í húsunum ætl-
ar að búa.
Það er hægt með opinber-
um ráðstöfunum að stuðla að
því, að ungt fólk og nægju-
samt eigi þess kost, að fá íbúð-
ir við sitt hæfi.
Það er hægt að stuðla að
því, að fremur séu byggðar
íbúðir af hóflegri stærð en
stóríbúðir, svo að jafnstórar og
jafndýrar byggingar leysi
fleiri manna þörf.
Aðgerðaleysi stjórnarflokk
anna í þessum efnum sýnir
áhugaleysi þeirra fyrir jöfnuði
og tregðu þeirra að loka gróða-
leiðum peningamannanna.
Við hvað er stjórnarstefnan
miðuð?
Hér hefur fáeinum orðum
verið vikið að húsnæðismálun-
um vegna þess, að i þeim spegl
ast stjórnarstéfnan, en húsnæð
TÍMINN_______________
isverð í höfuðstaðnum er ein-
hver áhrifamesti gjörandi um
alla verðmyndun í landinu,
launakjör og peningaverð.
Frelsi Viðreisnarinnar í
húsnæðismálum þrengir að
mörgum, jafnvel þó að ríkis-
stjómin keppist við að hækka
íbúðalánin eftir því sem til-
kostnaður vex. En það er á
fleiri sviðum sem frelsi Við-
reisnarinnar reynist alþýðu
mönnum engu betur en höftin
hjá fyrstu stjórn Alþýðuflokks-
ins á íslandi.
Það skiptir ekki mestu hvort
stjórnendur eru sí og æ með
frelsistal á vörum, heldur
hvort stjórnarstefnan er mið-
uð við jöfnuð og alþýðuhag
eða ekki.
MBNNING
Framhald af bls. 8
horfinn af sjónarsviðinu óvenju
heilsteyptur mannkostamaður.
Framkoma hans mótaðist af góð-
vild og skilningi í annarra garð
og samúð með þeim, sem minni-
! máttar voru. Hann var sérstak-
' lega barngóður, og fundu börnin
það fljótt, að þau áttu vin og fél-
aga, þar sem hann var.
Hans er því sárt saknað af
þeim, sem þekktu hann bezt, jafnt
ungum sem gömlum. Sveitarfélag-
ið hefur ekki aðeins misst einn
af sínum beztu sonum á miðjum
starfsaldri, mitt í önn dags-
ins, son, sem skipaði sæti sitt með
prýði, heldur höfum vér, samferða
fólk Sigfinnst, misst góðan vin og
ífélaga. En mestur er þó missir
nánustu ástvina hans, eigin-
I konu og dætra. Óvænt varð hið
friðsæla og ástríka heimilis
líf harmi slegið, og djúpu sári
sært. Þeim mæðgum bið ég hugg-
unar og styrks almáttugs Guðs í
sorg þeirra, og systkinum Sig-
finns og öðrum ástvinum™Jians
sendi ég innilegar samúðarkveðj-
Yfir minningum Sigfinns Vil-
hjálmssonar er bjart, því trú-
mennska og hjálpsemi einkenndu
viðmót hans og störf. Fyrir þær
minningar þökkum vér, sem eftir
stöndum. Mættu þær minningar
verða ljósgeislinn, sem lýsir eigin
konu og dætrum þessa dimmu sorg
ardaga.
Trausti Pétursson.
Það var laugardaginn 16. okt.
s.L, sem við Sigfinnur áttum tal
saman í síðasta sinn. Daginn eftir
var messað hér á Djúpavogi, þá
saknaði ég hans með meðhjálpara
í kirkjunni. Á eftir frétti ég að
hann hefði orðið veikur um morg
uninn, og að reyna ætti að fá
flugvél með hann suður til Reykja
víkur. Það tókst þegar leið á vik-
una, en hann andaðist í Lands-
spítalanum laugardaginn 23. okt.
Okkur hér á Djúpavogi setti
hljóð er við heyrðum andlát hans.
Okkur fannst öllum, að Sigfinn
hefðum vig misst alltof fljótt.
Hann var einn af traustustu íbú-
unum í orði og gerðum.
Sigfinnur var vel greindur og
menntun sína hafði hann hlotið á
Hvítárbakkaskóla og í Reykholti.
Það var því engin tilviljun að
hann með sína menntun og félags
legan áhuga á hvernig ætti að
leysa vanda hins daglega lífs, veld v
ist til trúnaðarstarfa hér á Djúpa
vogi eftir að hann fluttist hingað
1938.
Ég kynntist Sigfinni mest við
þau störf, sem snertu kaupfétagið
og fyrirtæki þess. Hann var vara-
formaður stjórnar Kaupfélags
Berufjarðar í mörg ár. f stjórn
Búlandstinds h/f. Hann var að
okkur fannst sjálfkjörinn ritari í
stjómum þessara fyrirtækja. Fund
argerðir hans voru ritaðar á
skíru og góðu máli, og hafði hann
lag á að ná kjarna málefnisins
fram til bókunar, þó ekki væri
góð regla á umræðum, eins og
oft vill verða í fárra manna hópi.
Á þessum fundum kom fram hjá
Sigfinni einlægur framfararvilji.
Hann studdi ailtaf að því að gera
veg byggðarlagsins sem mestan.
Hann vann af áhuga að því, að
byggt yrði frystihús hér á sínum
tíma, að keyptir voru nýir bát-
ar, að komið væri á fót söltun-
arstöð og nú síðast að byggingu
síldarverksmiðju.
Sigfinnur var alltaf hógvær í
dómum sínum um menn og mál-
efni. Og þótt hann vildi fram-
kvæmdir, vildi hann aldrei flana
að neinu. Hann vildi að fjár-
hagshliðin væri í lagi er út í fram
kvæmdir var ráðizt.
Við sem störfuðum með Sig-
finni, færum honum innilegar
þakkir fyrir samstarfið. Ég votta
eftirlifandi konu hans Olgu Lúð-
víksdóttir og dætrum innilegra
samúð. Einnig systkinum hans.
Þorsteinn Sveinsson.
HÆGRI AKSTUR
Framhald af bls. 9
götum og vegum krefjast um
þáð bil fjórðungs fjárhæðarinn
ar. Breytingar vegna sporvagna,
landvarna og skógræktar munu
ásamt upplýsingum, menntun o.
fl. krefjast eftirstöðva fjárhæð
arinnar.
Bætur verða greiddar af rík
isfé vegna nauðsynlegs kostn
aðar, sem er bein afleiðing af
breytingunni í hægrl handar
umferð og ekki getur talizt ó-
verulegur. Bætur verða greidd
ar, hvort sem það er ríkið, sveit
arfélag. einkafyrirtæki eða ein-
staklingar, sem fyrir kostnaðin
um verða. Skilyrði Þess, að bæt
ur fáist, er, að á’ætlun um
nauðsynlegar ráðstafanir hafi
verið gerð fyrirfram og viður
kennd af högertrafikkkommissi
onen. ^
Fjáröflun. vS
Fjár tíl breytingarinnar verð
ur aflað með aukaskatti af
skráðum, vélknúnum ökutækj
um á árunum 1964—1967.
Auka umferðarbreytingarskatt
skal greiða með hinum venju
lega skatti af ökutækjum, 20
sænskar kr. af bifhjólum, 40
sænskar kr. af fólksbifreiðum,
sem ekki vega meira en 1100
kg með ökumanni, og 75
sænskar kr. af öðrum vélknún
um ökutækjum. Meginreglan
verður sú, að sá, sem á ökutæk
ið í ársbyrjun, borgi skattinn.
Takmark — öruggari umferð.
Þörfin á breytingu í hægri
handar umferð í Svíþjóð hef-
ur orðið brýnni með hverju
árinu. Umferðin yfir landamær
in hefur aukizt hröðum skref-
um, hefur aukið áhættuna og
fjöldí slysa, sem hafa orðið
vegna óvana við hægri eða
vinstri handar umferð, hefur
aukizt. Fjöldi bifreiða, sem
fóru yfir landamærin árið
1963, var um það bil 5 milljón
5r. Gert er ráð fyrir, að þessi
tala muni tvöfaldast í byrjun 8.
tugs aldarinnar. Þar við bætist
hinn mikli fjöldi ferðafólks,
sem fer inn í og út úr landinu
með lestum, flugvélum eða skip
um.
í hvert skipti, sem bífreið er
nú ekið yfir landamæri okkar,
fylgir aðlögun að öðru umferð
arkerfi og því einnig aukin á-
hætta. Til þess að ryðja þess
ari áhættu úr vegi, að svo
míklu leyti sem unnt er, hefur
þingið ákveðið að breyta yfir
í hægri handar umferð í Sví-
þjóð. Takmark vinnunnar við
breytinguna er ekki einungis
að minnka tölu slysa, er breyt
ingin fer fram, og útiloka slys,
sem verða vegna óvana við
nýju umferðarregluna. Loka-
takmarkið er að koma á varan
legri bót á umferðaröryggHHi
í landinu.
Nokkrar mikilvægar tölur,
er breyting í hægri handar
umferð stendur fyrir dyrum
í SvíÞjóð.
Tiltölulegur Fjöldí íbúa
fjöldi ökutækja á hvern bíl
1945 70
1950 20
1955 10
1960 5.7
1963 5
1975 (áætlaður) 3
Fjöldi bifreiða Milljónir
sem fara yfir (um það bil)
landamærin
1953 1.1
1960 3.7
1963 5.0
1970 (áætlaður) 10.0
Fjöldi slysa:
Sænsk ökutæki erlendis
1959 1770
1960 1822
1961 2217
1962 2918
1963 3506
Erlend ökutæki í Svíþjóð
1959 716
1960 966
1961 1271
1962 1361
1963 1668
Áætlaður kostnaður vegna
breytingar í hægri handar um-
ferð 1967:
Milljónir
(um það bil)
Breytingar vegna
strætisvagna og
langferðabifreiða 200
Aðlögun gatna
og vega 100
Breytingar vegna
sporvagnaum-
ferðarinnar 50
Skógrækt, landvarnir,
benzínstöðvar,
menntun og
upplýsíngastarf-
semi, skipulags-
vinna, óvænt 50
Samtals 400
Fjáröflun. — Umferðarbreyt-
ingarskattur 1964—67:
krá á ári
Bifhjól 20
Fólksbifreið, sem
ekki vegur meira en
1100 kg með öku-
manni l 40
Annað vélknúið ökutæki 75
Á VÍÐAVANGI
Framhald aí bls 3
„Viðreisnar“-kerfið átti að losa
hana við slík afskipt; og leysa
flestan vanda í kaupgjaldsmál-
um jafnt sem efnahagsmálum.
Nú notar forsætisráðherra
hvert tækifæri í útvarpi til að
tala um nauðsyn víðtækari sam
vinnu launastétta og ríkisvalds!
Enda hefur stjórnin eitthvað
|ært a liðnum árum a.m.k "eg
ar hún ætlaði af afnema verk-
fallsréttinn með Iögum!“
VÉLAHREINGERNING
Vanir
menn
Þægileg
pliótleq
Vönduð
vinna
Þ R I F —
sfmi 41957
og 33049.