Tíminn - 25.11.1965, Síða 14
FIMMTUDAGUR 25. nóvember 1965
14
TÍMINN
MESTA LEIT
Frambald at ots 16
klukkan tíu mínútur yfir níu í
morgun. Við vorum sjö í þyrl-
unni, fimm Bandaríkjamenn,
þar af tveir flugmenn og einn
sjúkraliði, Þorva-ldur Mawby
og ég. Á leiðinni austur feng-
um við hávaðarok, og flugstjór-
inn, Richard Weed, sagðist
ekki vera viss um að komast
alla leið, þegar við vorum yfir
Mosfellsheiðinni, en lofaði að
gera sitt bezta, og það gerði
hann sannarlega. Við lentum
fyrst á Hoffmannaflöt, en þar
voru aðalbækistöðvar leitar-
hábser
SKOLAVORDUSTÍG 45
Tökum veizlur og tundi. —
Útvegum tslenzko.v og ktn-
verskan veizlvmat. Kin-
versku veltlngasalirnu 07377
ir alln daga frd kl. 11. Pant
anir frg 10—? og eftir kl.
6 Simi 21360
m^jumwmmrmmmmmmma
Til sölu:
ÍBÚÐIR
RAÐHÚS
EINBÝLISHÚS
af ýmsum stærðum í
Reykjavík, Kápavogi og
nágrenni.
Leitið upplýsinga og
fyrirgreiðslu á skrifstof-
unni, Bankastræti 6.
Fasteignasalan
HÚS & EIGNIR
Bankastræti 6
Símar 16637 og 40863
SfMAR 16637 - 18828
HEIMAS: 22790 - 40863
jammammmmmmammmmm
manna, og ræddum stutta stund
við stjórn leiðangursins. Síðan
flugum við þangað sem einn
leitarflokkurinn var vestan við
Tindaskaga að reyna að brjótast
í bílum upp að leitarmannakof-
anum við svokallaða Kerlingu,
síðan flugum við að kofanum
og yfir hann og svo að fjallinu
Skriðu, sem er suðaustanundir
Skjaldbreið við norðausturenda
Þjófahrauns. Þaðan ílugum við
svo eftir Langadal, sem liggur
frá norðaustri til suðvesturs.
Við flugum fyrst með eystri
hlíðinni inn í botn, síðan til
baka, nær miðjum dalnum. I
Svo snerum við enn við og flug
um þá um miðjan dalinn. Við
vorum mjög lágt, því veður var
þarna fremur kyrrt, og leituðum
mjög vel. Allt í einu, þegar
flugvélin var í beygju, hnippa |
Þorvaldur og annar Banda-j
ríkjamaðurinn í okkur og um j
leið komum við auga á mann,,
sem stóð í skafli og veifaði til |
okkar. Þarna gat ekki verið
nema um einn mann að ræða
og fögnuði okkar verður ekki
með orðum lýst, því flestir j
voru orðnir vondaufir um aðj
finna Jóhann, a. m. k. svo j
hressan, að hann gæti staðið
og veifað. Við lentum strax og j
dönsuðum út úr vélinni, ef ég1
má nota það orð, og hlupum;
að Jóhanni. Hann var þá setzt-
ur.
— Hvað orð fóru fyrst á
milli ykkar?
— Eg man það ekki nákvæm
lega, nema hvað við lýstum
allir yfir fögnuði okkar, og
hann var hinn hressasti og vildi
ganga að þyrlunni. Við tók-
um Það auðvitað ekki í mál,
komum með svefnpoka, sem :
við settum undir hann og bár j
um hann þannig í þyrluna. !
— Hvernig var umhorfs, þar J
sem þið funduð hann? ;
— Þetta var nálægt miðjum j
Langadal og á berangrí, nema
hvað hann hafði fundið þar
smálaut. Þar hafði hann látið
skefla yfir sig og stungið riffl j
inum sínum í skafl og hengt;
veiðitösku á hann. Þetta var,
ákaflega hyggilega gert, og við j
myndum hafa séð riffilinn og j
töskuna þótt hann hefði sjálf.
ur verið i skýli sínu. Við flug j
um svo fyrst yfir leitarsveitirn J
ar og fórum svo rakleitt til >
Reykjavíkur. þar sem við lent:
um við dyr Landsspítalans. Við;
Útför föður okkar
Ólafs Kvarans,
ritsfmastjóra
fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 26. þ. m. kl. 13.30 e. h.
Börnin.
Móðir okkar,
Kristbjörg Sveinsdótfir,
Langholtsvegi 187,
andaðist á Landakotsspítala 23. þ. m.
Börnin.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför drengsins okkar,
Sigurþórs
Sérstaklega þökkum við öllum þeim, sem veittu honum hjúkrun og
hjálp í veikindum hans.
Sigrún Bergsdóttir,
Þórður Stefánsson
og fjölskyldan Knappavöllum.
Eiginkona mín og móðir okkar.
Guðný Árný Guðmundsdóttir
Stóragerði 7, Reykjavík
Andaðist að Vífilsstöðum 23. þ. m.
Sæmundur Elimundarson og synir.
fundum hann um klukkan 10.
15 í morgun og lentum klukk
an 11. Þá var mikill viðbúnað
ur við Landsspítalann og lög-
reglumenn voru þar fjölmenn
ir. Arnór Hjálmarsson yfirflug
umferðarstjóri var sjálfur mœt
ur Þar með litla talstöð og
hafði samband við okkur síð
asta spölinn.
— Virtist ykkur hann mikið
kalinn?
— Hann er sjálfsagt verst far
inn á fótum, en yið skoðuðum
þá ekkert. Hins vegar gátum
við ekki betur séð en hendurn
ar hefðu sloppíð nær alveg, að
minnsta kosti við meiri háttar
kal. Við nudduðum hann þar
sem við vissum að hann var
óskemmdur á leiðinni í bæinn,
tíl þess að örva blóðrásina og
gáfum honum nokkra sopa af
heitu kaffi að drekka.
— Þetta hefur verið mikil
leit.
— Já, þetta hefur verið mik-
il leit og mjög vel skipulögð.
Það hafa ábyggilega um fjögur
hundruð manns tekíð þátt í
henni allt í allt, og við hana var
notuð öll fullkomnasta tækni
sem við höfum yfir að ráða.
Talstöðvarnar sönnuðu hér enn
einu sinni ágæti sitt og við
höfum ábyggil. lært mikið af
þessari leit. Þyrlurnar, sem þátt
tóku í leitinni, voru þrjár,
tvær frá Keflavikurflugvelli og
svo Þyrlan okkar. Varnarliðið
sýndi mjög mikinn velvilja í
þessari leit, eins og ávallt þeg
ar við höfum leitað til þess, og
þeirra menn í þyrlunum voru
ákaflega samvinnuliprir og
treystu okkur íslendingunum
út í yztu æsar, þótt veður
væri tvísýnt. Einnig stóð Björn
Jónsson á okkar þyrlu sig frá
bærlega vel hann leitaði í ég
held ég megi segja ófæru veðri
á mánudaginn.
Og ekki má gleyma Jóhanni
Löve sjálfum. Hann hefur sýnt
í þessari villu frábæran hugar
styrk, hann hagaði sér á allan
hátt eins og bezt, varð á kosið,
úr Því sem komið var, og gaótti
þess að halda sem mest kyrru
fyrir, hvíla síg á næturnar og
halda á sér hita. Það mætti
fleirum verða til fyrirmyndar
sagði Jóhannes Briem að lok
um, en fáir munu kunnugri
honum um aðstæður allar á
fjöllum, enda hefur hann um
margra ára skeið ávallt verið
fremstur í flokki þegar leitað
hefur verið til slysavarnarfé-
lagsins uro aðstoð á landi.
ÆTLUÐU í LEIKHÚS
Framhaid af b!s, 16.
annars lærður járnsmiður og
vann í átta ár í Landssmiðj-
unni. Það mætti segja mér að
hann hafi búið að því núna,
Þessa dagana.
Það var ekki lengur til set
unnar boðið, því Þorsteínn
ætlaði að heimsækja Jóhann
á Landsspítalann um klukkan
átta.
BJARNI
Framhald af bls 1
virðingarheiti meira í kirkj-
unni en þetta. Á bak við hinn
venjulega preststitil og þetta al
genga nafn var maður, sem var
ekki aðeins óvenjulegur, raun-
ar einstæður að gerð, heldur
meiri sjálfur en hvert það hlut
verk og allur heiður, sem hon-
um féll i skaut. í hugum fjöld-
ans var hann presturinn. f
margvíslegum ástæðum og
gátu menn ekki hugsað sér
neinn annan í hlutverki prests-
ins en hann Hvort sem menn
gerðu sér grein fyrir þvi eða
ekki nafði nann mótað hug
sjón þeirra um það, hvernig
prestur eigi að vera. Og ég vil
þakka það fyrir hönd kirkj-
unnar á íslandi, að sú hug-
sjón var í hugum svo margra
og um svo langa tíð mótuð af
slíkum manni, sem hann var.
Það er svo að orði komizt í
skýrslum, að séra Bjarni sé
fæddur og upp alinn í Mýrar-
holti við Reykjavík. Reykjavík
var lítil þá og náði ekki vestur
að Mýrarholti. En Mýrartiolt
náði til hennar. Þaðan kom sá,
sem markaði einn sterkasta
persónudráttinn í svipmót
hennar um langan aldur.
Reykjavík hefur vaxið á því
skeiði, sem liðið er síðan fá-
tækur drengur vappaði úr hlaði
í Mýrarholti, hún hefur stækk-
að, þanizt út yfir holtin og
mýrarnar, en hún hefur einn-
ig stækkað af því að hafa eign-
azt drenginn frá Mýrarholti,
vaxið af því að gefa þjóð og
kirkju slíkan mann og eignast
starfskrafta hans alla.
„Og höfðingi var hann
bræðra sinna. Það verður ekki
gert að álitum, að þá komí
nafn hans og mynd í hugann,
þegar þeirra presta er getið,
sem mestir voru í sniðum og
beztir í raun. Gildir einu, hvort
leitað er langt eða skammt í
sögu eða samtíð. Hann er höfð
inginn, miðað við starfsferil.
Þar er hann fremri öllum ís-
lenzkum prestum fram á þenn
an dag. Enginn hefur afkastað
þvíliku prestsstarfi og varla
líklegt, að farið verði í förin
hans í því efni síðar.
VIGFÚS
Framhalö * bls. 1
í Borgarfirði, Þar sem hann átti
heíma löngum. Þá er vert að geta
þess, að hann flutti hingað til
lands vinsæla skemmtun sem sí-
vaxandi fjöldi fólks hefur ánægju
af, og er þar átt við Framsóknar
vistina.
Vigfús var að vísu mikill félags
málamaður og lagði öllu góðu lið
í því efni af mikilli ósérhlífni.
En hann var ekki síður kunnur
fyrir ritstörf sín og ferðalög.
Hann var einna víðreistastur
allra íslendinga. — Út
eftir hann hafa komið bæði ferða
sögur og æviminningar, sem eru
hin ágætustu verk, og lýsa bezt
hvern mann Vigfús hafði að
geyma. Hann fór ungur út i heim
til að afla sér menntunar og víð
sýnis og kom aftur, enn ungur
maður í anda með fangið fullt af
hugmyndum og góðum fyrirætlun
um til hagsældar landi og lýð, og
gat með áhrifum sínum komið
mörgu góðu til leiðar á sjórnmála
sviðinu.
Með Vigfúsi er fallinr. í valinn
góður sonur íslands. einn af eld
hugum aldamótakynslóðarinnar,
sem sá margar góðir óskir landinu
til heilla rætast um sína daga.
Tímanum var hann alla tíð ein-
staklega hliðhollur og vann blað-
inu mikið þegar þvi reið mest á.
Tíminn þakkar þessum látna vini
góðan hug og fómfýsi og vonar
að enn megi nokkuð vinnast landi
og lýð til blessunar i anda félags-
hyggju og framsýnar, er var Vig-
fúsi Guðmundssyni svo mjög að
skapi.
VERSNANDI FÆRÐ
Framhald aí bls 1
mjólk til Húsavíkur í dag úr öll
um sveitum sunnan Húsavíkur, en
ófært væri fyrir Tjörnesið Vaðla
heiðin er irðin gersamlega ófær
og einnig leiðin um Dalsmynni.
Vörubílar er voru á leið til Húsa-
víkur a? sunnan urðu að vera um
kyrrt a Akureyrj 1 nótt Bílstjór-
arnir a-tluðu að fá ýtu með sér i
morgun og freista að brjótast
austur yfir en á sjötta tímanum
i dag voru þeir óknmnir tii Húsa
víkur
Einar Stefánsson á Egilsstöðum
sagði, að færð um Héraðið væri
góð en vissi ekkj um fjallvegi.
Hjörleifur taldi sennilegt, að þeir
væru ófærir. og vegurinn um Hóls
fjöll austur á land mun alófær
Stefán A. Þórðarson í Vík sagði,
að í gærkvöld; hefði tekizt að
opna ve ginn til Víkur, en mik-
ill snjór væri í Mýrdalnum, eink
um út fyrir Litla-Hvamm, og væru
traðirnar þar háar. Mjólkurbílar
fóru vestur í nótt en klukkan sex
í kvöld voru þeir ókomnir til
baka og Stefán bjóst við, að
mjög erfitt yrði að halda veginum
opnum, enda kominn skafrenning
ur. Þungfært er úr Vik austur á
Klaustur, til dæmis komu menn
þaðan í dag eftir að hafa verið
hálfan sjöunda tíma á ferð á jeppa
bifreið.
Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli
sagði að þar væri mikill jafnfall
inn snjór, logn og frost. Fært
væri á stórum bílum og jeppum
um héraðið. en illfært á fólks-
bílum, og jafnskjótt og hreyfði
vind mætti búast við, að allt yrði
ófært.
AKRANES
Framhald af bls. 1
og t.d. málarar hafa farið mikið
til Stykkishólms, Breiðdalsvíkur
og svo hingað til Reykjavíkur.
Smíði mjög fárra húsa hófst í
sumar, og færri en á flestum
undanfömum árum.
SVEITARFÉLÖG
Framhald af bls. 2
lána bæjarfélögum til bygginga
lítilla en hagkvæmra leiguíbúða
Miklar umræður urðu um þessi
mál og svaraði ráðherra fyrir-
spurnum. Erindi Hjálmars Vil-
hjálmssonar var um lánsfjármál
og tekjustofna sveitarfélaga.
ENGUM ÓVIÐKOMANDI
Framhald af bls. 2
um okkar reiðir af. Að kvikmynda
sýningunni lokinni verða almenn
ar umræður, og verður Hörður
Gunnarsson málshefjandi. Öllum
er heimill aðgangur og er ungt
fólk hvatt til að mæta á fundin
um og mæta stundvíslega, því
þetta er mál, sem engum er óvið
komandí.
Stjórnin.
LOFTLEIÐIR
Framhald af bls. 2
Stefánssonar mun fara fram á
tímabilinu frá 1. febrúar tij 1
maí 1966 og síðasta flugvélin, Guð
ríður Þorbjarnardóttir, verður
lengd á tímabilinu frá 1. nóvem
ber til 1, febrúar 1967.
Við þessar aðgerðir verða flug-
vélarnar 28.3 rúmmetrum stærri
en áður. Verður þá rúm fyrir 190
farþega í stað 160 og við áhöfn-
ina bætist ein flugfreyja.
Innanmál vélann,- verður meira
en í DC-8 vélunum og Boeing 707
en nú sem stendur hafa vélar af
gerðinni RR-400 stærra farþega-
rými en nokkrar aðrar farþega-
flugvélar, sem nú eru í notkun.
HELGARRÁÐSTEFNA
Framhald af bls. 2
Á ráðstefnunni munu flytja
stutt erindi þeir Benedikt Grön-
dal, alþm., Jón Skaftason. alþm.,
og dr Gunnar G. Schram, rit-
stjóri En auk þess er gert ráð
fyrir umræðum þátttakenda
sjálfra og mun Ásgeir Péturssön,
sýslumaður, stjórna þeim.
Kunnur sérfræðingur og fyrir-
lesari um alþjóðamál, Otto Pick,
aðstoðarframkvæmdastjóri Atlant
ic Information Centre for Teach-
ers í Lundúnum, sem m.a. hefur
starfað við brezka útvarpið BBC
mun koma til land.sins í tilefni
ráðstefnunnar og flytja fyrirlestur
á laugardag. Þá er væntanlegur
ti) ráðstefnunnar fyrirle9ari frá
París. sem m.a. mun gera grein
fyrir sjónarmiðum de GauUe og af
stöðu nans til Atlantshafsbanda-
lagsins.