Tíminn - 03.12.1965, Síða 3
15
FÖSTUDAGUR 3. desember 1965
TÍMINN
r*
IEngum kom á óvart, að de
Gaulle, forseti Erakklands,
myndi leita endurkjörs í for-
setakosningunum 5. desember.
Þótt hann hafi ekki tilkynnt
þátttöku sína fyrr en 4. nóv-
ember, höfðu menn talið sig
vissa um afstöðu de Gaulles
mánuðum saman. Og sama viss
an ríkir, þegar spáð er um
úrslit kosninganna. Menn velta
því helzt fyrir sér, hversu mik
inn meirihluta de Gaulle fær.
frá þeim 28 milljónum Frakka,
sem á kjörskrá eru.
De Gaulle biður landsmenn
sína um meira en einfaldan
meirihluta í kosningum þessa
árs. Er hann Skýrði frá Því
í útvarps- og sjónvarpsræðu,
að 'hann yrði frambjóðandi í
forsetakosningunum, bað hann
um „víðtækan stuðning", svo
að „framtíð hins nýja lýðveld
ís verði endanlega tryggð“. Og
de Gaulle lítur ekki björtum
augum á framtíð Frakklands,
ef hann fær ekki þennan stuðn
ing þjóðarinnar, þá mun
,,Fimmta lýðveldið fljótlega
hrynja saman . . . og Frakk
land mun lenda í afdrifaríkara
rótleysi, en nokkru sinni fyrr
— að þessu sinní án nokkurr
ar vonar um endurreisn", eins
Og ‘hann orðaði það. beir keppa um sæti forseta Frakklands: Efri röð frá vinstri: Charles de Gaulle, forseti Jean Lecanuet,
Allt bendir til þess, að de Plerre Marcilhacy, neSri röð f. v. Jean Louis Tixer-Cignaneour, Marcel Barbu og Francois Mitterand.
Gaulle muni vinna glæsilega.
Skoðanakönnun, sem fram fór
í miðjum október, sýndi, að
ef kosníngar hefðu verið haldn
ar þá, hefði de Gaulle fengið
68% greiddra atkvæða, en sá
frambjóðandi, sem næstur hon
um komst, 23%. Þetta hefur
þó minnkað nokkuð í síðustu
skoðanakönnunum.
Forsetinn hefur undirbúið
kosningarnar vel. Nú í vor fór
E hann í hringferð um Frakk
land og heimsóttí allar borgir
og kaupstaði landsins. Þar hélt
hann ræður, og lagði áherzlu
á nauðsyn Þess, að landinu yrði
stjórnað á sama hátt og verið
hefur næstu árin.
En andstæðingar de Gaulle
voru ekki vissír um, hvort
þessi hringferð þýddi að forset
inn myndi leita endurkjörs, eða
hvort hann ætlaði að skora á
landsmenn sína að kjósa sinn
helzta lærisvein.Georges Pompi
dou, forsætisráðherra.
Þetta gerði hinum frambjóð
endunum að sjálfsögðu erfitt
fyrir. Þeir vissu ekki að hverju
þeir ættu að beina skeytum
sínum og gagnrýnl. En þó má
ætla, að þótt de Gaulle hefði
skýrt frá framboði sínu þegar
í sumar, hefði hann unnið
kosningarnar eins auðveldlega
Fimm frambjóðendur, auk
de Gaulles, berjast um hylli
kjósenda. Þeir eruMarcel Bar-
bu, Jean Lecanuet, Pierre Mars
hilhacy, Francois Mitterand og
Jean Louis Tixer Vignancour
Af þessum er talið að einung
is tveir Mitterand og Tixier
Vígnancour — hafi möguleika
á að fá verulegan hluta
-:''eiddra atkvæða.
Mitterand, sem var dómsmála
ráðherra og innanríkisráðherra
í Fjórða lýðveldinu, er talinn
ganga næst de Gaulle hvað
fylgi snertir. Hann er fulltrúi
Lýðræðissambandsins svokall-
aða, sem er bandalag Sósíal
ista og kommúnista. Hann hef
ur neitað að semja við komm
únista um pólitiska stefnuskrá,
en hefur lofað að láta þá vita
fyrirfram um áætlanir sínar.
Áður en Mitterand gerðist
frambjóðandi, virtíst Gaston
Defferre borgarstjóri í Mar-
seille, fulltrúi Sósíalistaflokks
ins, vera hættulegasti andstæð
ingur de Gaulle. Defferre vildi
mynda sér til stuðnings banda
lag Sósíalistaflokksins og nokk
urra annarra mið- og vinstri
flókka. Þessi draumur hans
varð að engu, Þegar Guy
Mollet, framkvæmdastjóri Sósí-
alistaflokksins, krafðist þess
að einungís vinstri flokkar
væru teknir með i þetta banda
lag. Varð þetta til þess að
Defferre hætti við framboð
sitt 25. júní s. 1.
Tixer-Vignancour er aftur-
haldssamur, mjög hægrisinnað
ur lögfræðingur, og hefur ekki
verið við stjórnmál kenndur
áður. Hann er vel þekktur i
Frakklandi fyrir að hafa var
ið ýmsa öfgamenn til hægri í
dómssölunum. Þekktastur
þeirra var Raoul Salan, yfir-
maður hryðjuverkahreyfingar-
innar OAS í Alsír Salan var
sem kunnugt er dæmdur i
ævílangt fangelsi. en vörn
Tixier-Vignancours vakti mikla
athygli í Frakklandi. Var varn
arræðan spiluð inn á plötu og
seld í 20 þúsund eintökum.
Hann hóf mikla kosningaferð
um allt Frakkland s. 1. sumar.
Er talið, að hann muni fá 5—10
% greiddra atkvæða á sunnu
daginn.
Jean Lccanuet er fulltrúi
þeirra Gaulle-ista, sem eru ó-
ánægðir með de Gaulle, en
hann er ekki líklegur til mik-
illa afreka í kosningunum. Þó
fékk hann óvæntan stuðning á
síðustu stundu, Þegar Paul
Antier, fyrrverandi landbúnað
armálaráðherra, hætti við
framboð sitt og lýsti yfir stuðn
íngi við Lecanuet.
Hinir tveir, Marcilhacy og
Barbu, hafa svo til ekkert
fylgi. Annar þeírra, Marcilhacy
er íhaldsmaður, en Barbu seg
ist sjálfur vera „til vinstri við
kommúnistana".
Kosningabaráttan í Frakk-
landi er mjög stutt. Samkvæmt
lögum, sem samþykkt voru á
síðasta ári — en þetta er í
fyrsta sínn síðan árið 1848, að
franska þjóðin kýs forseta —
urðu frambjóðendur að leggja
fram 10.000 franka — ca. 90
þúsund krónur — og láta skrá
sig, fyrir 16. nóvember 1965.
Nöfn frambjóðendanna voru síð
an birt . „Joumal Officiel“ 19.
nóvember — og þá hófst hin
opinbera kosningabarátta, sem
aðeins stendur í tvær vikur
Ef svo ólíklega vill til, að eng
inn frambjóðandj fái meiri-
hluta atkvæða 5 desember, þá
verður kosið milli tveggja
hæstu frambjóðandanna 19.
desember Hinn kjörni forseti
verður síðan settur i embættí
fyrir 8. janúar 1966, en á þeim
degi rennur núverandi kjör-
tímabil út.
Aðgangur allra frambjóð-
enda, nema de Gaulle, að út-
varpi og sjónvarpi er mjög tak
markaður. Upplýsingamálaráð-
herra landsins, Alain Peyre-
fitte, sagði 20. október, að „á
venjulegum tímum er Það ekki
sanngjarnt, að stjórnarandstað
an fái að tala eins oft og ríkis
stjórnin“ í útvarp og sjónvarp.
Þetta rökstuddi hann með því,
að ríkisstjórnin hefði alltaf
eitthvað að segja. að stjórn-
arandstaðan gæti aðeins gagn-
rýnt! Því er það, að sérhver
frambjóðandi fær aðeins að
koma fram í sjónvarpi í tvo
tíma og í útvarpi í tvo tíma
meðan kosningabaráttan stend
ur yfir. Reglurnar um útvarps-
og sjónvarpssendingar í sam-
bandi við stjómmál eru svo
strangar, að samband blaða-
manna í Frakklandi gagnrýndi
þær harðlega 17. nóvember og
kvað þær vera eins konar rit-
skoðun.
De Gaulle hefur notfært sér
útvarp og sjónvarp tíl hins ítr-
asta, og hefur í því sambandi
marga frábæra tæknimenn sér
til aðstoðar. Hefur hann, með
aðstoð sérfróðra manna, sér-
hæft sig í að koma fram í
sjónvarpi. Er það voldugt vopn
í höndum hans, og hann beitir
þvi líka óspart. Mun það vafa
laust eiga sinn þátt í væntan
legum kosningasigri hans á
sunnudagínn.
Oft hefur verið sagt, að Gaulle-
ismj þekktist betur á því. sem
hann hafnar en því sem hann
berst fyrir í vestrænum stjórn
málum. Það, sem de Gaulle
hafnar mest af öllu, er það,
sem kallað er „Supranasjonal-
ismi“ — þ. e. að mynduð séu
bandalög þjóða, þar sem meiri
hlutavald ráði. Gegn þessu
berst hann af miklum krafti
bæði í Efnahagsbandalagi Evr
ópu, Norður-Atlantshafsbanda
laginu (NATO) og Sameinuðu
þjóðunum. Hann krefst þess
að Frakkland hafi ávallt frjáls
ræði til Þess að framfylgja
sjálfstæðri stefnu, hann vill
ekki taka við skipunum frá
neinu öðru ríki, eða ríkjum
hvort sem um bandamenn e
að ræða eða ekki.
De Gaulle leggur þvi mesta
áherzlu á algjörlega sjálfstætt
Frakkland, og afleiðing þeirr
ar stefnu er t. d. kreppan inn
an Efnahagsbandalagsins.
Frakkar neituðu að taka þátt
í viðræðum bandalagsins 5
júlí s. 1., á yfirborðinu vegna
þess að EBE hafði ekkí náð
samkomulagi um landbúnaðar
stefnu fyrir 30. júní, eins og
gert var ráð fyrir. Hin raun
verulega ástæða var þó hins
vegar, að de Gaulle var and-
vígur hinu aukna valdi hand
hafa framkvæmdavaldsins inn
an EBE. Sem dæmi má nefna,
að frá 1. janúar 1966 þarf eín
ungis meirihluta atkvæða í
Ráðherranefnd EBE til þess
að taka þýðingarmikla ákvörð
un, en fram að Þeim tíma hef
ir hvert ríki um sig eins kon
ar neitunarvald, þar sem al-
gjört samkomulag verður að
ríkja um allar ákvarðanir. De
Gaulle vill, að svo verði áfram,
og vill breyta rómarsamningn
um samkvæmt því, svo og þeim
samningum, er komu á fót Kola
og stálsamsteypu Evrópu og
EURATOM. Þessir samningar
voru allir gerðir áður en de
Gaulle varð forseti Frakklands,
og talar forsetinn nú um ýms
ar „víllur" í þessum samning
um, sem leiðrétta verði, ef
kreppan innan EBE á að leys
ast.
Einn angi af þessari sömu
valdaaukningarstefnu innan
bandalagsins er hið aukna vald
framkvæmdanefndarinnar, en
de Gaulle er einnig mjög and-
vígur þeirri þróun.
Það er einnig krafa de
Gaulle um algjört sjálfstæði,
sem veldur ósamkomulagi hans
við bandamenn sína í NATO.
Skilyrði þess, að Frakkland,
með de Gaulle í forsetastóli,
haldi áfram Þátttöku sinni í
NATO, er sú, að Frakkar verði
þar jafn réttháir og hin stór
veldin í öllum ákvörðunum.
Er talið, að de Gaulle vilji, að
í stað NATO komi sérstakir
varnarsamningar Frakklands
við Bandaríkin, Bretland og
ef til vill einnig V-Þýzkaland.
De Gaulle vill, með stefnu
sinni um sjálfstætt Frakkland,
vínna að því að Frakkland
verði á ný stórveldi. Virðist
draumur hans vera sameinuð
Evrópa undir forsæti Frakk
lands.
Gaulle-ismí er líklegur til
þess að vera ráðandi í Frakk
andi næstu fimm árin. En ýms
ir efast um, að þessi stefna lifi
lengur en upphafsmaður henn
ar, de Gaulle. Aðrir telja, að
eftir önnur fimm ár, verði
Gaulle-ismi orðinn svo rótfast
ur í vitund frönsku þjóðarinn
ar, að hann sé líklegur til lang
lífis. Það mun framtíðin ein
geta sagt um. — (EJ tók sam
an. Aðallega byggt á Editoríal
Research Reports).
J