Tíminn - 03.12.1965, Blaðsíða 5
ÞINGFRÉTTIR
ÞINGFRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 3. desember 1965
TIMINN
17
Sprautið burt
snjó og fsingu
Aðeins lítfl, ! Wi
snöggsprauta;
losar og eyðir V^L»
öllu hrími af rúðum. ''wi
Ömissandi að vetrinum.m|
Hafiðávalit-brúsaaf v
Holts De-fcer til taks í ^
hanzkahólfinu. Losar einnig
frosnar dyralæsingar og
hantfföng.
Brýn nauisyn á ákveðnu
skipulagi fjárfestingar
í gær fór fram á Alþingi önn-
nr nmræða nm fj árlagafrumvarp
rfkisstjómarinnar. Fundur stóð
langt fram á nótt og er umræð-
unni haldið áfram á föstudag.
Jón Árnason framsögumaður
meirihlutans greindi frá því, að
nefndin hefði ekki orðið sammála
um afgreiðslu frumvarpsins, enda
ekki við því að búast. 440 erindi
hefðu borizt til nefndarinnar, en
því miður væri ekki unnt að sinna
pema litlum hluta þeirra. Á þessu
ári væri líklegur töluverður
greiðsluhalli á rekstri rikissjóðs.
Efnahagsstofnunin hefði endur-
skoðað tekjuáætlunina fyrir næsta
ár og teldi ólíklegt að tekjumar
yrðu meiri en áætlað er. Afkoma
og efnahagur ríkissjóðs leyfði því
ekki, að orðið yrði við hinum
mörgu fjárbeiðnum. Síðan gerði
ræðumaður grein fyrir ýmsum
smávægilegum breytingartillögum
sem meirihluti nefndarinnar flyt-
ur, t.d. varðandi byggingu læknis-
bústaða og styrki til læknastú-
denta gegn starfi í héraðum út
á landsbyggðinni. Einnig rakti
hann erfiðleika Skipaútgerðarinn-
ar vegna rekstrarhalla, en ekki
hefði nefndin talið ástæðu til að
taka ákveðna afstöðu til þessa
vanda að svo komnu máli. Styrk-
ur til Lögreglukórsins og lúðra-
sveita hækkar nokkuð.
Halldór E. Sigurðsson taldi fyr-
irliggjandi fjárlagafrumvarp bera
öll einkenni dýrtíðarstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Hún markaði í það
ákveðin, en geigvænleg, spor. Rík-
isstjórnin hefði í valdatíð sinni
haft alla möguleika til að stefna
hennar fengi að njóta sín. Völd
Seðlabankans hefðu verið aukin,
svo lána- og fjármálastefna stjóm-
arinnar fengi að verka óhindrað.
Ríkisstjórnin hefði undanfarin ár
staðið sjálf í beinum samningum
við verkalýðsfélögin um kaupgjald
og kjör í landinu. Hún hefði einn-
ig ákveðið verð á fiski. Svona
mætti lengi telja. Ekkert hefði
hindrað að stefna stjórnarinnar
fengi að birtast í reynd. Þar að
auki hefði eindæma árferði, góð-
æri og gífurleg aukning á sjávar-
afla hjálpað ríkisstjórninni. Hún
hefði því við engan annan en
sjálfa sig að sakast, hvernig kom
ið væri í efnahagslífi þjóðarinnar.
Stefna dýrtíðar og ofsköttun hefði
verið allsráðandi hennar valda-
Ifmabil. Tollar og skattar, sem
ríkisstjórnin tæki til sín, hefðu
hækkað um 350% síðan 1958. AU
ir almennir skattar hefðu verið
margfaldaðir og fjöldi nýrra sér-
skatta verið lagður á, t.d. launa-
skattur, bændaskattur, veitinga-
húsgjald, farmiðaskattur, vega-
skattur og margir fleiri auk alls
konar gjalda.
Fjárfesting væri látin leika laus
um hala. Þeir fáu útvöldu, sem
aðgang hefðu að bönkunum, væru
í kapphlaupi um fé til fjárfest-
ingar, sem algerlega væri stjórn-
laus. Yfirborganir launa væra
orðnar alltíðar, enda væri svo
komið að launasamningar væra
oft ekkert annað en staðfesting
á raunveralegum yfirborgunum.
Hver er árangurinn af stefnu
ríkisstjórnarinnar? í stuttu máli:
hallinn á rekstri ríkisins væri orð-
inn eindæma mikill. Á s.l. ári
hefði hann numið 253 millj. þótt
Ráðstafanir ríkisstjómarinnar hafa reynzt haldlausar
tekjur hefðu farið langt fram úr
áætlun. Meginástæða þessa ófremd
ar ástands væri, hve grátt verð-
bólgan leifcur hag ríkissjóðs. Eina
svarið, sem valdhafarnir hefðu
væri að skera niður framlag til
nauðsynlegra framkvæmda, eins
og sjúkrahúsa og skólá, um þ
ugu prósent.
Að þessu sinni flyttu Fram-
sóknarmenn í nefndinni aðeins
eina breytingartillögu. Ástæða
þess væri þó ekki sú að þeir teldu
að fullnægt væri fjárþörf til fram-
kvæmda, né nægilegrar ráðdeildar
og sparnaðar gætt Ástæðan væri
sú, að vérðbólgan hefði leikið hag
ríkisbúskaparins svo grátt, að
ekki væri rúm fyrir framlög til
nauðsynlegustu framkvæmda á 4
milljarða fjárlögum. Þegar svo
væri komið þyrfti að fara aðrar
leiðir. Ráðast að rótum meinsins.
Tilgangslítið væri að tína til ein-
staka tillögur. Hér þyrfti gagn-
gerðar stefnubreytingar. Þetta
fjárlagafrumvarp gerði hins vegar
ekki ráð fyrir neinni stefnubreyt-
ingu. Enn ætti að halda áfram á
sömu dýrtíðar- og ofsköttunar-
braut. Ríkisstjórnin væri að tína
til skatta hér og þar til að ná
saman endunum. Nýi farmiða-
skatturinn virðist vera eins fcon-
ar feimnismál, því að enn hafi
frumv. ekki komið fram á þing-
inu. Engan spamað væri að
finna í framvarpinu, þótt fyrir-
heit stjórnarinnar um það efni
séu orðin æði mörg. Halldór benti
síðan á ýmsar sparnaðarleiðir og
verður þeirra getið síðar í blað-
inu. Frumvarpið væri flausturs-
lega úr garði gert. Þær stofnan-
ir, sem ríkisstjómin hefði stofn-
sett til að aðstoða sig við gerð
þess, virtust hafa brugðizt von-
um manna. Helztu afleiðingar af
stefnu stjórnarinnar væm að tekj
ur ríkisins hyrfu í dýrtíðarhít og
rekstrarbáknið. Nauðsynleg verk-
efni væru óleyst og verkefni, sem
búið væri að samþykkja, eins og
margar skólabyggingar, sinnti
stjómin í engu. Staða þjóðarinn-
ar út á við hefði síðan 1958 versn-
að um 400 millj. Kaupgjaldsmál-
væru öll í óvissu. Höfuðatvinnu-
vegir-þjóðarinnar hóta stöðvun um
næstu áramót, eftir beztu vertíð,
sem um getur. Dýrtíðin magnast
og lamar atvinnulífið eins og mæði
veiki lamaði sauðfjárrækt lands-
ins fyrir nokkrum áram. Stjórn-
in sá þá einu leið til lausnar að
tína skatt hér og skatt þar. AUt
starf hennar væri unnið fyrir gýg.
Beinn og mikill voði stendur fyr-
ir dyram. Það þarf að endur-
skoða rekstur ríkissjóðs. Ákveðið
verkefnaval þarf að ráða fjárfest-
ingunni. Rfldsstjórnin verður að
gangast við getuleysi sínu. Hún
hrekst aðeins frá einu eymdar-
úrræðinu til annars. Það er orðin
brýn þjóðarnauðsyn að þessi rík-
isstjórn fari frá völdum og það
sem fyrst, svo að hægt sé að koma
fram nauðsynlegri stefnubreyt-
ingu í málefnum þjóðarinnar.
Geir Gunnarsson sagði, að það
væri þörf algerðrar stefnubreyt-
ingar í fjárfestingar og verðlags-
málum. Handahófskennd fjárfest-
ing einkaaðila eyddi verulegum
hluta þeirra verðmæta, sem alþýð-
an skapaði með vinnu sinni. Þrátt
fyrir góðæri undanfarinna ára, rík
ir nú öngþveiti í efnahagsmálum.
Síðan gerði hann grein fyrir þeim
mörgu breytingartillögum, sem
hann flytur við framvarpið. Lagði
hann m.a. til að farmiðaskattur-
inn verði dreginn til bafca, 60
milljónum verði varið til vega og
ríkissjóður greiði áfram hallann
af Rafveitum ríkisins. Einnig fcvart
aði hann yfir slælegri innheimtu
söluskatts og annarra skatta. Ef
þeir væru innheimtir að fullu
þyrfti ekki að grípa til aukinna
álagna til að standa straum að
þeim breytingartillögum, sem
hann flytti við frumvarpið.
Magnús Jóns-
son sagði að sú
fjárhæð, sem ætl
uð væri til að
mæta launahækk
unum starfs-
manna myndi
ekki nægja vegna
launahækkunar,
sem kjaradómur hefði nýlega úr-
skurðað. Alþýðubandalagið flytti
nú hærri breytingartillögur en
IPramsóknarflokkurinn. Stöðva
yrði öfugþróun í kaupgjalds- og
verðlagsmálum. Aukinn skilning-
ur verkalýðsfélaganna væri þó
góðra gjalda verður. Ríkisstjórnin
hefði reynt að spyrna gegn verð-
hækkunum. Takmarka yrði fjár-
festingu, svo að hún ylli ekki of-
þennslu. Fjárfestingarhöft væru
ekki til bóta. Sparnað væri varla
hægt að fá fram með núverandi
stjórnarkerfi. Kerfið þyrfti að
breytast.
BHalldór Ásgríms
son vék að heild
armyndinni, sem
fjármálastjóm
núverandi vald-
hafa hefur skap-
ingurinn hefðu
sett fram fyrir 5 til 6 árum mörg
loforð um spamað og niðurskurð
á alls konar eyðslu. Lítið hefði
orðið úr þessum loforðum. Skatta-
brjálæði ríkisstjómarinnar ætti
Framhald á bls. 22.
Holts
...
Leiliff upplýsingá utn meira en 60 viðhalds- og viðgerðarefni s
Méðuiausar
rúður
StrjúkiS rúSamar einu sinni
meS móSutóMnum og þær
haldast hretnar og móSufríar
f lengri ttaa. Klátarnir geymast
lengi f ptesipsha, eem fylgir.
Anti-Mist Cloth
Isvörn
í rúðusprautur
Mátuleg blöndun á sprautu-
geyminn kemur í veg
fyrir aS í honum frjósi
Losar snjó og fsingu og heldu ■
þeim hreinum og tærum.
WinterScreenwash
Stöðvar
vatnskassaleka
Ein áfyllingaf Redweld vatns-
kassajjétfi er' varanleg víSgerS,
sem miklar h'rtabreytingar eSa
frostlögur hefur engin áhrif á.
Radweld
Ryðolía
á sprautubrúsa
Inniheldur grafít; sem gefur-
langvarándi ryBvörn.
Hentugt til aS úSa meS hluti,
sem erfitt er áS ná tii.
Rustola
Holts vörurnar fást á stærri benzínstöðvum,
hjá kaupfélögunum og Véladeild SfS Árniúla 3