Alþýðublaðið

Date
  • previous monthMarch 1959next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2324252627281
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Alþýðublaðið - 22.03.1959, Page 4

Alþýðublaðið - 22.03.1959, Page 4
 Útgeíandi: Alþý'ðuflokkurinn. Hitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- Jjórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- Æon. Fréttastjóri: Björgvin' Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- con. Hitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- ■sími: 14900. Aösetur: AiþýöuhúsiS. PrentsmiSja AlþýSubl. Hverfisg. 8—10. H a nnes á h o r n i n u ÞAÐ TÓK íslendinga ótrúlega langan tíma að stofna sérstakan seðlabanka, aðskilinn frá við- skiptabönkum. Menn'hafa vitað um áratugi, að slíkur aðskilnaður er óhjákvæmilegur hjá ej'nA- iiagslega sjálfstæðri þjóð, en pólitík og sitthvað því- líkt fyrirbyggði þessa-skynsamlegu ráðstöfun. Þegar Alþýðufiokkurinn og Framsóknar- • í íokkurinn gerðu umbótabandalagið 1956, var stofn un seðlabanka eitt af. grundvallaratriðum stefnu- ekrár flokkanna. Vinsfri stjórnin gerði víðtækar : foreytingar á bankákerfinu, og var stofnun seðla- foankans þar á meðal. Mætti sú ráðstöfun and- •, etöðu á alþingi — að vísu minni en aðrar greinar foankafrumvarpsins — en fjármálaleiðtogar Sjálf- étæðisf lokksins börðust sumir gegn seðlabankanum og aðrir töldu hánn hvorki fugl né fisk. Nú dettur engusn maiuii í hug að breyta aft- ur til hins gamla skijsulags, Jafnvel Sjálfstæðis- menn samþykkja einróma að:gera bankann sjáif- stæðari og sterkaii en hami er. Gildar ástæðnr voru fyrir bví að aðskilja bankann ekki með öllu frá Landsbankanum. I reynd hefur seðlabankinn starfað algerlega sjálfstætt, eins og hann verður að gera vegna eðlis síns. Hlutverk seðlabankans er ekki líklegt til al- tnennra vinsælda, þegar efnahagsmálum er svo háttað, sem hér er nú.En islíkur banki er lífsnauð- sjmlegur. Hann á að vera hemill á tímum ofþensiu c»g blóðgjafi, þegar kreppa knýr á dyr. Hann á &ð vera miðstöð fjármálakeriisins, svo að önnur hönd þjóðfélagsins viti jafnan, hvað hin er.að gera. Eankinn hefur farið vel af stað og tekst vonahdi &ð verða til farsælla áhrifa í framtíðinni. 'E. Smith Sidney E. Smith, utanríkisráðherra Kanada, er Iátinn fyrir aldur fram. Hann hafði um stutt áráfoil 'gegnt starfi sínu, en á þeiín tíma höfðu ís- lendingar þau kynni af honum, að þeir minnast hans með söknuði. Enda þótt bein viðskipti milli Mands og Kanada séu lítil, þá er margt, sem tengir þjóðirnar og ýmis hagsmunamál eiga þær saman. í slíkum máium sýndi Smith okkur Is- lendingum skilning og vináttu, sem við metum mikils. Við sendum kanadi'sfeu þjóðinni samúðar- kveðjur út af misstþessa mikilhæfa manns. Fyrsr páskana iarnaskór ★ AÖalatriðið í dag. ★ .'Frestun í eitt ár með- an barist er við draug- inn. 'k. Enginn tapar á því. . ★ .Björgunarvesti þjóð- félgsins. EINSTAKLINGARNIR hafa reynslu af því, að þeir geta ekki gert allt, sem þá langar til. Ef rnaður, sem ekki hefur fullar hendur fjár, er að byggja sér hús, verður hann aö gera það í áföngum. Hann verður að gera það vegna þess að hann bíður annaðhvort eftir láni eða hann er að reyna að safna sér fé til kaupa á efni og sérfræðilegri vinnu. Þannig er þetta á nær öllum sviðum í lífi og athöfnum einstaklinganna, HIÐ NÁKVÆMLEGA SAMA gildir um búskap þjóðarinnar í heild. Framkvæmdir hans v-erða að fara eftir fjárhagsástandi og getu hins sameiginlega bús. — Þetta er sagt að gefnu tilefni. Aðalatriðið í öllum búskap þjóð- arinnar er að tryggja atvinnu þegnanna sem allra bezt og ör- uggast. Það er varla hægt að segja, að nokkúrt atvinnuleysi hafi verið hér á landi í síðustu tvo áratugi. Að vísu hefur þáð gert vart við sig sums staðar út um land — og þá timabundið. ALLT 'VERÐUR að stefna að því að tryggja það góða átvinnu ástand, sem verið hefur. Nú er það kunnugt, aðþjóðin á í mikl- um erfiðleikum með búskap sinn. Feigðar.flan dýrtíðárinnar hefur verið geigvænlegt. Reynt er að stöðva. þáð -—og það hefur tekizt að minnsta kosti í bili. En það er ekki hægt að gera það til langframa nema með róttækum aðgerðum. Hörgull er á starfs- kröftum við marga atvinnuvegi. Meðan svo er sýnist ekki úr vegi að þjóðin fresti nokkrum fram kvæmdum og .eyðslu um sihn, til dæmis í eitt ár. ÞAÐ ÆTTI AÐ GERA ná- kvæma áætlun um þetta. Sagt er að á síðustu árum hafi verið gífuriegur innfiutningur á nýj- um vélum til landbúnajðar og iðnaðar. Kunnugir fullyrða, að sá vélakostur, sem til er í land- inu í þessum tveimur atvinnu- vegum, nægi fullkomlega til þess að þeir bíði ekki tjón þó að nýjar vélar séu ekki fluttar inn í eitt ár. Hins vegar er nauð synlegt að flytja inn varahluti til þeirra véla, sem fyrir eru. En í fyrra var það þannig, til dæm- is í landbúnáðinum, að ekki var skeytt um varahlutainnflutning — og liafði það þær afleiðingar, að ársgamlar vélar og eldri stóðu aðgerðalausar vegna skorts-á varahlutum. ÞÁ LIGGUR ÞAÐ í augum uppi, að það mundi ekki valda neinu eða neinum tjóni þó að ýmsum framkvæmdum á vegum hins opinbera væri frestað um eins árs skéið. Það mundi ekki valda atvinnuleysi. Það myndi ekki korna að sök í þjóðarbú- Skapnum. En það mundi spara þjóðinni milljónatugaútgjöld meðan húner að bérjast við dýr- tíðardrauginn. Þeir, sem ekki vilja' skilja þessár augljósu stáð- reyndir, hljóta:að vera blindað- ir af ofstæki. Þeir hljóta að liafa blekkzt af afbrýðisemi og hatri til þeirra andstæðinga sinna, sem keppa við þá í smjaðri fyrir fólki. ÞAÐ ER LÍFSNAUÐSYN- LEGT fyrir framtíð þjóðarinnar, að menn geri sér grein fyrir þessu einmitt nú. Ef ekki verður farin þessi leið, þýðir það, að sú viðleitni, sem gerð hefur verið til að stöðva dýrtíðina, mistekst, því að ef ekki verður tekinn frestur og spyrnt við eyðsluniii um sinn, þá þýðir það liækkaða skatta og hækkaða tolla. Og ef þetta verður að hækka, þá er lækkun vöruverðs og eftirgjöf launþéganna á tíu vísitölustigum unnið fyrir gýg. Hannes á horninu. Þakpappi (þýzkur) fyrirliggjandi. Sighvatur Einarsson & €o. Skipholti 15. Símar 24133 og 24137 fyrirliggjandl. Sigbvatur Einarsson & €o. Skipholti 15. Símar 24133 og 24137 %“—4“ svart Vi“—3“ galv. Seld í metratali. fyrirliggjandi. « Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15. Símar 24133 og 24137 Sjálfvirkar fyrir kalt vatn fyrirliggjandi. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15. Símar 24133 og 24137 Gerum við bilaða krana og klósett-kassa. Vatnsveita Reykjavíkur, símar 13134 og 35122. LEIGUBÍLAR Bifreiðastöð Steindórs Sími 1-15-80 iifreiðastöð Reykjavíkur Sími 1-17-20 Karlmannagúmmístígvél lipur og sterik. \ Gúmmíkiossar reimaðir. \ Karlmannabomsur. Karlmannainniskór, flóka. | Karlmannaskór. Drengjaskór. Barnaskór uppreimaðir og gott úrval, ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR. i Skóverzlun Péhirs Andréssonar. LAUGAVEGI 17. 7 & Féiagslíf 0? Körfyksiattíeiks' deiid K.R. 7 Piltar, stúlkur. — Áríðandi fundur verður í félagsheimili KR í dag Osunnudag) kl. 2 stund'vísléga. — Allir þeir, : sem ■ er.u starfandi í félaginu og þeir, sem hafa hug á því að starfa með því í sumar og næsta vetur eru beðnir um að mæta. — Þeir, sem eiga eftir að greiða ársgjaldið eru vin- samlegast beðnir um að hafa það m>eð á fundinn. Stjórnin. Huselgendur. Önnumst allskonar vatns- og hitalagnir. HITALA GNIR h.f Símar 33712 og 32844. 4 22. marz 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue: 68. Tölublað (22.03.1959)
https://timarit.is/issue/134134

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

68. Tölublað (22.03.1959)

Actions: